Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 48
Síminn á afgreiðslunni er 83033 2ttor)junbtaí>ií> Sími á ritstjórn og skrifstotu: 10100 321t>rxjvml>tní>ií> SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982 Fáum ekki það sem við fórum fram á segir formaður Félags hjúkrunarfræðinga þar sem við höfum ekki haft ráð- rúm til að skoða þær niður í kjöl- „1>AÐ er Ijóst, ad samkvæmt þess- um niðurstöðum fáum við ekki það, sem við gerðum kröfu til,“ sagði Svanlaug Árnadóttir, formaður Fé- lags hjúkrunarfræöinga, í samtali við Mbl., er hún var innt álits á úrskurði kjaranefndar varöandi sérkjarasamningamál hjúkrunar- fræðinga. — Að öðru leyti get ég lítið tjáð mig um þessar niðurstöður, inn ennþá, sagði Svanlaug Árna- dóttir ennfremur. Samkvæmt niðurstöðum kjaranefndar fá hjúkrunarfræð- ingar 1—2ja launaflokka hækk- un, en kröfur hjúkrunarfræðinga voru þær, að byrjunarlaun yrðu samkvæmt 16. launaflokki, en þau eru samkvæmt 11. launa- flokki. Sjónvarpið: Danir gefa tæki til beinna útsendinga utan sjónvarpshúss ÍSLENSKA sjónvarpinu stendur til boða að fá lánuð til ótilgreinds tíma, og án endurgjalds, svonefnd „linkatæki" frá Danmarks Radio, en tæki þessi eru notuð til beinna útsendinga á efni utan sjón- varpshússins. Pétur Guðfinnsson framkvæmdastjóri sjónvarpsins sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, að vænt- anlega yrði þetta boð þegið, hér væri nánast um gjöf að ræða, þó talað væri um lán. Ólíklegt væri að tækin færu aftur til Danmerk- ur. Pétur sagði þessi tæki vera tekin úr notkun hjá danska sjónvarpinu vegna breytinga á útsendingartíðni, en ekki vegna þess að þau væru orðin úrelt. Tæki þessi sagði hann kosta hundruð þúsunda króna í inn- kaupi, tugi milljóna gamalla króna. Fyrir tveimur árum hefði t.d. verið talið að þau kost- uðu um 500 þúsund krónur. Pétur Guðfinnsson sagði hingað til hafa verið fengin tæki að láni frá Noregi, ásamt starfsmanni, er á hefði þurft að halda, svo sem við útsendingu frá þjóðhátíðinni á Þingvöllum 1974, vegna kosningasjónvarps og við slík tækifæri. Ef af þess- um flutningi dönsku tækjanna hingað yrði, væri það úr sög- unni væntanlega, að fá þyrfti tæki lánuð við slík tækifæri. Sameinast leigubíla- stöðvarnar? NOKKRAK umræður hafa farið fram að undanförnu um hugsanlega sam- einingu leigubílastöðvanna í Reykja- vík, og í liðinni viku var haldinn sam- eiginlegur fundur með bílstjórum að fhimkvæði borgaryfirvalda. Samkvæmt uppplýsingum Mbl. eru mjög skiptar skoðanir um ágæti þess að sameina stöðvarnar. Þeir, sem standa fremstir í flokki þeirra, sem vilja sameina stöðvarnar, eru bílstjórar hjá Hreyfli, en andstaðan er hins vegar mest hjá bílstjórum BSR, sem eru nánast allir á móti sameiningu. Telja hana skaða mjög sína hagsmuni. Á hinum stöðvun- um skiptast menn svo í flokka, ým- ist með eða á móti. Hreyfill er fjölmennasta stöðin, en síðan kemur BSR og þá Bæjar- leiðir. Borgarbílastöðinn er hins vegar mun minni. Hins vegar hefur ekki verið rætt, að Steindór komi inn í þetta dæmi. Ljósm.: Sigurgeir. Skipverjar á Sæfaxa frá Yestmannaeyjum fengu þennan þorsk í trollið nú í vikunni. Hann vó 45 kg og var 162 cm að lengd. Þetta var hrygna, sem trúiega hefur verið búin að gefa vel af sér um dagana. Eimskip styrkir Sjómannadagsráð Á AÐALFUNDI Eimskips í fyrradag var tilkynnt um þá samþykkt stjórnar fyrirtækisins, að í tilefni árs aldraðra, hefði verið ákveðið, að Eimskipafélagið myndi veita Sjó- mannadagsráði fjárstuðning að upphæð 60.000 krónur til byggingar vistheimilis fyrir aldraða í Hafnar- firði, en þar er hugmyndin að verði vistrými fyrir 79 manns. Togararnir ekki aðeins styttir: Nú reyna eigendur að fá vélarnar mældar niður EIGENDUR þeirra litlu skuttogara, sem að undanförnu hafa verið keypt- ir og verið er að kaupa frá Englandi og Noregi, munu allir ætla sér að fá vélar skipanna mældar niður, úr 1200 hestöflum í um 900 hestöfl, en með því ætla þeir að koma togurun- um á veiðar á milli 6 og 12 mílna fiskveiðimarkanna. Litlu togararnir, sem hafa verið keyptir frá Englandi, eru allir styttri en 39 metrar og Sjóli, sem keyptur var frá Noregi, var styttur niður fyrir 39 metra. f fisk- veiðilögunum segir að til þess að skip megi fiska í hólfunum svonefndu milli 6 og 12 mílna, þá íslensk matvæli í Hafnarfirði: Vinna 6 tonn af laxi frá ISNO í Kelduhverfi Þessa dagana er verið að reykja og grafa tæplega sex tonn af laxi, hjá íslenskum matvælum hf. í llafnarfirði, en laxinum var „slátr- að“ hjá ISNO í Kelduhverfi fyrr i vikunni. Sigurður Björnsson, fram- kvæmdastjóri fsl. matvæla, sagði i samtali við Morgunblaðið í gær, að laxinn líkaði vel, og væri ætlunin að kaupa allan þann lax er fyrirtækið þarf, hjá ISNO framvegis, í stað göngulaxa, sem áður hafa verið not- aðir. Sigurður sagði laxinum vera „slátrað" eftir kúnstarinnar regl- um nyrðra, hann blóðgaður um leið, síðan slægður og ísaður í kassa. Þannig væri honum ekið um leið suður til vinnslu, en úr honum er svo til einvörðungu unnin gravlax og reyktur lax og örlítið er selt af nýjum laxi. Lax- inn kvað Sigurður vera heldur smáan, eða 4 til 6 pund, að meðal- tali. Bragðgæði gæfu ekki eftir göngulaxi, sumir teldu þennan lax jafnvel betri, þar sem hann væri feitari og því ekki eins þurr ef hann er borðaður nýr. Liturinn væri eins og á göngulaxi. Hið eina væri, sagði Sigurður, að hann væri heldur laus í sér, og stafaði það sennilega af því að fiskurinn hefur ekki sömu hreyfingu og göngulaxinn. Eins mætti hann vera heldur stærri, en hvort tveggja væru þó minniháttar atriði. Kosti þessa lax umfram göngu- lax, veiddan á stöng og í net, sagði hann einkum vera hvað verkun og meðferð áhrærði. Netalax væri oft marinn og illa farinn og ekki blóðgaður, og eins væri sá lax er veiddur væri á stöng mjög misjafnlega með far- inn af eðlilegum ástæðum. Næstu „slátrun" sagði Sigurður vera áætlaða í maí, en laxinn er geymdur frystur hjá íslenskum matvælum, þar til hann er unnin jafnóðum fyrir markað. Heild- armarkað af laxi hér á landi sagði Sigurður vera á að giska 50 til 60 tonn á ári. Verð laxins norð- an úr Kelduhverfi sagði hann sambærilegt við það sem göngu- lax væri seldur á, eða um 80 kr. kílóíð fyrir norðan. megi skipiö eigi vera lengra en 39 metrar og aðalvél skipsins eigi stærri en 1000 bremsuhestöfl. Síðustu vikur hafa þrír skuttog- arar verið fluttir til landsins, sem eru styttri en 39 metrar og eru það Baldur, Sjóli og Einar Benedikts- son. Vélarnar í þessum skipum eru allar 1200 hestöfl, og samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgun- blaðið hefur aflað sér, þá fluttu eigendur togaranna þá til landsins á þeirri forsendu að þeir fengju að mæla vélarnar niður undir 900 hestöfl, með því að innsigla olíu- dælur vélanna. Mun það þegar hafa verið gert á Baldri frá Dalvík og togarinn því á veiðum á milli 6 og 12 mílna. Enn eru þrír skuttog- arar, 39 metrar og styttri, sem fest hafa verið kaup á í Bretlandi, ókomnir til landsins, og mun það vera ætlun eigenda þeirra að fá vélarnar mældar niður. Morgunblaðið hefur fengið stað- fest að Siglingamálastofnun ríkis- ins hefur lýst sig algjörlega mót- fallna því, að vélar skipa séu mældar niður með þvi einu að olíukerfi sé innsiglað, og fyrir liggur ráðherraúrskurður um að það sé ólögmætt. Það eina, sem Siglingamálastofnun getur sætt sig við, er að ef vélarnar hafi verið búnar forþjöppum í upphafi og þær teknar af, megi mæla vélina niður um þá orku sem forþjappan gaf. Fyrir nokkrum árum keypti Eimskipafélag Islands tvö skip, sem voru systurskip. Þegar skipin voru smíðuð upphaflega voru sett- ar í þau samskonar vélar, en þegar þau komu til landsins var vélin í öðru skipinu gefin upp með minni hestaflatölu en hin. Þetta orsakaði að annað skipið þurfti einum vél- stjóra færra og lýsti Farmanna- og fiskimannasambandið yfir óánægju vegna þessa. Endaði mál- ið með því, að þáverandi ráð- herra samgöngumála kvað upp þann úrskurð, að Siglingamála- stofnun skyldi binda sig við svonefndan GYN A 62 70-staðal, en það er staðall vélaframleiðenda og er notaður við hestaflamælingu vélar, þegar hún fer ný frá verk- smiðju. Starfsmenn Siglingamála- stofnunar telja sig algjörlega bundna þessum staðli og því komi ekki til greina, að þeir samþykki að mæla niður vélar. Þorskveiðibann hefst á morgun IKIRSKVEIÐIBANN hefst á hádegi á morgun, 5. apríl, og stendur til há- degis þriðjudagsins 13. apríl næst- komandi. Öllum skipum, öðrum en þeim sem falla undir „skrapdagakerfið", verða bannaðar þorskveiðar þetta tímabil. Það að þorskveiðar séu bannaðar merkir, að hlutfall þorsks í afla hverrar veiðiferðar má ekki vera nema 15%. Auk þessa leggur sjávarútvegsráðuneytið áherzlu á að á fyrrgreindu tímabili séu allar netaveiðar bannaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.