Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRIL 1982 Afmæli Félags íslenskra teiknara: W Félag íslenskra auglýsinga- teiknara átti 25 ára afmæli fyrir nokkru. Af því tilefni réðst félagið í að gefa út mynd- arlegt afmælisrit meö ágripi af sögu félagsins og sýnishornum af verkum félagsmanna. Sú bók leit dagsins Ijós á síöasta ári. Hún er u.þ.b. 30 bls. aö stærð, í stóru og vönduðu broti og litprentuð að mestu á einkar fínan pappír. Fremst í bókinni rekur Hörður Ag- ústsson sögu teiknara og hönnuða hér á landi í stuttu máli og Hafsteinn Guðmundsson fjallar um breytingar á sviði prenttækni á liðnum árum. Eftir- farandi er að mestu leyti sótt í grein Harðar. Lýsingameistarar nútímans FÍT rekur ættir sínar allt aftur til Sigurðar málara Guðmunds- sonar, sem m.a. „hannaði" þjóð- búninginn. Upp úr aldamótum fer síðan að mótast þörf fyrir ýmiss konar hönnunarvinnu, gera þurfti merki fyrir félög og fyrirtæki, teikna þurfti hlutabréf, prófskírt- eini og dagblöð þurfti að teikna upp. Tryggvi Magnússon vann mest allra við teiknarafagið á fyrstu áratugum aldarinnar, en af öðrum sem fengust við slíka starfsemi má nefna Ríkharð Jónsson, Einar Jónsson og Guðmund frá Miðdal myndhöggvara, teiknarann Björn Björnsson, Baldvin Björnsson gullsmið og Finn Jónsson listmál- ara. Agústa Pétursdóttir Snæland varð fyrsti Islendingurinn sem hélt utan til náms í auglýsinga- teiknun. Það var árið 1933 að Ag- ústa hélt tii Kaupmannahafnar til að nema þar við Listiðnaskólann. Á næstu árum feta fleiri í fótspor hennar, Jörundur Pálsson, Hall- dór Pétursson, Stefán Jónsson, Ásgeir Júlíusson og Atli Már Árnason. Um þessar mundir er fyrsta auglýsingastofan stofnuð hérlend- is, eða árið 1935. Það gerði Einar Kristjánsson þáverandi auglýs- ingastjóri Vísis og fjórum árum síðar setti Stefán Jónsson á stofn fyrstu stofu auglýsingateiknara á landinu og allt þetta fólk hafði nóg að gera í sínu fagi um það bil er styrjöldin braust út. Eftir stríð hurfu Jörundur og Stefán til náms í húsagerðarlist. Fimtn stofna félag Félag íslenskra teiknara var stofnað 23. nóvember 1953 á vinnustofu Halldórs Péturssonar að Túngötu 38 í Reykjavík. Frum- kvöðlar að stofnun félagsins voru fimm, þeir Ásgeir Júlíusson, sem varð formaður þess, Jörundur Pálsson gjaldkeri, Stefán Jónsson ritari og Atli Már og Halldór Pét- ursson, en auk fimmmenninganna eru Tryggvi Magnússon og Agústa Pétursdóttir talin til stofnenda. I lögum félagsins segir að til- gangur þess sé m.a. að „gæta hagsmuna teiknara og bæta kjör þeirra. Leitast skal við að efla og styrkja atvinnugrein teiknara eft- ir megni á hvern þann hátt er við verður komið. Að semja og leið- beina um fagleg efni og lögfræði- leg vafaatriði og gæta þess að réttindi félagsmanna séu virt. Að auka menntun teiknara." Fjórum árum eftir stofnun FÍT gerðist félagið aðili að norræna teiknarasambandinu, NT. Smátt og smátt lét félagið að sér kveða út á við. Það kvað á um skilmála og verðskrár, tók þátt í innlendum og erlendum sýningum, kom á ákveðinni stefnu um samkeppni og almenna siðabreytni í starfi, stóð fyrir bókasýningu, knúði á um þátttöku félagsmanna í gerð frí- merkja og peninga og átti umtals- verðan þátt í stofnun Listiðnar, sambands listiðnaðarmanna, iðnhönnuða og arkitekta. FÍT hef- ur marg oft reynt að fá stjórnvöld til að lögvernda starfsgrein sína, en ekki tekist. Árið 1961 réðst Gísli B. Björns- son til starfa við nýstofnaða deild í auglýsingateiknun við Mynd- lista- og handíðaskólann og stóð Torfi Jónsson við hlið hans á frumbýlingsárum deildarinnar. Síðan hafa flestir íslenskir teikn- arar hlotið undirstöðumenntun sína þar. Að koma sjónrænum boötáknum áleiðis Hvert er starfssvið auglýsinga- teiknara? Til að leita svara við þeirri spurningu er einna heppi- legast að líta í námsskrár listiðna- skóla. Þar segir að nemendur skuli læra stafagerð og skrift hvers konar, kunna að draga upp merki og veggspjöld, segja til um gerð bóka og vera færir um að lýsa þær, tilreiða umbúðir og setja upp sýningar, fara með ljósmyndavél og helst kvikmyndavél, ásamt því að verða sér úti um þekkingu á markaðslögmálum og auglýsinga- fræðum. Við aukna verkaskiptingu og fjölbreyttari og flóknari samskipti hins tæknivædda þjóðfélags nú- tímans hefur starfsvettvangur teiknara víkkað mikið frá því á dögum forvera þeirra, lýsinga- meistara, innsiglahöfunda og skrifara, en kjarni hans er þó hinn sami, að koma rétt sniðnum og fagurlega smíðuðum sjónrænum boðtáknum milli manna. Starfið er fólgið í því að gæta þess í flókn- um ferlum vélvæddrar framleiðslu að sá þáttur, sem að lögun og lit snýr, sé gerður með listrænum og athyglisverðum hætti. Nú eru u.þ.b. sextíu félagsmenn í FÍT. Teikning afftir Pétur alldórsson. 6 merki ettir þrjé teiknara, gerð á árunum 1914—1930. Björn Arnason: Eimskipafélagiö, Hiö íslenska bókmenntafélag. Tryggvi Magnússon: BSR, KR, Landsbankinn. Jóhann Sigurösson: Dagsbrún. „Vörur seljast ekki af gömlum vana“ Rætt viö Pál H. Guðmundsson formann FÍT Formaður Félags íslenskra teikn- ara er Páll H. Guðmundsson, en hann rekur Auglýsingastofuna Örkina. Blm. Morgunblaðsins sneri sér til hans til að ræða nokkuð um stöðu og þróun mála á sviði auglýsinga hér á landi. Fyrst var Páll spurður hver væru og hefðu verið helstu baráttumál FÍT i gegnum árin. „Upphaflega var félagið stofnað til að samræma verðskrá og síðan til að halda uppi ýmiss konar fé- lagsstarfi meðal teiknara, til dæmis með þvi að standa fyrir sýningum. Eftir því sem árin liðu, fóru menn mjög að ræða um, að nauðsyn væri að hljóta lögvernduð starfsréttindi og málið komst inn á þing um miðj- an sjöunda áratug, en ekki varð úr neinu. Prentarar voru löngum smeykir við þetta og töldu að teikn- arar hygðust einoka alla uppsetn- ingavinnu og fara inn á þeirra verk- svið. En svo er nú ekki. Þetta er ennþá eitt helsta bar- áttumál okkar, en við ætlum okkur alls ekki að fara inn á starfssvið prentara og koma því þannig fyrir að enginn megi setja upp bréfhaus eða nótueyðublöð nema að vera í FÍT. Það er ekki það sem við erum að hugsa um. Það sem er kannski aðalmálið í þessu sambandi er, að með löggild- ingu væri kominn mun sterkari grundvöllur fyrir hvers kyns eftirlit með auglýsingum, bæði hvað varðar siðfræði þeirra og gæði. Rafvirkjar hafa löggildingu í sinni iðngrein og það tryggir viss gæði í allri þeirra vinnu, en það þýðir ekki að fólk megi ekki sjálft skipta um peru heima hjá sér. Það er mikilvægt fyrir hverja starfsgrein að hún eigi sér sterk samtök sem geti komið fram fyrir hennar hönd gagnvart öðrum aðil- um. Það eru í gildi meðal félags- manna FÍT og félaga í Sambandi íslenskra auglýsingastofa, ákveðnar siðareglur, en ófaglærðir menn og ófélagsbundnir sniðganga allt slíkt og komast iðulega upp með ótrúleg- ustu hluti." — Hvaða reglur gilda um eign- arrétt á verkum auglýsingateikn- ara? „Teikningin telst eign teiknarans nema öðruvísi sé um samið. Ein- göngu er um sölu á afnotarétti að ræða og' gildir hann aðeins í einu landi, ef ekki er samið sérstaklega um annað. Þessar reglur eru sniðn- ar eftir reglum sem í gildi eru á Norðurlöndum, en FÍT er aðili að sambandi teiknara á Norðurlönd- um, Nordiske Tegnere. Ekki má breyta teikningu á nokk- urn hátt nema að fengnu leyfi teiknarans. Þá á að greiða sérstak- lega fyrir endurprentun teikninga, svo sem bókarkápu, myndskreyt- inga og þess háttar. Það hefur iðu- lega orðið misbrestur á þessu á liðnum árum og er það óviðunandi." Kaldir karlar — Starfa margir ófaglærðir á þessu sviði? „Það er töluvert um það að lag- hentir menn vinni við þetta í hjá- verkum og bjóði þá viðskiptavinum sínum lægra verð en við gerum. Margir þessara manna eru prýðis- teiknarar og ættu að sækja um inn- göngu í félagið, en sumir eru óneit- anlega voða kaldir karlar sem brjóta allar reglur í sambandi við siðgæði auglýsinga og lokka til sín viðskiptavini með því móti. Og ef það er gerð athugasemd við auglýs- ingu sem þeir hafa gert, þá gerist svo sem ekki neitt. Ég held það sé auðsætt, að eitt- hvað þarf að gera til að koma á samræmingu og eftirliti á þessu sviði. Ég held að æskilegt væri að SÍA, samtök auglýsingastofa, eða FÍT, ásamt fjölmiðlum og kannski Vérslunarráði hefðu eitthvert sam- eiginlegt eftirlit með höndum á þessu sviði, sem tæki afstöðu til þess, hvort auglýsingar væru ósið- legar á nokkurn hátt, eða ósannar.“ — Hver ber ábyrgð á auglýsingu sem birtist? „Það er sá sem setur hana upp. Auglýsingastofan, ef hún er sett upp á auglýsingastofu. Annars hver sá sem hefur sett hana upp.“ — Nýlega voru birt í blöðum ýmis dæmi um auglýsingar þar sem ýms- ar siðareglur höfðu verið brotnar. Hvað viltu segja um það? „Það er athyglisvert í því sam- bandi að enginn þessara auglýsinga var sett upp af auglýsingastofu. Það sýnir betur en margt annað, hve nauðsynlegt er að löggilding fáist á þessari starfsgrein, því eins og mál- um er nú háttað er alltaf einhver reiðubúinn til að setja upp auglýs- ingar enda þótt þær varði við lög.“ í gegnum börnin — Kemur það oft fyrir að auglýs- ingastofur missi viðskiptavini, vegna þess að þær neita að setja óréttláta texta í auglýsingar? „Það er nú ekki mjög oft, en þó kemur það fyrir. Ef viðskiptamenn- irnir koma textanum í gegn, til dæmis í blöðunum, en ekki hjá okkur, hvers vegna ættum við þá að vera að fylgja þessum siðgæðisregl- um? Við leggjum áherslu á það, að vopnin sem nota á í auglýsingum eiga að vera útlit og uppsetning sem vekur athygli ásamt góðum texta. Ekki ósannar eða hæpnar fullyrð- ingar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.