Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982 19 Stjórnin áætlar því að hafa gler- trefjakapal í meginflutningsæðum en skipta yfir í sjónvarpskapal í stöðvum, sem þjóna 50—100 heim- ilum hver. Stjórnvöld sjá það í hendi sér, að ekki er hægt að gera sömu kröf- ur um efnisflutning á öllum þess- um sjónvarpsrásum og nú eru gerðar til BBC og ITV, heldur mun hver kapalrás helga sig ákveðnu sérsviði eins og þróunin hefur ver- ið í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir það er búist við einhverjum höml- um, eins og t.d. á klámmyndum. I skýrslu ITAP-nefndarinnar er því spáð, að markaðurinn fyrir kapalsjónvarpsefni og -búnað sé um þrír milljarðar punda og meiri ef tillit er tekið til útflutnings sjónvarpsefnis, upplýsingaþjón- ustu og tækni. Einnig er sagt, að framkvæmd verksins muni „blása nýjum anda í breskt efnahagslíf" og, sem lætur ekki síst vel í eyrum íhaidsmanna, „þarf ekki að kosta ríkið einn einasta eyri“. Þeir, sem fyrstir verða til að nota kapalkerfið, munu vafalaust gera það vegna skemmtanagildis- ins, en stjórnin er ákveðin í að framtíðarhlutverk þess verði „al- hliða upplýsingamiðlun“. Með því ættu einnig að opnast nýir mark- aðir fyrir fjarskiptaiðnaðinn breska og útflutningsgeta hans að aukast, en eins og nú horfir, er útlit fyrir að hlutur Breta á hefur hins vegar gert þær hug- myndir að engu. I meira en ár hefur William Whitelaw, innanríkisráðherra Breta, barist fyrir því, að Bretar sendu á loft gervihnött, og talið að það gæti orðið breska geimferða- iðnaðinum mikil lyftistöng. Hins vegar hefur vafist fyrir mönnum þörfin á gervihnetti til sjón- varpssendinga. BBC er í úlfa- kreppu vegna fjárskorts og ITV- stöðin hefur nóg á sinni könnu, að því er forsvarsmönnum hennar finnst. Af þessum sökum hafa þær ekki verið neitt áfjáðar í aukarás- ir og hvorug þarf á gervihnetti að halda til að koma sendingunum um landið. Til þess eru endur- varpsstöðvarnar meira en full- nægjandi. Diskarnir, sem ráðgert hafði verið að hvert heimili þyrfti til að ná geislanum frá gervihnett- inum, eru auk þess miklu dýrari en haldið var. Ekki 200 pund á heimili heldur 400 og 100 að auki fyrir uppsetningu. Ríkisstjórnin sá hins vegar ann- an flöt á málinu, sem mælti með „Gagnvirkt kapalkerfi, sem senda má eftir í báðar áttir, mun hafa 1 för með sér gifurlegar þjóðfélagsbreytingar. Sölumennska, innkaup, bankaviðskipti og atvinnuhættir munu taka stökkbreytingum og upplýsingamiðlunin i öll- um sínum margbreytileik flyst inn á hvert heimili og hverja skrifstofu i landinu“ heimsmarkaði í upplýsingatækni- búnaði minnki úr 3,8% nú í 2,4% árið 1990. ITAP-nefndin segir, að þróunin í þessum málum sé svo hröð, að Bretar geti ekki lengur setið hjá og horft í gaupnir sér eins og þeirra hafi verið háttur. Stjórn- völd hafi aðeins um það að velja að hrökkva eða stökkva. „Síðbúin ákvörðun nú er sama og engin ákvörðun," segir í skýrslunni. Breska stjórnin hefur ákveðið að stökkva. Niðurtalningin er hafin Árið 1986 munu Bretar ráða yfir tveimur sjónvarpsrásum frá gervitungli og var í upphafi áætl- að að taka á móti sendingum með sérstöku loftneti, diski, sem komið yrði fyrir á hverju húsþaki. Bylt- ingin í þróun kapalsjónvarpsins hnettinum. Með því að beina sjón- varpssendingum frá honum inn á kapalkerfin, mun notkun þeirra stóraukast á stuttum tíma, því að notendur hafa þá úr miklu meira efni að velja og losna auk þess við að kaupa sér eða leigja ljóta diska á húsþakið. Nóg er að hafa einn stóran disk til að taka við send- ingunum og veita þeim síðan um landið með köplum. í Bandaríkjunum líta for- svarsmenn kapalsjónvarpsstöðv- anna á beinar gervihnattasend- ingar sem ógnun við sinn hag og enn sem komið er eru engar aug- lýsingar sendar þannig. Ef það gerðist, er búist við, að það gæti latt margt heimilið þar í landi til að tengjast kapalkerfi. í Bretlandi er aftur á móti ekki aðeins talið, að gervihnattarsend- ingar auki notkun kapalkerfisins, heldur ýti líka undir þjónustu ríkisfjölmiðilsins BBC. Stóru tíð- indin í tilkynningu William Whitelaws innanríkisráðherra fimmtudaginn 25. febrúar, voru nefnilega þau, að BBC fengi báðar gervihnattarrásirnar til umráða. BBC hefur haldið vel á spilun- um. Að vísu hafði það enga þörf fyrir gervihnött, en ef af honum átti að verða, ætlaði það sér að vera með. Þess vegna var lögð fyrir Whitelaw mjög greinargóð áætlun, þar sem það var tíundað, hvernig BBC hygðist nýta báðar rásirnar. IBA, ríkisskipuð nefnd, sem á að tryggja sjálfstæði út- varps og sjónvarps, fékk málið til meðferðar og tók sér góðan tíma til að fjalla um það, en þegar hún loks skilaði áliti, vakti það ekki neina sérstaka hrifningu. „Fullt af fyrirvörum og óljósu orðalagi," sagði i athugasemdum efnahags- nefndarinnar, sem klykkti út með þessum orðum: „Ef við ætlum að láta til skarar skríða strax, verð- um við að velja BBC.“ Með aðstoð gervihnattarins mun BBC geta boðið upp á sjón- varpsefni í áskrift eins og er með bandaríska heimilispósthólfið (heimildarmyndir, íþróttir og menningarlegt efni) og einnig það, sem kallað er „Útsýn til allra átta“, en á þeirri rás má sjá ýmis- legt það besta, sem erlendar sjón- varpsstöðvar láta frá sér fara auk BBC (og e.t.v. ITV). Kostnaðinn við þetta ætlar BBC að fjármagna með áskriftargjöldunum og 5—10 punda hækkun afnotagjalda fyrir litsjónvarp. Byltingin í breskum fjarskipt- um mun brátt verða tekin til um- ræðu i þinginu og er raunar þegar farið að krauma i ýmsum pottum. ITV-sjónvarpsstöðin á sér sína vini innan íhaldsflokksins, en svo er einnig með bresku geimferða- stofnunina, GEC-Marconi og bresku fjarskiptastofnunina, sem eru í sjöunda himni yfir að fá að byrja á smíði bresks gervihnattar. Fulltrúar fyrirtækjanna segja, að kostnaðurinn við hnöttinn muni verða um 35—40 milljónir sterl- ingspunda og þar af muni greiðsla BBC fyrir rásirnar tvær standa undir tveimur þriðju og önnur fjarskipti fyrir afganginum. Fyrirtækin eru meira en fús til að verða á undan Frökkum og Þjóð- verjum og ólíklegt er, að þing- menn komi í veg fyrir, að breskur iðnaður hasli sér völl á markaði, sem sérfræðingar stjórnarinnar segja, að muni velta 750 milljón- um punda á næstu fimm árum, allra síst ef það gæti orðið til að auka útflutning á bresku sjón- varpsefni einnig. Prestel- upplýsingaveitan á krossgötum nýrra tíma í Bretlandi er ríkisfyrirtæki, sem heitir Prestel, upplýsingaveita, sem er ætlaö það hlutverk aö miðla alls konar upplýsingum til almennings og fyrirtækja í landinu. Starfsemi Prestels hefur brugðist þeim vonum, sem við hana voru bundnar, og svo er raunar einnig aö nokkru um sambærileg fyrirtæki annars staöar. Til þess eru margar samverkandi ástæður en þær kannski helst- ar, að hvorki tækniþróunin né markaöurinn voru tilbúin að veita þessari nýbreytni viötöku. Hér á eftir fara nokkrar hugleiöingar sérfræðinga vikuritsins The Economist um það hvernig Prestel ætti aö bregðast við þeirri byltingu, sem veröur með kapalvæð- ingunni í Bretlandi: Áriö 1982 heitir „Ár upplýs- ingatækninnar" i Bretlandi og einhvern tíma á næstu mánuöum veröur Prestel-upplýsingaveit- unni bresku sagt aö hefjast handa og hrista af sér slenið. Þaö ætti fyrirtækiö aö gera í fyrstu meö því aö stórauka þjón- ustuna viö bresk fyrirtæki og at- vinnureksturinn og síöan meö fullri þátttöku i kapalvæöingunni til að ná til alls almennings. í fyrra tapaöi Prestel 10 millj- ónum punda á sama tíma og fjárlögin fyrir þaö ár voru varla helmingi hærri. Salan jókst aö- eins um einn sjöunda þess, sem spáö haföi veriö, og tíminn, sem fer í upplýsingaleit hjá hverjum notanda, hefur minnkaö um helming. Niöurstaöan er því öll- um augijós: Prestel hefur stööv- ast við mark, sem er langt fyrir neöan þaö, sem er aröbært. Hvaö er þá til ráöa? Prestel ætti aö endurskipuleggja starfshætti sína og í staö þess aö reyna aö ná til alls almennings strax, ætti þaö aö einbeita sér aö þjónustu viö fjármálaheiminn í London. Þaö ætti t.d. aö geta auðveldað mjög bankaviöskiptí, séö um ráöstefnuhald þar sem þátttakendur eru þó viös fjarri og útskrift á rituöu máli — sem sagt allar hliöar þeirrar upplýsinga- tækni, sem Lundúnaborg þarf á aö halda til aö vera fremst í flokki sem miðstöö fjármálalifs- ins. Hvað almenning varöar ætti Prestel aö hvíla þessar 200.000 síöur af upplýsingum, sem þaö hefur yfir að ráöa, og snúa sér heldur aö þessu tvennu: „Póst- hólfi", sem gerir notendum kleift aö senda skilaboð sín á milli, og „Hliðinu", en þá er hægt aö sjá um bankaviöskipti og einföld innkaup heima hjá sér í hæg- indastólnum. Notkun Prestels hefur verið þannig, aö síminn er tengdur sjónvarpinu, en þar sem sú aö- ferö er seinvirk og kostnaöarsöm ætti aö tengja þaö viö kapal- sjónvarpiö, sem er mjög auövelt eins og tilraunir Bandaríkja- manna hafa sýnt. Prestel ætti aö bíöa eftir útbreiöslu kapalkerf- anna, því aö þá og ekki fyrr skapast aöstæöur fyrir meirihátt- ar upplýsingastreymi til almenn- ings. §£m\ Sambýli þroskaheftra tekið í notkun á Selfossi Sambýli þroskaheftra á Selfossi. Hinn 1. mars sl. var opnaó formlega á Selfossi sambýli fyrir fullorðna þroskahefta einstaklinga. Sambýlið er stofnsett og rekið á vegum Sva'ðis- stjórnar Suðurlands, vegna málefna þorskaheftra og öryrkja á grundvelli laga um aðstoð við þroskahefta. Stofnkostnaður var greiddur af Fram- kvæmdasjóði öryrkja og þroskaheftra. Á þessu heimili geta dvalið 6 ein- staklingar, þar af einn einstaklingur í skammtímadvöl. í tengslum við þetta húsnæði er nú verið að vinna að því að koma upp vinnuaðstöðu fyrir íbúana. Jafnframt er stefnt að því að leita eftir samvinnu við atvinnufyrirtæki á Selfossi með það í huga, að íbúarn- ir geti fengið starf við hæfi utan heimilisins. Sigrún Jensey Sigurðardóttir, þroskaþjálfi, hefur verið ráðin til að vera í forsvari fyrir sambýlinu. Svæðisstjórn Suðurlands hefur starfað frá ársbyrjun 1980. í svæðis- stjórn eru: ísleifur Halldórsson, héraðslæknir, Hvolsvelli, Jón R. Hjálmarsson, fræðslustjóri, Sel- fossi, Eggert Jóhannesson, Selfossi, sem jafnframt er formaður Svæðis- stjórnar, tilnefndur af Samtökum sveitarfélaga á Suðurlandi, Sigrún Karlsdóttir, félagsmálafulltrúi í Vestmannaeyjum, tilnefnd af Sam- tökum sveitarfélaga á Suðurlandi, Sigurfinnur Sigurðsson, skrifstofu- stjóri, Selfossi, tilnefndur af for- eldrasamtökum þroskaheftra á Suð- urlandi. Á þessum tíma hefur Svæðis- stjórn unnið að því að kynna stofn- unum og félögum lög um aðstoð við þroskahefta. Einnig hefur verið unnið að gerð könnunar á fjölda ein- staklinga sem metnir höfðu verið til örorku. Náði sú könnun aðeins til Árnessýslu, Selfoss og Vestmanna- eyja. Á næstunni verður gerð hlið- stæð úttekt í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslum. Svæðisstjórn hefur beitt sér fyrir kaupum á húsnæði til sérkennslu á Sævar Berg Guðbergsson. Selfossi og eflingu sérkennslu- og sérfræðiþjónustu á grundvelli grunnskóla. Hafnar eru viðræður við Fjöl- brautaskólann á Selfossi um hugs- anlega samvinnu varðandi verk- menntaþátt þeirra er falla undir lög um aðstoð við þroskahefta og stefnt að sömu viðræðu við Fjölbrauta- skólann í Vestmannaeyjum. Tekin hefur verið upp samvinna við skóla Þroskahjálpar á Suður- landi, sem staðsettur er á Selfossi, með það að markmiði að sú starf- semi geti nýst sem flestum á svæð- inu. Til að vinna að frekari fram- kvæmd þessara verkefna og ein- stakiingsbundinni ráðgjöf, þá hefur Svæðisstjórn ráðið til starfa Sævar Berg Guðbergsson, félagsráðgjafa. Skrifstofa Svæðisstjórnar er að Skólavöllum 1, Selfossi. í húsnæði því er keypt var fyrir sérkennslu- og sérfræðiþjónustu grunnskólans. (KrétUlilkynninx.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.