Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982 7 HUGVEKJA eftir séra Ólaf Skúlason dómprófast Pálmasunnudagur og við sjáum í anda mannþröngina þrýsta að asnanum, svo að varla hefur það verið auðvelt fyrir hann að þræða þar í milli án þess að stíga á einhverja tá. Eg hef oft dáðst að asnan- um. Honum er fengið hlut- verk, að ljá bak sitt manni, sem hafði ákveðið tekið stefn- una á borgina helgu, Jerúsal- em. Reiðmaðurinn vissi, hvað hann var að gera. Hann hélt ró sinni, þrátt fyrir köllin í fólkinu. Honum var hryggð í huga, þótt aðrir kættust og sýndu honum aðdáun með lotningu. Hann vissi, hvað beið hans, er lok þeirrar viku færðust nær, sem átti upphaf sitt i pálmagreinum og fagn- sem mína bjargföstu skoðun, að þau eru miklu fleiri en al- mennt er viðurkennt, sem sjá í fermingu sinni stóra stund, sem marki ekki aðeins einhver skil bernsku og ungdóms, heldur sé með því trúarlega yfirbragði, sem helgin ein kallar ekki fram, heldur hugur barnsins og kærleikur þeirra, sem því fylgja. Og hvers vegna er verið að draga það í efa, að ungmennin okkar geri sér grein fyrir al- vöru stundarinnar? Vitanlega túlka þau ekki öll eins við- brögðin. Og ég veit það vel, að nú er það meira gamall vani, að stúlkur setja fagran vasa- klút í sálmabók sína fyrir að gleðjast með sér, réttlætir það ekki ásakanir um flott- ræfilshátt eða óeðli vegna fermingarveizlu. Af hverju skyldi ekki eins vera fjarg- viðrazt yfir óhófi vegna af- mælisboða hinna fullorðnu? Hvað skyldi meðal fimmtugs- afmælisboð kosta? Skyldu ekki fleiri víxlar falla eftir tugafmæli, heldur en ferm- ingu ungmenna? Og samt er það álitið miklu sjálfsagðara en að gleðjast með barni sínu og bera eitthvað ríkulegar fram á þeim tímamótum en venja er og þá fyrir fleiri. Nei, það er á ótrúlega mörg- um sviðum, sem hægt er að sjá samlíkingu í hugum fólks með Asni og barn aðarópum. En asninn? Þetta dýr, sem fáir lofa, og fleiri sögur fara af fyrir þver- móðsku og sporleti en dirfsku og hugprýði. Honum er allt í einu lyft inn í miðdepil at- burðar með hrópin dynjandi í eyrum, greinar, sem sveigjast til undan fæti og fólk alls staðar. En hann glatar ekki ró sinni. Hann fælist ekki. Hann lætur hávaðann ekki rugla sig. Hann stingur ekki við fæti. Hann heldur sína leið i róleg- heitum, laus við fælni, þver- móðsku eða uppreisn. Honum er fengið hlutverk og hann Ieysir það — með prýði. Vanhæfa þykir einhverjum kannski að draga líkingu af framansögðu og heimfæra upp á fermingarbörnin, sem í miklum fjölda ganga að altari kirkju sinnar í dag. Þó tengi ég hið ofanritaða vissum hugmyndum, sem oft heyrast, þegar ferming ungmenna ber á góma. Það er sagt, að þau láti aðeins berast með straumnum, láti ferma sig, af því að þetta er vani og af því að pabbi og mamma létu ferma sig, og svo til allir sem þau þekkja. Eða þegar skást lætur og einhver hugsun er látin fylgja athöfn, þá eru þeim gefnar ástæður þær, sem fólgnar eru í gjöfum. Það borgi sig að fermast, af því að margt ungmennið hafi getað gjörbreytt húsbúnaði herberg- is síns á eftir, eða eignazt þá dýrgripi aðra, sem það búi síð- an að allt til fullorðinsára eða jafnvel lengur. Nú og svo sé nú ætíð gaman að vera einu sinni miðdepill hátíðahalds og láta allt snúast um sig. Nú hef ég sjálfur fermt allt- of mörg börn til þess að gera mér vonir um það, að öll átti þau sig á því til hlítar, hvað í því raunverulega felst að ganga upp að altarinu, krjúpa þar og þiggja blessun kirkj- unnar eftir að hafa játað með orði og athöfn fylgd við kenn- ingar Krists og kirkju hans. En hitt leyfi ég mér að hafa kirkjugöngu, heldur en þær eigi á því von, að tárin leiti fram í augnkróka. En oftar hef ég verið borinn inn í kirkj- una í fararbroddi fermingar- barna af einlægni þeirra og djúpri alvöru, heldur en sú kennd hafi rikt í hópnum, að allt væri þetta óþarft og þau aðeins að rækja skyldur sínar við óskir fjölskyldna af vilja- slöppu áhugaleysi. Og hefur hinn fullorðni efni á því að hæða ungmennið með spá- dómum um það, að viljayfir- lýsing fermingarinnar gleym- ist nú harla fljótt? Skyldu ekki fleiri en fermingarbörn — og eldri en þau — krjúpa við altari og gera þá athöfn marklausa með gleymsku sinni síðar meir, ef allt skal miðað við það eitt, sem fram- tíðin leiðir í ljós? Hjónaefni ætla sér að færa hvort öðru hamingju, og þótt það mistak- ist í of mörgum tilfellum og vonbrigði fylgi en ekki heill, þá hefur enginn efni á því þrátt fyrir þá staðreynd að gera lítið úr hjónabandinu sem slíku, vígslunni eða kær- leikanum. Fermingarbarn sem krýpur við altarið ber þá heldur ekki að krefja um meiri ábyrgð á framtíð sinni, heldur en hinn fullorðna, gangi það til þeirrar stundar af markvissri við- leitni. Og ég leyfi mér að halda því enn fram, að þau eru miklu, miklu fleiri, sem þá af- stöðu geyma í ungu hjarta, heldur en hin sem aðeins láta leiðast af þrýstingi annars staðar frá eða hugsunarlausri hlýðni við hefð. í öðru atriði kemur líka vel fram hræsni hins fullorðna gagnvart fermingu ungmenna. Þau eru fá vorin, sem ekki flytja margvíslegar athuga- semdir og kvartanir undan eyðslunni vegna fermingar- innar eða veizlunnar. Ekki skal ég mæla óhófi bót eða því að reisa sér hurðarás um öxl í misskilinni fórnfýsi. En þó að fjölskylda geri sér dagamun og bjóði vinum og ættingjum asnanum á pálmasunnudag og barni á fermingardaginn. En asninn skilaði sínu hlutverki með sóma. Hann hvorki fæld- ist né felldi Jesú. Hann hvorki hljóp útundan sér né stakk við fæti. Hann reis undir ábyrgð- inni og réttsýnn dómur allra alda siðan hefur talið hann ágætan fyrir framlag sitt og þá túlkun, sem bæði má finna í vali hans og framlagi. Ferm- ingarbarnið gerir þeim líka í flestum tilfellum skömm til, sem gera lítið úr því á þessum stóru tímamótum í lífi þess. Það skilur miklu betur mörg- um fullorðnum, hvað raun- verulega á sér stað og þátt sinn í því, og það gerir úr deg- inum hátíð trúarlegrar vígslu, þótt aðrir geti aldrei litið ofar hlöðnu borði og vináttu, sem birtist í gjöfum. Og gleymum því ekki heldur, að gjafirnar miða flestar við framtíðar- notkun og koma þannig að notum lengi, þótt upphaflega séu þær tengdar ákveðnum degi. Mat á fermingu á sér þess vegna aðeins eina raunveru- lega viðmiðun, alveg eins og atburðir pálmasunnudags og þáttur asnans þar. Það er sá sem asnann sat, sem gerir það að verkum, að hans er minnzt enn í dag. Og það er vitanlega hollustan við hann einan, sem því ræður, hvort fermingar- barnið mun seinna meir minn- ast fermingarinnar með stolti eða hvort það finnur, að það hefur hlaupið út undan sér og fælzt eða stungið við fæti í þvermóðsku sporletinnar. En um slíkt getur enginn spáð í dag, og sízt þeir mörgu, sem hæst láta vegna efasemda um skilning fermingarbarns eða umbúðir utan um athöfn. En eigi barnið í huga sér hollustu við Krist og löngun til að láta þjónustuna við hann ráða við- leitni sinni, þá verðskuldar það bænir en ekki úrtölur, og þá mun það gera hrakspám margra skömm til, rétt eins og ansinn gerði forðum. Olafur Skúlason VerÖbréíamarkaÖur Fjárfestingarfélagsins GENGI VERÐBRÉFA 4. APRIL 1982 VERÐTRYGGÐ VEÐSKULDABREF MEÐ LÁNSKJARAVÍSITÖLU: orMmoMn i cini RÍKISSJÓÐS: Sölugengi Sölugengi m.v. nafnvexti Ávöxtun pr. kr. 100.- 2%% (HLV) umfram 1970 1. flokkur 8.196,86 1 afb./iri 2 afb./éri verötr. 1970 2. flokkur 6 603,20 1 ár 95,79 96,85 7% 1971 1. flokkur 5.856,44 2 ár 93,83 94,86 7% 1972 1. flokkur 5.075,29 3 ár 91.95 92,96 7% 1972 2. flokkur 4.305,76 4 ár 90,15 91,14 7% 1973 1. flokkur A 3.148,47 5 ár 88,43 89.40 7% 1973 2 flokkur 2.900,11 6 ár 86,13 87.13 7%% 1974 1. flokkur 2.002,06 7 ár 84,49 85,47 7%% 1975 1. flokkur 1.641,95 8 ár 82,14 83,15 7 %% 1975 2. flokkur 1.236,80 9 ár 80,58 81,57 7%% 1976 1. flokkur 1.171,50 10 ár 77.38 78,42 8% 1976 2. flokkur 940,13 15 ár 70.48 71,42 8% 1977 1. flokkur 872,07 1977 2. flokkur 728.27 (0,30% afföll) 1978 1. flokkur 591,26 (0,67% afföll) 1978 2. flokkur 465,28 (0,97% afföll) 1979 1. flokkur 392,18 (1,28% afföll) 1979 2. flokkur 303,17 (1,65% afföll) 1980 1. flokkur 227,27 (2,04% afföll) 1980 2. flokkur 178,62 (2,39% afföll) 1981 1. flokkur 153,44 (4,35% afföll) 1981 2. flokkur 113,97 (5,15% afföll) Meöalávöxtun ofangreindra flokka um- fram verðtryggingu er 3,7—5%. VEÐSKULDABRÉF ÓVERÐTRYGGO: Sölugengi m.v. nafnvexti (HLV) 12% 14% 16% 18% 20% 40% 70 72 73 60 53 47 42 1 ár 68 2 ár 57 3 ár 49 4 ár 43 5 ár 38 59 51 45 40 62 54 49 44 63 56 51 46 82 77 73 71 68 B — 1973 C — 1973 D — 1974 E — 1974 F — 1974 G — 1975 H — 1976 I — 1976 J — 1977 1. fl. — 1981 TÖKUM OFANSKRÁÐ VERÐBRÉF í UMBODSSÖLU Veröbréfamarkaöur Fjá rféstinga rfélagsi ns Lækjargötu12 101 Reykjavik Iðnaðarbankahúsinu Sími 28566 VERÐTRYGGÐ HAPPDRÆTTISLÁN , RÍKISSJÓÐS „TlZ 2,419.77 2.057,88 1.744,97 1.193,71 1.193,71 791,83 754,48 574,05 534,19 106,01 T^LHamaíka^iLíinn *^0-iattLsg'ótu 12-18 sími 25252 (U- Íínut) Golf 1980, verö 100 þúsund. Volvo 345 G 1980, verö 120 þúsund. Ford Bronco 1978, verö 225 þúsund. Mazda 929 1979, verö 100 þúsund. Citroen CX 2000, verö 85 þúsund. Daihatzu Charmant st 1979, verö 75 þúsund. AMC Concord 1978, verö 110 þúsund. Datsun diesel 1977, verö 79 þúsund. Galant 1600 GL 1980, verö 105 þúsund. Mazda 626 1600 1980, verö 97 þúsund. Daihatsu XTE 1980, verö 78 þúsund. Peugeot 504 GL 1973, verö 46 þúsund. Mazda 323 1979, verö 82 þúsund. Toyota Corola st 1979, verö 96 þúsund. Ford Mercury Capri 1979, verö 135 þúsund. Datsun Laurel 1980. Litur rauður, ekinn 60 þús. km, sjálfskiptur, 6 cyl. aflstýri. Verö 150 þús. Citroen GSA palas 1982. Litur grár, ekinn 42 þús. km. Verö 127 þúsund. Oldsmo Cutlass Brougham 1979. Litur Ijósbrúnn, vél 8 cyl. diesel, sjálfskiptur, aflstýri o.fl. Verö 148 þúsund. Honda Quintet 1981. Litur silf- urgrár, sjálfskiptur, útvarp, ekinn 12 þús. km. Verö 140 þúsund. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.