Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982 Bretland Bylting boðuð í upplýsinga- og sjónvarpsmálum Fimmtudaginn 25. febrúar $1. tilkynnti William Whitelaw, innanrikisráAherra bresku stjórnarinnar, um einverja mikilvægustu ákvörft- un fyrir atvinnu- og efnahagslifib i landinu, sem tekin hefur veriö i stjórnartiÖ Margaret Thatcher. Aö vísu fór hún fram hjá flestum en þaö, sem hér er um aö ræöa er bylting i breskum upplýsinga- og sjónvarpsmál- um. Á næstu árum veröur sjónvarps- og fjarskiptahnetti skotiö á loft, landiö allt kapalvætt og hvers kyns upplýsingastarfsemi og mörg önnur þjónusta færö inn á hverja skrifstofu og hvert heimili. Þessari framkvæmd lýsa margir sem álika byltingu og varö meö járn- brautunum á sinum tima og eiga þaö lika sammerkt aö þurfa ekki aö kosta breska rikiö einn einasta eyri, þ.e.a.s. ef stjórnmálamennirnir bera gæfu til aö losa þessa nýju tækni úr viöjum rikishafta og reglugeröa. Akvöröun bresku stjórnarinnar var byggö á ráöleggingum mikil- vægrar efnahagsnefndar, sem aft- ur haföi til hliösjónar væntanlega skýrslu frá ráögjafarnefnd um upplýsingamál (ITAP), en þar er eindregið hvatt til byltingar i breskum fjarskiptamálum. I fyrstu var ákveöiö, aö þriggja manna nefnd undirbyggi máliö og skilaöi af sér störfum eftir sex mánuöi, en meö tilliti til þess, aö styttast fer i kosningar i Bret- landi, var ákveöiö aö hraöa þessi enn frekar. Nú á nefndin aö Ijúka störfum á þremur mánuöum, þannig aö endanlegar ákvaröanir um framgang málsins veröa tekn- ar á haust dögum og byrjaö af fullum krafti i ársbyrjun 1983. Fjarskiptabyltingin verður í fyrsta lagi fólgin í því, að frá nýj- um gervihnetti verður beint tveimur sjónvarpsgeislum að Bretlandi, og í öðru lagi er svo kapalvæðingin, sem er miklu mik- ilvægari. Gagnvirkt kapalkerfi, sem senda má eftir í báöar áttir, mun hafa í för með sér gífurlegar þjóðfélagsbreytingar. Sölu- mennska, innkaup, bankaviðskipti og atvinnuhættir munu taka stökkbreytingum og upplýsinga- miðlunin í öllum sinum marg- breytileik flyst inn á hvert heimili og hverja skrifstofu í landinu. í athugasemdum efnahags- nefndarinnar er bent á, að núver- andi kapalkerfi í Bretlandi er úr- elt. Það nær aðeins til 1,5 milljóna heimila og ræður ekki yfir nema fjórum til sex rásum. Kapalfyrir- tækin sjálf vilja að vísu færa út kvíarnar og endurnýja búnaðinn, en reglugerðagrúinn, sem þau verða að fara eftir, gerir það að verkum, að þau hafa í raun ekki leyfi til annars en að tapa. Hugmyndir stjórnarinnar eru þær, að kaplarnir verði búnir a.m.k. 30 rásum og reglugerðunum rutt úr vegi til að auðvelda hvers kyns sjónvarpssendingar, enda er varað við því, að ef Bretar grípa ekki tækifærið nú, muni þeir lúta í lægra haldi fyrir innfluttri tækni- þekkingu þegar „hin óhjákvæmi- lega þróun kapalkerfanna hellist yfir okkur“. Næstu þrjá mánuðina mun því undirbúningsnefndin kanna hvað þetta mikla fyrirtæki kemur til með að kosta, en þær áætlanir, sem þegar hafa litið dagsins ljós, hljóða upp á 2,5 milljarða sterlingspunda. Einnig verður hugað að því hvernig best verður haldið í það kerfi, sem fyrir hendi er hjá breska ríkisútvarp- inu, BBC, og hjá ITV-sjónvarps- stöðinni, og í því má raunar greina nokkra löngun hjá yfirvöldum til að koma á einhvers konar eftirliti með efnisflutningi kapalkerfanna. Til dæmis, að sumar rásirnar flyttu auglýsingar (aðrar sjón- varpsefni í áskrift) en með því yrði bundinn endir á einokun ITV á auglýsingaefni. Núverandi stefna í breskum út- varpsmálum hvílir á tveimur meg- instoðum: annars vegar er útvarp- að á sérstökum bylgjulengdum, sem eru af skornum skammti og háðar leyfisveitingu, og hins vegar beint inn á heimilin um kapal. Fram að þessu hafa stjórnvöld séð ástæðu til að hafa strangt eftirlit með hvoru tveggja, en þau standa nú frammi fyrir því, að með þróun kapalkerfanna hefur skortinum verið útrýmt. Sjónvarpskaplar ráða við allt að 50 rásir og glertrefjakapall hefur næstum ótæmandi möguleika. Art Ensamble of Chicago: Framsækin jazztónlist EINS og frá hefur verid skýrt í Mbl. mun hin víðfræga bandaríska jazzhljómsveit „Art Ensemble of ('hicago“ halda eina hljómleika hér á landi, næstkomandi mánudag. Það er Jazzvakning sem stendur fyrir þessu tónleikahaldi og verða hljóm- leikarnir í veitingahúsinu Broadway, en forsala aðgöngumiða í hljóm- plötuverslun Fálkans á Laugavegi. í tilefni af komu Art Ensemble of ('hicago hingað til lands hefur Jazz- vakning sent frá sér fréttatilkynn- ingu, þar sem gerð er nokkur grein fyrir hljómsveitinni. Hluti hennar fer hér á eftir: „Art Ensemble of Chicago var stofnuð í kringum miklar tónlist- arhræringar er áttu sér stað í Chicago 1965. Fram að þeim tíma hafði þróun framsækinnar jazz- tónlistar að mestu leyti hvílt á herðum fáeinna byltingarmanna. Nokkrir framsæknir tónlistar- menn, með píanóleikarann Muhal Richard Abrams í fararbroddi, stofnuðu hins vegar samtök, sem höfðu þau markmið að efla alla svarta tónlistársköpun og koma upp aðstöðu fyrir, og umræðum um, þróun jazztónlistar. Upp úr því frjóa andrúmslofti er ríkti í Chicago stofnuðu þeir Lester Bowie, Roscoe Mitchell, Joseph Jarman og Malachi Favors Art Ensemble. Fyrstu ár hljóm- sveitarinnar voru engin velmegun- arár, hins vegar tókst þeim að þróa og skapa sinn sérstaka tón- listarstíl undir yfirskriftinni: „Great Black Music — Ancient to the Future". Strax á þessum árum var ljóst að vonlítið var að festa heiti á tónlist þeirra og reyndar boðuðu þeir stundum dauða jazz- tónlistar, eins og hún var þá þekkt. Tónleikar tóku smátt og smátt a sig aðra mynd en „bara" tónlistarflutningur, því áhugi meðlimanna á uppruna sínum og alþýðutónlist frá öðrum heimsálf- um leiddi til mikilla slagverks- áhrifa og ættbálkagervis. Eftir tveggja ára dvöl (1969—71) Art Ensemble í Frakk- landi sneri hljómsveitin aftur til Bandaríkjanna sem kvintett. Tækifæri til hljómleikahalds voru sem fyrr fá, en er líða tók á ára- tuginn fór almenningur og gagn- rýnendur að veita hljómsveitinni athygli. Er nú svo komið að Art Ensemble nýtur ótvíræðrar virð- ingar gagnrýnenda og óhemju vinsælda tónlistaráhugafólks. Fimmmenningarnir í Art En- sembie eru allt viðurkenndir hljóðfæraleikarar, sem og tón- skáld. Trompetleikarinn Lester Bowie fæddist í Maryland 1941 og hóf hljóðfæraleik 5 ára gamall. Fyrir daga Art Ensemble lék hann víða og t.d. með blúsleikurunum Little Milton og Albert King. Saxófónleikarinn Roscoe Mitchell fæddist í Chicago 1940. í upphafi nam hann klarinettleik í .gagn- fræðaskóla, en skipti síðar yfir á saxófón. Mitchell leikur nánast á öll blásturshljóðfæri og hefur á síðustu árum vakið athygli sem tónskáld. Líkt og Mitchell leikur hinn 45 ára gamli Joseph Jarman á öll blásturshljóðfæri, en lætur ekki þar við sitja, því hann hefur einnig skrifað og gefið út leikrit og Ijóð. Um bassa- og slagverksleik sér jafnaldri Jarmans, Malachi Favors Maghostus. Famoudou Don Moye sér um trommur og slagverk. Hann er fæddur í New York 1946 og hefur auk Art En- semble leikið með Chico Freeman og Cecil Mcbee."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.