Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982 Mezzoforte leikur á Borg- inni á þriðjudag ÞRIÐJUDAGINN 6. apríl verða haldnir tónleikar á Hótel Borg. Þar koma fram hljómsveitin Mezzoforte og söngvarinn Jóhann Helga- son, en hann hefur komið fram með hljómsveitinni á tónleikum í vetur. Hljómsveitina Mezzo- forte skipa: Björn Thorar- ensen, Eyþór Gunnarsson, Friðrik Karlsson, Gunn- laugur Briem, Jóhann Ás- mundsson og Kristinn Sva- varsson. Tónleikarnir á Hótel Borg hefjast kl. 22.00. Kristine ('ortes, Indriði G. Þorsteinsson og Jóhanna G. Möller. Söngur og upp- lestur í Skagafirði DAGANA 14. og 15. apríl verður efnt til söngva- og upplestrarkvölda á Hofsósi og í Varmahlíð í Skagafirði á vegum Tónlistarfélags Skagafjarðar. Þau sem koma fram á þessum skemmtunum eru Jóhanna G. Möller sópransöngkona, Kristine Cortes píanóleik- ari og Indriði G. Þor- steinsson rithöfundur. Jóhanna G. Möller mun syngja óperuaríur, ljóða- söngva og íslensk lög við undirleik Kristine Cortes. Indriði G. Þorsteinsson mun lesa úr verkum sínum og svara fyrirspurnum ef ástæða þykir til. Um kvöld- skemmtanir er að ræða á báðum stöðum. , þader þairna ad kaupa ný jan Skoda Nonni litli þarf ekki einu sinni að brjóta baukinn sinn oqlána þér, því verðið er aðeins frá OO.t/ðU kr. og greiðsluskilmálamir eins góðir og hugsast getur. Enda selst hann grimmt þessa dagana nýi Skódinn og því betra að tryggja sér bíl strax. JÖFUR HF Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600 OG SIGUR- VEGARINN ER Að venju kom ýmislegt á óvart er Oskarsverðlaunin voru afhent í 54. skiptið á mánudagskvöldið. Ekkert þó meira en valið á bestu mynd ársins, CHARIOTS OF FIRE. Að flestra áliti voru mynd- irnar ON GOLDEN POND og REDS, mun sigurstranglegri. Sömu sögu var að segja um mynd Wajda, JÁRNMANNINN, hún var talin öruggur Oskarsverðlauna- hafi sem besta erlenda mynd árs- ins, sá heiður féll hinsvegar ung- versku myndinni MEPHISTO í skaut. Á þetta er ekki minnst til að varpa neinni rýrð á þessar tvær myndir, öðru nær. Hinsvegar átti CHARIOTS OF FIRE undir högg að sækja sökum þess að hana prýddu engar stórstjörnur, leik- stjórinn var óþekkur (en þetta er hans fyrsta mynd, áður hefur hann einkum unnið við gerð sjónvarpsauglýsinga — með glæsilegum árangri) og myndin er bresk. Það tekur því ekki að kryfja hér efni þessarar ágætu myndar, það verður gert von bráðar, þar sem umboðsaðili framleiðandans hér- lendis, NÝJA BÍÓ, hefur ákveðið að taka myndina til sýninga á páskum og er það vel. í sem allra stystu máli þá fjallar hún um sjaretthlaupara sem tóku þátt í Ólympíuleikunum 1824 í París, þjálfun þeirra og árangur. Þeir keppa af gjörólíkum ástæðum — annar til að hljóta uppreisn æru en hinn til heiðurs drottni. CHARIOTS OF FIRE var tví- mælalaust mynd kvöldsins því hún hlaut einnig verðlaun fyrir tónlist, búninga og frumsamið handrit. Hin ungverska MEPHISTO, leikstýrð af Istvan Szabo, er byggð á sögu eftir Klaus Mann. Hún fylgir uppgangi leikara á Hitlers- tímanum í Þýskalandi og þeim sterka þætti sem fagrar og frægar konur eiga í framanum. Fyrir- myndin er Hendrik Hogen, frægur karakterleikari á nasistatíman- um. Mann svipti sig lífi árið 1948 sökum þess að hann fékk ekki bók- ina útgefna í Þýskalandi. Þar kom hún loks æut á prenti fyrir skömmu og varð samstundis met- sölubók. MEPHISTO er enn ein sönnunin fyrir hinum mikla uppgangi og grósku sem nú er í kvikmyndagerð í Ungverjalandi. Hin bráðvelgerða og feiknavin- sæla „hasarmynd“ þeirra Steve Spielberg og George Lucas, RAID- ERS OF THE LOST ARK, hlaut flest verðlaunin, eða fimm, en eng- in meiriháttar. REDS hlaut þrenn, þar af Warren Beatty fyrir bestu leikstjórn ársins, svo hann má vel við una. ON GOLDEN POND hlaut einnig þrenn og kraftaverkið gerðist! Gömlu kempurnar Katharine Hepburn og Henry Fonda hlutu Óskarinn fyrir leik í aðalhlutverki í þessari fal- legu mynd um endursameiningu fjölskyldunnar. Henry Fonda, sem nú er 76 ára, fársjúkur maður, hefur aldrei hlotið þessi eftirsóttu verðlaun áð- ur þrátt fyrir að hann sé manni ógleymanlegur úr myndinni GRAPES OF WRATH og fjöl- Krystyna Janda, (Járnmaðurinn) og Ildikó Bánsági í Osrarsverölaunamynd Szabos, Mephisto. Myndin verður tekin fljótlega til sýningar í Regnbogan- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.