Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982 IWnrui Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 110 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 7 kr. eintakiö. Idag, 4. apríl, eru 33 ár lið- in frá því að stofnsátt- máli Atlantshafsbandalags- ins var undirritaður við há- tíðlega athöfn í Washington. Fyrir Islands hönd ritaði Bjarni Benediktsson, þáver- andi utanríkisráðherra, sáttmálann en ísland var eitt 12 stofnríkja, nokkrum áður síðar fjölgaði aðildarþjóðun- um í 15 og nú á næstunni bætist 16 landið í hópinn, Spánn. Stundum sést því haldið á loft, einkum af þeim, sem andvígir eru Atlantshafs- bandalaginu, að það sé sam- bærilegt við Varsjárbanda- lagið, og þá fyrst verði heims- friðnum borgið, þegar þessi tvö hernaðarbandalög verði lögð niður. Það er hin mesta firra að leggja þessi bandalög að jöfnu. Varsjárbandalagið er í raun ekki annað en rammi utan um kúgunarvald- ið, sem Kremlverjar telja sig hafa yfir þjóðunum í Aust- ur-Evrópu. Svonefndir „vin- áttusamningar" og samning- ar um hernaðarmálefni eru þungamiðjan í valdakerfi Sovétmanna gagnvart lepp- ríkjunum. Og þeir, sem trúa því, að allur vandi leysist með því að leggja niður hernaðar- bandalögin, láta yfirleitt undir höfuð leggjast að minn- ast á þessa tvíhliða samn- inga. Nú, svo má ekki gleyma kenningunni, sem kennd er við Brezhnev og fyrst var hrundið í framkvæmd með innrás Varsjárbandalags- herja inn í eitt bandalags- ríkjanna, Tékkóslóvákíu, 1968. Brezhnev-kenningin fel- ur í sér, að Kremlverjar telja sér heimilt að hlutast til um málefni sósíalískra ríkja, með hervaldi ef allt annað bregst, til að „bjarga" sósíal- ismanum og „ávinningum" hans. Atlantshafsbandalagið eru samtök frjálsra þjóða, sem drógu þann lærdóm af síðari heimsstyrjöldinni, að besta úrræðið til að tryggja öryggi sitt fælist í því að móta á friðartímum sameiginlega varnarstefnu og hrinda henni í framkvæmd. Hér á landi hefur Atlantshafsbandalagið, störf þess og stefna, verið lif- andi umræðuefni og deilumál í stjórnmálum síðan 1949. Al- þýðuflokkur, Framsóknar- flokkur og Sjálfstæðisflokkur styðja eindregið aðild íslands að bandalaginu. Flokkarnir vilja einnig, að á grundvelli aðildarinnar sé fram haldið þeirri tvíhliða varnarsam- vinnu við Bandaríkin, sem stofnað var til með varnar- samningnum 1951. Alþýðu- flokkur og Framsóknarflokk- ur hafa að vísu báðir saman (1956) og Framsóknarflokk- urinn enn á ný 1971 lagt til, að varnarsamstarfinu við Bandaríkin verði rift eða dregið úr því í áföngum. Þau sjónarmið eiga ekki málsvara í forystuliði flokkanna nú. Alþýðubandalagið er því ein- angraðra nú en oft áður, þeg- ar það heldur á loft andstöðu sinni við Atlantshafsbanda- lagið og varnarliðið. Bandalagið var stofnað til að staðinn yrði sameiginlegur vörður um öryggi hinna lýðfrjálsu ríkja, frelsi þeirra og stjórnarhætti. Þetta hefur tekist, og þau öfl eru á und- anhaldi í hugmyndafræðilegu baráttunni á Vesturlöndum, sem telja kenningar Marx og stjórnarfar ófrelsisins í austri betri kost en opið stjórnkerfi Atlantshafs- bandalagsríkjanna. Réttmæti þessarar fullyrðingar má til dæmis staðfesta með því að vísa til skorts marxista á áhrifamiklum og trúverðug- um mennta- og menningar- mönnum, sem halda málstað þeirra á loft. Sérviskan og þörfin fyrir að vera á móti einkennir málflutning þeirra, sem telja skynsamlegt fyrir vestrænar þjóðir að hætta varnarsamstarfi sínu. Þegar Atlantshafsbandalagið var stofnað, tóku ýmsir sig til og andmæltu því, menn, sem höfðu áhrif langt út fyrir sinn eigin flokk og nutu virð- ingar fyrir störf sín önnur. Engir slíkir eru nú fyrir þeim, sem vilja að ísland gangi úr Atlantshafsbanda- laginu. Og furðu vekur, hve langt andstæðingar banda- lagsins seilast í málflutningi sínum — þó er ósvífni þeirra mest, þegar þeir fullyrða á röngum forsendum, að hér á landi séu kjarnorkuvopn og gefa jafnframt til kynna að þar með sé víst, að Sovét- menn muni gera kjarnorku- árás á landið. Þessar kjarn- orkuóskir herstöðvaandstæð- inga eru eitt hið versta, sem fram hefur verið sett í rök- ræðunum um varnir íslands. Islendingar eru ef til vill ekki nógu virkir þátttakend- ur í Atlantshafsbandalaginu, ekki síst fyrir þá sök, að við höfum ekki her og löngum hafa menn lítið um herfræði- leg málefni viljað ræða, til- finningarnar hafa mótað af- stöðuna til NATO og hersins. Þetta er að breytast. Meiri opinberar upplýsingar liggja nú til dæmis fyrir um störf og starfshætti varnarliðsins en nokkru sinni fyrr. Rætt er um það, að til embættisstarfa séu ráðnir menn með her- fræðilega þekkingu og þannig má áfram telja. Vegna hinna fordómafullu afstöðu háværs hóps hafa umræður um Atl- antshafsbandalagið oft snú- ist um aukaatriði og því fer fjarri, að í skólakerfinu sé veitt næg fræðsla um skipu- lag þess, markmið og störf. Sé litið á þátttöku íslands í alþjóðasamstarfi, fer ekki á milli mála, að aðildin að Atl- antshafsbandalaginu veitir okkur bestan aðgang að öðr- um þjóðum og hefur dugað okkur vel á öðrum sviðum en þeim, sem snerta öryggismál, og má þar sérstaklega nefna útfærslu fiskveiðilögsögunn- ar. Þeir, sem gagnrýna þátt- töku Islands í Atlantshafs- bandalaginu, hafa aldrei get- að bent á neinn skynsamlegri kost. Með þátttökunni höfum við tekið höndum saman við nágranna og vini í viðleitni til að skapa frið í okkar heimshluta. Þessu friðarkerfi á ekki að raska, heldur styrkja það og efla. Atlantshafsbandalagið MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982 2 5 Stjórnarskráin er á dagskrá. Þessi sem hann Kristján kóngur níundi með axlaskúfana réttir á Stjórnarráðsblettinum í átt til fólksins á útimarkaðnum á Lækjartorgi. Meira en öld er nú liðin síðan kóngur kom með þetta 19. aldar plagg, sem nú á að fara að skella bótum á. Það hefur raunar furðulega sjaldan verið gert í þessi 108 ár, síðast á því gerðar breytingar 1944 við stofnun lýðveldis, nýja kjör- dæmaskipan 1959 og lækkaðan kosningaaldur 1968. Verður þó varla sagt annað en íslenskt samfélag hafi tekið æði miklum breytingum síðan við höfðum kóng, danskan ráðherra með neitunarvald og veikt alþingi, sem kom saman nokkrar vikur annað hvert ár. Undanfarinn áratug hafa reyndir menn í stjórnmálum líka setið að ráðs- lagi undir forystu klókra kempa, Hannibals og Gunnars Thor, og rabbað um hvort ekki þurfi nú að endurskoða þennan gamla undirstöðusamning íslenzkra þegna um gagnkvæmar um- gengnisreglur í sínu kjörsamfé- lagi. Trygginguna fyrir því að enginn geti farið út fyrir sinn ramma og allir séu þar jafnir þegnar. Stjórnarskrárnefndin átti raunar að vera búin að skila af sér og nú er verulega farið að ýta á hana — tillaga um að alþing- ismenn mæti til aukaþings í ágústmánuði. Ekki hefur heyrst mikið af endurskoðun gömlu skráinnar — kannski hún þyki bara harla góð — utan hvað upp- talningu á öllum möguleikum á breytingum á kosningarétti og kjörgengi mun fyrir hálfu öðru ári hafa verið varpað til stjórn- málaflokkanna, sem auðvitað gripu boltann á lofti og fóru að ráðslaga um jafnvægi milli landshluta og hvað mundi nú best tryggja að ekki hallist á milli flokkanna sjálfra. En ein- staklingarnir, þessir með kosn- ingaréttinn, þeirra jafni réttur kemur svo aftast á merinni í þeirri athugun og samningum, svona eins og aukageta. En bíð- um þar til tillögur flokkanna koma fram. „Ólög eru mesti glæpur í lýð- ræði,“ var franski stjórnmála- maðurinn Clemenceau látinn segja í síðasta sjónvarpsþætti á miðvikudagskvöld um Dreyf- usmálið og Zola, sem frægur verður af því um aldur og ævi að berjast fyrir því að allir menn hafi nákvæmlega sama rétt þótt einhverjir hagsmunir ríkis og yfirvalda séu í húfi og einhver rök megi færa fyrir öðru. Með frelsisskrá í föðurhendi þig fyrstan konung guð oss sendi orti Matthías Jochumsson fagn- andi 1874. Og trúði því sem allir aðrir íslendingar að eigin stjórn- arskrá mundi nú tryggja hverj- um manni frelsi, mannréttindi, jafnrétti og slatta af öðrum nauðsynjum frjáls fólks í lýð- ræðisþjóðfélagi. En ætli sé tryggt í stjórn- arskránni að allir aðilar virði þessar frumhugsjónir? Er ekki orðið brýnt að binda eitthvað fleira í stjórnarskrá, sem komið hefur til með breyttum stjórn- arháttum, eftir að komið er alls- ráðandi alþingi og stjórnir sem láta sér ekkert óviðkomandi í lífi einstaklinganna? Abraham gamli Lincoln sagði af reynslu sinni og visku, að þar sem mannleg náttúra væri annars vegar, væri vissara að binda alla valdaþætti með hlekkjum í stjórnarskrá. Af ýmsu tilefni hafa vaknað spurningar: Hvað mega stjórn- völd gera þegnum sínum? Hvort og hvernig mega þau mismuna þeim? Má til dæmis setja lög á virðulegu alþingi um skatta í ákveðnum tilgangi, stinga þeim svo undir stól og borga ekki þangað sem þeir áttu að fara? Ekki mega einstaklingar taka við peningum sem greiðslu ann- að og halda þeim. Nefnum bíla- skatta til vegabóta. Aðeins brot kemur í vegina. Hitt rennur í ríkisins sjóð. Orkujöfnunargjald er tekið af fólki til jöfnunar á hitakostnað landsmanna og kemur ekki nema um fjórðungur til þeirra með dýra hitann. Hitt rennur í ríkisins sjóð. Úr erfðafjársjóði á skv. lögum að styrkja endurhæfingarstöðv- ar fyrir fatlaða, en hefur að hluta villst í ríkisins sjóð. 3,5% af launaskatti sem á að fara í byggingarsjóðsgjald, kemur ekki vel til skila. Allt rennur í sí- svangan ríkisins sjóð. Og svona mætti lengi telja. Og hvað með afskipti ríkis- valdsins af frjálsum samtökum fólks? Lífeyrissjóðirnir eru frjáls samtök hópa raanna, sem eru að safna til elliáranna í sjóð. Ríkisvaldið sér þarna pening og ákveður snarlega að taka hátt í helming af ráðstöfunarfénu til láns, til að gera eitthvað allt annað við það og ákveður kjörin sjálft. Er ekki kominn tími til að binda í stjórnarskrá hvað ríkis- valdið megi setja puttana í? Er nokkur annar öruggur aðili til að verja þegnana gegn ríkisvaldi? Þarna kemur fyrir ýmislegt smátt í daglegu lífi, ekki síður en stórmálin. Spurning vaknar til dæmis um það hve langt stjórn- völd, kjörin eða ráðin, megi ganga í að mismuna fólki inn- byrðis, til dæmis „sínum börn- um“ og hinum börnunum. Hvað má máttugt ríkisvald t.d. ganga langt í að taka með sköttum af þeim sem ekki starfa hjá því til að veita eigin starfsfólki? Komið hefur fram í blöðum að starfs- fólk ríkisstofnunarinnar Pósts og síma greiði ekki allt sama fyrir afnot sín og aðrir símnot- endur. Að bankarnir og þá líka ríkisbankarnir, láti eigin starfsmenn fá 35% vexti af reikningum sem viðskiptamenn fá 19% af. Mér er sagt að hin fræga áfengisflaska sem stjórn- arráðsfólk fékk um árabil, sé lið- in tíð. En er eðlilegt að ríkisvald- ið greiði mat ofan í sitt starfs- fólk niður í stórum mötuneytum, svo að þeir sem starfa úti í sam- félaginu verði að greiöa sinn mat fullu verði og að auki í sköttum niður mat ríkisstarfsmanna? Sé það kaup, ætti að greiða það sem slíkt. Ekki veit ég hvort í uppruna- legu stjórnarskránni hafa verið nægileg ákvæði til að verja al- menna borgara fyrir kónginum og vondum Dönum. En nú eru aðrir á valdastóli í íslenzku þjóð- félagi. Er ekki, svona til öryggis vegna mannlegrar náttúru eins og hann Lincoln sagði, kominn tími til að setja svo sem eins og eina bót eða tvær á stjórnar- skrána stóru um það hve langt stjórnvöld megi ganga í að mis- muna þegnunum, úr því á annað borð er verið að huga þar að göt- um. Já, hvað mega raunar stjórn- völd vera örlát á okkar kostnað og afkomendanna? Sú spurning hlýtur að vakna nú á tímum Jólapakkanna", sem lofað er og dreift um allar koppagrundir eftir því hvaða ráðherra eða þingmaður á þar kjósenda- skjólstæðinga. Ekki veit ég af hverju vísunni hans Bjarna frá Gröf hefur verið að skjóta upp í hugskotinu við blaðalestur und- anfarna daga: Guð á að borga góðverkin ef góður maður ertu. En mamma kaupir krakkann sinn með kossi og rjómatertu. | Reykjavíkurbréf •♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 3. apríl»»>»»>♦>»>> Austurríska fyrirmyndin í umræðum um kjaradeilur, stjórn efnahagsmála og frið á vinnumarkaðnum vísa menn oft til Austurríkis sem fyrirmyndar. Þar hefur jafnaðarmaðurinn Bruno Kreisky verið kanslari síð- an 1970. Atvinnuleysi í landinu er innan við 3% og á árinu 1981 var verðbólgan 6,8%. Hagvöxtur stöðvaðist þar að vísu á síðasta ári en fram á árið 1980 var hann meiri í Austurríki en í Svíþjóð, Finnlandi, Belgíu og Sviss. Þá er þess að geta, að austurrískir verkamenn eru innan við 30 sek- úndur í verkfalli á ári, sé miöaö við meðaltal. í Austurríki búa 7,5 milljónir manna. Landamæri á ríkið að Tékkóslóvakíu og Ungverjalandi. Ef til vill má rekja lítið fylgi kommúnista í landinu til þess, en flokkur þeirra hlaut innan við 1% atkvæða í síðustu kosningum. Fulltrúar austurrískra stjórn- valda leggja áherslu á, að ríkið sé ekki „finnlandíserað“. Það fylgi „virkri hlutleysisstefnu", taki þátt i Evrópuráðinu og hafi gert samn- ing við Evrópubandalagið (Efna- hagsbandalag Evrópu). Efna- hagskerfið er opið. Ríkið á tvo stærstu banka landsins, Kreditanstalt og Lánd- erbank. Hannes Androsch, fyrrum fjármálaráðherra og nú banka- stjóri Kreditanstalt, sagði við blaöamann franska vikuritsins l'Express, en á grein þess er hér byggt, að eignarhald ríkisins á bönkunum væri ekki að rekja til hugmyndafræði heldur sögulegra aðstæðna. í lok heimsstyrjaldar- innar voru menn einhuga um það í Austurríki, að ríkið tæki yfir ýmis stórfyrirtæki til að koma í veg fyrir, að sovéska hernámsliðið tæki þau í sínar hendur. Lausn kjaradeilna Eftir fyrri heimsstyrjöldina ríkti upplausn í Austurríki og þar voru hatrömm stéttaátök. En eftir að nasistar hrifsuðu völdin í sínar hendur, tókust sættir meðal hinna stríðandi, innlendu afla. Enn þá má sjá lifandi merki um þessar sættir, sem í sumum tilvikum má rekja til samvistar í fangabúðum nasista. Anton Benya, forseti al- þýðusambandsins, og Rudolf Sall- inger, helsti forvígismaður at- vinnurekenda, hafa náið persónu- iegt samband. Hornsteinn þess, sem Austur- ríkismenn kalla Sozialpartner- schaft, er sáttanefnd með aðild launþega og vinnuveitenda, sem stofnuð var 1957 með samkomu- lagi beggja aðila. Nefndin er sögð endurspegla jafnvægið milli stóru flokkanna tveggja í landinu, Jafn- aðarmannaflokksins og Fjölda- flokksins (hægri flokkur), og hún er einnig sögð sýna, að stjórn- málamennirnir hafi verið til þess búnir að afsala sér miklu valdi í hendur aðila vinnumarkaðarins. I nefndinni ræða aðilar vinnu- markaðarins launamál og efna- hagsmál almennt. Báðir hafa sama markmið: að halda hækkun- um sem mest í skefjum, hvort heldur á launum eða verðlagi. Nefndin kemur saman einu sinni í mánuði og situr kanslarinn fundi hennar auk nokkurra ráðherra. A vegum nefndarinnar starfa tvær undirnefndir og þar er málum í raun ráðið til lykta, fjallar önnur um laun en hin um verðlag — kemur önnur nefndin til fundar einu sinni í viku en hin þrisvar sinnum. Þótt engin lög skyldi fyrirtæki til að láta verðlags- nefndina fjalla um söluverð á framleiðslu þeirra, gera þau það samt, því að á móti sýna launþeg- ar hógværð í launakröfum. Samið er um laun eftir flóknara kerfi en verðlag. Óski til dæmis járniðnaðarmenn eftir launa- hækkun, á að vísa kröfunni til launanefndarinnar. Hún tekur ekki sjálf ákvörðun um lyktir kröfunnar, heldur gefur annað hvort leyfi sitt til þess að um hana sé samið eða fer þess á leit, að krafan sé dregin til baka að sinni og viðkomandi verkalýðsfélag haldi að sér höndum. I Austurríki er eitt alþýðusam- band með 1.600.000 félaga eða 60% af launþegum. Það lýtur sterkri miðstjórn, þar sem öll stjórnmála- öfl eiga fulltrúa. Þá eru bæði laun- þegar og atvinnurekendur skyld- aðir til þátttöku í opinberum sam- tökum, sem gegna mikilvægu fé- lagslegu hlutverki. Hið opinbera verkalýðsráð veitir alþýðusam- bandinu margvíslega tækni- og fræðilega aðstoð og fulltrúar þess sitja í sáttanefnd ríkisins. Austurríkismenn efast ekki um að þetta kerfi hafi stuðlað að bættum efnahag almennings í landinu. Ýmislegt bendir til þess, að verulega reyni á innviði þess einmitt á þessu ári vegna minnk- andi hagvaxtar og samdráttar í kaupmætti á árunum 1980 og 1981, sem einkum má rekja til hækk- andi orkuverðs. Hér skal engu spáð um framvindu efnahagsmála í Austurríki. Hitt er ljóst, að með samvinnu atvinnurekenda og launþega hefur Austurríkis- mönnum vegnað betur en mörgum öðrum Evrópuþjóðum á undan- förnum árum. Skipulagid hér á landi Því fer fjarri, að hér á landi sé ekki skipulag á samskiptum laun- þega og atvinnurekenda. Raunar má segja, að það sé eða hafi verið að mörgu leyti líkt hinu austur- ríska kerfi. I verðlagsráði sitja bæði fulltrúar vinnuveitenda og launþega. Kjararannsóknanefnd er skipuð fulltrúum beggja og hún fylgist með þróun kjaramála. í tíð viðreisnarstjórnarinnar var Hag- ráði komið á fót. Það átti að vera vettvangur umræðna með þátt- töku ráðherra, stjórnarandstöðu, aðila vinnumarkaðarins og emb- ættismanna. Sumir segja, að oflæti og vaðall eins manns hafi eyðilagt starf Hagráðs. Ef til vill er of mikið sagt með því, en hitt er staðreynd, að þessi maður, sem nú er í forystusveit Alþýðubandá- lagsins, er þekktur að öðru en sjálfsgagnrýni. í tíð ríkisstjórnar Geirs Hall- grímssonar var komið á fót sam- starfsvettvangi svipaðra aðila og setu áttu í Hagráði, en það var í svokallaðri Verðbólgunefnd, sem Höfrungur II GK 27 aiglir inn til Grindnvfkur Ljósm. Olafur Rúnar skilaði áliti snemma árs 1978 — þá voru menn komnir í kosn- ingaskap og teknir til við að beita verkalýðshreyfingunni fyrir sig flokkspólitískt, svo að árangur af starfi nefndarinnar varð ekki eins mikill og til stóð. í lögunum um stjórn efnahagsmála o. fl., svonefndum Ólafslögum, frá því í apríl 1979, eru ákvæði um samráð ríkisstjórnar og aðila vinnumark- aðarins. A grundvelli þeirra ákvæða hafa verið settar reglu- gerðir, samráðsfundir sýnast þó fremur snúast um kaffidrykkju og kökuát en stöðu þjóðarbúsins og þróun efnahagsmála. Af þessari stuttu og ófullkomnu greinargerð sést, að ekki vantar kerfið hér á landi. Hins vegar skortir viljann til að ræða mál af sanngirni og með hliðsjón af stað- reyndum. Eftir að embætti ríkis- sáttasemjara er komið í núverandi mynd, væri æskilegt, að á þess vegum væri komið á samstarfi, sem leiddi til trúnaðarsambands milli forystumanna í hópi laun- þega og atvinnurekenda, er síðan hefði í för með sér hófsemd af beggja hálfu og þar með bættan hag allra. Hlutur stjórn- málamanna Hér á þessum stað hefur áður verið vakin athygli á hlut stjórn- málamanna í samskiptum laun- þega og atvinnurekenda. Af hálfu hinna síðarnefndu hafa nýlega komið fram raddir þess efnis, að ef til vill gefi samstarf við laun- þega án afskipta stjórnmála- manna besta raun eða rétt sé fyrir atvinnurekendur að hefja beina þátttöku í stjórnmálum. Sé litið á það kerfi, sem lýst er hér að ofan, má segja, að það hafi orðið til fyrir atbeina stjórnmálamanna en þeir hafi einnig lagt sig fram um að draga úr skilvirkni þess — þó er hvorki unnt að þakka þeim allt né skella allri skuldinni á þá. Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavík- ur, sagði í grein hér í blaðinu sl. sunnudag, að ríkisvaldið hefði skert umsamda launataxta um 30% frá 1. júní 1979. Á þessum tíma hafa þeir þó þóst hafa lykil- aðstöðu í landstjórninni, sem börðust undir kjörorðinu „samn- ingana í gildi" vorið 1978 og sögð- ust í kosningunum í desember 1979 ætla að sjá til þess, að stað- inn yrði vörður sérstaklega um kjör hinna lægst launuðu. Gefum Magnúsi L. Sveinssyni orðið: „Þessi mikla skerðing stjórn- valda á launatöxtum, hefur sem sagt bitnað fyrst og fremst á lægst launaða fólkinu, gagnstætt því, sem stjórnvöld héldu fram, að stefnt væri að, þegar þau ítrekað hafa ógilt kjarasamninga með löggjöf. Fólkið, sem er í hærri launaflokkum, hefur margt fengið taxtaskerðinguna bætta með yfir- borgunum." Það er því ekki að ófyrirsynju, sem Alþýðubandalagið og mál- gagn þess er sakað um bíræfni, þegar því er nú enn haldið á loft í Þjóðviljanum, að með því að kjósa „pólitíska bandamenn verka- lýðshreyfingarinnar" les: Alþýðu- bandalagið, í sveitarstjórna- kosningunum í vor, séu menn að tryggja stöðu sína i launamálum. Hið þveröfuga er rétt og engir hafa lagt sig eins mikið fram um að spilla trúnaði milli launþega og atvinnurekenda og „pólitískir bandamenn verkalýðshreyfingar- innar“ í Alþýðubandalaginu. Vígbúnadar- kapphlaupið Einn helsti sérfræðingur Fram- sóknarflokksins í alþjóðamálum, Þórarinn Þórarinsson, hélt því fram í sjónvarpsþætti fyrir nokkru, að „vígbúnaðarkapp- hlaupið leiddi ávallt til styrjalda". Sýnist þessi kenning eiga fylgi að fagna víðar. í mars-hefti breska tímaritsins Encounter ritar Michael Howard, prófessor í nú- tímasögu við háskólann í Oxford og fyrrum prófessor í stríðssögu við sama háskóla, grein, sem hann kallar: Orsakir styrjaldar. Þar segir meðal annars: „Það var fyrst á nítjándu öld, sem tæknin fæddi af sér vopna- kerfi — upphaflega herskip — sem í sjálfu sér sýndust geta ráðið úrslitum í átökum, vegna þeirra yfirburða, sem stöfuðu af gæðum og fjölda. En þegar styrjaldir urðu meira en áður keppni milli tækni- legrar getu en ekki stríðandi herja, varð til stigmögnun, sem kölluð er „vígbúnaðarkapphlaup- ið“. Sem heiti gefur orðið, eins og svo mörg, sem blaðamenn nota til að ná augum lesandans, ranga hugmynd. „Vigbúnaðarkapp- hlaup“ er í raun stöðug og enda- laus tilraun til að láta vald jafnast á við vald. Með „kapphlaupinu“ er leitast við að ná stöðugu eða helst hagstæðu valda-jafnvægi og það er því skylt þeirri stefnu, sem kon- ungsættir fylgdu í hjúskaparmál- um áður fyrr eins og-til dæmis Valois- og Habsburg-ættirnar. Að láta í það skína, að kapphlaupið sjálft sé orsök styrjalda, gefur til kynna barnaskap eða að menn misskilji með öllu tengslin milli þessara tveggja fyrirbæra. Styrj- aldir má rekja nú eins og á öldun- um fyrir iðnbyltinguna til hug- mynda landstjórnenda um vöxt og viðgang óvinveitts valds og ótta þeirra við að þeirra eigið vald verði takmarkað eða jafnvel með öllu útrýmt. Ógnunin, eða öllu heldur óttinn, hefur ekki breyst, hvort heldur hún stafar af land- vinningum eða ógnvcldunum sjálfum, fjölda hermanna eða eldflaugakerfum. Tækin, sem ríki nota til að viðhalda eða færa út vald sitt, kunna að hafa breyst, en markmiðin og viðfangsefnin eru hin sömu og áður.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.