Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982 Fyrsta alþjóðlega skrautskriftarsýningin — opnuð í Myndlista- og handíðaskólanum í gær „ÉG ER raunverulega að skemmta sjálfum mér og öörum með þessari sýn- ingu,“ sagði Gunnlaugur Rriem, en fyrsta alþjóðlega sýningin á skrautskrift er nú í Myndlista- og handíða- skólanum. Gunnlaugur hefur safnað verkunum saman frá a.m.k. 16 löndum. „Ég byrjaði að safna saman nokkrum verkum en blessuð skepnan stækkaði al- deilis hjá mér og undir lokin var ég kominn með miklu merkilegra safn en ég hafði búist við. Það er óhætt að segja að sýning þessi sé á heimsmælikvarða, ég man sjálfur ekki eftir betra sam- ansafni síðan á sýningu í Pittsburg 1962.“ Gunnlaugur sagði að fyrir- tækið Letraset Typographic Systems International hafi verið að velta fyrir sér að setja sýningu þessa upp í London einhvern tíma á næst- unni, en hér verður hún opin frá fjögur til 10 næstu virka daga og frá tvö til tíu um helgar. Sýningin stendur til 18. þ.m. „Það er óhætt að segja að sýning þessi sé á heimsmslikvarða, ég man sjálfur ekki eftir betra safni síðan í Pittsburg 1962.“ Gunnlaugur Briem við opnun fyrstu alþjóðlegu skrautskriftarsýningarinnar hér á iandi. (Ljósm. Emiiia) Kynningarverö út apríl á verkfœrum og málningarvörum fyrir bílaiönáöinn Desoutter f Trrsrrt I® LIMKLÚTAR 1 stk. kr. 7,0 48 ípakka kr. 288,- MALNINGAR SIUR Póstsendum samdœgurs. KYNDILL HF VIÐ STÓRHÖFÐA SÍMI35051 ÚtivistarferÓir um páskana ALLMARGAR ferðir verða á vegum Útivistar um páskana og hefur Morgunblaðið fengið sent yfirlit yfir ferðirnar, sem opnar eru öílum, sem áhuga hafa. Ferðirnar eru sem hér segir, samkvæmt fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu hefur borist: Kl. 9 á skírdagsmorgun verður farið af stað í fjórar 5 daga ferðir. 1. Snæfellsnes. Þá verður gist í félagsheimilinu að Lýsuhóli. Þar er góð aðstaða til gistingar með sundlaug, heitum potti og ölkeldu. Samkvæmt indverskum heim- spekiritum er Snæfellsjökull eitt af lífmögnunarsvæðum jarðar og er Lýsuhóll vel í sveit settur til að finna þá lífmögnun. Ganga á Snæfellsjökul er einmitt hápunkt- ur ferðarinnar. Einnig verða margar skoðunar- og gönguferðir bæði um strönd og fjöll. Á kvöldin verða ekta Utivistarkvöldvökur með söng, dansi, myndasýningum o.fl. Aldnar ferðakempur verða með sem heiðursgestir. Þeir sem vilja geta farið á skíði. 2. Þórsmörk. Nú rétt fyrir pásk- ana var verið að ganga frá smíði á glæsilegri innréttingu í nýja Úti- vistarskálanum í Básum, en þar verður einmitt gist um páskana. Farnar verða lengri og styttri gönguferðir, bæði um Mörkina og Goðalandið. Einnig á jökul ef vill. Þar verða einnig ekta Útivistar- kvöldvökur sem eiga ekki sinn líka hvað skemmtilegheit snertir. 3. Fimmvörðuháls — Þórsmörk. Þá verður gist í skálanum á háls- inum og gengið þaðan m.a. á jökl- ana. Aðeins örfá sæti eru laus í þessa ferð. Gott er að hafa skíði með í þessa ferð, því uppi á hálsin- um er gott skíðaland. 4. Tindfjöll — Emstrur — Þórs- mörk. Þessi ferð er hugsuð sem skíðaferð og/eða gönguferð. Gist i húsum. Á laugardagsmorgun 10. apríl kl. 9 verður einnig farin Þórsmerk- urferð. Verður þar sameinast 5 daga ferðinni. Metaðsókn að Þjóðleikhúsinu FEIKIGÓÐ aðsókn hefur verið að sýningum Þjóðleikhússins að und- anförnu, enda hefur sýningum ver- ið ákaflega vel tekið af áhorfend- um og gagnrýnendum. Þannig voru á vegum leikhússins hvorki meira né minna en 69 sýningar í mars- mánuði einum og fjöldi áhorfenda 18.823. Hefur fjöldi áhorfenda sjaldan eða aldrei verið meiri á ein- um mánuði. Frá þessu segir í fréttatilkynn- ingu frá Þjóðleikhúsinu. Þar seg- ir ennfremur: Áhorfendur á stóra sviði í mars voru 15.707, á litla sviði 446 og á sýningum í skólum og á vinnustöðum (Uppgjörið) 2.670. Voru sýningar á stóra sviðinu í mars 35, á litla sviðinu 7 og á Uppgjörinu 27. Samtals höfðu 1. apríl verið 154 sýningar á stóra sviði það sem af er leikárinu, 46 á litla sviði og utan hússins 61. Samanlögð tala áhorfenda var 1. apríl orðin 76.446, en var á sama tíma í fyrra 54.995. Þjóðleikhúsið sýnir um þessar mundir eftirtal- in verk: Hús skáldsins, Gosa, Amadeus og Sögur úr Vínarskógi á stóra sviði, Kisuleik á litla sviði og Uppgjörið utan hússins. -Sýningum á Giselle lauk nú um helgina og sýningum fer að fækka á Húsi skáldsins og Sög- um úr Vínarskógi, en Meyja- skemman verður svo frumsýnd 24. apríl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.