Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982 Halldór J. Jónsson, safnvöröur. Eftirlíking af myrkrastofu kvennanna, en allir hlutir í henni voru fluttir austan úr Berufirði fri Teigarhorni til Reykjavíkur. f krukkunum eru marg- vísleg efni sem nota þurfti við Ijósmyndunina. Nokkurn veginn svona hefur stúdíó þeirra Nicol- ine og Hansínu litið út, en tjaldið í bakgrunninum var baksvið margra mynda þeirra. Hansína kom með það frá Dan- mörku eftir Ijósmynda- nám sitt þar. I.jo.sm, Mbl. Kmilía Á þessari Ijósmyndasýningu í Þjóðminjasafninu er einnig að finna eina af myndavélum þeim, sem þessir frumkvöðlar ljósmynd- unar á Islandi tóku myndir sínar á, og eftirlíking af myrkraher- bergi þeirra er nú í Bogasalnum í Þjóðminjasafninu. Myrkraher- bergið er ekki stórt, varla að það hafi komist fyrir í því ein mann- eskja, og þar er náttúrulega allt úr viði. í hillum eru lítil glös með gulnuðum og afmáðum merkimið- um á, sem segja til um innihaldið sem eru ýmis efni sem þurfti að hianda saman fyrir myndatöku. Og þykkir korktappar loka glösun- um, eða bréfabútar bundnir um stútana. Myndavélin stendur á löngum þrífæti, er stór trékassi með kop- arlinsu framan á. Hún stendur fyrir framan tjald, grátt að lit, sem á eru málaðar súlur tvær, og gróður við, en þetta tjald er bakgrunnur margra mannamynd- anna á sýningunni. Það var í stúd- íóinu þeirra. „Þessar myndir hafa geysilega mikið heimildarlegt gildi,“ sagði Halldór J. Jónsson safnvörður, þegar blm. Morgunblaðsins hitti hann að máli á sýningunni og innti hann eftir gildi þessara mynda fyrir okkur í dag. „Þær hafa byggðarsögulegt gildi," hélt Halldór áfram, „fyrir viðkomandi byggðarlög þar sem hægt er að sjá hvernig byggðin hefur þróast ár frá ári. Hér eru að finna elstu myndir frá Eskifirði, sem teknar hafa verið, og einnig af Seyðis- firði, en hér má finna mynd það- an, af húsi einu, sem brotnaði í spón í snjóflóði, sem féll á þorpið 1885 úr fjallinu Bjólfi, en í því sama snjóflóði fórust 24 manns og 14 hús eyðilögðust. Margar myndanna hafa menn- ingarsögulegt gildi. Þær sýna klæðnað fólks, og stíl þess og þær myndir sem sýna fólk að störfum, eins og þessi af sauðfjárslátrun undir berum himni, á blóðvellin- um á Eskifirði, eins og hann var kallaður staðurinn þar sem féinu var slátrað á haustin áður en nokkurt sláturhús var komið til sögunnar, hafa vissulega ómetan- legt gildi fyrir okkur í dag. Og mun meira gildi fyrir fólk eftir hundrað ár,“ sagði Halldór. En hverjar voru þessar konur, Nicoline Weywadt og Hansína Björnsdóttir, sem allt í einu tóku upp á því að taka myndir af mönnum og munum á tímum þeg- ar myndavélar voru næstum óþekkt fyrirbrigði á íslandi. Inga Lára Baldvinsdóttir er nemi í sögu við Háskóla Islands og er að vinna að ritgerð um upphaf og sögu Ijósm.vndunar á Islandi. Hún að- stoðaði við uppsetningu sýningar- innar og hefur ritað í sýn- ingarskrá nokkuð um upphafið og kvenmennina tvo, sem svo mikinn hlut áttu í því. Hún segir: „Nicoline var næst elsta dóttir af hjónabandi Nielsar P.E. Weywadt, faktors hjá verslun Ör- ums & Wulf á Djúpavogi, og Sopie Brochorf, dóttur Morten Hansen Tvede, sýslumanns í Suður-Múla- sýslu, fædd á Djúpavogi. Nicoline átti 14 systkini og var heimili for- eldra hennar annálað fyrir rausn og glaðværð og var í nánari snert- ingu við umheiminn en almennt tíðkaðist. Tvö af eldri systkinun- um sigldu til Danmerkur 111 uain., Súsanna, sú elsta, lærði ostagerð í Jótlandi en Nicoline ljósmyndun í Kaupmannahöfn 1871 til 1872. Óneitanlega er það umhugsunar- vert hvers vegna Nicoline kaus að læra ljósmyndun. Enginn ljós- myndari var starfandi á Austur- landi á þessum tíma, en ekki er óhugsandi að kynnin af tveimur mönnum, dönskum skipstjóra er Hemmert hét og tók margt mynda þar austur frá og annars staðar á landinu og Johan Holm Hansen, sem ferðaðist mikið um Austur- land og tók myndir, hafi orðið hvatinn að starfsvali Nicoline. Eftir heimkomuna frá Dan- Nicoline Weywadt mörku settist Nicoline að hjá for- eldrum sínum á Djúpavogi og stundaði ljósmyndun þar. I upp- hafi ferils hennar tíðkuðust svo- kallaðar „Wetplate", eða votar nlötur. Þá var borin á glerplötuna silfurupplausn reú aoiir SH var stungið í myndavélina og hún var tekin rök úr henni og fram- kölluð en síðan var sólin látin skína í gegnum hana á pappír. En myndin var lengi að myndast á plötunni, svo lengi að menn gátu naumast setið nógu lengi kyrrir fyrir framan myndavélina. Þetta skýrir hvers vegna fólk, til dæmis á Seyðisfjarðarmyndunum, er hreyft. Næmt auga Nicoline fyrir myndefni samfara myndrænni skynjun gefur henni sérstöðu meðal íslenskra Ijósmyndara. Hún var frumherji við myndatökur á llansína Björnsdóttir merkilegu tímaskeiði í byggða- sögu Austurlands, og eftir hana liggja fleiri útimyndir en flesta aðra Ijósmyndara fyrir aldamót. Starfsferill Nicoline varð langur, eða um 30 ár, því hún fékkst við myndatökur fram yfir aldamót. Hún giftist aidrei, eú ojC í Teí^ar" horni við Djúpavog til dauðadags, 20. febrúar 1921. Hansína Björnsdóttir var dóttir Súsönnu systur Nicoline er lærði ostagerð í Jótlandi. Hún fæddist á Eskifirði 1884 en þriggja ára að aldri var hún sett í fóstur að Teig- arhorni til Nicoline og Sopie ömmu sinnar. Nicoline kenndi henni undirstöðuatriði i ljósmynd- un en 1902 sigldi hún til Kaup- mannahafnar til frekara náms í iðninni. Hansína kom aftur til Djúpavogs að ári liðnu og bjó áfram að Teigarhorni hjá Nico- line. Hún naut góðs af þeirri að- stöðu sem Nicoline hafði búið sér, en kemur þó með eina nýjung í myndaskúrinn, málað baktjald. Ljósmyndaferill Hansínu var sýnu styttri en Nicoline. Hún hætti að mestu að taka myndir eftir að hún gifti sig 1911, Jóni Lúðvíkssyni, sem tók við búi á Teigarhorni, en jörðin hafði löng- um verið byggð leiguliðum. Þau eignuðust sex börn sem öll eru á lífi. Mannamyndatökur voru að sögn ekki uppáhaldsviðfangsefni Hansínu, en hún hafði þeim mun meira gaman af útimyndatökum, og eru þær myndir sem til eru eft- ir hana allar úr Berufirði og næsta nagreiiöí. bjó að Teigarhorni alla sína tíð, en var síðustu árin í Reykjavík að vetrin- um. Hún lést 5. febrúar 1973. Enn er Teigarhorn í eigu afkom- enda Weywadts og þeim er það að þakka að jafn mikið hefur varð- veist af munum tengdum ljós- myndarekstrinum eins og þessi sýning vitnar um. Það gefur þætti Teigarhorns í íslenskri Ijósmynda- sögu sérstöðu og hún væri ríkari ef fleiri hefðu sýnt jafn mikinn skilning á lífi, starfi og minjum genginna kynslóða." Halldór J. Jónsson safnvörður var spurður að því hve stórt myndasafn Þjóðminjasafnsins væri orðið. „Hér höfum við 25 til 30 glerplötusöfn frá upphafi ljósmyndunar á íslandi og hafa þau að geyma nokkur hundruð þúsund plötur. Sérstakri deild innan Þjóðminjasafnsins var komið á fót 1908, sem hafði það hlutverk að varðveita manna- myndir og nú eru til skráðar 32.000 skráðar mannamyndir, fyrir utan plötusöfnin. Ljósmynd- ir af atburðum, stöðum og aðrar tækifærismyndir eru um 5.000 talsins en þeim var farið að safna um 1915.“ a ijos.u;,."í”ýninKunni í Þjóð- minjasafninu eru á borði í miOjum salnum tvö ljósmyndaalbúm með mannamyndum í, en ekki er vitað af hverjum myndimar eru. Er fólk, sem á sýninguna kemur, hvatt til að fletta i albúmunum og athuga hvort það þekki ekki ein- hvern á myndunum en þegar hafa þekkst nokkrar manneskjur. Sýn- ingin er opin þriðjudaga, fimmtu- daga, laugardaga og sunnudaga frá hálftvö til fjögur, en henni lýk- ur 31. maí. Frumherjar við myndatökur á íslandi * * I Bogasal Þjóðminjasafns Islands hanga á veggj- um Ijósmyndir eftir konur tvær, Nicolinu Weywadt og Hansínu Björnsdóttur, en sú fyrrnefnda er fyrsti kvenljósmyndari á íslandi. Elstu myndir á veggjun- um voru teknar um 1872 en þær yngstu rétt eftir 1930. Konurnar voru báðar búsettar á Teigarhorni stutt frá Djúpavogi og eru flestar myndirnar þadan, úr Berufirði og Eskifirði og Seyðisfirði. Það eru myndir af fólki að vinna og húsum, sem löngu eru horfin og fáir muna að hafi verið til, og það eru líka þarna myndir, þó fáar séu, af húsum sem enn standa uppi. Það eru Hka stórar yfirlitsmyndir af heilu þorpunum á Austfjörðum, og svo eru myndir teknar af mönnum í litlu stúdíói, sem þær stöllur höfðu í húsinu sem þær bjuggu í, Teigarhorni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.