Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982 Kór Langholtekirkju: Flytur MESSÍAS þrisvar og ráðgerir tón- leikaferð um landið í vor KÓR Langholtskirkju flytur nú fyrir páskana óratoríuna Messías eftir Georg Friedrich Hándel. Verða tónleikar í Fossvogskirkju á pálmasunnudag kl. 16, mánudaginn 5. apríl kl. 20 og nú hefur verið ákveðið aö hafa þriðju tónleikana þriöjudagskvöldið 6. apríl kl. 20. Jón Stefánsson kórstjóri (Lv.) og Ingimundur Friðriksson, en hann er for- maður kórs Langholtskirkju. Jón Stefánsson stjórnar flutn- ingnum, en einsöngvarar eru Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Sólveig Björling, Garðar Cortes og Hall- dór Vilhelmsson. Þá syngja einnig þrír kórfélagar einsöng: Signý Sæmundsdóttir og Ragnheiður Fjeldsted sem skipta með sér re- citatívum og Ásgeir Bragason, sem syngur eina aríu í altrödd, í falsettu, en hann er annars tenór. Konsertmeistari er Michael Shel- ton. Mbl. ræddi stuttlega við þá Jón Stefánsson stjórnanda, sem verið hefur organisti og söngstjóri í Langholtskirkju síðan 1964, og formann Kórs Langholtskirkju, Ingimund Friðriksson, en þetta er 8. starfsár hans með kórnum. Þeir voru fyrst beðnir að segja aðeins frá starfsemi kórsins: Messusöngur og margir tónleikar — Á sama tima í fyrra fluttum við Messías í lítið eitt styttu formi og um síðustu jól fluttum við jóla- óratoríu Bachs. Þessir tónleikar okkar núna verða hinir 8., 9. og 10. nú í vetur. Við höfum í vetur m.a. haldið tónleika í Háteigskirkju í tengslum við biskupaskiptin, Langholtskirkju og fjáröflunar- tónleika fyrir Langholtskirkju í Háskólabíói. I byrjun febrúar sl. komum við svo fram á tónleikum á Myrkum músíkdögum. Þá má geta þess að við vorum í ágúst í fyrra á ferð í Kanada og Bandaríkjunum og á síðasta ári urðu tónleikar okkar yfir 20 talsins. Hvað er Kór Langholtskirkju orðinn gamall? — Hann tók til starfa árið 1953 og hefur allar götur síðan starfað sem kirkjukór. Árið 1973—74 var starfseminni nokkuð breytt og hófum við þá að æfa sérstaklega ýmis tónverk til flutnings á sjálfstæðum tónleikum og í kirkj- unni. I kórnum eru nú 62 félagar og viljum við binda kórinn við um 60 manns, það er heppileg stærð fyrir þennan kór. Stór hópur er með ár eftir ár, er fastur kjarni, en tals- vert margir kórfélagar eru náms- Ólöf Kolbrún HarAardóttir Carðar ('ortes menn, sem hverfa kannski til ann- arra starfa að loknu námi. í haust sóttu um 30 manns um inngöngu í kórinn, en ekki reyndist unnt að taka inn nema 14 þar eð stærðin er takmörkuð við 60 manns eins og áður segir. Voru það óvenjulega margir, en mikill kostur er að geta haft nokkurn veginn sama fólkið ár eftir ár, þótt auðvitað sé óhjákvæmilegt að einhverjar breytingar verði. Við setjum það skilyrði að kór- félagar kunni að lesa nótur og síð- an er starfsemin fólgin í æfingum að jafnaði tvisvar í viku, við skipt- um með okkur að syngja við mess- ur og er þá alltaf a.m.k. 12 manna hópur sem annast þar sálmasöng og flytur iðulega jafnframt eitt- hvert stólvers, síðan eru tónleikar. Sérstök raddþjálfun fer einnig fram og sér Olöf Kolbrún Harð- ardóttir um hana, en hún söng með kórnum í ein 12 ár. Góð aðstaða í Fossvogskirkju Af hverju varð Fossvogskirkja fyrir valinu, er það góður staður fyrir tónleika sem þessa? — Við einsetjum okkur að flytja kirkjutónlist í kirkjum og þær eru e.t.v. ekki svo margar sem koma til greina. Góð aðstaða er í Fossvogskirkju fyrir söngfólk og hljómsveit, gott rými á bak við, þarna eru góð bilastæði, kirkjan tekur sæmilega marga í sæti og þarna er hljómburður þokkalegur. Hins vegar vonumst við til þess að tónleikar okkar geti frá næsta starfsári farið fram í nýju Lang- holtskirkjunni þar sem stefnt er að því að einangra hana og leggja inn hita í sumar. Ætlum við strax og fært er að halda þar hljóm- leika, jafnvel þótt eitthvað vanti á innréttingar. Gróska í tónlistarlífinu Nú virðist margt á döfinni hjá kórum í Reykjavík um þessar mundir og um margt að velja í tónKstinni, er að verða offramboð á tónlistarviðburðum? — Nei, síður en svo og það virð- ist sem þetta aukna framboð á tónleikum kóra sé aðeins í sam- ræmi við annað sem er að gerast í menningu okkar um þessar mund- ir. Það er gróska i tónlistarlífinu og sama hvað er í boði, alltaf er fullt, óperur, ballet, tónleikar. Margir einsöngvaranna eru önnum kafnir og mjög mikið mæð- ir líka á hljóðfæraleikurunum. Þeir eru margir hverjir hinir sömu hjá okkur, á tónleikum Pólý- fónkórsins, í Sinfóníuhljómsveit- inni, í Óperunni, ballettinum og víðar. En þetta er aðeins dæmi um hversu mikið er um að vera á þessu sviði menningarinnar hjá okkur. Ber starfsemi kórsins sig fjár- hagslega? — Ekki þegar við stöndum í tónleikahaldi sem þessu. Við greiðum hljóðfæraleikurum og einsöngvurum að sjálfsögðu kaup, en kórfélagar taka ekki greiðslu. Lítill afgangur er því af þessum tónleikum og langoftast tap. Betur gengur þegar við höldum tónleika og kaupum t.d. ekki aðstoð frá hljóðfæraleikurum. En kórinn fær greitt fyrir söng sinn í kirkjunni, rétt eins og aðrir kirkjukórar, en í stað þess að hver og einn taki laun sín renna þau í sameiginlegan sjóð kórsins. Þá höfum við einnig styrktarfélagakerfi og njótum þannig velvildar fjölda manns. Tónleikaferð og plötuupptaka Hvað er síðan framundan í starfi kórsins? — í vor stefnum við að tónleika- ferð hér innanlands og við höfum einnig í undirbúningi að syngja inn á plötu. Höfum við í hyggju að gefa út nokkrar plötur með sálma- lögum. Yrðu þá valdir sálmar úr íslensku sálmabókinni og er ætl- unin að gera kirkjuárinu öllu þannig skil í sálmum. Næsta vetur ætlum við að flytja Requiem Moz- arts, flytja á ný jólaóratoríu Bachs, þá í fullri lengd og hafa hana á tvennum tónleikum, og við ráðgerum einnig að flytja Jóhann- esarpassíuna um páskana. jt. Kór Langholtskirkju á æfíngu undir stjórn Jóns Stefánssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.