Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982 47 hvert einasta mannsbarn, sem hefur lifað fsland fyrr eða síðar.“ „Brynjólfur fór oft eldsnemma á fætur og málaði er hann var á tjaldferðalögum um landið,“ seg- ir Ragnheiður. „Það er ef til vill þess vegna sem mikil kyrrð er yfir myndum hans, honum fannst loftið kyrrt svona snemma á morgnana, litirnir skýrir og tærir og allt umhverfið ósnortið.“ Flestar myndirnar á sýning- unni eru landslagsmyndir, flestar málaðar hér á landi en nokkrar erlcndis, en Brynjólfur var með lærðustu myndlistarmönnum sfns tíma, var við nám við Konung- legu akademíuna í Kaupmanna- höfn, nam við teikniskóla í Stokkhólmi, var við myndlistar- nám í Parfs í École des Beaux- Arts og nam þar m.a freskótækni. A þessari sýningu er í fyrsta sinn sýnd tillaga að freskumynd af þjóðfundinum 1851 sem Brynj- ólfur vann vegna tilmæla Jónasar Jónssonar frá Hriflu og Pálma Hannessonar rektors. Ætlunin var að gera 9 metra langa mynd og setja hana á vegg í Mennta- skólanum. Málið var siðan lagt fyrir Alþingi 1932, og var Brynj- ólfur þá búinn að gera þessa til- lögu, m.a. búinn að fullgera Trampe greifa, Pál Melsted og Jón Sigurðsson. Hann hafði lagt mikla vinnu í verkið, m.a. kynnt sér fatnað og uppröðun þeirra sem fundinn sátu, en Alþingi felldi tillöguna, svo ékkert varð úr gerð myndarinnar. Að lista- manninum látnum fékk Lista- safnið skissuna að gjöf, en vegna viðgerða var hún ekki á sýning- unni 1971, og er því sýnd í fyrsta sinn nú. Brynjólfur merkti myndir sín- ar gjarnan með fangamarkinu B.Þ. eða skírnarnafninu Brynjólf- ur. Eitt af málverkunum á þessari sýningu er þó undantekning frá reglunni, en sú mynd er af Ragnheiði og er máluð tveim ár- um áður en Brynjólfur lést og merkt „Binni“ neðst í hægra horninu. Myndin er mjög vand- virknislega unnin, og hver punkt- ur virðist þaulhugsaður. Var Brynjólfur ekki lengi að vinna þessa mynd? „Nei, ég sat fyrir hjá honum um klukkuti'ma á dag, ég átti að vera mætt í vinnu kl. 9 á morgnana, og því byrjaði hann að mála um áttaleytið. Það tók ekki nema vikutíma að Ijúka við hana.“ „Það er einhver ffnleiki yfir öllum þessum myndum," segir Jóhannes Jóhannesson, „og ánægjulegt að geta loksins boðið fólki að sjá þessar myndir cn margar þeirra hafa ekki áður far- ið út af heimilum þeirra sem þær ciga“. Sýningin verður opin til 13. aprii, opnunartími verður fyrst um sinn frá 13.30—22 daglega eða til 12. apríl, en frá og með 13. apríl verður hún opin frá 13.30—16 þriðjudaga og fimmtudaga, og frá kl. 13.30 til 22 um helgar. Mjög góð aðsókn var að síð- ustu ylirlitssýningu Brynjólfs og var hún framlengd af þeim sök- um. Blaðadómar voru allir á cina lund, „. . . verk Brynjólfs tvi'mælalaust það hæsta sem i's- lensk málaralist hefur náð“, segir Asgeir Bjarnþórsson i'Ti'manum i' október 1979 og Valtýr Péturs- son segir um sömu sýningu i' Mbl.: „. . . fyrst og fremst gladdi það mig að geta gert mér það Ijóst, að enn er hægt að finna listamcnn meðal þjóðar vorrar, sem ckki voru á allra vörum á sínum ti'ma, cn koma cins heil- steyptir og ferskir fram á sjón- arsviðið og Brynjólfur Þórðarson að sinni.“ Skákþing íslands hefet um helgina PÁSKARNIR, aðalvertíð íslenskra skákmanna, fara senn í hönd og Skák- þing íslands er þegar hafið með keppni í landsliðsdokki sem fram fer i Norræna húsinu í Reykjavík. Það er jafnan annasamt hjá skákmönnum seinni hluta vetrar, en á sumrin liggur skáklífið af eðlilegum ástæðum niðri að mestu leyti, að helgarskákmótunum undanskildum. Síðan hápunktur vetrarins, al- þjóðaskákmótið á Kjarvalsstöð- um, fór fram, hafa mörg öflug skákmót verið haldin og má þar helst nefna Skákþing Seltjarnar- ness, Skákþing Norðurlands, Sæluvikumótið á Sauðárkróki að ógleymdri hinni fjölmennu undan- keppni í Skólaskákkeppninni, sem fram fer í öllum kjördæmum landsins. Þá hófu helgarmótin aftur göngu sína, eftir nokkurt hlé, með mjög vel heppnuðu móti á Siglu- firði um siðustu helgi, en skáklíf þar er á mikilli uppleið frá því sem áður var. Sama má segja um Raufarhöfn þar sem næsta mót fer fram helgina 23.-25. apríl. Þrátt fyrir fæð bæjarbúa þar heldur kornungt og ferskt félag uppi reglulegri og vinsælli starf- semi. Þar sem gengi skákíþróttarinn- ar er í svo örum vexti og síðasti vetur sérlega vel heppnaður hvað skákmótahald varðar kom þvi á óvart nú fyrir helgina hversu fáir af öflugustu skákmönnum lands- ins mættu til leiks í keppnina um Islandsmeistaratitilinn. Jafnan hafa menn afsakað sig með því hversu léleg verðlaun á mótinu væru, en það er þó ekki hægt nú, því fyrstu verðlaun eru 15.000 kr. önnur 9.000 o.s.frv. Verðlaunin eru því 50% hærri en á hinu vel heppnaða íslands- móti í fyrra og skýringin á dræmri þátttöku titilhafanna og fylgifiska þeirra eru vafalaust vorpróf hjá skólamönnum og þreyta og annir hjá hinum eftir hið gróskumikla skáklíf vetrarins. Þótt Jón L. Arnason sé eini al- þjóðlegi meistarinn á mótinu eru flestir af okkar öflugustu titil- lausu skákmönnum meðal kepp- enda. Líklegastir til afreka auk Jóns eru þeir Jóhann Hjartarson, Elvar Guðmundsson og Sævar Bjarna- son auk þess sem Björn Þorsteins- son, Magnús Sólmundarson og Stefán Briem gætu hæglega höggvið skörð í raðir ungu mann- anna. Töfluröðin i mótinu er annars þessi: 1. Björn Þorsteinsson 2. Jón Þorsteinsson, 3. Elvar Guðmunds- son, 4. Róbert Harðarson, 5. Bene- dikt Jónasson, 6. Sigurður Daní- elsson, 7. Jón L. Árnason, 8. Jó- hann Hjartarson, 9. Júlíus Frið- jónsson, 10. Magnús Sólmundar- son, 11. Sævar Bjarnason, 12. Stef- án Briem. Teflt er sem áður segir i Nor- ræna húsinu frá 19—24 virka daga og 14—19 um helgar og án efa verður keppnin spennandi, því til mikils er að vinna þar sem eru fyrstu verðlaunin og Islandsmeist- aratitillinn. Hilmar Karlsson skákmeistari Seltjarnarness Taflfélag Seltjarnarness stefnir nú hraðbyri að því að verða næst- öflugasta taflfélag landsins á eftir Taflfélagi Reykjavíkur. Starfsemi félagsins er mikil og vel skipulögð, enda hafa margir sterkir skák- menn gengið úr öðrum félögum á höfuðborgarsvæðinu og til liðs við það. Meistaramót Seltjarnarness fór fram fyrir skömmu og urðu þeir efstir og jafnir í A-flokki, Hilmar Karlsson og Guðmundur Hall- dórsson með 6V2 v. af 8 möguleg- um hvor. í einvígi um titilinn sigr- aði hinn fyrrnefndi 2 Vfe — 1 Vfe. Næstir urðu þeir Lárus Jóhann- esson og Agúst Ingimundarson með 4 'h v. og fimmti Gylfi Gylfa- son með 4 v. I B-flokki sem var opinn sigraði ungur og efnilegur skákmaður, Snorri Bergsson með 7V4 v. af 9 mögulegum, en næstir urðu þeir Omar Egilsson og Jón B. Lorange með 6’á v. Hraðskákmeistari varð Hilmar Karlsson. Þátttakendur á mótinu voru alls 36. Skákþing Norðurlands Það fór fram á Húsavík fyrir hálfum mánuði og voru þátttak- endur yfir fimmtíu talsins, þrátt fyrir að þessa sömu helgi stæði Sæluvikumótið yfir á Sauðár- króki. Jóni Kristinssyni frá Hólmavík var boðið sérstaklega til leiks, en þrátt fyrir það varð keppni bæði hörð og spennandi. Svo fór að lokum að þrír keppend- ur urðu efstir og jafnir, auk Jóns náðu þeir Jakob Kristinsson og Gylfi Þórhallsson, báðir frá Akur- eyri, 5‘A vinningi. Samkvæmt stigaútreikningi hlaut Jón Krist- insson efsta sætið en næstur á stigum varð Jakoh og hlaut hann þar með titilinn Skákmeistari Norðurlands 1982. Kvennameistari Norðurlands varð Ásrún Árnadóttir, og önnur Arnfríður Friðriksdóttir, en þær eru báðar úr Eyjafirði. Ungl- ingameistari varð Emil Friðriks- son, Átureyri, með 7 vinninga af 9 mögulegum. Jafn honum, en lægri á stigum, varð Arnar Þorsteins- son, Akureyri, og þriðja sætið ihlaut Haraldur Sigurjónsson, Húsavík, með 6Vfe v. Á hraðskákmótinu sigraði Jak- ob Kristinsson í almenna flokkn- um, í kvennaflokki Sveinfríður Halldórsdóttir úr Eyjafirði og í unglingaflokki Arnar Þorsteins- son, Akureyri. Með þessum ágæta árangri sín- um hefur Jakob Kristinsson tryggt sér sæti meðal fremstu norðlensku skákmeistaranna. Hann var sá eini á mótinu sem náði að leggja Jón Kristinsson, lang sigurstranglegasta þátttak- andann, að velli: Hvítt: Jón Kristinsson Svart: Jakob Kristinsson Hollensk vörn 1. d4 — e6, 2. c4 — f5, 3. g3 — Rf6, 4. Rf3 — Be7, 5. Bg2 — (H), 6. 0-0 — Re4 leikur Aljekíns, fyrrverandi heimsmeistara. Honum er oft svarað með 7. d5!? 7. Rbd2 — Bf6, 8. I)c2 — d5, 9. b3 — c5l, 10. Bb2 — cxd4, 11. Bxd4 í skákinni Fine — Aljekín, Amsterdam 1936, varð framhaldið 11. Rxd4 — Rc6, 12. Rxe4 — fxe4, 13. Hadl — Db6 og svartur fékk góða stöðu. II. — Rc6, 12. Bxf6 — Dxf6, 13. a3 — Rc3!? Svartur gat einnig leikið 13. — d4 eða 13. — Bd7 með a.m.k. jöfnu tafli. 14. e3 — Hd8, 15. Hfel — Bd7, 16. Hacl — Re4, 17. cxd5 — exd5, 18. "b4 — Hac8, 19. Dd3 — Be6, 20. Rb3 — I)b2! Jakob sækir hart, en í fram- haldinu verst Jón af öryggi þar til honum sést yfir óvænta brellu. 21. Hfl — d4, 22. Rc5! — dxe3, 23. Dxe3 — Rxc5, 24. Hxc5 — He8, 25. Ilfcl — Hcd8, 26. b5?? Eftir 26. Dc3 heldur hvítur jafn- væginu. 26. - Bc4! Nú vinnur svartur samstundis, því 27. Df4 er svarað með 27. — He4, 28. Dg5 — h6 og 27. Dg5 á sama hátt með h6 og hrókurinn á cl fellur í báðum tilvikum. 27. Dc3 — Dxc3 og Jón gafst upp, því 28. Hxc3 er auðvitað svarað með 28. — Hdl+. er merki ferminganna °o O Viö bjóðum geysilegt úrval af hljómtækja- samstæðum frá Marantz. Valið er auðvelt íffTM 'I n n n fíMs Tfnmnm SKIPHOLTI 19 SlMI 29800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.