Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 Prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi: Kjömefnd leggur til að hætt verði við prófkjör FRAMBOÐSFRESTUR tU próf- kjörs í Reykjaneskjördœmi rann út á hádegi sl. laugardag. Þá höfðu níu ákveðið að taka þátt í prófkjörinu en samkvæmt prófkjörsreglum á að kjósa sjö. Kjömefndarmenn urðu sam- mála um að leggja til við kjördæmaráð að prófkjör yrði aflagt í Reykjaneskjördæmi og þess í stað færi fram skoðana- könnun. „Við vorum sammála um að miðað við víðfeðmi kjördæmisins og vegna þess að þama vantaði frambjóðendur frá ýmsum stöð- um, þá væri rétt að leggja prófkjör niður," sagði Gísli Ólafsson for- maður kjördæmaráðs. Hann sagði að lagt yrði til við kjördæmisráð á fundi sem haldinn verður 16. október, að fram fari skoðana- könnun meðal þeirra sem sæti ættu í kjördæmaráði og vara- manna þeirra, stjómir sjálfstæðis- félaganna í kjördæminu og varamanna, fulltrúaráðsmanna og varamanna auk meðmælenda þeirra sjö sem gáfu kost á sér. Könnunin verði skrifleg og beðið verður um nöfn sex manna sem kjömefnd síðan skoðar. „Menn vilja ekki fara í prófkjör," sagði Gísli og tók sem dæmi Reykjavík þar sem fimmtán manns gefa kost á sér en kjósa á tólf. „Próf- kjör kostar stórfé fyrir frambjóð- endur og erfítt að leggja þetta á sig,“ sagði hann. Matthías Á. Mathiesen utanrík- isráðherra, Kristjana Milla Thor- steinsson og Júlíus Sólnes voru meðal þeirra sem gáfu kost á sér í prófkjör í Reykjaneskjördæmi og vom þau spurð áiits á niður- stöðu kjömefndar. Matthías Á. Mathiesen sagði að endanleg ákvörðun hefði ekki verið tekin um að fella niður prófkjör. Hann kvaðst ekki gera neinar athuga- semdir um það með hvaða hætti kjömefndin leggði til að framboð Sjálfstæðisflokksins væri ákveðið. „Prófkjör er ein leið til að fínna og fá frambjóðendur en það er ljóst að eftir því sem þau hafa verið oftar hafa þau ekki þann sama hljómgrunn og þau höfðu áður,“ sagði Matthías. „Það er ekkert algilt í þessu, uppstilling, prófkjör eða skoðanakönnun." „Mér finnst þessi niðurstaða ákaflega leiðinleg og miður að ekki geti farið fram prófkjör," sagði Kristjana Milla Thorsteins- son. „Ég veit að kjósendur vilja gjaman hafa hönd í bagga með hverjir em á listanum." Hún sagð- ist hafa heyrt að mörgum fyndist erfítt að fara í þennan kosninga- slag. Sjálf teldi hún að færri gæfu kost á sér vegna þess að prófkjörið væri lokað og nefndi sem dæmi að í síðasta prófkjöri sem var opið hefðu tíu gefíð kost á sér þegar fímm vom kosnir. „Þessi niðurstaða kemur vissu- lega á óvart," sagði Júlíus Sólnes. „Eg gekk út frá því eins og flest- ir að prófkjör yrði haldið og var búinn að búa mig undir það.“ Hann sagðist skilja tillögu kjör- nefndar að falla frá prófkjöri og sagði að margir veltu því fyrir sér hvort almenningur hefði óbeit á stjórmálum og vildi sem minnst af þeim vita. Júlíus taldi hugsan- legt að lýðræðið væri í hættu, almenningur virtist kalla á sterk- an foringja og einstakiingum sem leiddu og stjómuðu. „Það fínnst manni stundum vera andstætt lýðræðishugmyndinni," sagði Júlí- us. Aðrir sem gáfu kost á sér í prófkjör vom: Salóme Þorkels- dóttir, Gunnar G. Schram, Ólafur G. Einarsson, Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson, Hafsteinn Pálsson og Þorsteinn Halldórsson. VEÐUR VEÐURHORFUR IDAG: YFIRLIT á hádegi í gær: Yfir norður-Grænlandi er 1017 millibara hæð, en 983 millibara jægð skammt austur af Jan Mayen sem þokast austnorðaustur. Önnur lægð, um 987 millibara djúp, er 900 km suðsuðvestur af Vestmannaeyjum og hreyfist einnig í austnorð- austur og grynnist heldur. Þriðja lægðin, um 975 millibara djúp, er skammt austur af Nýfundnalandi, hreyfist norðaustur og fer heldur vaxandi. SPÁ: Fremur hæg breytileg átt verður fram eftir degi, en síðdegis þykknar upp, fyrst suövestanlands, með vaxandi suðaustanátt. Um kvöldið fer að rigna á suöur- og vesturlandi. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: MIÐVIKU- og FIMMTUDAGUR: Sunnan- og suðaustanátt og hlýtt í veðri. Á miðvikudag fara skil norður yfir landiö og mun því rigna víðast hvar. Á fimmtudag verða svo skúrir um sunnan- og vestan- vert landið en léttir til norðanlands. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað ÍH SkýÍað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * "10 Hftastig: 10 gráður á Celsíus \J Skúrir * V E' = Þoka = Þokumóða ’, » Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri 4 skýjað Reykjavik 5 skýjað Bergen 10 súld Helsinki 8 alskýjað Jan Mayen 2 slydda Kaupmannah. 11 þolca Narssarssuaq 1 skýjað Nuuk 2 skýjað Osló 12 skýjað Stokkhólmur 8 rignlng Þórshöfn 8 súld Algarve 23 þokumóða Amsterdam 17 skýjað Aþena 24 léttskýjað Barcelona 24 mistur Beriín 16 þokumóða Chicago 3 heiðskírt Glasgow 16 skýjað Feneyjar 22 þokumóða Frankfurt 18 mistur Hamborg 16 skýjað Las Pabnas 24 léttakýjað London 18 skýjað LosAngeles 17 skýjað Lúxemborg 14 alskýjað Madrid 21 skýjað Malaga 26 skýjað Mallorca 27 þokumóða Miami 25 léttskýjað Montreal 8 skúr Nice 24 léttskýjað NewYork 14 skýjað Paris 18 skýjað Róm 25 þokumóða Vín 15 léttskýjað Washington 14 Mttskýjað Winnlpeg 4 skúr 7 prestar vígðir samtímis til starfa SÍÐASTLIÐINN sunnudag voru 7 prestar vígðir til starfa samtím- is, 6 f Dómkirkjunni í Reykjavík og 1 á Hólum f Hjaltadal. Svo margir prestar hafa ekki verið vígðir til starfa samtímis sfðan á lýðveldishátíðinni 18. júnf 1944, en þá voru 9 prestar vígðir samtímis til starfa. Herra Pétur Sigurgeirsson, biskup yfir ís- landi vfgði prestana í Dómkirkj- unni en á Hólum vígði séra Sigurður Guðmundsson, vfgslu- biskup, prestinn. Eftirtaldir prestar voru vígðir í dómkirkjunni: Guðni Gunnarsson, skólaprestur, Sighvatur Karlsson, Húsavík, Hjörtur Magni Jóhanns- son, Útskálaprestakall, Kristján Einar Þorvarðarson, farprestur, Flosi Magnússon, Bíldudal og Gunnar E. Hauksson, Þingeyri. Á Hólum var Svavar Jónsson vígður, en hann mun þjóná Ólafsfirðingum. yígsluvottar í Dómkirkjunni voru Ólafur Jóhannsson, fyrrum skóla- prestur, Lárus Guðmundsson, Holti, Ónundarfírði, Þórarinn Þór, pró- fastur á Patreksfírði og Bragi Friðriksson, Garðabæ. MorgunblaÆð/Þorkell Prestarnir, sem vfgðir voru f dómkirkjunni, Asamt eiginkonum sfnum: Talið frá vinstri. Guðni Gunnarsson og Ester Gunnarsson, Sighvatur Karlsson og Auður Björk Ásmundsdóttir, Hjörtur Magni Jóhannsson og Guðlaug Þráinsdóttir, Kristján Einar Þorvarðarson og Guðrún Lára Magnúsdóttir, Flosi Magnússon og Ragnhildur Jónasdóttir og Gunnar E. Hauksson og Birgitta Bragadóttir. Morgunblaðið/Þorkell. Prestefnin eru meðal annars vfgð með handayfirlagningu að gömlum sið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.