Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 JVý og fullkomin fæðingarrúm komin á Fæðingarheimilið Konumar, sem beita sér fyrir söfnun vegna greiðslu á fæðing- arrúmi, ásamt forstöðukonu Fæðingarheimilis Reykjavikur. Talið frá vinstri: Hulda Jens- dóttir, Ólaffa Sveinsdóttir, Astrid Kofoed-Hansen, Kristín Einarsdóttir, Guðrún Norberg og Hólmfríður Kofoed-Hansen. til þessara kaupa. Þannig er annað rúmið nú að fulla greitt en um 400 þúsund krónur skortir enn til greiðslu á hinu. Nokkrar konur sem notið hafa þjónustu fæðingarheimilis Reykjavíkur hafa nú tekið höndum saman um að safna því sem á vantar til þess að rúmin verði greidd að fullu. Eins og fram hefur komið hefur fæðingum hér á Iandi farið fækk- andi á undanfömum árum og jafnframt hefur starfsemi Fæðing- arheimilis Reykjavíkur breyst til muna. Legurúmum hefur verið fækkað þannig að þau eru nú 10—14 að tölu, eftir því sem þörf krefur hveiju sinni, í stað þeirra 29 sem fyrir voru. Fæðingarstofur og herbegi sængurkvenna eru nú aðeins á þriðju hæð hússins við Eiríksgötu og þar hefur verið út- búin vistleg setustofa. Á annarri hæð er almenn legudeild og á fyrstu hæð er fullbúin skurðstofa þar sem gerðar eru aðgerðir, jafnt á körlum sem konum. Aðalhlutverk stofnunarinnar er þó eftir sem áður fæðingarhjálp og er aðbúnaður allur eins og best verður á kosið, að mati forráða- manna stofnunarinnar. FÆÐINGARHEIMILI Reykjavíkur hefur verið opnað að nýju að loknum miklum breytingum og endurbótum. Meðal nýjunga í búnaði stofnun- arinnar eru fæðingarrúm af ’Wtýrri og fullkominni gerð, en slík rúm eru ekki komin á aðrar fæðingarstofnanir hér á landi. Þau eru þannig gerð að kona með jóðsótt getur sjálf stillt rúmið eins og henni þykir þægilegast að hafa það hverju sinni. Dýnan í rúminu er þrískipt og er hægt að stilla hvem hluta hennar sérstak- lega. Þannig er unnt að hafa rúmið fyrir stól þar sem hægt er að halla baki og sæti að vild. Með hand- hægri fjarstýringu ákveður konan hvort hún situr uppi eða liggur útaf, krýpur eða situr á hækjum sér á meðan hún bíður fæðingar. Þegar að fæðingu er komið upp- fyllir rúmið ýtrustu kröfur sem ^erðar eru til fæðingarbúnaðar, hvort sem um er að ræða eðlilega fæðingu eða erfiða þar sem ófyrir- sjáanleg vandamál kunna að verða. Reynist t.d. nauðsynlegt að ná bami með keisaraskurði er hægt að breyta rúminu í fullkomið ‘V heimili landsins! skurðborð á svipstundu, en að slíku er augljóst hagræði þar sem þann- ig sparast sá dýrmæti tími sem ella færi óhjákvæmilega í að flytja konuna í skurðstofu, auk þess sem henni er hlíft við hnjaski og óþæg- indum. Nýju rúmin á Fæðingarheimil- inu em tvö og vom þau keypt frá Bandaríkjunum þar sem þau komu fyrst á markað nýverið. Þau upp- fylla ströngustu öryggiskröfur sem gerðar em til fæðingarbúnaðar þar í landi. Hönnunin miðast sérstak- lega við það að auðvelda konunni að beita líkama sínum rétt á öllum stigum bamsburðar og gera henni kleift að nýta orku sína sem bezt. Þetta flýtir svo aftur fyrir fæðing- unni og auðveldar hana, sem hefur síðan í för með sér að konan er fljót að ná sér eftir bamsburðinn. Talið er að með notkun slíkra rúma megi fækka þeim dögum sem kon- ur liggja venjulega á sæng. Það er Hulda Jensdóttir for- stöðukona Fæðingarheimilis Reykjavíkur sem hefur beitt sér fyrir kaupum á þessum rúmum. Greiðsla fyrir rúmin kemur ekki úr opinbemm sjóðum heldur hafa fyrirtæki og einstaklingar gefið fé Það færist í vöxt að konur fæði sitjandi en nýju rúmin eru sérs- taklega hönnuð með slíkan möguleika í huga eins og sést á þessari mynd. Dæmi um þær mismunandi stillingar á nýju fæðingarrúmunum sem gefa kon- um kost á að bera sig eins og • þeim þykir bezt hveiju sinni áður en kemur að sjálfri fæðingunni. Rúmið veitir ávallt stuðning og með þessu móti spar- ast dýrmætir kraftar konunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.