Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 Norræn listaverkabók Myndlist Bragi Ásgeirsson Mér hefur borist upp í hend- umar listaverkabók frá forlaginu Blöndal í Danmörku, sem ég kann engin deili á. Bókin sem nefnist „Northem Poles“ á að kynna nýjar og bylt- ingarkenndar leiðir í norrænni málara- og höggmyndalist á átt- unda áratugnum ásamt nokkm sögulegu ívafí (Breakways and Breakthroughs in Nordic Paint- ing and Sculpture of the 1970’s and 1980’s.) Feðgamir Bjöm og Dieter Roth hafa séð um hönnun og útlit bókarinnar og er kápan af frumlegra taginu, en sjálf bókin í þægilegu broti, er minnir á sum- ar meiri háttar sýningarskrár frá stórsýningum nútímans. Mjög veglega er staðið að út- gáfu þessarar bókar, litmyndir margar og vel prentaðar og upp settar og sama má segja um svart-hvítu myndimar, sem em allmargar. Prentun er mjög skýr og góð og texti fylgir á hveiju norðurlandamálanna fyrir sig ásamt á ensku. Bókin er heilar fimm hundmð síður að stærð og bandið mjög vandað svo og allur frágangur. Lesmál bókarinnar er mjög mikið og trúlega of mikið og ein- hæft því að einungis einn aðili frá hverri þjóð stendur að kmfn- ingu þessa tímabils í framúr- stefnulistum þjóðanna. Segir lesmálið þannig í flestum tilvik- um meira um sérskoðanir hvers og eins, en að úr verði raun- vemleg og hlutlæg úttekt á tímabilinu. í formála vísar útgefandinn Thorsten Blöndal til fyrri útgáfu af Skandinavískri list, t.d. þeirra Carl Laurin, Emil Hannover og Jens Thiis, sem var gefíð út á ensku árið 1922, en gleymir hér seinni útgáfu af Norrænni list frá ámnum í kringum 1950, þar sem Bjöm Th. Bjömsson fjallaði um ísland. Annars er útgáfustarfsemi á list norðurlandanna mjög ábóta- vant og því erfítt að gera sér grein fýrir þróuninni í heild sinni, og þó að veglega sé staðið að þessari bók, fullnægir hún á tak- markaðan hátt þeirri þörf, þótt mikilvægt framlag sé. Aðalsteinn Ingólfsson ritar um þróunina á íslandi á umræddu tímabili og er ritgerð hans allfurðuleg smíð, þar sem hann virðist hafa tekið að sér það hlutverk að lyfta sem mest undir áhrif frá Dieter Roth á kostnað allra annarra, er hér- lendis komu meira og minna við sögu á tímabilinu. Þá er þáttur Súm-hópsins rækilega tíundaður og hefði eiginlega verið farsæl- ast, að um hlut hans einan hefði verið rætt í riti þessu, ásamt guðföðurins og gúrúsins Dieter Roth, því að flestu öðm er gert skil í frekar lausu framhjáhlaupi, sem í mörgum tilvikum er verra en ekkert. Þá er ekki skipulega sagt frá þróuninni og sum listhugtök hreinlega ranglega skilin. í slíku yfírliti er óskhyggja og yfirlæti ekki rétti hátturinn til skilgrein- ingar flókinnar og merkilegrar þróunar, og auk þess hefur höf- undurinn á köfíum orðið að styðjast við munnlegar heimildir, þar sem óskhyggja viðmæland- ans og þröngur áróður hefur dijúgum ráðið ferðinni. í upphafí ritsmíðarinnar er hreinlega rangt með staðreyndir farið, en þar segir svo: „Það var í kjölfar seinni heimsstyijaldar- innar, sem módemisminn hélt innreið sína í íslenzka málaralist (hér er átt við óhlutlæga list). Þá hópuðust íslenzkir myndlist- armenn til Parísar og New York og losnuðu þannig undan alda- löngum áhrifum akademíanna (þ.e. listaháskólanna) í Kaup- mannahöfn og Osló.“ Víst er hárrétt, að óhlutlæga málverkið hélt í alvöru innreið sína í kjölfar seinni heimsstyijaldarinnar, en menn hópuðust ekki strax til Parísar og New York. Þvert á móti hafði aldrei annar eins flöldi íslendinga stundað nám við Listaháskólann í Höfn (ásamt I skóla Rostrup Boyesen við Rfkis- listasafnið) og á árunum 1945—50, en þá fækkaði þeim skyndilega um stund (hér hef ég eigin reynslu til viðmiðunar). Nokkur hópur myndlistarmanna var í París um og uppúr 1950, en það tímabil stóð frekar stutt og aðeins örfáir einstaklingar komu þar að staðaldri síðan og má telja þá á fíngrum annarrar handar, sem ílentust þar til fram- búðar. Þá héldu aðeins örfáir til New York og var það eiginlega mest á stríðsárunum sjálfum er leiðin til Evrópu var lokuð. Flest- ir stóðu tiltölulega stutt við, nema þær Nína Tryggvadóttir og Lou- ise Matthíasdóttir, sem giftust innlendum listamönnum og flent- ust þar, en Nína þó ekki nema visst árabil og flutti þá til París- ar, svo sem kunnugt er. Hér er Verk Hreins Friðfínnssonar — án nafns. því tómt mál að tala um hóp- flutninga (!), en geta má þess að hinn eiginlegi hópflutningur var til Kaupmannahafnar en á árun- um 1946—50 munu það flest verið 18 einstaklingar, sem stun- duðu nám við Listaháskólann, þegar mest var. Um aldagömul áhrif, sem ís- lendingar losnuðu undan „aka- demíunnar" { Kaupmannahöfn orkar tvímælis, íslendingar voru aldrei þvingaðir til neinna áhrifa í þeim skóla og áhrif skólunarinn- ar eru furðu lítil ef litið er til heildarinnar. En viðkomandi mega margir hveijir þakka fyrir holl áhrif danskrar listmenningar og frá- bærra listasafna í Höfn. Danir reyndust þeim vinveittir mörgum hveijum og reyndust sumum ein- staklega hollir þá landar þeirra vildu Iítið hafa með þá að gera, má hér nefna Mugg, Júlíönu Sveinsdóttur og Jón Stefánsson. Og enn þann dag í dag njóta margir Islendingar vinsemdar þeirra og velvildar. Þá má geta þess að Jóhann Briem nam í Dresden og Finnur Jónsson í Dresden og Berlín. Þá nam Jón Stefánsson tvö ár í skóla Henri Matisse í París. Kjarval og Ásgrímur ferðuðust víða og urðu fyrir miklum áhrif- um meistara á meginlandi Evrópu og Englandi. Nei, engum dönskum áhrifum var þvingað upp á okkur, en eðli- legt var að þau kæmu fram í einu og öðru, en eftirtektarvert er, hve íslenzkir myndlistarmenn voru að jafnaði sjálfstæðir og nýjungagjamir langt út fyrir landamæri Danmerkur. Að blanda einnig aldalöngum áhrif- um listakademíunnar í Osló þessari þróun virkar sem brand- ari, því að þangað sóttu einungis örfáir íslendingar og stóðu yfír- leitt stutt við. Annað mál er, að dvöl þeirra þar hafði góð og fijó áhrif á þá, enda áttu Norðmenn frábæra málara, er sótt höfðu til Parísar og víðar, og þar voru og heimaslóðir meistarans Edvards Munch, sem innlendir og margir á Norðurlöndum voru stöðugt að krafsa í til skamms tíma (og vafalaust enn). Mjög gott safn mynda Munchs var t.d. geymt í kjallara Rfkislistasafnsins í Höfn, er ég var þar, og hafði vfst verið lengi (I). Sagnfræði ritgerðar Aðal- steins Ingólfssonar byijar þannig heldur klaufalega og fleira er skrítið, t.d. nefnir hann að engu þróun eldri módemista á tímabil- inu, en hún var vissulega til staðar. Hér var sem sagt fleira uppi á teningnum en popp, SÚM og Suðurgata 7. Þá nefnir Aðal- steinn að engu þá rífandi uppbyggingu og áhrif, sem Haustsýningamar höfðu hálfan áratuginn né hið mikla slys, er þessi aðallistviðburður ársins varð hnignun að bráð eftir margra ára rífandi uppgang. Þá hörmungarsögu á ekki að fela, þótt vera megi, að einhveijir vild- arvinir hafí hér átt stóran hlut að máli... Þá getur Aðalsteinn að engu Sp-sýningarinnar á Listasafni ands í marz árið 1976 sem mikla athygli og umræður vakti. Að módemistamir íslenzku hafí komist vel af og selt verk sín á færibandi em hrein og gróf ósannindi, því að þeir hafa allir sem einn orðið að vinna fyrir sér með Iist sinni eða átt útivinnandi eiginkonur. Hér em þeir einir undanskildir er áttu ríka frændur eða ættingja, er studdu þá eða duglegan umboðsmann og við það situr enn þann dag í dag. En almenn sala var alltaf lítil og ójöfn. Eðlilegra hefði verið að segja, að þeir rétt skrimtu fyrir harðfylgi, ósérhlífíii, vinnusemi og dugnað. Ég ætti víst að þakka fyrir það, að Aðalsteinn getur mín svona rétt í framhjáhlaupi þrátt fyrir stífar deilur okkar í tfmans rás. Vil ég hér minna á, að ég hélt þijár stórar einkasýningar á ámnum 1966—69, þar sem komu fram ýmis áhrif frá pop-list, sem ég hafði kynnst glóðvolgri í New York vorið 1965 eða á sama tíma og Súmarar héldu sína fyrstu samsýningu í Ásmundarsal (sem ég sá náttúrlega ekki). Þeir héldu svo sína aðra samsýningu fyrst árið 1969. Hvað mig snertir þá leitaðist ég við að tengja áhrifín íslenzku sviði og því sem ég hafði verið að gera og byijaði á 1963—4, en um hráa stælingu var engan- veginn að ræða. Þá er og rangt farið með viðskipti SÚM og FIM því að innganga þeirra strandaði á því að þeir vildu fá inngöngu allir sem einn, sem stangaðist með öllu á við lög félagsins um inngöngu nýrra meðlima. Sá háttur mun og viðhafður en þann dag í dag þótt vondu mennimir, sem þá réðu séu ekki lengur virk- ir félagar og nýlistamenn eru hér teknir við að stórum hluta. Það er dálítið furðulegt til frá- sagnar, að mörgum listsagnfræð- ingum norrænum þykir fæst umtalsvert, ef ekki er hægt að tengja viðleitni listamanna þjóða þeirra til útlenskra áhrifa og eft- irmyndagerðar annarra, jafnvel svo að það nálgist hráar kópíur. Merkilegt að í öllum þeim nafna- íjölda ungra efnilegra íslenzkra listamanna, er ríkulega prýðir grein Aðalsteins, skuli honum sjást yfír Öm Þorsteinsson, Svölu Sigurleifsdóttur og Bjama Þórar- insson, sem öll hafa komið allnokkuð við sögu og öllu meira mörgum er hann rækilega tíund- ar og heiðrar með litmyndum. Kannski hafa þau verið honum eitthvað óþæg? Aukinheldur hafði það og kannski engin áhrif, að ég ferð- aðist á þessum árum vítt og breitt um Evrópu og skrifaði Qölda greina um það nýjasta, sem þá var að gerast, en slíkt hafði ekki verið gert áður í sama mæli á landi hér, og kjnnnti ég ýmsa mikla listviðburði í Evrópu, er voru flestum ókunnir, t.d. Dokumenta í Kassel. — í stuttu máli þá er ekki hægt að stunda slíka sagnfræði, svo að vel fari, og hún skyggir til leiðinda á allt það, sem vel og skilmerkilega er ályktað í grein Aðalsteins, en þar er sam- ankominn heilmikill fróðleikur, sem hægt er að vinna úr í fram- tíðinni. Margt er ofsagt í grein Aðalsteins og jafnmargt vansagt, ýmsum lyft upp á kostnað ann- arra, og sumir eru með öllu úti í kuldanum svo sem fram kemur. En sjálf útgáfa bókarinnar er hið þarfasta verk og góð heimild um margt, sem fram hefur kom- ið á Norðurlöndum í framsækinni list á áratuginum og þó einungis að hluta til. Um framlag annarra þjóða get ég ekki dæmt með öllu, en ég sakna ýmissa ágætra framúr- stefnulistamanna, er ég kannast við og mörgum virðist gert óþarf- lega hátt undir höfði með §ölda litmynda. Slíkt er ekki við hæfí í slíku riti. Hér eru þannig á ferð sérskoðanir viðkomandi greinar- höfunda og Guð hjálpi þeim mörgu ágætu listamönnum sem hafa komist upp á kant við þá eða eru á annarri bylgjulengd í pólitík og siðspeki. Ritgerðimar eru og óþarflega langar og hlut- drægar, myndir hefðu mátt vera miklu fleiri en minna af háspeki fræðinganna. Hinn auðmjúki fá- fróði lesandi hefði og átt að hafa nokkuð svigrúm til að mynda sér eigin skoðanir. Þetta er dæmi um listaverka- bók þar sem sérskoðunum er ýtt að lesandanum, og slíkar bók- menntir geta aldrei orðið vinsæl- ar né örugg heimild um þróunina. En sjálf bókin er mjög eiguleg fyrir hinar mörgu ágætu myndir af markverðum listaverkum sem gerð voru á tímabilinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.