Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 °'41 AKUREYRI Skákfélag Akureyrar eignast loksins húsnæði; Bjart framundan því við eignm marga efnilega stráka - segir Gylfi Þórhallsson SKÁKFÉLAG Akureyrar hefur nú í fyrsta skipti eiguast húsnæði og opnaði þar nýlega félagsheimili sitt - Skákheimilið. Það er til húsa i Þingvallastræti 18, tveggja hæða íbúðarhúsi. Félagið keypti efri hæðina og hefur nú komið sér fyrir þar. Félagsstarfið virðist vera í blóma og er aðsókn í Skákheimilið góð, að sögn Gylfa Þórhallsson- ar, formanns félagsins. „Það má segja að hér sé alltaf líf í tuskunum. Hvert mótið rekur nú annað,“ sagði Gylfí er blaðamaður fór í heimsókn til skákmanna ný- lega. „Við keyptum húsið 29. ágúst, máluðum öll herbergi, brutum niður veggi og gerðum ýmislegt fleira. Hér voru oft 10—15 manns á kvöldi að vinna, þannig að það eru margar vinnustundir sem eru að baki." Skákheimilið var vígt laugardag- inn 20. september með kaffisam- sæti. Skákfélag Akureyrar var stofnað 10. febrúar 1909. Að sögn Gylfa var árið 1901 stofnað Taflfélag Akureyrar og starfaði það í nokkur ár. Það var síðan endurreist 1919 og kallað Skákfélag Akureyrar. Nú eru félagar um 120 talsins. „Þeir voru lengi um 100 en það er upp- gangur í félaginu - það er örugglega nýja húsnæðinu að þakka," sagði Gylfi. Síðustu tvö árin hafa skákmenn stundað íþrótt sína í skólum bæjar- ins og í tvö og hálft ár þar á undan hafði félagið aðstöðu í Strandgötu 19B. Bærinn átti það húsnæði — sem var samkomusalur Hjálpræðis- hersins. Við fengum það húsnæði 1981 og þá var mikil gróska í starf- inu,“ sagði Gylfí og hélt áfram: „við höfðum það húsnæði reyndar ekki eins lengi og ætlað var. Ákveð- ið var að breikka Glerárgötuna og þá var húsið rifíð. Eftir það vorum við í skólunum en höfðum alltaf augastað k húsnæði til að festa okkur í. Á tímabili stóð til að við keyptum „Bólu“ í Eiðsvallagötunni af Kaupfélaginu en ekki náðist sam- staða um það. Þetta kom svo upp á borð hjá okkur 1. febrúar. Það tók sinn tíma - málið þurfti að fara í gegnum nokkrar neftidir, en hafð- ist sem betur fer.“ Að sögn Gylfa byijaði unglinga- starf fyrir alvöru í félaginu 1981, þegar aðstaðan fékkst í Strandgöt- unni. Unglingastarfið er einmitt mikið núna og á félagið til dæmis fjóra unglingalandsliðsmenn sem hafa staðið sig mjög vel. Það eru Tómas Hermannsson, Skafti Ingi- marsson, Bogi Pálsson og Rúnar Sigurpálsson. „Þeir hafa verið í þessu í 5—6 ár og stunda skákina af miklum áhuga. Þeir smita mikið út frá sér og glæða áhuga hinna. Við leggjum einmitt mikla áherslu á unglingastarfíð," sagði Gylfí. „Sumir strákanna mæta á hvert einasta mót. Þar tefla þeir við sér sterkari menn og eru mjög dugleg- ir. Þeir pæla mikið í þessu.“ Húsnæðið sem SA keypti er um 140 fermetrar - en salurinn þar sem teflt er er 80 fermetrar. „Hér er allt fyrir hendi - til dæmis skák- bókasafn þar sem til er mikið lesefni um skák og við lánum jafnvel bæk- ur og blöð út. Skákmenn hafa almennt notað sér það vel að fá lánað," sagði Gylfí. Eins og formaðurinn sagði í upp- hafí er mikið um mót þessa dagana hjá Skákfélaginu. Um síðustu helgi voru tvö mót og að jafnaði er alltaf eitt mót í viku. Næsta mót er Haust- mót Skákfélagsins sem hefst á morgun, sunnudag. Gylfí tók skýrt fram að öllum er heimilt að koma °g fylgjast með mótinu og jafnvel taka þátt — það er ekki skilyrði að vera félagi í SA til að fá að tefla. Á haustmótinu er keppt um „mjólk- urbikarinn" sem Mjólkursamlag Hafnarstræti 105 (rakari) og 103. Hafnarstræti 105: Morgunblaðid/Skapti Hallgrímsson Bærinn fær umráð KEA gaf en handhafí hans nú er Sveinn Pálsson. Á laugardögum eru alltaf 'ung- lingaæfingar og opið hús er á fimmtudagskvöldum þar sem allir geta komið og teflt. SA hefur undanfarin tvö ár sent unglingasveit í deildakeppni SÍ, í keppni 18 ára og yngri. „Sá yngsti hjá okkur í fyrra var 12 ára,“ sagði Gylfí. Þá hefur félagið átt lið í 1. deild frá upphafí, 1974. Þessum mótum fylgir óneitan- lega nokkur kostnaður þar sem þau eru haldin í Reykjavík. Hvemig skyldi ganga að fjármagna starf- semi Skákfélagsins. Kári Elfsson, kraftlyftingamaður, hefur oft verið nefndur „sterk- ’ asti“ skákmaður á íslandi! Hér teflir hann (t.v.) við Þór Valtýsson, kennara. „Það gengur nokkuð vel,“ sagði Gylfi. „Okkar aðal íjáröflun er jóla- blaðið sem komið hefur út í rúm 30 ár. Við söfnum auglýsingum í það og bemm það í hvert einasta hús í bænum." Gylfi hefur verið formaður Skák- félags Akureyrar síðan haustið 1982. Hann er ánægður með starf- ið, en segir einn galla við skákina. „Það er hve mikill tímaþjófur hún er. Ef menn leggja mikið á sig, liggja yfír bókum heima og stúdera — undirbúa sig vel — fer mikill tími í þetta, en það vegur upp á móti hve gaman þetta er. Og hann er vongóður um framhald starfsins í félaginu: „Það er bjart framundan því við eigum marga efnilega stráka." jfteT-' Skafti Ingimarsson og Tómaa Hi.rm.nn.nnn (til hægri), tveir hinna efnilegu nnglingabtndaliðamanna SA, að tafli. Morgunblaðið/Skapti Hallgrfmaaon Gylfi Þórhallsson, formaður SA, lengst til vinstri á móti um síðustu helgi. Við hlið hans er Jakob Kristinsson sem sigraði á tveimur mótum þá helgina. yfir húsinu eftir ár AKUREYRARBÆR fær umráð fasteignarinnar Hafnarstræti 105 frá 1. október 1987. Hér er um að ræða húsnæði þar sem Séð niður gilið - baka til að Hafn- arstræti 103 og 105. Rakarastofa Ingva Flosasonar hefur nú aðsetur, en rakarastofa hefur verið rekin í húsinu i árar- aðir. Eigandi hússins er hlutafélagið Valhöll. í framhaldi af ákvörðun bæjarráðs um að taka lóðina eignar- námi hefur matsnefnd eignamáms- bóta kveðið upp þann úrskurð að eignamemi, Akureyrarbær, greiði Valhöll hf. kr. 4.022.894 - og kr. 20.000 í málskostnað. Þá skal eign- amemi greiða 80.000 krónur til ríkissjóðs vegna kostnaðar af starfí matsnefndarinnar. Akureyrarbær á Hafnarstræti 103, þar sem Skóverslun MH Lyngdal er til húsa og má búast við að bæði umrædd hús verði því rifín fljótlega eftir 1. október á næsta ári. Gert er ráð fyrir að byggt verði stórhýsi, 4-5 hæða verslunar- og þjónustuhúsnæði, á lóðunum tveimur. Svipuð hús og eru sunnar í götunni - þ.e. hús Amaro og KEA. Þá er einnig gert ráð fyrir torgi í göngugötunni milli Útvegsbanka- hússins og umræddrar nýbyggingar og breytinga á gilinu upp í Odda- götu. Húsmæður á Akureyri Hafið þið áhuga á að fá ykkur morgungöngu sem borgar sig? Hafið þá samband við af- greiðslu Morgunblaðsins á Akureyri. Sími 23905. Morgunblaðið á Akureyri Hafnarstræti 85, sími23905.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.