Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 ÚTVARP / SJÓNVARP Þráður í tilverunni Síðastliðið sunnudagskveld var á dagskrá ríkissjónvarpsins mynd sem var lýst svo í dagskrár- kynningu: Þráður í tilverunni. — Mynd sem gerð var í tilefni af 80 ára afmæli Landssíma íslands og þess að 210 ár eru liðin síðan póst- stofnun var sett á laggimar. Myndin sýnir hina umfangsmiklu starfsemi Póst- og símamálastofn- unar nú á dögum og helstu breyt- ingar sem orðið hafa í tímanna rás. Framleiðandi er Myndbær hf. Texta samdi Bryndís Kristjánsdóttir. Sögumaður: Guðmundur Ingi Krist- jánsson. Umsjón og myndgerð: Valdimar Leifsson. Viðamikið verkefni: Eins og sjá má af dagskrárlýs- ingu er hér um viðamikið verkefni að ræða og hefði ég raunar talið eðlilegt að hafa fyrrgreinda heim- ildamjmd í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn tæki til starfsemi póstþjón- ustunnar hér á landi og hefði að ósekju mátt fara þar hægt yfir sögu og greina betur frá til dæmis hinu mikilsverða starfi landpóstanna þótt nokkuð hafi verið vikið að starfí þeirra í myndinni. Einnig hefði mátt skoða betur sögu frí- merkjaútgáfunnar og upplýsa lesendur nánar um hönnun frí- merkja og markaðshlutdeild Pósts- og síma í hinum alþjóðlega frímerkjamarkaði. Hér verður mér hugsað til hinnar ágætu myndar er Seðlabankinn og Landsbankinn brugðu upp af seðlaprentun í tilefni af 100 ára afmæli Landsbankans. Nú, en síðari hluti afmælismynd- ar Pósts- og síma hefði ég kosið að íjallaði einvörðungu um síma- þjónustuna hérlendis. Reyndar var all ítarlega fjallað um þennan þátt í starfsemi Pósts- og sima í af- mælismyndinni en þó fannst mér skorta nokkuð á að greint væri frá þeim miklu átökum er áttu sér stað þá síminn hélt innreið sína á íslandi. Textinn Persónulega fannst mér texti afmælismyndar Pósts- og síma svo langt sem hann náði prýðilega sam- inn og fluttur. Sögumaðurinn Guðmundur Ingi Kristjánsson vel máli farinn og þá ber þess að geta að orðhagur maður situr á stóli upplýsingafulltrúa Pósts- og síma, hið góðkunna skáld Jóhann Hjálm- arsson. Ráðning Jóhanns Hjálmars- sonar í stöðu upplýsingafulltrúa er enn eitt merkið um að stofnanir og fyrirtæki lands vors eru að vakna til meðvitundar um gildi þess að orðhagir menn kynni fyrirtækið og stofnunina. Myndatakan Hinn mjmdræni þáttur afmælis- mjmdar Pósts- og síma var að mínu viti öllu síðri en hinn málfarslegi. Þannig fannst mér mjmdatakan minna óþægilega á fréttir fslenska ríkissjónvarpsins. Sá mjmdræni glæsileiki er sjónvarpsáhorfendur urðu vitni að í mjmdum Tæknisýn- ingar Reykjavíkurborgar var hér víðs ijarri. Máski hafa mjmdgerðar- mennimir ekki haft nægu úr að spila. Synd og skömm því á stóraf- mælum gera menn sér glaðan dag og horfa ekki í aurinn. En ef til vill hafa yfirmenn Pósts- og síma viljað sýna gott fordæmi með spam- aðinum. Stórhugur skal ríkja og svo sannarlega geta starfsmenn Pósts- og síma glaðst á afmælinu — eða em menn ekki almennt ánægðir með þjónustuna? Ólafur M. Jóhannesson Vitni deyr ■i Dalgliesh og fé- 35 lagar halda áfram leit sinni að morðingjanum í fram- haldsmjmdaflokknum Vitni dejrr, en sagan kom út í íslenskri þýðingu síðastlið- inn vetur. Þetta er þriðji þáttur af sex. Húsin við Hæðargarð ■ Norskur bama- J5 myndaflokkur hefur göngu sína í kvöld. Efnisþráður- inn er á þá leið að við götu eina í Björgvin standa tvö hús, annað gamalt og hitt nýtt. Ung hjón með tvö böm sín eiga heima í gamla húsinu en afí og amma í því nýja og fylgst er með fjölskyldulffínu í eitt ár. Flokkurinn er í sjö þáttum. Rás 1: Barnaútvarpið 1B Bamaútvarpið 20 verður 40 mínútum fyrr en venjulega á dagskrá Ríkisútvarpsins í dag. Fjallað verður um Mmerkjasýningu sem hefst f Reykjavík 9. október og ennfremur fjallað um nýtt efni á dagskrá félags- miðstöðvar borgarinnar í vetur. Umsjónarmenn þátt- arins em þær Kristín Helgadóttir og Sigurlaug M. Jónasdóttir. Rás 1; Tónlistar- maður vikunnar í þættinum Tón- 1/130 listarmaður ’ vikunnar á rás eitt verða leikin lög með einum af vinsælli poppur- um landsins, Björgvini Halldórssyni. Hann hefur verið staðfastur í popp- bransanum og sungið með flestum þeim hljómsveitum sem þekktar hafa orðið hér á landi. Hann er einnig lið- tækur á hljóðfæri, svo sem gítar og munnhörpu. Og um þessar mundir stjómar hann upptökum Sinfóníu- hljómsveitar íslands á íslenskum popplögum sem ætlað er að þrykkja á breiðskífu á næstunni. Það er Magnús Einarsson sem bregður sýnishomum undir nálina og segir frá_ ÚTVARP ÞRIÐJUDAGUR 7. október 6.46 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin. Fréttir eru sagöar kl. 7.30 og 8.00 og veöurfregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. 7.20 Daglegt mál. Guömund- ur Sæmundsson flytur þáttinn. 9.00 Fréttir. 9.06 Morgunstund barn- anna: „Litli prinsinn" eftir Antoine de Saint-Exupéry. Þórarinn Björnsson þýddi. Erlingur Halldórsson les (4). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. 9.36 Lesiö úr forystugreinum dagblaöanna. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. Her- mann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liönum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefánsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.46 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 I dagsins önn — Heilsu- vernd. Umsjón: Anna G. Magnúsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir. 14.00 Miödegissagan: „Undir- búningsárin", sjálfsævisaga séra Friöriks Friörikssonar. Þorsteinn Hannesson les (2). 14.30 Tónlistarmaöur vikunn- ar — Björgvin Halldórsson. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn — Frá Vesturlandi. Umsjón: Ást- þór Ragnarsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.16 Veöurfregnir. 16.20 Barnaútvarpiö. Stjórn- endur: Kristín Helgadóttir og Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Síödegistónleikar. „Symphonie espagnole" op. 21 eftir Edouard Lalo. Anne Sophie Mutter leikur á fiölu meö Frönsku þjóöar- hljómsveitinni; Seji Ozawa stjórnar. 17.40 Torgið. Umsjón: Bjarni Sigtryggsson. Tilkynningar. 18.46 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. .19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur frá morgni sem Guömundur Sæmundsson flytur. 19.40 Tónleikar. 20.00 Tætlur. Umræöuþáttur um málefni unglinga. Stjórn- endur: Sigrún Proppé og Ásgeir Helgason. 20.40 Nornin í Ijósi sögunnar. Þriöja og síðasta erindi eftir Lisu von Schmalensee. Auöur Leifsdóttir þýöir og les. 21.05 Perlur. Tónlist úr söng- leiknum „West Side Story" eftir Leonard Bernstein. 21.30 Útvarpssagan: „Tvenns konar andlát Kimma vatns- fælna" eftir Jorge Amado. Siguröur Hjartarson lýkur lestri þýðingar sinnar (5). 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orö kvöldsins. 22.15 Veöurfregnir. 22.20 „Til íslands og lífsins SJÓNVARP 17.66 Fréttaágrip á táknmáli 18.00 Pía bakarans (Assosiasjoner) Norsk unglingamynd. Þýöandi Steinar V. Árnason. (Nordvision — Norska sjón- varpiö) 18.16 Húsin viö Hæðargarö (To hus tett i tett) Nýr flokkur — Fyrsti þáttur Norskur barnamyndaflokkur í sjö þáttum. Viö götu eina í Björgvin standa tvö hús hliö viö hliö, annaö gamalt en hitt nýtt. Ung hjón og börn þeirra eiga heima f gamla húsinu en afi og amma I því nýja. Fylgst er með fjölskyldulíf- inu f eitt ár. Þýöandi Guðni Kolbeins- son. Sögumaöur Guörún Marin- ósdóttir. (Nordvision — Norska sjón- varpiö) ÞRIÐJUDAGUR 7. október 18.60 Auglýsingarogdagskrá 19.00 í fullu fjöri (Fresh Fields) Annar þáttur. Breskur gamanmyndaflokk- ur í sex þáttum með Julia Mackenzie og Anton Rod- gers. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. 19.30 Fréttir og veöur 20.06 Leiðtogafundur i Reykjavík — Fréttaþáttur. 20.36 Vitni deyr (Death of an Expert Wit- ness) Þriöji þáttur. Breskur framhaldsmynda- flokkur i sex þáttum, geröur eftir samnefndri sakamála- sögu eftir P.D. James. Þýðandi Kristrún Þóröar- dóttir. 21.36 Peter Ustinov i Rúss- landi Nýr flokkur — Fyrsti þáttur. (Ustinov’s Russia). Kanadískur myndaflokkur í sex þáttum. Leikarinn Peter Ustinov rekur sögu Rúss- lands og sýnir áhorfendum Sovétríki nútímans. í fyrsta þætti dvelur Ustinov einkum viö söguna og rikisár ívans keisara grimma á 16. öld. Hann bregöur sér líka í hringleikahús og á óperu- sýningu í Moskvu. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.25 Háskóli Islands — Svip- myndir úr 75 ára sögu Fyrri hluti. Heimildamynd sem Skyggna hf. gerði í sam- vinnu við Háskóla Islands meö svipmyndum úr sögu skólans fyrstu þrjátíu starfs- árin. Þulur er Stefán Karls- son. Texti og umsjón: Páll Sigurösson dósent. 22.56 Fréttir í dagskrárlok leyndarfullu dóma". Sam- felld dagskrá á aldarafmæli Sigurðar Nordals. Gunnar Stefánsson tók saman. Áö- ur útvarpaö 14. f.m.) 23.35 íslensk tónlist a. „Alþýöuvísur um ástina" eftir Gunnar Reyni Sveins- ÞRIÐJUDAGUR 7. október 9.00 Morgunþáttur i umsjá Kolbrúnar Halldórs- dóttur, Kristjáns Sigurjóns- sonar og Siguröar Þórs Salvarssonar. son. Söngflokkur úr Pólý- fónkómum syngur undir stjórn höfundar. b. Kansónetta og vals eftir Helga Pálsson. Sinfóníu- hljómsveit íslands leikur; Páll P. Pálsson stjórnar. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Guöríöur Haraldsdóttir sér um barnaefni kl. 10.03. 12.00 Létt tónlist 13.00 Skammtaö úr hnefa Stjórnandi: Jónatan Garð- arsson. 16.00 I gegnum tíöina Þáttur um islenska dægur- tónlist i umsjá Vignis Sveinssonar. 17.00 Útrás Stjómandi: Ólafur Már Björnsson. 18.00 Dagskrárfok. Fréttir eru sagöar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00. ÞRIÐJUDAGUR 7. október 6.00—7.00 Tónlist í morg- unsáríð Fréttir kl. 7.00. 7.00—9.00 Á fætur meö Sig- uröi G. Tómassyni. Létt tónlist meö morgunkaffinu. Siguröur litur yfir blööin og spjallar viö hlustendur og gesti. Fréttir kl. 8.00 og 9.00. 9.00-12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur öll uppáhaldslögin og ræöir viö hlustendur til há- degis. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aöi meö Jóhönnu Harðar- dóttur. Jóhanna leikur létta tónlist, spjallar um neyt- endamál og stýrir flóamark- aöi kl. 13.20. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Péturspil- ar og spjallar viö hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Hallgrímur Thorsteinsson í Reykjavík síödegis. Hallgrímur leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar viö fólk sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00 og 19.00. 19.00—20.00 Tónlist meö léttum takti. 20.00—21.00 Vipsældalisti Bylgjunnar. Helgi Rúnar Óskarsson kynnir 10 vin- sælustu lögin. 21.00-22.00 Vilborg Hall- dórsdóttir spilar og spjallar. Vilborg sníöur dagskrána viö hæfi unglinga á öllum aldri. Tónlistin er i góöu lagi og gestirnir líka. 23.00—24.00 Vökulok. Frétta- menn Bylgjunnar Ijúka dagskránni meö frótta- tengdu efni og Ijúfri tónlist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.