Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 67 Heilsuhælið Hveragerði. Heilsuhælið í Hvera- gerði er himnaríki á jörð Hvammstanga. Aðeins nokkrar línur um dvöl mína í Hveragerði dagana 27. júní til 16. ágúst. Þessi staður hefur upp á margt að bjóða. Nánar tiltekið var ég á heilsuhælinu þar, sem ég vildi heldur nefna heilsulindina eða himnaríki á jörðu. Veðrið var oft afar gott og sól- baðsaðstaða þarna mjög góð og notfærði ég mér sólböðin óspart þegar ég hafði tíma til þess. Ég held ég megi segja að ég hafi aldr- ei á minni löngu ævi orðið eins fallega brún; fannst sumum ég orð- in allt of dökk en ég var ánægð með iitinn. Ég held ég megi segja að ég hefí oftast hlakkað til hvers dags, þ.e.a.s. þegar ég var vel frisk. Starfsfólk þama er fyrsta flokks, alúðlegt og yndislegt í alla staði. Maturinn að mínum dómi sá besti sem hægt er að hugsa sér, enda fékk ég matarást á matráðskonun- um. Ég ætla hér á eftir að segja ffá því hvemig dagurinn gekk fyrir sig- Ég hoppaði snarlega fram úr rúminu kl. 6.30 þvoði mér, greiddi og burstaði tennumar. Fór þá að sjálfsögðu með morgunbæn og sfðan klæddi ég mig í morgunslopp- inn og trimmaði fram ganginn um 500 metra með sundótið mitt, því ég þurfti að vera mætt í sundlaug- ina kl. 7. Morgunmaður var kl. 8 og að honum loknum tók ég mér smáhvíld. Ég mætti svo í leirbað kl. 10. Það var nú aldeilis notalegt og sofnaði ég oftast í því. Að leir- baðinu loknu fór ég í vatnsnudd kl. 10.30. Þetta var meiriháttar nudd og konan sem nuddaði fæddur sálfræðingur. Axlaræfingar vora kl. 11.15 og að þeim loknum kom blessaður hádegismaturinn og ég orðin sársvöng eftir allar meðferð- imar. Ég naut þess því reglulega vel að borða og gaf mér yfirleitt góðan tíma til þess. Klukkan 13 fór ég ýmist í hljóð- bylgju eða nudd. Að vfsu fannst mér þetta talsvert strangt pró- gramm, en ég vissi að það gerði mér gott og þar var aðalatriðið. Ég kastaði yfírleitt upp eftir æfing- amar, en eftir þijár vikur lagaðist þetta. Ég gat svo alveg ráðið því hvað ég gerði seinnihluta dagsins. Oftast nær reyndi ég að leggja mig og sofna smástund. í fyrstunni var ég á tvíbýli, en seinustu tvær vikumar var ég á eins manns herbergi og líkaði mér það mun betur. Ég bjó á Demantsströnd og kynntist hóp af ágætisfólki. „Þó er misjafn sauð- ur í mörgu fé“, en margt af þessu fólki urðu nánir vinir mínir. Eitt herbergi á heilsuhælinu er merkt að utan með orðinu „Þögn“. Ég notaði óspart þetta ágæta her- bergi flesta daga vikunnar og baðst þar fyrir, ýmist ein eða með góðum vinum, og las einnig upp úr Biblí- unni. Einu sinni í viku heimsækir prestur þetta herbergi og getur maður þá fengið viðtal við hann. Fannst mér það ómetanlegt að geta létt á sálu minni við prestinn. Ég þurfti einu sinni að fara á sjúkrahúsið á Selfossi, þar sem ég fékk „flogakast". Þar var einnig yndislegt hjúkranarlið og læknar. Ég kynntist einnig úrvalsfólki í Hveragerði, meðal annars fólkinu í AA-samtökunum á staðnum. Ég fékk að sækja fundi hjá því, þó ég sé ekki AA-félagi. Aftur á móti er ég í Al-Anon, en slík samtök fyrir- finnast ekki í Hveragerði. Sendi ég hér með þessum ágætu AA-félögum kærar þakkir fyrir góða viðkynn- ingu og óska þeim guðsblessunar. Tvisvar sótti ég messu í kirkj- unni og einu sinni á heilsuhælinu og Hvítasunnusöfnuðurinn var einu sinni með ágæta samkomu. Þá voru stundum haldnar kvöld- vökur. Margir spiluðu bridge og svo var stundum tekið lagið í setustof- unni, þegar beðið var eftir matnum. Allt höfðaði þetta mikið til mín. Ég kynntist einnig konu í Að- ventistasöfnuðinum og reyndist hún mér vinur í raun. Henni gleymi ég aldrei og reyndar heldur ekki ýms- um góðum vinum, sem hverfa mér seint úr minni. Ég hafði aldrei getað trúað því að ég ætti eftir að finna himnariki á jörðu, en ég fann það á heilsuhæl- inu í Hveragerði. Að lokum bið ég alla landsmenn að lifa í trú, von og kærleika. Guð blessi ykkur öll. Hildur K. Jakobsdóttir, Hvammstanga. Fyrirspurn til Eyjólfs Konráðs Jónssonar: Ert þú hlynntur virðisaukaskatti? Ein af ástæðum þess, að þú tek- ur þátt f prófkjöri hér í Reykjavík er, að hér er höfuðvfgi frjálshyggj- unnar í landinu. Nú berast þau tíðindi að fjármálaráðuneytið ætli að reyna að þvinga fram frumvarp um virðisaukaskatt. Samþykkt virðisaukaskatt myndi hafa í för með sér stóraukna skrif- finnsku fyrir fyrirtæki í landinu, sem þýðir í reynd lægra kaup til almennings. Skattgreiðendum myndi fjölga gífurlega, sem aftur leiddi til þess að fjölga verður starfsfólki á skattstofum, þannig að ríkisútgjöld myndu aukast, — þ.e. hærri skattar. Virðisaukaskattur er klassískur sósíaldemókrataskattur og gegn anda frjálshyggjunnar. Það skiptir Reykvíkinga miklu máli, að þessi skattur verði ekki lagður á landsmenn. Þess vegna spyr ég: Ert þú hlyntur virðisauka- skatti, — munt þú greiða honum atkvæði á alþingi, eða vilt þú endur- skoða söluskattslögin eins og skattstjórinn í Reykjavík hefur lagt til? Haraldur Blöndal hrl. SJALFSTÆÐISMENN REYKJAVÍK! RÚNAR Á ÞING Kosningaskrifstofa, Klapparstíg 26 e.h. s. 28843. Flokkur U.N.I. Aðeins 249 kr. kg. Allt skorið og pakkað KJÖTMIÐSTÖDIN Slmi 686511 HRAÐLESTUR Vilt þú margfalda lestrarhraða þinn? Vilt þú lesa meira af fagurbókmenntum? Vilt þú auðvelda þér námið með auknum lestrarhraða og námstækni? Svarir þú játandi, skaltu drífa þig á næsta hraðlestrarnámskeið, sem hefst á morgun miðvikudaginn 8. október nk. Síðast komust færri að en vildu, Skráning öll kvöld kl. 20:00 — 22:00 í síma 611096. HRADLESTRARSKÓLINN Bókhaldskei rfi Tölvubankans Fjárhags- og viðskiptamanna- bókhald é Markmið: Að kynna notkunarmöguleika fjárhags- og viðskiptabókhalds Tölvubankans, og að æfa þátttakendur I helstu aógerðum sem notaöar eru I daglegum rekstri fyrirtækisins. Efni: • Uppsetning bókhaldslykils og uppgjörsflokka • Reikningsáætlun • Bókhaldsfærslur • Stofnun viðskiptamannaskrár og skráa yfir viðskiptategundir og dagvaxtatöflu • Skráning úttektar og innborgana • Fyrirspurnir • Villuleit og uppfærsla • Útprentun upplýsinga • Mánaðaruppgjör • Ársuppgjör Þátttakendun Nýir notendur bókhaldskerfa frá TÖLVUBANKANUM og þeir sem hafa áhuga á að kynnast þessum kerfum. Leiðbeinandi: Bjarni Sv. Bjarnason, viöskiptafræöingur, aðalbókari hjá Sindrastál hf. Tími: 13.—16. október, kl. 13.30—17.30. Stjórnunarfélag íslands Ananauslum 15 Stmr 6210 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.