Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 28
28 _________MORGUNBLABIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 HÁSKÓLI ÍSLANDS 75 ÁRA HHHHi Háskólinn á að keppa að því að verða eins góður á alþjóðlega vísu og hægt er að gera hann „ÓSKABARN eða öskubuska" var yfirskrift ráðstefnu sem Bandalag háskólamanna hélt um helgina í Odda í tengslum við 75 ára afmæli Háskóla Islands. Þrir menn fluttu framsöguerindi, þeir Friðrik Pálsson, forstjóri Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, Ingjaldur Hannibalsson, fram- kvæmdastjóri Álafoss, og Þor- steinn Gylfason, dósent í heimspeki við Háskóla íslands. Óhætt er að segja að þeir hafi tekið á málum á svolítið ólíkan hátt, Friðrik og Ingjaldur ræddu nokkuð um tengsl Háskólans við atvinnulífið á meðan Þorsteinn, snöggur upp á lagið, sagði strax í upphafi erindis síns að Háskóli Islands ætti einungis að keppa að einu marki: Að verða eins góður háskóli á alþjóðlega visu og unnt væri að gera hann. „Hann á ekki að skeyta um nokk- urn skapaðan hlut annan, þar með ekki um atvinnuvegina,“ sagði Þorsteinn. Auk þess að fjalla um tengsl Háskólans við atvinnulífíð voru margar spumingar lagðar fram, til dæmis hvert almenningsálitið í hans garð væri og hvort hann stæði und- ir þeim væntingum sem til hans væru'gerðar? í umræðunum sem urðu að loknum framsöguerindum urðu margir til að taka til máls. Einar Sigurðsson, háskólabóka- vörður, tók meðal annars til máls og lét þar í ljós það álit sitt að Háskólinn væri sennilega einhver langlífasti kransæðasjúklingur sem á lífí væri, hann væri orðinn hálf áttræður og það án þess að hjarta hans, sem væri bókasafnið, væri þess á nokkum hátt umkomið að dæla „blóði“ út í það æðakerfi, sem deildir Háskólans vissulega væm. Þorsteinn Gylfason hafði einnig orð á því í framsöguerindi sínu hversu illa Háskólabókasafnið væri statt, en hann orðaði það á þann hátt að sem viðleitni í þá átt að bæta Há- skólann þyrfti að koma til tíföldun á Ijárveitingu til saftisins og bæta þyrfti við 300 kennara- og rann- sóknastöðum. Öllum virtist bera saman um að fjárveiting til Háskólans væri ekki í neinu samræmi við þarfír hans,. húsnæðismál væm í ólestri, og tek- ið var undir það sem rektor hafði sagt í ræðu daginn áður, að vegna launakjara væm margir kennarar að hverfa frá skólanum og til ann- arra verkefna, og einn kennari við tölvunarfræðiskor Háskólans til- kynnti á ráðstefnunni að hann yrði því miður að snúa sér að öðm starfí, því hann hefði skyldum að gegna Fjörugar umræður fóru fram á ráðstefnunni og mörgum og spumingum var varpað fram og margvísleg vandamál rædd fram og aftur. Fremst á myndinni má sjá tvo frummælenda, þá Þorstein Gylfason, dósent, og Ingjald Hannibalsson, framkvæmdastjóra Álafoss. Innar í sömu sætaröð er Gunnar G. Schram, formaður BHM. Fyrir aftan má sjá háskólarektor, Sæmund Guðbjarnason, menntamálaráðherra, Sverri Hermannsson, Gylfa Þ. Gislason, fyrrveraandi menntamálaráðherra, og Guðrúnu Helgadóttur, alþingismann. Friðrik Pálsson, forstjóri Sölu- miðstöðvar hraðfrystishúsanna. Ingjaldur Hannibalsson, fram- kvæmdastjór Álafoss. Þorsteinn Gylfason, dósent. Látum við grundvallarrannsókn- ir sitja á hakanum vegna að- stöðuskorts? Gunnar G. Schram, formaður BHM, varpaði fram þeirri spurningu ásamt mörgum öðrum um leið og hann sleit sam- komunni. Alþýðubandalagið: Kjartan Ólafsson fer ekki í framboð KJARTAN ÓLAFSSON fyrrver- andi þingmaður Alþýðubandalags- ins hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram í næstu kosningum. 1 samtali við Morgunblaðið sagði hann ástæðurnar vera „bæði per- sónulegar og pólitískar" en vildi ekki tjá sig um þær nánar. Kjartan bauð sig fyrst fram til þings 1974, og var í fyrsta sæti á lista Alþýðubandalagsins á Vestftörð- um í sfðustu kosningum. „Ég lét kjördæmisráð Vestflarða vita af því með bréfí í mars að ég byðist undan forvali, og var þar með að láta vita að ég gæfí ekki kost á mér í næstu kosningum." Kjartan sagðist líta á ástæður þessarar ákvörðunar sem sitt einka- mál, og vildi ekki tjá sig um hvað hann.ætlaði að taka sér fyrir hend- ur. Aðspurður hvort líta bæri á þessa ákvörðun sem einhvers konar mót- mæli við stefnu bandalagsins svaraði Kjartan því til að ef svo væri, færi Kjartan Olafsson hann ekki að opna þá umræðu í blöð- um. „Ég myndi hafa annan hátt á, skrifa grein eða gefa út bók.“ Framsóknarflokkurinn: Framboðslistinn á Austurlandi hef- ur verið ákveðinn FRAMBOÐSLISTI Frammsóknarflokksins á Austurlandi fyrir næstu alþingiskosning’ar hefur verið ákveðinn. I fyrsta sæti er Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra, í öðru sæti, Jón Kristjánsson alþingismaður, þriðja sæti Jónas Hallgrímsson framkvæmda- stjóri, fjórða sæti Guðrún Tiyggvadóttir meinatæknir og Þórhalla Snæþórsdóttir fram- kvæmdastjóri er í fímmta sæti. Sjötta sæti skipar Vigdís Svein-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.