Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 Okkar verðmyndun er hið ein- falda lögmál markaðarins eftirÞorvald Þorsteinsson í blaði yðar 1. október er frétta- pistill með yfírskriftinni „Vilja fast hámark á verð grænmetis", þar sem formaður Neytendasamtakanna, Jóhannes Gunnarsson, og formaður landbúnaðamefndar sömu sam- taka, Jónas Bjamason, gera grein fyrir skoðun þeirra varðandi frjálst verðlag á grænmeti. Telja samtökin hag neytenda illa komið með fijálsu verðlagi á grænmeti og styðja mál sitt með dæmum í þeim efnum. Nú skyldi maður ætla að svo virðuleg samtök sem Neytendasam- tökin em vönduðu til vinnubragða en fæm ekki með staðleysur þegar auðvelt er að afla réttra upplýs- inga. En lítum nú á fullyrðingar forsvarsmanna samtakanna. Um kartöflumar get ég verið fáorður, enda hefur Sölufélag garðyrkju- manna aldrei flutt inn þá vömteg- und og raunar aldrei selt fyrr en nú allra síðustu vikur (frá 2. sept.) að félagið hóf dreifingu innlendrar framleiðslu frá 3 framleiðendum og selur á svipuðu verði og aðrir, enda hér um fýrsta skref að ræða af hálfu félagsins til að kanna við- brögð viðskiptavina við þessari auknu þjópnustu, svo og til að afla rejmslu varðandi meðferð, pökkun, geymslu og dreifíngu þessarar við- kvæmu vömtegundar. Ekki er nú magnið mikið sem SFG er búið að dreifa — aðeins fá tonn — og því með öllu óverðskuld- aður sá heiður sem felst í eftirfar- andi klausu í ofangreindri grein: „Á blaðamannafundinum sýndu talsmenn samtakanna tvo kartöflu- poka frá stærstu dreifíngarfyrir- tækjunum á þessu sviði, Agæti og Sölufélagi garðyrkjumanna“. Hvers eiga „litlu“ kartöfluheildsölufyrir- tækin t.d. Mata hf., Bananar hf. og Þykkvabæjarkartöflur hf. að gjalda? Hvers vegna fá þau ekki að njóta sín í verðsamanburði Neyt- endasamtakanna? Hvers vegna bara sá e.t.v. stærsti og sá óumdeil- anlega minnsti? Kannski er það bara tilviljun að svokölluð fram- leiðslufélög em borin saman en öðmm sleppt. En óneitanlega lítur þetta svolítið hjákátlega út þegar, að maður skyldi ætla, ábyrgir aðilar (Neytendasamtökin) standa að verki. Jafnvel fullyrðingin um að félögin séu með nákvæmlega sama verð fær ekki staðist þó munur sé ekki mikill. Samkv. ofanrituðu, og eins og að líkum lætur, hefur því SFG ekki á nokkum hátt haft áhrif á verðlag innfluttra kartaflna né verðmynd- um þeirra innlendu. Um slíkt er við aðra að sakast, sem sjálfsagt munu gera grein fyrir sínu máli. Þetta ætti öllum að vera ljóst ekki síst forsvarsmönnum neytenda. En snúum okkur að ummælum þeirra félaga um verðlag á gulróf- um sem þeir fullyrða að sé um síðustu mánaðamót 70% hærra en á sama tíma í fyrra. Hvað er nú hæft í þessu? í fyrra var heildsölu- verð (hjá SFG) um þetta leyti (frá 16/9 til 4/11) kr. 25 pr. kíló en er nú (frá 15/9) kr. 35 eða 40% hærra, og þessar tölur eru fljótar að breyt- ast þegar/ef framboðið eykst. Fyrsta verð hjá SFG á gulrófum í sumar (júlí) var kr. 70 pr. kíló en var í fyrra kr. 57. Hækkun 25% frá júlí ’85 til júlí ’86. Er þetta svo mjög óeðlilegt miðað við almenna verðlagsþróun þessa tímabils? Fyrst farið er að ræða um verð- lag einstakra tegunda grænmetis „í sumar hefur fram- boð margra grænmetis- tegunda verið óvenju mikið og verðið því á flestum tegundum að jafnaði lágt, jafnvel lægra en í fyrra í krón- um talið.“ væri ekki úr vegi að nefna fleiri t.d. agúrkur og tómata. Fyrsta verð á agúrkum hjá SFG í fyrra (mars ’85) var kr. 160 pr. kíló 1. fl. en í ár kr. 165, eða að- eins um ca. 3% hækkun. Lægsta verð í fyrra (apríl/maí) var kr. 60 pr. kíló en í sumar (byijun sept.) kr. 30 eða 50% lægra en það var lægst í fyrra. Hvað tómatana varðar var 1. heildsöluverð þeirra hjá SFG í vor (apríl) kr. 235 pr. kíló 1. fl. en var á sama tíma í fyrra kr. 175. Hækk- un frá apríl ’85 til apríl ’86 tæp 25%. Lægsta verðið í fyrra (júní) var kr. 80 pr. kíló 1. fl. Lægsta verð í ár (sept.) var kr. 50 eða rúm- um 37% lægra. Ýmsar aðrar grænmetistegundir hafa ýmist lækkað að hækkað frá í fyrra. T.d. hvítkál sem var um þetta leyti í fyrra kr. 50 pr. kfló en er nú kr. 40 pr. kfló eða 20% lægra. Blómkál var í fyrra um þetta leyti kr. 75 pr. kfló en er nú kr. 100 eða um 33% hærra og svona mætti lengi áfram telja. Hvers vegna er þessa að engu getið á blaðamannafundi Neytendasam- takanna? Er þetta neytendum einskis virði? Hvað segir þetta svo framleiðendum og neytendum? Ekkert annað en það sem margsinn- is hefur verið gerð grein fyrir á undanfömum árum af hálfu SFG. Okkar verðmyndun er hið einfalda lögmál markaðarins, þar sem fram- boð og eftirspum ræður. M.ö.o. lítið framboð = hátt verð; mikið framboð = lágt verð. Til gamans og um leið til fróð- leiks er rétt að geta þess að fyrir skömmu barst mér sú vitneskja um verðlag frá Svíþjóð að þar í landi væri algengt smásöluverð á tómöt- um um kr. 120 pr. kg (umreiknað í ísl. kr.) Þetta var um sama leyti og smásöluverð hér (í stórmörkuð- um) var um kr. 60 pr. kg eða helmingi lægra. í sumar hefur framboð margra grænmetistegunda verið óvenju mikið og verðið því á flestum teg- undum að jafnaði lágt, jafnvel lægra en í fyrra í krónum talið. Þetta skeður m.a. vegna harðnandi samkeppni heildsöludreifíngaraðil- anna og að auki ýmissa framleið- anda sjálfra. Segir þetta sína ótvíræðu sögu og mér er spum. Með hvaða hætti er hag neytenda betur borgið? Er það kannski með verðákvörðum opinberrar nefndar sem sækir viðmiðun sína langt aft- ur í tímann og framreiknar síðan verðið 2—3 ár ári með vísitölubreyt- ingum o.s.frv.? Mér er nær að halda að svo sé ekki, enda væri slíkt í algjöru ósamræmi við eðli þeirrar vöru sem hér um ræðir. A hinn bóginn er það mikil spuming hve lengi framleiðendur geta þraukað við þessi óhagstæðu skilyrði, en það er þeirra mál a.m.k. á meðan þeir hrópa ekki á styrki og niðurgreiðsl- ur. Það hafa þeir til þessa ekki gert og munu vonandi aldrei þurfa að gera. Þessi ummæli eiga líka við um kartöflur þó að þær hafí á stundum verið niðurgreiddar, enda vom þær um árabil eitt af helstu hagstjómartækjum margra ríkis- stjóma þegar mikið þótti við liggja að hafa áhrif á vísistölu verðlags- og framfærslu. Mér er ekki kunn- ugt um að kartöfluframleiðendur hafí hér átt nokkum hlut að máli. Að lokum. Það er kannske ekki þetta sem málflutningur forsvars- manna Neytendasamtakanna snýst um í raun og vem. Miklu fremur má ætla að viðhorfí þeirra sé best lýst í sfðustu málsgrein tilvitnaðrar greinar, þar sem Jónas Bjamason f.h. neytenda krefst „samkeppnis með innflutningi", þ.e.a.s. krefst fijáls innflutnings á grænmeti (að sjálfsögðu án tolla). Hér er vissu- lega skoðun á ferðinni sem hefur ýmislegt sér til ágætis, en einnig ótal margt og sennilega miklu fleira sem í móti mælir. Yrði of Iangt að rökstyðja þetta nánar nú, en vænt- anlega gefst tilefni og kostur á því síðar. Höfundur er frmnkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna. Eru hagfræöingar að meðaltalí hálf-vitar? eftir Júlíus K. Valdimarsson Uppáhaldsíþrótt hagfræðinga og stjómmála- og verkalýðsleiðtoga er alls konar talnaleikir og meðaltöl. Og kúnstin er sú að geta sett spil- verkið þannig saman að útkoman sýni að fólk hafí það nú að meðal- tali nokkuð gott. Fremstu forin- gjamir, eins og seðlabankastjóri hér á dögunum, setja markið auðvitað enn hærra. Hann fékk sérfræðinga frá Gallup til að gera skoðanakönn- un sem átti að sanna íslendingar væm að meðaltali mjög hamingju- samir. Efnahagsleg velmegiin Hagfræðingar Þjóðhagsstofnun- ar hella nú talnaflóði og meðaltölum yfír landsmenn til þess að verka- lýðs- og stjómmálaforingjar geti sannað að þjóðin búi að meðaltali við efnahagslega velmegun. Og í Dagblaðinu fimmtudaginn 24. sept- ember sl. heldur efnahagsráðgjafí forsætisráðherra því fram að lqör launþega séu upp á það besta sem gerst hefur frá því að sögur hófust og nú megi ekki undir nokkrum kringumstæðum hækka launin. Góðir heimilisfeður? Að taka þessa meðaltals-vel- megun trúanlega er álíka gáfulegt og það að álíta að heimilisfaðir sem dekrar við eitt bama sinna en lem- ur hin geti að meðaltali talist góður heimili8faðir. Þeir sem enn trúa á meðaltöl hagfræðinganna þurfa ekki annað en að fletta dagblöðun- um og lesa fréttir af spítölum og skólum landsins í lamasessi vegna lélegra kjara fólksins. Einnig geta þeir reynt að kynna sér upplýsingar sem liggja ekki á lausu eða er lítið hampað af valdhöfunum um tíðni sjálfsmorða og fjölda nauðungar- uppboða um þessar mundir. Þessar vísbendingar segja sína sögu um velmegun og vellíðan þjóðarinnar ekki síður en meðaltöl hagfræðing- anna. Meðaltölin og launaumslögin Fyrir launþegann sem nú í dag hefur 20 þúsund króna mánaðar- laun fyrir fulla dagvinnu, má það einu gilda hvort meðaltal launanna í landinu er 50 þúsund eða 100 þúsund krónur á mánuði. 20 þúsund krónu launin duga honum ekkert betur til þess að lifa af, hvað sem líður blessun hagfrasðinganna og efnahagsráðgjafa. Þetta er kjarni málsins. Að meðaltali hálf-vitar? Hagfræðingar selja sérfrasði- kunnáttu sína til stjómenda lands- ins á hveijum tíma. Þeir framleiða meðaltöl og talnaflækjur eftir pönt- unum, sem eiga að sanna að stefna þeirrar ríkisstjómar sem situr í það sinnið sé viturleg og hin eina rétta. Næsta dag og fyrir nýja ríkisstjóm hagræða sömu hagfræðingar síðan talnaflóði sínu til þess að sanna að allt sem síðasta ríkisstjóm hafí gert sé tóm vitleysa en gjörðir hinna nýju valdhafa séu viskan eina. Júlíus K. Valdimarsson Þannig bera hagfræðingamir fram „visku" sína og „vitleysu" á víxl. Sjálfsagt munaði þá ekkert um að sanna það með sínum eigin að- ferðum að þeir væru að meðaltali hálf-vitar. Hagfræði eru ekkl vísindi „Hagfræðingunum sjálfum ætti að vera manna best kunnugt að hagfræði eru ekki vísindi, heldur byggja hagfræðikenningar á for- sendum sem menn gefa sér. Hagfræðingar geta notað kunnáttu sína til þess að stuðla að mannrétt- indum og manneskjulegu þjóðfélagi eða til þess að aðstoða kúgunaröfl og viðhalda misrétti. Þegar meðalt- „Hagfræðingunum sjálfum ætti að vera manna best kunnugt að hagfræði er ekki vísindi, heldur byggja hagfræði- kenningar á forsendum sem menn gefa sér. Hag- fræðingar geta notað kunnáttu sína til þess að stuðla að mannréttindum og manneskjulegu þjóð- félagi eða til þess að aðstoða kúgunaröfl og viðhalda misrétti. Þegar meðaltöl þeirra og taln- araðir eru vísvitandi notaðar til þess að blekkja fólk og níðast á því ættu heiðarlegir hag- fræðingar að mótmæla kröftuglega á sama hátt og margir heiðarlegir visindamenn mótmæltu því á sínum tíma að þekk- ing þeirra væri notuð til þess að framleiða atómbombuna." öl þeirra og talnaraðir eru vísvitandi notaðar til þess að blekkja fólk og níðast á því ættu heiðarlegir hag- fræðingar að mótmæla kröftuglega á sama hátt og margir heiðarlegir vísindamenn mótmæltu því á sínum tíma að þekking þeirra væri notuð til þess að framleiða atóm-bomb- una. „Sjaldan launar kálfur ofeldi“ Hagfræðingar og aðrir mennta- menn njóta þeirra hlunninda að læra sín fræði að mestu á kostnað almennra launþega sem standa undir honum með skattpeningum sínum. Það er algjört siðleysi að nota þekkingu sem þannig er feng- in til þess að aðstoða óvandaða stjómendur landsins við að hlunn- fara þessa sömu launþega. Það er að launa illa sínum velgjörðarmönn- um. „Batnandi mönnum er best að lifa“ Það er enginn afsökun fyrir þá hagfræðinga sem í dag láta vald- hafana nota sig til þess að setja „sérfræðistimpil" á misréttið, að segja að þetta hafí hagfræðingar alltaf gert. Ég segi við ykkur, hag- fræðingar og efnahagsráðgjafar, og ég tala af persónulegri reynslu. Það er aldrei of seint að breyta um stefnu, því eins og segir í hinu fom- kveðna, „batnandi mönnum er best að lifa“. Sýnum ekki undir- lægjuhátt Þótt valdhafamir og sérfræðing- ar þeirra gætu og ættu að breyta um stefnu er sjálfsagt bamaleg trú að halda að slíkt gerist af sjálfs- dáðum. Með þvf að aðhafast ekkert eða kjósa þá gömlu flokka sem komið hafa á því misrétti sem hér ríkir emm við í reynd að viðhalda óbreyttu ástandi. Mikilvægasta pólitíska forgangsverkefnið í næstu Alþingiskosningum er að afnema misréttið og koma á manneskjulegu þjóðfélagi fyrir alla. Þetta er að- eins hægt ef við hættum allri trúgimi og undirlægjuhætti og myndum samstöðu um nýtt pólitískt afl með því fólki sem vill raun- verulegar breytingar. Höfundur er markaðsstjóri ogí Landsráði Flokks mannsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.