Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 Yegsvalirnar í Oshlíð formlega opnaðar umferð Kostnaðurinn áætlaður 140—150 milljónir króna Bolungarvík. VEGSVALIR þœr sem unnið hef- ur veríð við að byggja á Óshlfð- arveg voru teknar formlega í notkun sfðastliðinn föstudag að viðstöddum forsætisráðherra, samgönguráðherra, bæjarstjórn- um Bolungarvíkur og ísafjarðar og fleirí gestum. Við athöfn sem fór fram við vegsvalimar ávarp- aði Helgi Hallgrímsson aðstoðar- vegamálastj óri viðstadda og bað sfðan Matthías Bjamason sam- gönguráðherra um að opna þessar fyrstu vegsvalir á íslandi formlega fyrir umferð. MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá útvarps- stjóra, Markúsi Erni Antonssyni: í Morgunblaðinu 4. október sl. birtist sjónvarpsgagnrýni eftir Ólaf M. Jóhannesson, þar sem fjallað er um nýorðnar breytingar á dagskrá sjónvarps. Þar segir m.a.: „Að mfnu viti er slík „dagskrár- kollsteypa" er hér á sér stað máski fyrst og fremst merki um óheppileg áhrif útvarpsráðs." Af þessu tilefni skal skýrt tekið fram að allar breytingar á dagskrá hafa verið gerðar að frumkvæði sjónvarpsins sjálfs og samkvæmt tillögum sem framkvæmdastjóri Að lokinni athöfninni bauð sam- gönguráðherra og Vegagerð ríkis- ins til veislu í sal ráðhússins í Bolungarvík. Þar fluttu ýmsir ávörp, meðal annars Ólafur Krist- jánsson forseti bæjarstjómar Bolungarvíkur, sem bauð gesti vel- komna og fagnaði þessum merka áfanga í samgöngu- og öryggismál- um á norðanverðum Vestflörðum, Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra og Matthías Bjamason samgönguráðherra. Matthías rakti sögu og aðdrag- anda framkvæmdanna hér á Óshlíð- þess lagði fyrir útvarpsráð til sam- þykktar. Leiðrétting í FRÉTT um kaffísölu Soroptim- istakaklúbbs Kópavogs í Morgun- blaðinu sl. laugardag var mishermt að klúbburinn hefði rekið Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldr- aðra þar í bæ, frá því það var opnað í maí 1982. Hið rétta er að 9 félög og klúbbar stóðu fyrir byggingu heimilisins og hafa rekið það frá opnun. Blaðið biðst velvirðingar á þessu mishermi. inni. Hann sagði að vegskálanum væri ætlað að greiða fyrir sam- göngum um Óshlíð og auka öryggi vegfarenda. Hann sagði ennfremur að á næsta ári yrði byggður veg- skáli á Ytri-Hvanngjá á Óshlíð og bundið slitlag lagt á síðustu tvo kílómetra vegarins og væri þá kom- ið bundið slitlag alla leiðina á milli ísaQarðar og Bolungarvíkur. Hann gat þess að þessar framkvæmdir væru aðrar í röðinni af svokölluðum Ó-vegaframkvæmdum. Vegurinn fyrir Ólafsvíkurenni hefði verið fyrstur í röðinni og jarðgöng í Ól- afsvíkurmúla væri þriðji O-vegurinn og jafnframt mesta framkvæmdin. Samgönguráðherra sagði að kostnaður við þennan áfanga Ós- hlíðarvegar væri kominn í 105 milljónir kr., reiknað á núverandi verðlagi, en þegar framkvæmdum lyki á næsta ári mjmdi kostnaðurinn verða kominn upp í 140—150 mill- jónir króna. Ráðherra ræddi síðan um aðrar vegaframkvæmdir á Vestljörðum og sagði í því sambandi að í lang- tímaáætlun um vegagerð á Vest- flörðum hefðu tvö megin markmið nokkum forgang. Annars vegar að bæta vegasamband á milli þétt- býlisstaða til að mynda eitt atvinnu- og þjónustusvæði og hins vegar að tengja þetta svæði við vegakerfi landsins. En mörg stór verkefni væru framundan til að ná þessum markmiðum. Kostnaður við að koma þjóðvegakerfi þessa kjör- Breytingar að frum- kvæði sjónvarpsins Morgunblaðið/ Gunnar. Matthlas Bjarnason samgönguráðherra klippir á borðann við vigslu vegskálans á föstudag. Við inngang vegskálans á vígsludaginn. dæmis í viðunandi horf væri vart undir 3,5 til 4 milljörðum króna. Ráðherra harmaði mjög að ekki skyldu verða auknar tekjur til vega- mála samhliða bensínlækkuninni. Hann sagðist hafa lagt til að tekn- ar yrðu 2—3 krónur af bensínlækk- un til að auka nýframkvæmdir en það hefðu þýtt 200—300 milljónir króna miðað við heilt ár. Að lokum þakkaði hann vegamálastjóra og öðrum starfsmönnum vegagerðar- innar fyrir góða samvinnu og samstarf á liðnum árum. Vegsvalimar eru 90 metra lang- ar, hæðin er 4,4 metrar þar sem Iægst er og breiddin 8 metrar, þann- ig að vegurinn í gegn er greiðfær á tveimur akgreinum. Verktaki við framkvæmdimar var Ömólfur Guð- mundsson í Bolungarvík. Gunnar. Tölvur og þjóðlíf opnuð á morgun SÝNINGIN Tðlvur og þjóðlíf verður opnuð í Reykjavík á morgun af Steingrími Her- mannssyni, forsætisráðherra, kl. 17.00. Forseti íslands frú Vigdís Finnbogadóttir, verður viðstödd ásamt fleirí gestum. „Tölvur og þjóðlíf", sem er í Borgarleikhúsinu, er opin daglega frá kl. 10.00—22.00 til sunnudags- ins 12. október. Kasparov heldur heimsmeistaratitlinum Skák Margeir Pétursson GARY Kasparov verður heims- meistarí i skák í a.m.k. eitt ár til viðbótar, þvi hann hefur fengið tólf vinninga i einviginu við Karpov og þar með tryggt sér a.m.k. 12-12 jafntefli, em nægir honum til að halda titlin- um. Á laugardaginn var vann Kasparov 22. skákina i 46 leikj- um eftir að hún hafði faríð í bið. Þar með endurheimti hann forystuna i einviginu og með jafntefli í 23. skákinni í gær- kvöldi lauk hann við að verja titilinn. 24. og síðasta skákin verður þó væntanlega tefld á morgun, þvi úrslit þurfa að fást i einviginu og Karpov á möguleika á að halda jafntefli, 12-12, þó titillinn sé genginn honum úr greipum. Fagnaðarlæti brutust út í skák- salnum í Leningrad strax og í ljós kom að Kasparov hafði innsiglað bezta biðleikinn í 22. skákinni. Er skákin fór í bið kvöldið áður var almennt talið að Karpov ætti góða jafnteflismöguleika. Við rannsóknir á stöðunni kom hins vegar í ljós að vel falin vinnings- leið leyndist í stöðunni. Þetta lak út í skákkreðsum Leningradborg- ar og gífurleg spenna myndaðist, því Kasparov hafði þegar innsi- glað 41. Ieik sinn og ef hann hefði ekki séð vinningsleiðina þá, hefði hann óumflýjanlega hlotið að velja rangan leik. Eftir að umslagið hafði verið opn- að gengu hlutimir hratt fyrir sig. Karpov hafði greinilega sætt sig við að engin vöm væri í stöðunni og eftir sex leiki og fárra mínútna taflmennsku gafst hann upp. Eftir þetta var Karpov kominn í þá óþáégilegu aðstöðu að þurfa að vinna báðar síðustu skákimar til að endurheimta heimsmeistara- titilinn, enda fór sem fór, í 23. skákinni komst hann ekkert áleið- is gegn frumlegri taflmennsku Kasparovs. Eftir fremur rólega byijun fór Kasparov með hrók sinn út á mitt borð, sem þykir ógætilegt í miðtafli. Þetta þýddi það að Karpov varð að veikja kóngsstöðu sína lítillega og bjug- gust margir við því að heims- meistarinn ætlaði að blása til fífldjarfrar kóngssóknar. Af því varð þó ekki, hann dró hrókinn djarfa til baka og jafnaði taflið síðan auðveldlega með því að fá uppskipti á drottningarvæng. í 32. leik bauð Karpov jaftitefli, enda var þá alls ekkert fyrir hann að hafa í stöðunni. Fagnaðarlæti áhorfenda voru mikil, enda flestir á því að titil- vöm Kasparovs hafí verið mjög verðskulduð. Hann leiddi einvigið lengst af og komst yfír 9 1/2 - 6 1/2 eftir 16 skákir. En þá kom hræðilegur kafli, Karpov vann þijár skákir í röð og jaftiaði met- in. Eftir þetta áfall náði Kasparov að taka sig saman í andlitinu. Hann endurheimti sjálfstraustið með jafnteflum f 20. og 21. ská- kinni og náði síðan að sýna sitt bezta f þeirri 22. Biðstaðan úr 22. skákinni tefldist þannig áfram: Svart: Anatoly Karpov Hvitt: Gary Kasparov. Það vom margir á því á föstu- dagskvöldið að svartur ætti góða jafnteflismöguleika í biðstöðunni, því ef hvítur valdaði peðið á d4 með 41. Hb4 væri hrókurinn lítið virkur. Slíkur leikur er ekki að skapi Kasparovs og hann fann þvingaða vinningsleið í stöðunni, sem byggðist á kóngssókn. Það er merkilegt að svartur á ýmsa vamarmöguleika eftir biðleikinn, en allar leiðir liggja til Rómar líkt og í skákdæmi. Það er rétt að vekkja athygli á því að í fréttatíma sjónvarpsins á laugardagskvöldið vom leikimir í biðskákinni sýndir í rangri röð, svo það var því ekki aðeins snilld Kasparovs sem olli því að margir sjónvarpsáhorfend- ur skildu hvorki upp né niður. Rétt leilqaröð var þannig: 41. Rd7!! - Hxd4 42. Rf8+ í sjónvarpinu var hér leikið 42. Hb4 strax, sem er út í hött því riddarinn á d7 er þá valdlaus. Kh6 43. Hb4! Lykilleikurinn, því ef 43....Hdl þá 44. Hb8 með hótuninni 45. Hh8+ og svartur á ekki lengur svarið 44....DÍ4. Þá er mjög mikil- vægt að peðsendataflið eftir43.... Hxb4 44. axb4 - f6 45. Dxg6+ - Dxg6 46. Rxg6 - Kxg6 47. b5 - d4 48. Kg3 er léttunnið fyrir hvít. Hc4 44. Hxc4 - dxc4 45. Dd6 Nú hótar hvítur hreinlega 46. Dd2+ og mátar. c3 46. Dd4 í þessari stöðu gafst Karpov upp, því 46....Bh7 er eini leikurinn til að forðast mát og þá vinnur hvítur auðveldlega með 47. Dxc3. 23. einvígisskákin: Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Gary Kasparov Enski leikurinn 1. Rf3 Þetta er í fyrsta sinn í einvíginu sem Karpov gefur drottningar- peðinu frí. Menn fóm strax að velta því fyrir sér hvort þetta bæri að túlka sem örvæntingu eða uppgjöf. Rf6 2. c4 - b6 3. g3 - c5 4. Bg2 - Bb7 5. 0-0 - g6 6. d4 - cxd4 7. Dxd4 - Bg7 8. Rc3 - d6 9. Hdl - Rbd7 10. b3 - Hc8 11. Bb2 - 0-0 12. DeS - He8 Slíkar stöður em yfirleitt taldar fremur hagstæðar hvítum, því hann hefur meira rými, en Karpovgengur illa að fínna væn- lega áætlun. 13. Hacl a6 14. Bal Hc5 15. a4 Da8 16. Rel Hf5! Merkilegur leikur, hrókar eiga yfírleitt lftið erindi inn á mitt borð þar sem þeir verða að skotspæni biskupa, riddara og peða. Ka- sparov hótar nú 17....Rg4 og það knýr Karpov til að veikja stöðu sína lítillega. 17. Bxb7 - Dxb7 18. f3 - h5 19. Rg2 - Hc5! Hrókurinn djarfi hefur lokið erindi sínu á kóngsvæng, því auk veik- ingarinnar stendur Rg2 illa. 20. Bb2 - Hcc8 21. Ba3 - Rc5 22. Hbl - Re6 23. Dd3 - Rc7! Undirbýr að sprengja upp á drottningarvæng. 24. Rf4 - b5 25. cxb5 - axb5 26. Rxb5 - Rxb5 27. Dxb5 - Dxb5 28. axb5 - Hb8 29. Bb2 - Hb7 Svartur fellur ekki í gildmna 29.... Hxb5? 30. Bxf6 Bxf6 31. Rd5 með tvöfaldri hótun. 30. b6 - Heb8 31. b4 - Rd7 32. Bxg7 og hér þáði Kasparov jafn- teflisboð andstæðingsins. Eftir að Kasparov vinnur peðið til baka hefur hann mjög þægilegt enda- tafl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.