Morgunblaðið - 07.10.1986, Side 40

Morgunblaðið - 07.10.1986, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 Yegsvalirnar í Oshlíð formlega opnaðar umferð Kostnaðurinn áætlaður 140—150 milljónir króna Bolungarvík. VEGSVALIR þœr sem unnið hef- ur veríð við að byggja á Óshlfð- arveg voru teknar formlega í notkun sfðastliðinn föstudag að viðstöddum forsætisráðherra, samgönguráðherra, bæjarstjórn- um Bolungarvíkur og ísafjarðar og fleirí gestum. Við athöfn sem fór fram við vegsvalimar ávarp- aði Helgi Hallgrímsson aðstoðar- vegamálastj óri viðstadda og bað sfðan Matthías Bjamason sam- gönguráðherra um að opna þessar fyrstu vegsvalir á íslandi formlega fyrir umferð. MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá útvarps- stjóra, Markúsi Erni Antonssyni: í Morgunblaðinu 4. október sl. birtist sjónvarpsgagnrýni eftir Ólaf M. Jóhannesson, þar sem fjallað er um nýorðnar breytingar á dagskrá sjónvarps. Þar segir m.a.: „Að mfnu viti er slík „dagskrár- kollsteypa" er hér á sér stað máski fyrst og fremst merki um óheppileg áhrif útvarpsráðs." Af þessu tilefni skal skýrt tekið fram að allar breytingar á dagskrá hafa verið gerðar að frumkvæði sjónvarpsins sjálfs og samkvæmt tillögum sem framkvæmdastjóri Að lokinni athöfninni bauð sam- gönguráðherra og Vegagerð ríkis- ins til veislu í sal ráðhússins í Bolungarvík. Þar fluttu ýmsir ávörp, meðal annars Ólafur Krist- jánsson forseti bæjarstjómar Bolungarvíkur, sem bauð gesti vel- komna og fagnaði þessum merka áfanga í samgöngu- og öryggismál- um á norðanverðum Vestflörðum, Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra og Matthías Bjamason samgönguráðherra. Matthías rakti sögu og aðdrag- anda framkvæmdanna hér á Óshlíð- þess lagði fyrir útvarpsráð til sam- þykktar. Leiðrétting í FRÉTT um kaffísölu Soroptim- istakaklúbbs Kópavogs í Morgun- blaðinu sl. laugardag var mishermt að klúbburinn hefði rekið Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldr- aðra þar í bæ, frá því það var opnað í maí 1982. Hið rétta er að 9 félög og klúbbar stóðu fyrir byggingu heimilisins og hafa rekið það frá opnun. Blaðið biðst velvirðingar á þessu mishermi. inni. Hann sagði að vegskálanum væri ætlað að greiða fyrir sam- göngum um Óshlíð og auka öryggi vegfarenda. Hann sagði ennfremur að á næsta ári yrði byggður veg- skáli á Ytri-Hvanngjá á Óshlíð og bundið slitlag lagt á síðustu tvo kílómetra vegarins og væri þá kom- ið bundið slitlag alla leiðina á milli ísaQarðar og Bolungarvíkur. Hann gat þess að þessar framkvæmdir væru aðrar í röðinni af svokölluðum Ó-vegaframkvæmdum. Vegurinn fyrir Ólafsvíkurenni hefði verið fyrstur í röðinni og jarðgöng í Ól- afsvíkurmúla væri þriðji O-vegurinn og jafnframt mesta framkvæmdin. Samgönguráðherra sagði að kostnaður við þennan áfanga Ós- hlíðarvegar væri kominn í 105 milljónir kr., reiknað á núverandi verðlagi, en þegar framkvæmdum lyki á næsta ári mjmdi kostnaðurinn verða kominn upp í 140—150 mill- jónir króna. Ráðherra ræddi síðan um aðrar vegaframkvæmdir á Vestljörðum og sagði í því sambandi að í lang- tímaáætlun um vegagerð á Vest- flörðum hefðu tvö megin markmið nokkum forgang. Annars vegar að bæta vegasamband á milli þétt- býlisstaða til að mynda eitt atvinnu- og þjónustusvæði og hins vegar að tengja þetta svæði við vegakerfi landsins. En mörg stór verkefni væru framundan til að ná þessum markmiðum. Kostnaður við að koma þjóðvegakerfi þessa kjör- Breytingar að frum- kvæði sjónvarpsins Morgunblaðið/ Gunnar. Matthlas Bjarnason samgönguráðherra klippir á borðann við vigslu vegskálans á föstudag. Við inngang vegskálans á vígsludaginn. dæmis í viðunandi horf væri vart undir 3,5 til 4 milljörðum króna. Ráðherra harmaði mjög að ekki skyldu verða auknar tekjur til vega- mála samhliða bensínlækkuninni. Hann sagðist hafa lagt til að tekn- ar yrðu 2—3 krónur af bensínlækk- un til að auka nýframkvæmdir en það hefðu þýtt 200—300 milljónir króna miðað við heilt ár. Að lokum þakkaði hann vegamálastjóra og öðrum starfsmönnum vegagerðar- innar fyrir góða samvinnu og samstarf á liðnum árum. Vegsvalimar eru 90 metra lang- ar, hæðin er 4,4 metrar þar sem Iægst er og breiddin 8 metrar, þann- ig að vegurinn í gegn er greiðfær á tveimur akgreinum. Verktaki við framkvæmdimar var Ömólfur Guð- mundsson í Bolungarvík. Gunnar. Tölvur og þjóðlíf opnuð á morgun SÝNINGIN Tðlvur og þjóðlíf verður opnuð í Reykjavík á morgun af Steingrími Her- mannssyni, forsætisráðherra, kl. 17.00. Forseti íslands frú Vigdís Finnbogadóttir, verður viðstödd ásamt fleirí gestum. „Tölvur og þjóðlíf", sem er í Borgarleikhúsinu, er opin daglega frá kl. 10.00—22.00 til sunnudags- ins 12. október. Kasparov heldur heimsmeistaratitlinum Skák Margeir Pétursson GARY Kasparov verður heims- meistarí i skák í a.m.k. eitt ár til viðbótar, þvi hann hefur fengið tólf vinninga i einviginu við Karpov og þar með tryggt sér a.m.k. 12-12 jafntefli, em nægir honum til að halda titlin- um. Á laugardaginn var vann Kasparov 22. skákina i 46 leikj- um eftir að hún hafði faríð í bið. Þar með endurheimti hann forystuna i einviginu og með jafntefli í 23. skákinni í gær- kvöldi lauk hann við að verja titilinn. 24. og síðasta skákin verður þó væntanlega tefld á morgun, þvi úrslit þurfa að fást i einviginu og Karpov á möguleika á að halda jafntefli, 12-12, þó titillinn sé genginn honum úr greipum. Fagnaðarlæti brutust út í skák- salnum í Leningrad strax og í ljós kom að Kasparov hafði innsiglað bezta biðleikinn í 22. skákinni. Er skákin fór í bið kvöldið áður var almennt talið að Karpov ætti góða jafnteflismöguleika. Við rannsóknir á stöðunni kom hins vegar í ljós að vel falin vinnings- leið leyndist í stöðunni. Þetta lak út í skákkreðsum Leningradborg- ar og gífurleg spenna myndaðist, því Kasparov hafði þegar innsi- glað 41. Ieik sinn og ef hann hefði ekki séð vinningsleiðina þá, hefði hann óumflýjanlega hlotið að velja rangan leik. Eftir að umslagið hafði verið opn- að gengu hlutimir hratt fyrir sig. Karpov hafði greinilega sætt sig við að engin vöm væri í stöðunni og eftir sex leiki og fárra mínútna taflmennsku gafst hann upp. Eftir þetta var Karpov kominn í þá óþáégilegu aðstöðu að þurfa að vinna báðar síðustu skákimar til að endurheimta heimsmeistara- titilinn, enda fór sem fór, í 23. skákinni komst hann ekkert áleið- is gegn frumlegri taflmennsku Kasparovs. Eftir fremur rólega byijun fór Kasparov með hrók sinn út á mitt borð, sem þykir ógætilegt í miðtafli. Þetta þýddi það að Karpov varð að veikja kóngsstöðu sína lítillega og bjug- gust margir við því að heims- meistarinn ætlaði að blása til fífldjarfrar kóngssóknar. Af því varð þó ekki, hann dró hrókinn djarfa til baka og jafnaði taflið síðan auðveldlega með því að fá uppskipti á drottningarvæng. í 32. leik bauð Karpov jaftitefli, enda var þá alls ekkert fyrir hann að hafa í stöðunni. Fagnaðarlæti áhorfenda voru mikil, enda flestir á því að titil- vöm Kasparovs hafí verið mjög verðskulduð. Hann leiddi einvigið lengst af og komst yfír 9 1/2 - 6 1/2 eftir 16 skákir. En þá kom hræðilegur kafli, Karpov vann þijár skákir í röð og jaftiaði met- in. Eftir þetta áfall náði Kasparov að taka sig saman í andlitinu. Hann endurheimti sjálfstraustið með jafnteflum f 20. og 21. ská- kinni og náði síðan að sýna sitt bezta f þeirri 22. Biðstaðan úr 22. skákinni tefldist þannig áfram: Svart: Anatoly Karpov Hvitt: Gary Kasparov. Það vom margir á því á föstu- dagskvöldið að svartur ætti góða jafnteflismöguleika í biðstöðunni, því ef hvítur valdaði peðið á d4 með 41. Hb4 væri hrókurinn lítið virkur. Slíkur leikur er ekki að skapi Kasparovs og hann fann þvingaða vinningsleið í stöðunni, sem byggðist á kóngssókn. Það er merkilegt að svartur á ýmsa vamarmöguleika eftir biðleikinn, en allar leiðir liggja til Rómar líkt og í skákdæmi. Það er rétt að vekkja athygli á því að í fréttatíma sjónvarpsins á laugardagskvöldið vom leikimir í biðskákinni sýndir í rangri röð, svo það var því ekki aðeins snilld Kasparovs sem olli því að margir sjónvarpsáhorfend- ur skildu hvorki upp né niður. Rétt leilqaröð var þannig: 41. Rd7!! - Hxd4 42. Rf8+ í sjónvarpinu var hér leikið 42. Hb4 strax, sem er út í hött því riddarinn á d7 er þá valdlaus. Kh6 43. Hb4! Lykilleikurinn, því ef 43....Hdl þá 44. Hb8 með hótuninni 45. Hh8+ og svartur á ekki lengur svarið 44....DÍ4. Þá er mjög mikil- vægt að peðsendataflið eftir43.... Hxb4 44. axb4 - f6 45. Dxg6+ - Dxg6 46. Rxg6 - Kxg6 47. b5 - d4 48. Kg3 er léttunnið fyrir hvít. Hc4 44. Hxc4 - dxc4 45. Dd6 Nú hótar hvítur hreinlega 46. Dd2+ og mátar. c3 46. Dd4 í þessari stöðu gafst Karpov upp, því 46....Bh7 er eini leikurinn til að forðast mát og þá vinnur hvítur auðveldlega með 47. Dxc3. 23. einvígisskákin: Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Gary Kasparov Enski leikurinn 1. Rf3 Þetta er í fyrsta sinn í einvíginu sem Karpov gefur drottningar- peðinu frí. Menn fóm strax að velta því fyrir sér hvort þetta bæri að túlka sem örvæntingu eða uppgjöf. Rf6 2. c4 - b6 3. g3 - c5 4. Bg2 - Bb7 5. 0-0 - g6 6. d4 - cxd4 7. Dxd4 - Bg7 8. Rc3 - d6 9. Hdl - Rbd7 10. b3 - Hc8 11. Bb2 - 0-0 12. DeS - He8 Slíkar stöður em yfirleitt taldar fremur hagstæðar hvítum, því hann hefur meira rými, en Karpovgengur illa að fínna væn- lega áætlun. 13. Hacl a6 14. Bal Hc5 15. a4 Da8 16. Rel Hf5! Merkilegur leikur, hrókar eiga yfírleitt lftið erindi inn á mitt borð þar sem þeir verða að skotspæni biskupa, riddara og peða. Ka- sparov hótar nú 17....Rg4 og það knýr Karpov til að veikja stöðu sína lítillega. 17. Bxb7 - Dxb7 18. f3 - h5 19. Rg2 - Hc5! Hrókurinn djarfi hefur lokið erindi sínu á kóngsvæng, því auk veik- ingarinnar stendur Rg2 illa. 20. Bb2 - Hcc8 21. Ba3 - Rc5 22. Hbl - Re6 23. Dd3 - Rc7! Undirbýr að sprengja upp á drottningarvæng. 24. Rf4 - b5 25. cxb5 - axb5 26. Rxb5 - Rxb5 27. Dxb5 - Dxb5 28. axb5 - Hb8 29. Bb2 - Hb7 Svartur fellur ekki í gildmna 29.... Hxb5? 30. Bxf6 Bxf6 31. Rd5 með tvöfaldri hótun. 30. b6 - Heb8 31. b4 - Rd7 32. Bxg7 og hér þáði Kasparov jafn- teflisboð andstæðingsins. Eftir að Kasparov vinnur peðið til baka hefur hann mjög þægilegt enda- tafl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.