Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 Ég þakka öllum sem sýndu mér hlýhug og vin- semd á 85 ára afmceli mínu 27. september með nœrveru sinni, gjöfum, blómum ogskeytum. Þorsteinn Krístjánsson, Laugarnesvegi 42, Reykjavík. Ég vil þakka öllum þeim sem sýndu mér vin- áttuhug með gjöfum, skeytum og blómum i tilefni áttrœðisafmœlis míns 22. september. Sérstaklega vil égþakka börnum og barnabörn- um fyrir kaffihófiÖ sem þau héldu mér. Elísabet Guðrún Hálfdánardóttir, Aðalstræti 13, ísafirði. Þrefalt vasaljós. Meira Ijós með OSRAM Halogen Nýja Halogen- vasaljósið frá OSRAM hefur alla kosti halogen- tækninnar: Þreföld meiri birta, meö sömu raf- hlöóum. Þreföld langdrægni, og tvöföld ending Ijós- gjafans miðað við önnur vasaljós. Meðfærilegt, vatns- varið og öruggt. OSRAM Ijóslifandi orkusparnaður Fæst i öllum helstu raftækjaverslunum og kaupfélögum. Heildsölubirgöir: JÚHAWW ÚLAFSSON & CO. HF. 43 Sundaborg 13-104 Reykjavík - Sími 688 588 Nú þrefalt meira Ijós FULLBÚNAR SKRÚFULOFTÞJ0PPUR GERÐ GA Vinnuþrýstingur 8-20 bar Afköst 73-377 l/s BETRI ÁRANGUR MEÐ Öruggur búnaöur fyrir 1. Mannvirkjagerö 2. Verktakastarfsemi 3. Þungaöiönaö 4. Léttan iönað ATLAS COPCO ATLAS COPCO er stærsti framleiöandi í heimi á loftþjöppum og tækjabúnaði fyrir þrýstiloft. Fyrirtækið þekkir hvernig minnka má framleiðslukostnað með notkun á loft- og gas- þjöppum, þurrkurum, síum, kælum, iönaöarverkfærum og tækjum til yfirborðsmeðhöndlunar. ■■■■■■■■ Fyrirtæki meö framleiöslu er ■■■■■■■■ JhlctsCopcc tryggir Þér bætta arðsemi og JLOasCopcc góða þjónustu. Allar nánari upplýsingar gefur LANDSSMIÐJAN HF. ■'^SOLVHOLSGOTU 13 - REYKJAVÍK f SÍMI (91) 20680 VERSLUN: ARMÚLA 23 Aldarminning eftir Ásthildi Erlings- dóttur Fundum okkar afa míns, Ólafs V. Davíðssonar, bar fyrst saman á björtum vordegi árið 1938 á fæð- ingardeildinni á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn. Égþá lítill hnoðri, ekki sólarhrings gömul, óskrifað blað. Hann glæsilegur á velli, víðförull athafnamaður á bezta aldri. Satt bezt að segja bar þennan fund okkar dálítið óvenjulega að. Afi minn var um margt einstakur maður. í þetta skipti gat hann ekki beðið eftir venjulegum heimsókn- artíma til að sjá fyrsta bamabamið. Hann gerði sér því lítið fyrir og samdi við tengdason sinn, sem þá var kandidat á deildinni, um að hann lánaði sér hvítan slopp og kynnti sig fyrir kollegum sínum sem yfirlækni frá íslandi. Árin liðu, úthafið og heimsstyrj- öldin skildu okkur að. I huga mínum í bemsku var hann eðlilega eins og ljósmyndin sem við áttum af hon- um: Kankvís glampi í augum, hlýlegt bros, hár mjög tekið að þynnast á kollinum en myndarlegur kragi, rós í hnappagati. Síðar varð mér ljóst að myndin gerði honum góð skil. Hann átti það til að benda á kollinn á sér og segja grafalvar- lega en þó með glettnu bliki: „You caní have both brain and hair.“! Blómið í hnappagatinu var ómiss- andi hluti af honum, ávallt ferskt sem var því fyrir að þakka að hann átti „pínu“-blómavasa sem hann setti vatn í og fest aftan við hnappa- gatið. Tilhlökkunin var mikil og óþreyj- an að hitta hann í eigin persónu, en sú stund rann upp þegar ég var á áttunda ári, nýkomin til íslands frá Danmörku. Urðu það miklir fagnaðarfundir. Við snæddum sam- an kvöldverð, einhvem þann eftir- minnanlegasta sem ég hef lifað. Hann tók strax til óspilltra málanna að kenna mér í eittskipti fyrir öll hvemig ég ætti að haga mér á meðan á borðhaldi stæði: Halda á hnífi og gaffli með sérstökum hætti, leggja áhöldin frá mér sitt upp á hvom mátann, allt eftir því hvort ég óskaði eftir að fá meiri mat eða ekki, skála eftir ákveðnum reglum og svo framvegis. Allt að brezkum heldrimanna sið. Hef ég oft síðar á ævinni minnst þessarar kennslustundar með þakklæti. Honum á ég ótal margt annað að þakka þar á meðal dvöl mína á unglingsárunum sumarlangt hjá góðvinum hans, þeim heiðurshjón- um Ethel og Jóni Oddssyni, skip- stjóra, á eyjunni Mön. Einnig sumarleyfi hjá vinum hans í Ham- borg. Hann var vinmargur og vinsæll, hann afi minn, aufúsugest- ur hvar sem hann kom. Honum fylgdi jafnan hressandi loft stór- borganna. Hann var sannkallaður heimsborgari. Hann hafði ákaflega fágaða og prúðmannlega framkomu, var mik- ið snyrtimenni, lét sér annt um að vera vel til fara. Klæddist oft og tíðum í svipuðum stíl og almennt var meðal betri borgara í Bretlandi á öndverðri öldinni: Slifsinu var komið fyrir allt að því á listrænan hátt með einum slifsispijóni á hnýt- ingar. Skyrtan var með uppbrettum flibba en jakkinn gat verið með ýmsu móti. Buxumar dökkar, fín- teinóttar með egghvössum brotum. Skómir stífgljáðir, að hluta huldir hnepptum hlífum úr taui. Fyrir- mannlegur hattur kórónaði svo listaverkið. Hann bar sig öðrum mönnum betur og synd væri að segja annað en að hann hafi aukið til muna við fjölbreytilegt mannlífið í miðbænum á sínum tíma, enda hafði hann dvalið langdvölum er- lendis á fjórða og fimmta áratugn- um. Hann bjó í Færeyjum, Bretlandi, Danmörku og Þýzkalandi auk þess sem hann hafði lagt leið sfna til annarra landa þar á meðal Frakklands og kunni því mikið fyr- ir sér í erlendum málum. En skammt hrekkur ytri mótun ef inn- viðunum er ábótavant. Afi þáði ríkulegar vöggugjafir úr hendi skapara síns. Ætli nokkum hafi órað fyrir því austur á Vopnafirði á því herrans ári 1886 að sonur þeirra hjóna Valdimars Davíðssonar verzlunar- stjóra og konu hans, Elínar (Bjamadóttur) Davíðssonar, Ólafur V. Davíðsson ætti eftir að eiga jafn viðburðaríka ævi og raunin var á. Á Vopnafírði fæddist hann hinn 7. dag októbermánaðar og ólst þar upp fyrstu æviárin. Foreldrar hans brugðu búi og fluttust til Kaup- mannahafnar með fjölskylduna, Ólaf yngstan og tvær eldri dætur, þær Jörgínu, síðar gift Lúðvig And- ersen konsúl, og Friðrikku, síðar gift Pétri Thoroddsen lækni. Þegar Ólafur Davíðsson Ólafur er aðeins 7 ára gamall varð faðir hans bráðkvaddur, 46 ára að aldri, og sneri móðir hans þá heim og kom Ólafí fyrir í fóstur til frænda síns, Jóhannesar Sigfússonar, þá kennara í Flensborgarskóla í Hafn- arfírði, og konu hans, Cathincu (f. Ziemsen). Burtfararprófi lauk hann úr Flensborg 1901. Ekki átti hann heima í Hafnarfirði þá nema fá ár, en eftir það leit hann á Jóhannes og Cathincu sem fósturforeldra sína. Frá Hafnarfírði fluttist hann til Akureyrar og stundaði verzlun- arstörf hjá frænda sínum Laxdal. Þar komst hann í kynni við ung- mennafélagshreyfínguna, en hann fylgdi mikill áhugi á íslenzkri glímu. Hinn 21. ágúst 1906 fór fyrzta ís- landsglíman fram þar í bæ og vann hann Grettisbeltið og þar með sæmdarheitið, Glímukappi íslands, sá fyrzti sem bar þann titil. Skömmu síðar fluttist hann til Aberdeen í Skotlandi þar sem hann vann við fískverkun hjá fyrirtækinu Bookles Bros., en það stofnaði síðan útgerðar- og fiskverkunarfélag í Hafnarfírði árið 1909. Sama ár settist Ólafur að þar og vann fyrstu árin hjá því félagi, en stofnaði síðar eigið fyrirtæki. Eftir það var hann sinn eigin herra og fékkst á seinni árum við margvíslegan útflutning á sjávarútflutningsvörum. Árið 1912 gekk Ólafur að eiga Jóhönnu Finnbogason (Hönnu Daví- ðsson), dóttur Guðbrandar Finn- bogasonar, verzlunarstjóra hjá Fischersverzlun, og Louise (f. Ziem- Norrænir tónlistardagar: Hlj óms veitarverk Tónlist Jón Ásgeirsson Á tónleikum þessum voru flutt fjögur verk en eitt þeirra hafði ver- ið ætlað sem fyrsta verk Norrænu tónlistardaganna, þ.e. Marchenbild- er eftir Hans Abrahamsen. Þar með hafði tekist að flytja öll þau verk sem fyrirhuguð voru á efnisskrá hátíðarinnar utan Kvintett í e-moll eftir Atla Ingólfsson, sem ekki tókst vgna veikinda eins hljóðfæraleikar- ans og eitt verk eftir Rántavaara. Fyrsta verkið á hljómsveitartónleik- unum í Háskólabíói sl. fostudag, var verk eftir Steen Pade, sem hann nefnir Arcus. Verkið er byggt á líðandi samhljórpan og bregður einnig fyrir ýmsum stefgerðum, oft í þráste^un, en í heild er verkið þýtt og hljómfallegt. Steen Pade lærði fyrst hjá Ib Nörholm og síðar hjá Per Nörgárd og Karl Aage Rasmussen. Eftir Miklos Maros var fluttur konsert fyrir básúnu og hljómsveit, en einleikarinn var snill- ingurinn Christian Lindberg. Auk ýmissa tæknifyrirbæra eins og hljómbrots náttúrtónanna og sam- hljómunar, þar sem hljóðfæraleik- arinn sjmgur inn í básúnuna um leið og hann leikur á hana og nær því að leika samhljómandi tóna á þetta „einraddaða" hljóðfæri, er hljóðfæraleikaranum gert að leika á ystu sviðum hljóðfærisins, hvaða listrænum tilgangi það svo þjónar. Þrátt fyrir að hönnun tónverksins virðist þýðingarmeiri en listræn nið- urstaða, var á köflum að heyra einstaka tilbrigði í samspili hljóm- sveitar og básúnu. Það er eins og flest tónverkin á Norrænu tónlistar- dögunum séu meira og minna smíðuð í einni og sömu smiðjunni, sem aðeins sannar hversu „aka- demísk" forskrift er markvisst mótunartæki, og predikunin um framúrstefnuna er múlbindandi, jafnvel þó hún sé ekki orðin neitt annað að innihaldi en úr sér gengin trúarkredda. Er þar ekki að finna ástæðuna fyrir áhugaleysi almenn- ings en ekki í skorti á áróðri eða stýrandi kennslu? Sérfræðingamir skilgreina og áætla, en það er hinn kunnáttulausi almenningur sem dæmir og dómur hans er réttur og endanlegur, því honum hefur ekki verið forstýrt af fræðilegum niður- stöðum, sem í sjálfu sér eru marklausar. Þegar mikla list ber fyrir augu og eyru manna, skynja allir snilldina án þess að vita hvers vegna. Þessi regla á einnig við þeg- ar af litlu er að taka og byggist á því að tilfinningar manna eru mark- vissari og heiðarlegri dómari en sú formötun sem kunnátta oftlega er. Bæði verk Abrahamsen og síðasta verkið, Wirklicher Wald, eftir Ame Nordheim, em verk sem samin em samkvæmt þeim kröfum sem nú em gerðar til nútímatónskálda. Þetta em ill örlög þeim sem annars ættu að geta sagt hug sinn og gert vel. Kór Langholtskirkju, undir stjóm Jóns Stefánssonar, söng með í verkinu og átti hann vegna smæð- ar og ónógs undirbúnings ekki nógu sterka aðild að verkinu, sem þrátt fyrir að vera forskriftartónlist ber í sér einstaka fallega hljóman. Sópr- ansöngkonan Solveig Faringer söng sópranhlutverkið mjög vel. Líklega má telja að hljómleysi kórsins hafi valdið nokkm um að flutningur verksins var svo áhrifalítill og kem- ur þar líklega til mannfæð og ill hljóman hússins. Stjómandi tónleik- anna var Páll P. Pálsson og leiddi hann Sinfóníuhljómsveit íslands af öryggi og festu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.