Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 I fclk í fréttum tí Lisa Marie Presley í sértrúarsöfnuði Fjölakyldan fyrir hjónanna 1972. Mæðgnrnar eru báðar sama sértrúarsöfnuði. Lisa Marie Presley, hin 18 ára dóttir Elvis, rokkkóngsins sáluga, og Priscilla, hefur flutt að heiman og dvelur hjá sértrúar- söfnuði í Los Angeles. Reyndar var það móðirin, sem kom dótturinni á bragðið, og nú á söfnuðurinn nær hug hennar allan. Meðlimimir þurfa að ganga í gegnum hin ýmsu stig í með- ferðinni til að öðlast betra líf og allt saman kostar þetta mikla peninga. Útgjöldin hjá Lísu eru varla byijuð, en samt greiðir hún um 100 þúsund krónur á mánuði. En það skiptir hana engu, því hún fékk dágóðan arf fyrir skömmu og fær auk þess enn meira eftir föður sinn á 25 ára afmælisdag- inn. Mæðgumar em óánægðar út í blaðaskrif um þær þess efnis að Lisa Marie hafi flutt að heiman vegna ósamkomulags þeirra og segja það helber ósannindi. Þeim komi mjög vel saman og ekkert óvenjulegt sé við það að 18 ára stúlka flytji frá mömmu. Lisa Marie er mjög ánægð með lífið og nýtur þess að geta gengið um götumar án þess að eftir henni sé tekið. Hún segist eiga kærasta og þau hittist oft, en samt er það söfiiuðurinn, sem tekur mestan tíma. Skötuhjúin í einkaþotu sinni. í svona flugvélum fyúga veryu- lega tun 180 farþegar, en þeim finnst best að vera bara tvö. SYLVESTER MEÐ GITTE Á HEIMASLÓÐUM SPELIVIRKI Á KASTRUP SKUGGAHLIÐAR fræðgarinn- ar verða seint nægilega tíun- daðar. Þannig varð ófriðarseggur- inn og bardagahundurinn Sylvester Stallone fyrir óskemmtilegu reynslu um daginn. Hans heittelskaða danska frú, Gitte, hafði fengið bæ- jarleyfi í kóngsins Kaupmannahöfn en þegar þau hjónin komu aftur á Kastrup höfðu orðin „HO CHI MINH AIR" verið máluð með úða- brúsa á skrokk einkaflugvélar þeirra. Hverjir sem spellvirkið unnu, höfðu augsýnilega aðrar skoðanir á heimspólitíkinni en höfundur og aðalleikari „Rambo". Að vonum var Sylvester sár, því vélin er honum kær - sérinnréttuð Boeing 727 með tilheyrandi munaði innanborðs. „Hvað á svona að þýða“ spurði kappinn „ég er enginn stjómmála- maður, bara leikari. Afhveiju gátu þessir menn ekki bara komið til mín og rætt málin ? Þá hefðum við kannski getað komist að samkomu- lagi." Og nú bíðum við óþreyjufull eftir „Rambo 111“ þar sem söguhetj- an sest að samningaborði með helstu óvinum föðurlandsins, hveijir svo sem það verða... Björgvin á ferð og flugi JÖRGVTN Halldórsson hefur haft í nógu að snúast undanfamar vikur. Um daginn kom Björgvin heim frá London þar sem hann stjómaði upptökum á hljómplötu Kristjáns Jóhannsonar. Platan var tekin upp í CBS- Studios og aimaðist Royal Symphony orc- hestra undirleik. Þá stómaði Björgin nýverið upptökum á hljómplötu þar sem Sinfóníu- hljómsveit íslands leikur dægurlög í útsetn- ingu Ed Welch. Á næstunni heldur Björgvin síðan út til Castelbar á írlandi og flytur lag Jóhanns G. Jóhannsonar „I write a lonely song“ í Al- þjóðasöngvakeppninni. Að keppninni lokinni ætlar hann að heija upptökur á Qórðu sólóplöfy unni sinni, en fyrmefndar plötur koma allar út um jólin. Lagið sem Björgvin flytur út í Castelbar er betur þekkt undir nafninu „Reykjavík". Jóhann sendi það inn í söngvakeppni höfuð- borgarinnar, en komst ekki í úrslit. Nú mun „I write..." keppa við lög frá írlandi, Tékkósló- vakí, Englandi, Hollandi, Ítalíu, Svíþjóð og Bandaríkjunum. Þetta er í 21 skiptið sem keppnin er haldin. Tveir í klípu EIR setluðu að gera gluggana á Hótel Sögu skínandi fallega og hreina, sennilega svo að Gorbasj- off og Reigan sæju betur Esjuna ef þessi yrði fundarstaðurinn. En þá kom babb í bátinn: Kláfurinn sem borið hafði þvottamennina í efstu hæðir gerðist nú staður og neitaði að fara aftur niður. Lítið þýddi að koma honum í skilning um að Njúton hefði svo um mælt að allt sem fer upp skuli niður falla. Eitthvað hafði farið úrskeiðis og vélin sagði brems. Endaði þessi rimma með því að þeir félagar slök- uðu farkostinum niður með handafli og ærinni fyrirhöfn. Þorkell, ljós- myndari Morgunblaðsins, átti leið hjá og tók þessar myndir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.