Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 27 Sundhöll Selfoss: Háskólarektor afhendir fulltrúa Margrétar Danadrottningar, Kersti Marcus, fulltrúa í danska sendiráðinu, heiðursdoktors- skjalið. fjársöfnunar sem bandalagið hefði gengist fyrir meðal félagsmanna sinna, en rektor hefur látið þau orð falla að stofnun haskólabókaforlags sé meðal brýnustu verkefna Háskól- ans. Þá tilkynnti Hörður Filippusson, formaður Félags háskólakennara, um bókagjöf frá félaginu, en þar var um að ræða 22 binda verk um tónlist sem varðveitt verður á Há- skólabókasafni. Þá tók Jónas Ingi Ketilsson, formaður Stúdentafélags Reykjavíkur, til máls, en þess má geta að í vor stóð Stúdentafélagið fyrir ráðstefnu um Háskólann og atvinnulífíð að Hótel Loftleiðum, og var hún vel sótt. Fleiri urðu til að taka til máls, meðal annars, formaður Stúdentar- áðs, Eyjólfur Sveinsson, og Steindór Steindórsson frá Hiöðum, fyrrver- andi skólameistari. Hann rifjaði upp fyrir gestum 17. júní á Akureyri árið 1911, en þá var hann 9 ára gutti, og þann dag var Háskóli fs- lands stofriaður. Sagði hann frá því að þá hefði snarað sér í ræðustól Stefán Stefánsson, skólameistari og alþingismaður, og minnt á að á þessari klukkustundu væri verið að stofna háskóla suður í Reykjavík. Sagðist Steindór hafa áttað sig á að þama væri um mjög merkilegan atburð að ræða. Venjur morgungesta ruglast við breytingar á útvarpsdagskránni Breytingarnar á dagskrá rfldsútvarpsins sem gerðar voru um sl mánaðamót hafa raskað ýmsum venjum fólks sem hlustar á ákveðna dag- skrárliði og notar þá sem nokkurs konar klnkkn eða við- miðun. Oft tekur nokkurn tíma að venjast nýrri viðmiðun eða þvi að hafa alls enga eins og varð hjá morgunhönum Sund- hallar Selfoss. Á hveijum morgni klukkan kortér fyrir sex mæta fyrstu gestir Sund- hallar Selfoss, hópur sem hefur fastan kjama sem alltaf mætir, svo eru aðrir sem koma öðru hveiju á þessum tíma. Þessi hópur þarf nú að mæta nokkurri röskun með til- komu breytinga á dagskrá útvarps- ins sem alltaf er hlustað á í heita pottinum eftir 200 metra sund- sprett. í heita pottinum slappaði fólkið af fram að „fyrra ameni" eins og þau orða það og eiga þá við það þegar byrjað var að lesa bænina. “Þó kom fyrir að við fórum á síðara ameninu", sögðu þau líka og áttu við það þegar bæninni lauk. Núna hefur bænin verið flutt um set fram fyrir klukkan sjö og verður því ekki notuð sem viðmiðun. Við hefur tek- ið samfelldur morgunþáttur sem ekki verður notaður í staðinn fyrir amenið til að fara uppúr lauginni. „Þetta er alveg ómögulegt", sagði ein konan, „það er alltaf ver- ið að líta á klukkuna og engin regla hvenær farið er uppúr". Eftir nokkrar umræður á öðrum degi eftir breytingamar á dagskránni var ákveðið að gera þeim morgun- þáttarmönnum orð og biðja þá að segja hó klukkan tíu mínútur yfír sjö eða marka tímann á annan hátt. Einn gestanna vísaði til þess að i þættinum væri Selfyssingur. sem örugglega tæki vel í þetta. Sig Jons. Námskeið í aimennri skyndihjálp Reykjavíkurdeild RKÍ heldur námskeið í almennri skyndihjálp. Það hefst þriðju- Sdaginn 7. október kl. 20.00 í kennslusal RKÍ, í Nóatúni 27. Námskeiðsgjald er kr. | 1000. Leiðbeinandi er Guðlaugur Leós- | son. Öllum heimil þátttaka. Skráning í síma 28222. -I------------------------------------ Nú færðu 10% afslátt af öllu fúavarnarefni hjá Húsasmiöjunni og ef þú kaupir málningu fyrir meira en 10.000 kr. þá færdu einnig 10% afslátt. Er ekki tilvaliö ad fúaverja fyrir veturinn og létta upp innanhúss með nýjum litum. Húsasmiðjan hjálpar til. . Húsasmiðjan — Heimur fyrir handlagið fólk. J ÖRKIN/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.