Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 Marniréttíndi og eftírlaimaaldur Karlar Konur 65—74 ára aldur .. 69% >40% .. 25% 8% .. 35% 16% 14% 4% 5% 3% eftir Ólaf Ólafsson og Þór Halldórsson Eftirlaunaaldur Missir fastráðningar þýðir lakari kjör m.a. hvað varðar veikindarétt- indi og önnur réttindi fyrir einstakl- inginn. Á Norðurlöndum er eftir- launaaldur yfírleitt við 67_ ára aldur, í Sviþjóð 65 ára en á íslandi eru mörkin nokkuð sveigjanlegri. Opin- berir starfsmenn ráða hvort þeir ljúka störfum við 67 eða 70 ára aldur. Einnig gildir þar „95 ára reglan". Ýmsir lífeyrissjóðir á Islandi leyfa framlengingu á starfí til allt að 70 ára aldurs. Á samningasvæði Al- þýðusambandsins eru starfslok komin undir samkomulagi launþega við vinnuveitanda. Launþegi verður þar að sækja rétt sinn til vinnu til annarra. Mörg fyrirtæki hafa ákveðnar regiur um að segja starfs- fólki upp við 70 ára aldur. Athygiis- vert er að í einkageiranum halda menn mun lengur starfí sínu eftir að eftirlaunaaldri er náð en hjá ríki og bæ. Atgervi eftirlaunafólks Niðurstöður margra rannsókna sýna að flestir eftirlaunamenn eru við góða heilsu og jafnframt vel vinnufærir. Vinnandi fólk á eftirlaunaaldri á Norðurlöndum: (1,2,3) ísland .... Danmörk Noregur . Svífejóð ... Finnland . FJöldi þeirra er hættu vinnu fyrir eftirlauna- aldur Á Norðurlöndum fer þeim flölg- andi sem hætta störfum áður en eftirlaunaaldri er náð, þrátt fyrir óbreytta eða jafnvel betri heilsu nú en fyrr. Á tímabilinu 1970—1980 breyttist fjöldi þeirra vinnufærra manna sem hættu störfum á aldrinum 16—64 ára sbr. töflu II* 1. í Danmörku og Finnlandi hætta fleiri störfum undir eftirlaunaaldri en á öðrum Norðurlöndum,_ líklega vegna meira atvinnuleysis. Árið 1981 voru í Danmörku aðeins 56% karla og 27% kvenna á aldrinum 60—64 ára við vinnu.6. Iikleg-ar orsakir starfs- loka áður en eftirlauna- aldriernáð 1) Atvinnuleysi. 2) Menntunarkröfur atvinnuveg- anna hafa aukist 3) Hagræðing er orðin meiri. 4) Félagslegur þrýstingur „maður á að hætta þegar ellin færist yfír og hleypa þeim ungu að“ vegna atvinnuleysis. 5) Verkalýðspólitík fagfélaganna er oft neikvæð í garð „þeirra görnlu"8 9. 6) I einstökum tilfellum er flárhags- lega hagkvæmt að hætta vinnu. Heilsufar og aðstæður eftirlaunafólks Aðeins örfáar rannsóknir hafa far- ið fram sem lýsa aðstæðum og heilsufari eftirlaunafólks m.t.t. sam- anburðarhóps. Samkvæmt rannsóknum Félags- málarannsóknastofu Danmerkur reyndist heilsufar „aldraðra" frekar batna á árunum 1962—19794 *. í sam- ræmi við þessar niðurstöður hefur Tafla II. 1970 Fjöldi á 10* 1980 Fjöldi á 10* ísland (16—64) 5.212 62,0 5.727 54,0 -13% Danmörk1 (15—662) . 127.465 55,2 141.216 53,6 +1,6 Finnland (16—64) .... 172.405 81,4 243.300 109,5 +34,5 Noregur (15—64) 91.536 62,6 159.726 115,8 +8,5 Svíþjóð (16-64) 163.072 47,8 293.334 78,2 +63,6 1 1981. 2 Að frá töldum 60- -64 ára. Tafla HI. Á 10* íbúa 65-74 ára 1971/75 1976/80 ísland 3.386,4 3.022,0 Danmörk 4.247,5 4.174,2 Finnland 5.498,0 5.498,8 Noregur 3.961,8 3.801,8 Svíþjóð 3.789,6 3.735,7 er örvun huga og líkama nauðsynleg, s.s.: 1) Skyn- og hreyfigetu (sjónar og heymar) (sensomotoric function). 2) Andlegrar (kognitiv) hæfni (minni, hæfni til lausar vanda- mála). 3) Félagslegrar og sálrænnar aðlög- unarhæfíii. Tamt er að líta á mannsævina sem göngu á fótinn framan af, með sífellt aukinni getu, en síðan halli undan fæti þegar lengra líður. Mynd I tákn- gerir slíkt viðhorf. Þekkt er að frumum líkamans flölgar og þær stækka fram að kyn- þroska og e.t.v. að 20—25 ára aldri, en í sumum tilvikum fer þá þegar að draga úr stærð þeirra og §ölda. Niðurstöður ítarlegra (longitudin- el) rannsókna sem gerðar eru á mannslíkamanum með nútíma tækni sýna að þrátt fyrir að viss rýmun fruma líkamans byiji um 25 ára ald- ur eru breytingamar litlar næstu 20 ár. Almennt benda rannsóknir til þess að breytingar á frumum líkam- ans með hækkandi aldri verði ekki verulegar fyrr en komið er yfír 65—75 ára aldur. Meira ætti að hugsa um minnkun starfsgetu en myndrænar (morpologiskar) breyt- ingar. Mörg líffæri búa yfír mikilli aukagetu (reserve capacity). Sum líf- færi má skerða um 8A hluta án þess að nokkur greinileg starfsskerðing komi i ljós. Margs konar geta sem skiptir okkur máli nær hámarki um kynþroskaaldur en stendur síðan að mestu leyti óbreytt í langan tíma Flestir halda að starfshæfni (S) minnki nokkuð hratt með aldrin- um (A) eins og myndin sýnir. Líkamleg hæfni (S) t.d. vöðva- styrkleiki nær að vísu hámarki snemma á æviskeiðinu (A) en margs konar önnur hæfni er óbreytt lengi uns hægfara hrörn- un gerir vart við sig. s A í reynd eykst viss starfshæfni (S) með aldrinum (A) t.d. sú er bygg- ir á reynslu. -----------------------> A Það vill gleymast að starfshæfni (S) er hægt að bæta verulega með þjálfun séjþess gætt f tfma (A). komið í ljós að dánartíðni fólks á aldrinum 65—74 ára á Norðurlöndum minnkaði á árunum 1970—1980, Tafla III6. Niðurstöður flestra rannsókna sem gerðar hafa verið beinast að ástand- inu hjá ófaglærðum og starfsmönn- um í lægri launaflokkum en fáar að menntamönnum og sjálfstæðum at- vinnurekendum. Launþegar hætta störfum mun fyrr en þeir er starfa sjálfstætt6. Algengast er að menntamenn og atvinnurekendur eigi sér frekar áhugamál (hobbies), er koma í stað starfsins, en verkamenn. Sá hópur sem er mótfallinn því að hætta störfum er á bilinu 15—30% og allt að þriðjungur ellilífeyrisþega á Norðurlöndum kemst illa af fjár- hagslega. í lqölfar þessa hrakar oft næringarástandi fólks. Einmanaleiki, deyfð og dapurð eru oft algeng. Lyflanotkun, sérstaklega hjá konum, eykst.7 Námskeið til undirbúnings starfs- loka hafa verið haldin „en margir eru tortryggnir gagnvart þeim og halda að ýta eigi þeim út af vinnumarkaðin- um“<8. Hvort heidur vinnulok verða við tilskilinn aldur eða fyrr, leiða þau yfirleitt til verkefnaleysis (inactiver- ing) og óvirkni. Áður fyrr var rosknu fólki talið hollast að setjast í helgan stein og hvflast, en það kemur ekki heim við nútíma læknisfræðiþekkingu. Örvun til aukinnar starfsemi Til að fólk haldi starfsgetu sinni þar til hægfara skerðing verður með háum aldri. Mynd II. Það er mikilvægt að benda á að á sumum sviðum geta menn aukið hæfni sína á miðjum aldri og býsna lengi fram eftir ævinni. Sjá mynd III. Þess háttar getuaukning á t.d. við um störf hugans — störf sem reyna á greind og sérstaklega ef reynsla skiptir þar máli. Háskólaerindi Fyrirlestur um Biblíuþýðingar HEIÐURSDOKTOR guðfræði- deildar, dr. Eugene A. Nida, heldur fyrirlestur í dag klukkan 17.00 í Odda um Biblíuþýðingar. Er þetta fjórða háskólaerindið sem flutt verður í tilefni afmælis Háskólans, en alls verða erindin sjö talsins Nida er framkvæmdastjóri þýð- ingarmála hjá Ameríska Biblíufé- laginu og hefur starfað mikið að ráðgjöf og kennslu biblíuþýðenda. Hann fæddist í Oklahoma árið 1914 og stundaði fyrst nám í klassískum fræðum við Kalifomíuháskóla og árið 1936 lauk hann þaðan prófi. Það hefur oft komið í ljós að fram að 70 ára aldri er andleg hæfni næsta óskert og má jafna við getu þrítugra. Þó verður að taka fram að snerpunni hrakar heldur. Rannsóknir á sjötugu fólki fyrir og eftir þjálfun sýna að þjálfun eykur ekki aðeins vöðvastyrk heldur aukast einnig frekar viðbrögð skjót- virkra vöðvaþráða en hægvirkra. Fleiri rannsóknir hafa verið gerð- ar sem sýna að með þjálfun hugans er hægt að hafa mælanleg áhrif á andlega getu., Hægt er að hafa áhrif á þá getu sem búið er yfír. Mynd IV >2 3. Annars konar geta Líkamsþjálfun vinnur gegn ald- ursbreytingum í vöðvum og stoð- kerfí. Hæfileg þjálfun getur hamlað beineyðingu og efnaskiptabreyting- um <10 11 12. Þjálfun styrkir hjartavöðvann, þ.e. eykur slagrúmmál hjartans og þol. Niðurstöður Þrátt fyrir að heilsufar fólks 65—74 ára á Norðurlöndum hafí ekki versnað heldur mun frekar batnað hin síðari ár, fer í vöxt að fólk láti af störfum jafnvel áður en eftirlaunaaldri er náð. Vinnulok við 65—70 ára aldur leiðir oft til (stöðnunar) óvirkni. Slfld er ekki læknisfræðilega réttlætanlegt eins og nú horfir við og leiðir oft til ótimabærrar hrömunar og innlagna á stofnan- ir eins og mörg dæmi em til um. Meðferð öldrunar er ekki algjör hvfld heldur örvun huga og líkama. Tillaga Eftirlaunaaldur á að vera sveigj- anlegur og byggjast á læknisfræði- legu og félagsfræðilegu mati á starfsgetu og hæfni hvers og eins. Vitaskuld á ekki að skerða rétt manna til eftirlauna er þeir hafa áunnið sér. En það eru mannrétt- indi að halda óskertum starfs- réttindum svo lengi sem hæfni og starfsorka bjóða. Lagt er til að eftirlaunaaldur verði mun sveigjanlegri en nú er, þ.e. fólk geti valið um hvenær það hættir störfum, t.d. á aldursbilinu 60—75 ára. Ólafur Ólafsson er landlæknir og Þór Halldórsson eryfirlæknir öldrunardeildar Landspítalans. 1) Arbetsmarknaden öppen eller stangd — NAUT project. Rapport till Nordiska R&det. 1980. 2) Jón Bjöm8Son: Atvinnumál aldraðra. Skýrsla 1983. 3) ó. ólafsson: Annus Medicus, Dr. Gen. Public Health, Reykjavík 1986. 4) Platz M.: De œldres leveilk&r 1977 Social forskningsinsinsituttets meddelelse 32 K-havn 1981. 6) Yearbook af Statistics. Nord. stat. secretariat S-holm 1986. 6) Friis H.: Pensioner och tilbagetrækning i de Nordiske lande. 6. Nordiske kongressen i Ger- ontology, K-havn april 1983. 7) S. Fore.: Retirement and preperation for retire- ment 6. Nordiska kongressen i Gerontology 1983. 8) Engelstad H.: Förberedelser till pensions&ld- em. 6. Nordisk Gerontology, Kongress Reykjavík 1981. 9) Olæn H.: De ældre og arbejdsmarkedet i Danmark. 5. Nordisk Gerontology, Kongress Reykjavík 1981. 10) G. Grimsby.: Alderens inflytande p& muskel- morfologien. 5. Nordiske Kongressen i Gerontology, Reykjavík 1981. 11) Viidik A.: Stödvavnaden &ldras. 6. Nordiska Kongressen i Gerontology, Reykjavfk 1981. 12) Svanborg A., Djurfeldt H., Steen B.: Frisk eller sjuk p& áldre dagar. D.SF. Rapport 1980:4. Þremur árum seinna lauk hann M.A. prófí í Nýja testamentis grfsku og 1943 lauk hann doktorsprófi í málvísindum. Það sama ár réðst hann til Ameríska Biblíufélagsins sem aðstoðarframkvæmdastjóri þýðingarmála. Með því að koma á auknum tengslum milli fræðigreina, svo sem málvísinda, félagsmannfræði og guðfræði hefur hann átt hvað mest- an þatt í þeirri grósku í biblíuþýð- ingarmálum sem einkennt hefur síðustu áratugi. Þannir hefur hann jafnframt átt mestan þátt í að móta nútíma ritskýringu. Á bls. 48 er að fínna viðtal sem tekið var við Eugene A. Nida.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.