Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 Minning: Sigmjón Ingvars- son - skipstjóri Fæddur 20. desember 1895 Dáinn 29. mars 1986 Kynslóðin sem borin var í þennan heim um og fyrir sfðustu aldamót, og við þau er kennd, átti hlutdeild í mestu breytingum sem riðið hafa yfir íslenskt samfélag frá upphafi byggðar, jafnframt því að tengja saman gamla og nýja tíð á þann veg sem á tæpast sinn líkan. Þar fer sú kynslóð sem átti sín bemsku- og manndómsár er alda- gamlir búnaðar- og sjávarhættir viku sem óðast fyrir gjöfulli tækni sem gjörbreytti atvinnuháttum og lífsskilyrðum á örfáum áratugum, enda allt að vinna; sú kynslóð sem átti upphaf sitt í dýrmætri menn- ingu, lifandi sögu og rótgrónum dyggðum og flutti þau verðmæti með sér inn í véivæddan nútímann; sú kynslóð sem trúði hiklaust á landið og framtíðina, endurheimti foma reisn og gerði þessa hjálendu Dana að sjálfstæðu lýðveldi. Engin kynslóð hefur í jafn ríkum mæli mátt laga sig að nýjungum sem sumpart voru skáldlegir órar í upphafi ferðar, svo sem almennt flug um háloftin og lifandi myndir í hvert hús, sumpart draumkenndar hugsjónir um fullvalda ríki og vel- ferð og öryggi aiþýðu manna. Þessum mönnum og konum, sem sjálf lifðu einatt við strit og basl, megum við, böm þeirra og bama- böm, þakka andlegar og veraldleg- ar allsnægtir; frjóa menntun, nægan starfa og aðstoð ef á bjátar. Nú er genginn enn einn þeirra manna er tóku ötulan þátt í þessari miklu lífsgæðabyltingu, sem vel má kalla svo, Siguijón Ingvarsson, Klömbm-Jón, skipstjóri í Vest- mannaeyjum. Hann lést 29. mars sl. á 91. aldursári. Sigurjón var verðugur fulltrúi alls hins besta í þeirri arfleifð sem aldamótakynslóðin bar með sér, jafnframt því að trúa hiklaust á komandi tíma og ryða nýjar braut- ir. Þar fór saman að öðm leytinu áræðið, þrautseigjan og æðmleysið sem spratt af langri sambúð kyn- slóðanna við óblíða náttúm landsins og virðingin fyrir því sem aimættið gaf og tók, að hinu leytinu trú full- hugans á mátt sinn og megin og þá möguleika sem bjuggu með vax- andi þjóð í gjöfulu landi, umleiknu fengsælum miðum. Siguijón Ingvarsson fæddist að Klömbmm undir Eyjaíjöllum 20. desember 1895, sonur hjónanna Kristbjargar Jónsdóttur og Ingvars Pálssonar, sem þar bjuggu. Böm þeirra urðu alls níu og var Siguijón elstur. Skyggni þarf ekki að vera nema sæmilegt til þess að vel sjáist til Vestmannaeyja frá bæjunum undir Eyjafjöllum. Og einatt sjást Eyjam- ar þaðan í hillingum. Er ekki að undra að ungum mönnum yrði star- sýnt á þær sjónhverfíngar náttúr- unnar. Og það er jafnvíst að þeir sáu Eyjamar einnig í hillingum í öðmm skilningi á fyrstu ámm ald- arinnar; þar var blómleg og ört vaxandi útgerð, skjólgóð höfn, rífandi atvinna — og líf og fjör. Við Eyjafjallasand börðust sjó- menn hins vegar við brimið á hafnalusri ströndinni og þurftu ósjaldan að sæta lagi og róa lífróð- ur til að leggja að og frá. Og þar sem þeir streittust við áramar vissu þeir fullvel að í Eyjum bættust sífellt í flotann stórir og vel búnir vélbátar. Ifyrstu vélbátamir vom gerðir út frá Vestmannaeyjum á vertíðinni 1906 og undir lok fyrri heimsstyijaldarinnar vom þeir orðnir 70. Bátamir vom að vísu ekki stórir miðað við það sem síðar gerðist, um tíu lestir að meðaltali, en þeir vom vissulega mun stærri og fullkomnari en gömlu áraskipin og yfirleitt þilfarsbátar er á leið. Enda tuttuguogfimm-faldaðist aflamagn í Eyjum á ámnum 1902-1922. Svo sem við mátti búast leituðu menn og konur víðs vegar að af landinu fanga í þessu gjöfula plássi. Siguijón Ingvarsson var meðal þeirra. Hann fór fyrst á vorvertíð í Eyjum fyrir fermingu og hafði þá raunar þegar kynnst sjómennsku lítillega frá Eyjaflallasandi. Fyrstu vetrarvertíðina reri hann frá Eyjum 1910 og þá hjá Sigurði á Bólstað á velbátnum ísak. Síðan tóku ver- tíðimar í Eyjum við hver af annarri, að undanteknum vetmnum 1916 og 1917 er Siguijón reri frá Grindavík. Aðra hluta ársins var hann einatt heima að Klömbmm og stjómaði meðal annars uppskip- unarbáti við Sandinn um tvítugsald- ur og síðar sexrónu skipi á vorvertíðum. Þá má geta þess að Siguijón tók þátt í sem ungur mað- ur að gera eina sérstæðustu sund- laug landsins, Seljavallalaug undir Eyjafjöllum sem byggð er utan í klettavegg hátt upp í fjalli þar sem upp sprettur heitt vatn. Þangað verður ekki komist nema fótgang- andi en ungir menn undir Fjöllunum létu sig ekki muna um að bera þangað á herðum sér sement og annað byggingareftii svo laugin mætti verða að vemleika. Siguijón var fyrst formaður á vertíð í Eyjum 1923, hafði þá keypt hlut í vélbátnum Þór og var með hann í tvær vertíðir en seldi síðan. Næstu vertíðir var hann alla jafna formaður á vélbátnum en hætti því 1930 og réð sig á ísleif frá Vest- mannaeyjum og var á honum í fjórtán vertíðir. A síðari hluta þessa tímabils hófst merkur þáttur hans í samgöngusögu Vestmannaeyja sem síðar verður vikið að. Hvert það skiprúm sem Siguijón Ingvarsson réð sig í þótti vel skip- að. Þar fór saman trúmennska og dugnaður, ró og jafnaðargeð hvað sem á dundi. Hann var traustur og góður félagi og ekki spilltu fyrir jötunefldir líkamsburðir; Klömbm- Jón var þekktur fyrir það um allan flotann að vippa léttilega um borð einn síns liðs olíutunnum og öðm því sem ella þurfti tvo eða þtjá menn til að valda. Það vom ekki einungis ungir menn sem leituðu til Vestmanna- eyja í atvinnuskyni á þessum ámm. Þangað komu einnig ungar konur sömu erinda. Þeirra á meðal var Hólmfríður Guðjónsdóttir frá Stokkseyri sem réði sig sem vinnu- konu til Valdimars Bjamasonar á Staðarhóli. Þau Siguijón felldu hugi saman og það dylst engum sem til þekkir að það varð þeim báðum til mikillar gæfu er þau staðfestu ráð sitt og hófu búskap 1925. Ffyrst bjuggu þau að Búðarfelli (Skólavegi 8) en síðar um langt árabil í húsi því er nefnist Skógar og stendur við Bessastíg { Vestmannaeyjum. Vom þau síðan kennd við það hús, nema hvað Siguijón var einnig kenndur við æskuheimili sitt, Klömbmr, sem fyrr getur. Hólmfríður, sem lifir mann sinn, fæddist að Hólmi á Stokkseyri 2. nóvember 1906, dóttir hjónanna Jóhönnu J. Jónsdóttur og Guðjóns Jónssonar verkamanns sem þar þjuggu. Siguijón og Hólmfríður áttu bamaláni að fagna. Böm þeirra em: Ingvar f. 1926, trésmiður í Vestmannaeyjum, kvæntur Álfheiði Sigurðardóttur frá Gljúfri í Ölfusi. Þau eiga fjögur böm; Jóhanna f. 1928, búsett á Skagaströnd, giftist Ástmari Ingvarssyni vömbifreiða- stjóra frá Balaskarði í Vindhælis- hreppi sem lést 1977. Þau eignuðust flögur böm; Kristbjörg f. 1931, búsett í Vestmannaeyjum, giftist Grétari Skaftasyni skipstjóra frá Lækjarbakka í Mýrdal sem fórst með vélbátnum Þráni haustið 1968. Þau eignuðust flögur böm; Ása Hólmfríður f. 1944, búsett í Vest- mannaeyjum ásamt eiginmanni sínum, Agústi Guðmundssyni vél- stjóra og útgerðarmanni. Þau eiga §ögur böm. Bamabömin em því orðin sextán talsins og þegar era átján bamabamaböm komin í heiminn. Lengi vel vom Vestmannaeyjar harla einangraðar hvað samgöngur varðar. Vitaskuld var ekki um aðra leið að ræða en sjóleiðina en ferðir vom stopular og mjög háðar veðri. Nokkuð rættist úr eftir stofnun Eimskipafélags íslands 1914 ogenn vænkaðist hagur Eyjamanna nokkm síðar eftir að Bergenska skipafélagið hóf viðkomur í Eyjum í ferðum sínum til íslands. Með sigl- ingum þessara félaga komust á reglulegar ferðir til Reykjavíkur um rúmra tveggja áratuga skeið, fram að heimsstyijöldinni síðari, en þá dró mjög úr þeim og ferðimar urðu óreglubundnar. Sigling til eða frá Reykjavík var auðvitað mun lengra og kostnaðar- samara ferðalag en þegar siglt var milli Eyja og suðurstrandarinnar, einkum fyrir þá sem komu úr eða áttu erindi í sveitir Sunnanlands. Því var snemma farið að sigla með farþega og vömr stystu leið, m.a. var haldið uppi ferðum að sumrinu milli Vestmannaeyja og Stokks- eyrar, a.m.k. tvo fyrstu áratugi aldarinnar. Ferðir þessar vom hins vegar stijálar. Það var ekki fyrr en 1940 að tíðar og reglubundnar ferðir hófust milli þessara tveggja staða, en ein- mitt þá var þörfin einkar brýn; ekki var þá lengur um að ræða aðrar reglubundnar ferðir til og frá Eyj- um. Og þar er komið að hinum merka þætti Siguijóns Ingvarsson- ar í samgöngusögu Vestmannaeyja. Siguijón og Jón Sigurðsson hafn- sögumaður í Eyjum höfðu þá stofnað með sér félag um það að halda úti báti til slíkra ferða og flytja farþega, vömr og póst. Leigðu þeir sér til þess vélbátinn Skfðablaðni af Helga Benediktssyni fyrsta árið og fóm fyrstu ferðina til Stokkseyrar 6. júlí 1940. Vom þeir félagar aðeins tveir á bátnum þetta sumar og fóm venjulega eina til tvær ferðir á viku en oftar ef með þurfti. Ffyrsta sumarið urðu ferðimár 45. Næsta sumar leigðu þeir vélbát- inn Herstein til þessara ferða, þriðja Háskólaerindi í tilefni 75 ára afmælishátíðar Háskóla íslands Þriðjudagur 7. október Dr. Eugene A. Nida, málvísindamaður, New York mun flytja erindi í boði Háskóla íslands, er hann nefnir: „The Theologica! Implications of Bible Translating". Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu 101 í Odda og hefst hann kl. 17.00. Öllum er heimill aðgangur. Fyrirlesarinn er framkvæmdastjóri þýðingarmála hjá Ameríska biblíufélaginu og hefur starfað mikið að ráðgjöf og kennslu biblíuþýðenda. Hann er kunnur fræðimaður og fyrirlesari. Háskólaerindi í tilefni 75 ára afmælishátíðar Háskóla íslands Miðvikudagur 8. október Sigurður Helgason, prófessor, Boston mun flytja erindi í boði Háskóla íslands er hann nefnir: „Svipmyndir úr rúmfræði". Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu 101 í Odda og hefst hann kl. 17.00. Öllum er heimill aðgangur. Fyrirlesarinn, sem er kunnur stærðfræðingur, mun fjalla um nokkrar setningar úr venjulegri evklí- ðskri rúmfræði með áherslu á tengsl þeirra við varparúmfræði. Þá verður einnig lýst sögulegum grundvelli hinnar óevklíðsku rúmfræði og tengsl- um hennar við aðrar greinar stærðfræði. Tekið skal fram, að fyrirlesarinn mun leitast við að setja efnið fram á þann hátt, að áheyrendur geti notið fyrirlestursins, þótt þeir hafi ekki haft kynni af stærðfræði umfram það, sem kennt hefur verið í menntaskólum. Metsölublað á hverjum degi! sumarið Gísla J. Johnsen, 32 lesta bát og keyptu hann fjórða sumarið. Komu þeir m.a. fyrir 44 kojum í lestinni svo betur færi um far- þegana. Er skemmst frá því að segja að Stokkseyrarferðunum var haldið uppi með Gísla J. Johnsen hvert sumar til ársins 1954, ávallt undir ömggri skipstjóm Siguijóns. Meðal þess vamings sem fluttur var vom mjólkurvömr til Eyjabúa frá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi. Síðasta sumarið var mjólkinni skip- að út í Þorlákshöfn og sigldi Siguijón þá bæði þangað og til Stokkseyrar. Að öðm leyti vom fluttir farþegar og mikið af alls konar vömm, jafnvel hey. Þegar ferðunum var hætt haustið 1954 hafði Siguijón farið 730 ferðir á 15 ámm og flutt um 23 þúsund farþega, sem er ótrúlegur fyöldi á ekki stærri báti. Má ljóst vera að einatt var þröng um borð, einkum við upphaf og lok vetrarvertíðar, svo ekki sé minnst á þjóðhátíðam- ar. En aldrei urðu nein óhöpp eða slys, jafnvel þótt veður væra stund- um viðsjárverð og innsiglingin til Stokkseyrar ekki á hvers manns færi. Er víst að það má þakka að- gæslu og ömggri sljóm Siguijóns hve farsællega tókst til. Sjálfur þakkaði hann forsjóninni, hefði í mesta lagi fallist á að hann og for- sjónin hefðu átt góða samvinnu. Er það reyndar með ólíkindum að aldrei skyldi neitt henda við þær aðstæður sem um borð vom, t.d. þá ófáu farþega sem vom lítt ferða- færir vegna þjóðhátíðargleði eða af öðmm hliðstæðum sökum. Reyndar skall hurð nærri hælum eitt sinn er meðal farþeganna vom tveir félagar, æði óstöðugir á fótun- um. Skyndilega steyptist annar þeirra fyrir borð á leið til lands og þegar hinn ætlaði að koma honum til hjálpar fór sá sömu leið. En Sig- uijón náði að snúa bátnum í skyndingu, renndi upp að þeim fé- lögum hvomm um sig og kippti þeim um borð. Er næsta víst að þá beitti jötuninn engum vettlingatök- um, enda sagði annar þeirra við hann nokkm sfðar er hann þakkaði lífgjöfína: „En það ætla ég að biðja þig um, Siguijón, að taka aldrei eins fast á mér og þú gerðir þá!“ Stokkseyrarferðimar með Gísla J. Johnsen vom ekki einungis hin mesta samgöngubót fyrir Vest- mannaeyinga, einmitt þegar mest á reið, þær komu sér líka mæta vel fyrir Stokkseyringa og aðra Sunn- lendinga. Stokkseyri varð sam- göngumiðstöð og verslun og önnur samskipti við Eyjabúa jukust til muna. Átti margs konar fyrir- greiðsla skipstjórans á Gísla J. Johnsen á báða bóga ekki lítinn þátt í því. Farþegastraumurinn gerði það m.a. að verkum að þörf varð fyrir einhvem samastað á Stokkseyri, því einatt varð bið eftir bátnum sem varð að haga ferðum sfnum eftir sjávarföllum þar. Þá þurftu lúnir ferðalangar oft á að halda mat og húsaskjóli eftir sjó- ferðina. Því var það að nokkrir menn tóku sig saman um að mynda hlutafélag til að koma upp gistihúsi og greiðasölu á Stokkseyri. Auk hinna tveggja útgerðarmanna báts- ins átti þar meðal annarra hlut að Páll Guðjónsson á Stokkseyri, mág- ur Siguijóns, en hann hélt þá uppi áætlunarferðum milli Stokkseyrar, Eyrarbakka og Reykjavíkur. Gisti- hús þetta, Hótel Stokkseyri, var byggt á gömlum pakkhúsgmnni 1942 og tók til starfa vorið eftir. Þremur ámm síðar seldu hluthaf- amir hótelið en það var rekið áfram af öðmm aðilum allt fram yfir miðj- an sjötta áratuginn. F3kki liðu nema fá ár frá því að Stokkseyrarferðunum var hætt þar til aðrir tóku upp slíkar ferðir, þá til Þorlákshafnar, Reykjavíkur og Homafjarðar, en síðar einvörðungu til fyrstnefnda staðarins. Þar er komin til sögunnar útgerð Heijólfs, en Heijólfur eldri kom til landsins í desember 1959. Útgerð brautryðj- endanna Siguijóns Ingvarssonar og Jóns Sigurðssonar með Gísla J. Johnsen er því forveri Heijólfs og var á sínum tíma lífæð Eyjabúa, rétt eins og Heijólfur er nú, auk flugsins. Siguijón Ingvarsson lagði ekki árar í bát þegar útgerð Gísla J.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.