Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 13 Hvað er að vera sjálfstæðismaður? eftir Guðmund H. Garðarsson Hvers vegna prófkjör? Þetta er spuming, sem margir sjálfstæðis- menn í Reykjavík spyija þessa dagana. Svarið við þessari spum- ingu hefur verið og er ef til vill hjá mörgum nú sem fyrr, að í prófkjöri eigi allt sjálfstæðisfólk í Reykjavík kost á að stilla upp frambjóðendum í þeirri röð, sem menn telji sigur- vænlegast fyrir flokkinn í næstu kosningum. Þetta þýðir einfaldlega að verið er að velja fólk með tilliti til þeirra áherslna, sem viðkomandi leggur á framkvæmd einstakra stefnumála Sjálfstæðisflokksins. Augljóst er, að allir frambjóðendur aðhyllast gmndvallarmarkmið flokksins. Flest allir em þeir frjálslyndis- og fijálshyggjumenn. Spursmálið er, hvemig hafa hinir eldri rækt skyld- ur sínar við þessar hugsjónir og hvemig munu nýir frambjóðendur gera það, takist þeim að komast í ömggt þingsæti. Hvemig tekst þeim að tryggja að flokkurinn verði í reynd flokkur allra stétta? Stétt með stétt Stjómmálaflokkur, sem tryggir að sjónarmið sem flestra einstakl- inga og helstu stuðningshópa ná sterkt inn í helstu valdastofnanir flokksins með þar af leiðandi já- kvæðum áhrifum. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, hefur í for- mannstíð sinni lagt ríka áherslu á að menn störfuðu í þágu flokksins í anda hugsjónarinnar um að stétt standi með stétt. Það er forsenda styrkleika og stöðu Sjálfstæðis- flokksins í íslenskum stjómmálum. Verði trúnaðarbrestur milli Sjálf- stæðisflokksins og kjósenda, getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir fylgj flokksins. I síðustu borgarstjómarkosning- um lagði Davíð Oddsson, borgar- stjóri, áherslu á stéttasamstöðuna eins og formaðurinn. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins var breiður listi. Þar stóð stétt með stétt. Áherslur og framkvæmd stefnu- mála var í samræmi við þetta, enda hlaut Sjálfstæðisflokkurinn fræki- legan sigur. Góð regla er að lofa aldrei of miklu í stjómmálum. Betra er að leitast við að standa við stefnumál- in. Breyta samkvæmt samvisku sinni á grundvelli þeirra skyldna, sem viðkomandi undirgengst með þátttöku í stjómmálum. Markmiðið er að láta gott af sér leiða í þágu fólksins, sem á allt sitt undir því að fá að búa við sem mest frelsi og öryggi. Bylgjan — Stöð 2 Hvað varðar áherslur í fram- kvæmd stefnu fijálshyggju og fijálslyndis, er m.a. þetta að segja: Eftir 10 ára baráttu frá því að undirritaður stóð einn að frumvarpi til laga árið 1976 um fijáls útvarp og sjónvarp, er málið að komast í fulla framkvæmd. Bylgjan, útvarps- stöð í eign einkaaðila, er komin í fullan gang og þann - 9. október hefur einkasjónvarpsstöð, Stöð 2, starfrækslu sína. Sigurinn í þessu máli er einn mesti sigur tjáningarfrelsis á ís- landi. En þetta er aðeins áfangi. Forysta í lífeyrismálum í málefnum aldraðra, lífeyrisþega og öryrkja, hafa sjálfstæðismenn haft forystu. Nægir í því sambandi að nefna fomstustörf Péturs Sig- urðssonar, alþingismanns, og Odds ólafssonar, læknis og fyrrum al- þingismanns. Sjálfstæðismenn mega ekki láta deigan síga í þessum efnum. Það er aðalsmerki íslend- inga að hafa sinnt þessum málum öðrum þjóðum betur. Vinna verður enn betur að heilbrigðis- og trygg- ingamálum og þróa þau í samræmi við nútíma kröfur og aðstæður. Núverandi lífeyrissjóðakerfi og al- mannatryggingar á að þróa í samfellt kerfi, sem tryggir öllum landsmönnum sama rétt til mann- Guðmundur H. Garðarsson. „Eftir 10 ára baráttu frá því að undirritaður stóð einn að frumvarpi til laga árið 1976 um frjáls útvarp og sjón- varp, er málið að komast í fulla fram- kvæmd. Bylgjan, út- varpsstöð í eign einkaaðiia, er komin í fullan gang og þann 9. október hefur einka- sjónvarpsstöð, Stöð 2, starfrækslu sína.“ sæmandi lí feyris að lokinni starf- sævi. Ifyrir þessari stefnu mun verða barist áfram. í atvinnumálum eiga sjálfstæðis- menn mikið verk að vinna. Losa verður um þrúgandi kerfi ríkisfor- sjár í peningamálum og koma í veg fyrir mismun. Allir rekstraraðilar, einkafyrirtæki, samvinnu- og ríkis- fyrirtæki, eiga að sitja við sama borð og starfa á grundvelli sam- ræmdrar löggjafar hvað varðar ábyrgð og skyldur. Til þess að það verði, verður að afnema úrelt lög. Sá, sem þetta ritar, mun beita sér fyrir setningu slíkrar löggjafar í framtíðinni utan þings sem innan. Lægri tekju- og eignaskattur Þá ber Sjálfstæðisflokknum að huga vel að málefnum launafólks og sýna þessu fólki skilning í oft á tíðum erfiðri lífsbaráttu. A íslandi ríkir félags- og samningafrelsi. Það ber að virða þennan rétt og efla sjálfsvitund einstaklinganna til virkari þátttöku í nýtingu þessa réttar. Virkari þátttaka fólksins, sem sjálfstæðir eignaaðilar í at- vinnurekstri, er eitt af mikilvæg- ustu atriðum í stefnumörkum Sjálfstæðisflokksins. Þetta ber að efla í reynd. Það er meðal annars unnt í slq'óli lægri tekju- og eigna- skatta, sem gefur fólki aukið svigrúm til að stofna til atvinnu- rekstrar eða kaupa á hlutabréfum. Sfðast en ekki síst verður að af- nema öll skömmtunarkerfi, hvaða nafni sem þau nefnast. Þingmenn og frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins verða að standa við fyrirheitin um fijálslyndi og frjálshyggju í reynd. Orð og fyr- irheit verða að standa. Höfundur er varaþingmaður Sjálfatæðisflokksina og frambjóð- andi íprófkjöri. LOW POWER FYRIR PC EINKATOLVUR “ ‘29.800 ÍSETNING INNIFALIN, 1 ÁRS ÁBYRGÐ EINNIG SEGULBANDSSTÖÐVAR FYRIR ÖRYGGISAFRIT. AUÐVELDAR f NOTKUN, HANDHÆGAR. GISLI J. JOHNSEN n i Nýbýlavegi 16, sími 641222. Glerárgötu 20. Klauspeter Seibel hljómsveitar- stjóri Vova Ashkenazy píanóleikari. Fyrstu áskriftartónleikar Sinfóníunnar: Tvö verk eftir Mozart og fyrsta sinfónía Brahms FYRSTU áskriftartónleikar Sin- fóníuhljómsveitar íslands á starfsárinu verða í Háskólabíói á fimmtudagskvöldið kemur, 9. október. Þetta verða fyrstu áskriftartónleikarnir eftir gagn- gerar endurbætur á sviði Háskólabíós segir frétt frá Sin- fóníuhljómsveit íslands. Á tónleikunum verða flutt þijú af öndvegistónverkum tónbók- menntamanna: Forleikurinn að Don Giovanni og Krýningarkonsertinn eftir Wolfgang Amadeus Mozart og Sinfónía nr. 1 eftir Johannes Brahms. Stjómandi tónleikanna verður þjóðveijinn Klauspeter Seibel. Hann hefur oft verið gestur Sinfóníu- hljómsveitarinnar á undanfömum ámm. Skammt er að minnast eftir- minnilegs flutnings á ópem Wagners „Hollendingnum fljúg- andi“, í mars í fyrra, sem hann stýrði, svo og tónverksins „Carmina Burana", eftir Varl Orff, sem hann stjómaði í febrúar á þessu ári. Sei- bel er nú aðalhljómsveitarstjofi við ópemna í Hamborg og prófessor við tónlistarháskólann þar í borg. Auk þess er h ann aðalstjómandi Fflharmóníuhljómsveitarinnar í Niiumberg. Einleikari í Krýningarkonsert Mozarts verður Vovka Ashkenazy. Hann er fæddur í Moskvu árið 1961, sonur pfanóleikaranna Þó- mnnar Johannsdóttur og Vladimirs Ashkenazy. Vovka ólst upp í Reykjavík að mestu og stundaði píanónám m.a. hjá Rögnvaldi Sigur- jónssyni. Hann fluttist til Englands árið 1977 og lauk námi frá royal Northem College of Music í Manc- hester. Vovka Ashkenazy hefur á undanfömum ámm notið vaxandi hylli sem einleikari og kmið víða fram í Evrópu og Kanada. í sumar kom hann fram með Fflharmóníu- hljómsveitinni í Los Angeles á tónleikum í Hollywood Bowl. Mozart samdi ópemna Don Gio- vanni árið 1787, er hann dvaldist í Prag. Forleikurinn er oft fluttur einn á tónleikum, en sagt er að Mozart hafði samið hann nóttina fyrir frumsýningardaginn og hafði hann verið fluttur um kvöldið án þess að tóm hefði gefist til þess að æfa hann. Krýningarkonsert Mozart er tal- inn einna viðamestur píanókonserta hans og vafalítið sá sem mestar kröfur gerir til einleikarans. Nafnið er dregið af því að Mozart hélt þennan konsert í Frankfurt við hátí- ðahöld vegna krýningar Leopolds II. keisara í október 1970. Fyrsta sinfónía Brahms kom fram árið 1876, þegar Brahms var orðinn 43 ára. Hún var í smíðum hátt á annan áratug og ber þess merki, að hann hefur ekki kastað til h ennar höndum. Margir telja hana stórbrotnustu „fyrstu sin- fóníu" sem heyrst hefur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.