Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 + Móðir okkar og tengdamóðir, ÁSGERÐUR ÁGÚSTA ÁGÚSTSDÓTTIR, fyrrum húsfreyja íLýsudal Staðarsveit til heimilis að Hraunbæ 10, Reykjavfk, lést á sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 3. október. Börn og tengdabörn. Móðir okkar, INGVELDUR JÓHANNSDÓTTIR, áðurtil heimills að Þjórsárgötu 1, lést á Dvalarheimilinu Hrafnistu f Reykjavík 3. október. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 10. október kl. 15.00. Fjóla Magnúsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Theodóra Guðnadóttir, Guðflnna Guðnadóttir. Móðir mín, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Garðastræti 4, lést á Héraðshælinu Blönduósi 1. október. Jarðarförin hefur farið fram. Fyrir hönd vandamanna, Sigurður Klemensson. + Litla dóttir okkar og systir, SIGNÝ TRYGGVADÓTTIR, lést á Childrens Hospital í Boston 30. september. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 8. október kl. 10.30. Jóna Ólafsson, Tryggvl Pótursson, Ólafur Tryggvason, Erla Tryggvadóttir. + Maðurinn minn og faðir okkar, SIGHVATUR ÞORSTEINSSON, andaðist 2. október. Sesselja Antonsen, Theodor Helgi Sighvatsson, Sigrfður Júlfa Sighvatsdóttir. + Faðir minn, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR SVEINSSON, Englhlfð 14, lést í Landspítalanum föstudaginn 3. október. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 14. október kl. 15.00. Linda H. Sigurðardóttir, Eirfkur Sigurðsson, Margrót Ágústsdóttir, Simon Gissurason og barnabörn. Maðurinn minn, ÞÓRIR BALDVINSSON, arkitekt, lést föstudaginn 3. október. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 15. október kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, „ Borghildur Jónsdóttir. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR ODDGEIR JÓNSSON, matsveinn, Arnarhraunl 7, Hafnarflrði, sem lést 26. september verður jarðsunginn miðvikudaginn 8. október kl. 15.00 frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi. Blóm og kransar afþakkaöir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd. Fyrir hönd vandamanna, Þorbjörg Georgsdóttir, Jón Guðmundsson, Áslaug Garðarsdóttir, Lára Guðmundsdóttir, Guðbjartur Danfelsson, Jenný Guðmundsdóttir, Gunnar Guðmundsson og barnabörn. + Þökkum samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar stjúp- móður minnar og systur okkar, HÓLMFRÍÐAR GUÐJÓNSDÓTTUR. Magnús Júlfusson, Jóhann Guðjónsson, Sigurlaug Guðjónsdóttir Þórvör Guðjónsdóttir. Kristín E. Björns- dóttir - Minning Fædd 4. febrúar 1889 Dáin 22. september 1986 „Allt fram streymir endalaust, ár og dagar líða.“ Já, að heilsast og kveðpast, það er lífsins saga, og í fyllingu tímans er stundaglas hvers og eins taemt og ljós hins jarðneska lífs slokknar. Þó aðdrag- andi og undirbúningur að vista- skiptunum sé langur og að í raun komi þau engum á óvart, þá fer ekki hjá að þeim fylgi sár söknuður hjá þeim sem næstir standa þegar kallið kemur og minningamar streyma fram í hugann frá liðnum tíma. Á fögru haustkvöldi, eða á þeim tíma árs sem lauf trjánna eru farin að fölna og falla til jarðar, eða nánar til tekið 22. september sl., kvaddi Kristín Bjömsdóttir þennan heim, 97 ára að aldri. Kristín Elínborg, en svo hét hún fullu nafni, fæddist 4. febrúar 1889 að Borgargerði í Akrahreppi, Skagafjarðarsýslu. Foreldrar Kristínar voru Bjöm Ólafur Jónsson, Ólafssonar bónda á Vestarahóli í Flókadal, móðir Bjöms var Soffía Bjömsdóttir, Bjömssonar bónda á Róðhóli í Sléttuhlíð. Móðir Kristínar var Guðríður Hjaltadóttir, Sigurðssonar bónda að Mosfelli í Svínadal, Hún. Móðir Guðríðar var Guðlaug Guð- varðardóttir, Jónssonar bónda að Stóm-Þverá, en kona hans var Ólöf Jónsdóttir, prests að Barði í Fljót- um. Bjöm ólst upp í foreldrahúsum fram yfír tvítugt, en þá ræðst hann sem kaupa- eða vinnumaður að Auðólfsstöðum í Langadal. Af því má sjá að vegalengdir og vegleysur hafa ekki hindrað hugumstóra menn að sækja á flarlæg mið. Og ekki er að efa að sú ferð hefur verið happadijúg fyrir Bjöm því þar kynntist hann verðandi konu sinni. Á fyrstu búskaparárum sínum bjuggu þau Bjöm og Guðríður á nokkmm stöðum í Skagafírði, en fluttu síðan út í FLjót þar sem þau áttu heima á nokkmm stöðum, en lengst af á Karlsstöðum í Haganes- hreppi, og vom þau jafnan kennd við þann bæ. Eftir að þau fluttu í Fljótin réðst Bjöm í að læra sjómannafræði og var síðan að jöfnu við sjó og land- búnað. Um tuttugu ára skeið var hann skipstjórí á bátunum Flink, Kristjönu og Fljótavíkingi. Bimi var svo lýst að hann væri meðalmaður á hæð, svaraði sér vel, breiður um herðar, fáskiptinn hversdagslega enn glettinn ef hann var tekinn tali. Vinsæll af öllum, orðvar og æðmlaus þó eitthvað bjátaði á og kom það sér oft vel á skipstjóra- ámm hans. Guðríður var talin kvenna fríðust, snyrtileg í allri umgengni, góðgjöm og hlý í við- móti, gestrisin, enda oft gestkvæmt á heimili þeirra hjóna. Aliir ættstofnar sem stóðu að Kristínu var dugmikið og traust fólk. Það sannaðist á henni að sjald- an fellur eplið langt frá eikinni, því fljótt kom í ljós er hún óx úr grasi að hún var mörgum kostum búin. Hún var glæsileg í sjón, myndvirk, stjómsöm, traustur og tryggur fömnautur og móðir. Kristín var elst af sjö systkinum, en að henni genginni er eitt þeirra eftir. í foreldrahúsum ólst Kristín upp framundir tíu ára aldur, en fór þá til föðurbróður síns, Guðmundar Jónssonar, og konu hans, Guðrúnar Magnúsdóttur, er þá bjuggu að Neðra-Haganesi og þar var hún að miklu leyti framundir tvítugsaldur. Á því aldursskeiði verða miklar breytingar á högum hennar. Hún hafði hrifíst af ungum efnilegum pilti í sveitinni, Pétri Benedikts- syni, og játast honum og þann 16. ágúst 1909 gengu þau í hjónaband og stofna sitt eigið heimili, meðal annars búa þau á Hring og Hún- stöðum f Stíflu og nokkmm öðmm stöðum í sveitinni og flytja síðan til Siglufjarðar og búa þar í nokkur ár. Á búskaparáram sínum í Fljótum eignast þau tvær dætur, Heiðbjörtu, fædda 1910 og Ólöfu Guðnýju, en hún lést á fyrsta ári. Er þau bjuggu á Húnstöðum tóku þau til fósturs systurson Péturs, Guðmund Bergs- son, nú bónda að Hvammi í Ölfusi. Hann hefur ætíð borið hlýjan hug til þeirra og kallaði þau foreldra sína. í mars 1925 fer Qölskyldan til Reykjavíkur að heimsækja vini og ættingja, en í þessarí ferð dró ský fyrir sólu, því þá þau veiktist Pétur af lömunarveiki og það svo hastar- lega að hann varð máttvana upp að bijósti. Litla huggun fékk hann hjá lækni þeim sem skoðaði hann, sem gaf honum nánast enga von um bata. Sjálfur vildi Pétur trúa því að hann ætti eftir að komast + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR ÞÓRARINSSON, Hrafnistu, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 8. október kl. 15.00. Lydia Guðmundsdóttir, Jensína Guðmundsdóttir, Magnús Andrésson, Hrefna Guðmundsdóttir, Ólafur Einarsson, Kristján Guðmundsson, Guðrún Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför hjartkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, GUNNARS ÞÓRÐARSONAR, rennismíðameistara, Hringbraut 101, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 9. október kl. 10.30. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélagið. Ágústa Guðmundsdóttir, Selma Gunnarsdóttir, Sigvaldi Ragnarsson, Birkir Þ. Gunnarsson, Róshildur Stefónsdóttir, Guðmundur G. Gunnarsson, Anna Thorlacius og barnabörn. + Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför, RAFNS BJARNASONAR bónda f Þorkelsgerði, Selvogi. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Landspítalans fyrir frábæra umönnun. Systkinl hins lótna og annað skyldfólk. til starfa og með óhemju elju, orku og trú á það yfímáttúrlega ásamt aðstoð leikmanna fór smátt og smátt að koma líf í hinn máttvana líkama og eftir 3—4 mánuði var hann farin að staulast um. Með því að Pétur lá ekki á sjúkra- húsi fylgdust læknar ekki svo gjörla með honum frá degi til dags og vissu því ekki hveiju fram fór með heilsu hans. Lækni þeim sem skoð- aði Pétur í upphafí varð því að orði, er hann sá nokkm síðar hvar Pétur staulaðist áfram við stafí: „Hér hefur átt sér stað kraftaverk.“ Bat- inn hélt áfram að koma þó hægt væri, en Pétur bar menjar þessarar skæðu veiki ævilangt. Nokkm upp úr . þessum veikindum flutti íjöl- skyldan til Reykjavíkur og var Pétri boðið starf hjá Sláturfélagi Suður- lands og síðan hjá Framtíðinni. Var hann þar í um það bil fjöratíu ár og reyndist dyggur þjónn og vel metinn af sínum yfírmönnum. Á þessu veikindatímabili sýndi Kristín að hún hafði yfír miklum viljastyrk að ráða. Eitt sinn hafði Pétur orð á því við mig að án hennar hefði batinn komið seinna. Það kom sér vel fyrir heimilið að Kristín hafði í æsku lært að sauma bæði karl- mannaföt, peysufatnað og annað og var eftirsótt til þeirra starfa og lagði því dijúgt til framfærslunnar með þeim tekjum sem hún fékk fyrir saumaskapinn. Lengi var heimili þeirra að Laugavegi 45 eða fram til 1954 að þau fluttu í nýtt hús að Álfhólsvegi 58, sem þau byggðu í félagi við dóttur sína og tengdason, Ara Jónsson klæðskera- meistara og eiganda verslunarinnar Faco. Við þetta nýja heimili gerðu Qölskyldumar unaðsreit tijáa og blóma og undu hag sínum þar vel, en ég hygg að dóttirin Heiðbjört hafí átt drýgstan þátt í garðyrkj- unni. Oft var gestkvæmt á heimili þeirra Péturs og Kristínar, ekki hvað síst meðan það stóð á Lauga- vegi 45, og öllum var tekið jafn vel. Eg minnist þess er ég kom fyrst til Reykjavíkur snemma vors 1941, saklaus sveitapiltur, ókunnugur öll- um hættum sem fylgja borgarsam- félagi. Ferðum var svo háttað að ég kom ekki fyrr en eftir miðnætti til bæjarins, er ys og þys dagsins var þagnaður og bærinn hvíldi í þögn næturinnar utan nokkrir næt- urhrafnar, síðbúnir til hvíldar, en kannski var það mér til happs, því þeir vísuðu mér veginn að Lauga- vegi 45 þar sem ég barði dyra og vakti húsbændur. Þar var mér tek- ið tveimur höndum af þeim Kristínu og Pétri frænda mínum, en hann var föðurbróðir minn. Það var ætíð gaman að koma á heimili þeirra, bæði vora þau jafn alúðleg í við- móti og heimilið fagurlega búið og smekklegt af hendi Kristínar. Eftir að hún missti mann sinn, í árslok 1973, var aldur hennar orð- inn ærinn og þar fylgdi á eftir að minni hennar fór að dvína og þurfti hún aðstoð og aðhlynningu. Hún flutti því á heimili dóttur sinnar, þar sem hún var til loka, utan síðasta áfangann er hún dvaldi á sjúkrahúsi. Kristín kveið ekki vistaskiptun- um og kvaddi þennan heim sátt við allt og allt og gekk glöð á vit vina og ættingja sem á undan vom fam- ir. Ég lýk þessum línum með því að senda þér, Heiðbjört frænka mín, samúðarkveðjur við fráfall móður þinnar svo og öðmm ætt- mönnum og vinum og bið höfuðsmið himins og jarðar að varðveita ykkur í nútíð og framtíð. Guðmundur Jóhannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.