Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö. Undirbúningfur leið- toffafundarins Hinn óvænti fundur Ron- alds Reagan, forseta Bandaríkjanna, og Mikhails Gorbachev, leiðtoga Sovétríkj- anna, í Reykjavík um næstu helgi hefur beint kastljósi fjöl- miðla heimsins að Islandi og raskað daglegu lífí JQölda fólks hér á landi. Erlendir frétta- menn hópast hingað og athafnir þeirra setja þegar nokkum svip á borgarlífíð. Að líkindum mun þeim fjölga nú þegar ljóst er, að Raisa Gorbachev ætlar að fylgja eig- inmanni sínum til íslands. Á ferðaskrifstofum, hótelum, fjölmiðlum, hjá Pósti og síma og ýmsum öðrum innlendum þjónustuaðilum leggja menn nótt við dag svo fundurinn geti farið hnökralaust fram af íslands hálfu. Þetta umstang allt kann að vera þreytandi fyrir marga, sem í því lenda og jafnvel einnig fyrir þá, sem verða. aðeins varir við það í fjölmiðl- um, en það er óhjákvæmilegur fylgifískur fundar af því tagi, sem hér er verið að halda. Menn verða að átta sig á því, að leiðtogar tveggja voldug- ustu ríkja heims setjast ekki á rökstóla án þess að heims- byggðin öll veiti því athygli. ísland er í brennidepli og verð- ur það þar til leiðtogafundin- um er lokið. Við það verða menn að sætta sig, hvort sem þeim er það ljúft eða leitt. Hópur gyðinga hafði boðað komu sína hingað til lands í því skyni að vekja athygli flöl- miðla á aðbúnaði gyðinga í Sovétríkjunum. í dag fer full- trúi þeirra í dómsmálaráðu- neytið, þar sem reynt verður að komast að samkomulagi um komu þeirra. Við hljótum að bjóða alla velkomna hing- að, sem koma í friðsamlegum tilgangi. íslendingar hafa stutt gyðinga og Ísraelsríki eindregið á vettvangi Samein- uðu þjóðanna og þeir hafa átt samúð þjóðarinnar. Á því hef- ur engin breyting orðið og það er óráðlegt og röng land- kynning, ef íslenskir ráða- menn gefa yfírlýsingar, sem eru skildar á annan veg. ís- lendingar áttu mikilvægan þátt í stofnun ísraelsríkis und- ir forystu Thor Thors, sendi- herra hjá Sameinuðu þjóðunum, eins og fram kem- ur í ævisögu Abba Ebans, fyrrum utanríkisráðherra, auk þess sem ógleymanleg er heimsókn Ben Gurions, for- sætisráðherra, hingað til lands, þegar þeir Ólafur Thors ræddust við. Þá birtist hér í blaðinu í fyrsta sinn sú heims- frétt, að hann væri reiðubúinn að hitta Nasser að máli. Fundurinn um næstu helgi leggur mikla ábyrgð á herðar okkar Islendinga. Það verður ekki nógu mikil áhersla lögð á mikilvægi þess, að við sýn- um umheiminum að valið á Reykjavík var alls ekki mistök. Við verðum að sýna óvéfengjanlega, að við völdum þessu mikla verkefni. Til þess þarf jafnvægi hugans og stað- festu í skipulagi, og þá ekki síst einhug og samheldni þjóð- arinnar allrar. Island er að sönnu smáríki og Reykjavík smáborg í samanburði við höfuðborgir heimsins, en þetta Iitla samfélag, sem rúm- aðist í einu hverfí hjá milljóna- þjóðum, eins og oft er sagt, hefur áður sýnt, að það á dugmikla borgara, sem hafa hug og þrek til að vinna verk, sem stórþjóðir gætu verið full- sæmdar af. Hinir erlendu fjölmiðlamenn líta okkur að sjálfsögðu gagnrýnum aug- um, þótt þeir séu yfírleitt vinsamlegir, en minnsti veik- leiki getur orðið stórfelldur skellur. Þetta atriði verða allir íslendingar, sem að undirbún- ingi fundarins vinna, að hafa ríkulega í huga. Vonir eru bundnar við það, að Reagan og Gorbachev komist að niðurstöðu á Reykjavíkurfundinum, sem leiði til gagnkvæmrar fækk- unar meðaldrægra kjamorku- eldflauga í Evrópu. Það yrði sögulegur atburður, því fram að þessu hafa stórveldin ekki getað komið sér saman um annað en takmörkun vígbún- aðarkapphlaupsins. Við ís- lendingar skulum miða allan undirbúning og skipulag fund- arins af okkar hálfu við það að hann verði okkur til sóma og vinnubrögð okkar verði ekki til þess með einum eða neinum hætti að trufla árang- ur hans. Þær fréttir, sem Morgunblaðið hefur síðast af fundinum, eru þær að hér verði ekki um veisluglaum að ræða, heldur vinnufund þjóð- arleiðtoganna tveggja. Vonir eru við það bundnar, að sáð verði fræjum í Reykjavík, sem síðar eigi eftir að bera ríkuleg- an ávöxt. ■ LEIÐTOGAFUNDURINN í REYKJAVÍK Höfði - leiðtogafundur í þjóðsögulegu umhverfi Nú hefur veríð ákveðið að Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sovétríkj- anna, og Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, haldi einkafundi í húsinu Höfða, sem reist var fyrir franska konsúlinn á íslandi 1909. Sögu- sagnir herma að kona, sem fylgdi Einari skáldi Benediktssyni, hafi leikið lausum hala í húsinu og altalað var á sínum tima að breski sendiherrann J. John Greenway hefði krafist þess að Höfði yrði seldur og nýr sendiherrabústaður keyptur vegna reimleika. En Höfði er ekki aðeins annálaður fyrir draugagang. Að sögn Davíðs Oddsson- ar borgarstjóra söng Marlene Dietrich þar lagið „Lili Marleen", sem átti hug og hjörtu hermanna, í boði breska sendiherrans sir Gerald Shepherd á stríðsárunum. Einnig gerist leikritið „Pijónástofan Sól- ey“ eftir Halldór Laxness í húsinu og Erró varð fyrir slíkum áhrifum í Höfða að hann lýsti yfir þvi að hann myndi mála mynd af Lax- ness. Erró ferðaðist síðan til Himalayafjalla, að sögn Davíðs, og hangir myndin nú í veislusal Höfða. Veislusalurinn í Höfða. Morgunblaðið/Jöhanne, tong. Einar Benediktsson var fulltrúi föður síns, sem þá var sýslumaður í Þingeyjarsýslum, frá því hann lauk lagaprófi 1892 til 1897. Segir frá því í ævisögu Einars, sem Steingrímur Þorsteinsson skráði og birtist í „Lausu máli“, að árið 1893 hafi hann fengið sitt erfiðasta mál í hendur, Sólborgarmálið. Sólborgarmálið Segir svo í frásögn Steingríms: „Austur á Svalbarði í Þistilfírði var um þessar mundir prestur bekkjar- bróðir Einars, Ólafur Petersen. Meðal vinnuhjúa hans voru hálf- systkin, Siguijón Einarsson og Sólborg Jónsdóttir. Lá á því grunur að Sigurjón hefði getið bam með systur sinni og þau fargað því.“ Þetta mál var kært til sýslu- manns og Einar, sem þá var settur í embættið, fer austur til réttar- halda í febrúar 1893. Við yfir- heyrslu gekkst Siguijón við sifíaspellum þeirra systkina og ásetningi þeirra að fyrirfara bam- inu. Hann kvaðst hafa grafið bamið en fengið það dáið í hendur. Heimamenn voru fengnir til að gæta systkinanna en „áður en Sól- borg yrði yfirheyrð beiddist hún að mega leggjast til hvflu og leyfði Einar það. Skömmu síðar heyrðist kveða við nístandi kvala- og angist- aróp. Sólborg hafði þá neytt færis og náð í stryknin, sem bróðir henn- ar notaði til refaeitrunar." Vangoldinn feijutollur Sólborg andaðist í höndum Ein- ars og heimfólks á Svalbarða. „Sem nærri má geta fékk þetta mjög á Einar og varpaði lengi skugga á lífsgleði hans. Óhlutvandir menn, sem vissu um draugageig hans, hlífðust ekki heldur við að hrella hann. Á heimleiðinni frá Svalbarði fékk hann þegar á því að kenna. Er yfir Jökulsá í Axarfirði var kom- ið og Einar greiddi feijutollinn fyrir sig og fylgdarmann kvað feijumað- urinn vangoldið, sagðist hafa flutt þau þijú. En Einar brást ókunnug- lega við og feijumaðurinn sagði: „Og heldur þú kannski að hún fylgi þér ekki.“ Fleira er sagt að borið hafi við þvf til vitnis að Einar færi ekki einsamall. Hvorki utan kirkju garðs, né innan Matthías Johannessen ræðir í „Ferðarispum" við Guðjón heitinn Einarsson á Sævarlandi, sem mundi Sólborgu vel, einkum þar sem hún sat í kirkjunni með marglitt og fag- urt sjalið sitt. Matthías lýsir þessu svo í bók sinni: „Prestshjónin, séra Ólafur og kona hans, voru gott fyr- irfólk," sagði Guðjón þegar ég talaði við hann og hann rifjaði upp gami- ar minningar, en kertaljósið flökti í augum hans. „Sólborg var ekki ómyndarleg," bætti hann við eins og það gerði harmleikinn eitthvað skiljanlegri. Hún er greftruð þarna í kirkjugarðinum. Málið var leyst með þvi að hún var sett inn undir torfvegginn svo að hún var hvorki fyrir innan né utan garð. Nú eru bein hennar undir þýfinu í miðjum kirkjugarðinum." Á sama stað skrifar Matthías um Einar „Sumir segja að hann hafi haft Sólborgu í huga þegar hann orti um hvarf séra Odds frá Miklabæ: „Því gieymskunnar hnoss ei hlotið fær neitt hjarta, sem gleymsku þráir.“ Einar kvað síðar upp dóm í máli Siguijóns, en feigðaróp Sólborgar kváðu oft fyrir eyrum hans og fannst honum Sólborg sækja að sér. Linnti þessu ekki fyrr en fjórt- án árum síðar er hann flutti frá Stóra-Hofi á Rangárvöllum, að þvi er segir í ævisögu Steingríms. Atburðimir að Svalbarði hafa síðar orðið tilefni til skrifa. Tómas Guðmundsson ritaði þátt sem nefn- ist „Sólborg" í bókinni „Undir hauststjömum", sem hann skrifaði ásamt Sverri Kristjánssyni, sagn- fræðingi. Matthías Johannessen samdi leikritið „Sólborg", sem gefið var út í bókinni „Fjaðrafok og önn- ur leikrit". Hefur leikritið enn ekki verið fært upp. Einar fékk embætti sýslumanns í Rangárvallasýslu 1904 og ákvað að setjast að á Stóra-Hofí. Hann keypti hús af bóndanum á Þorvalds- eyri undir Eyjaföilum, lét rífa húsið og flytja efnivið þess að Hofi. Þar var húsið endurreist. Smiðunum, sem reistu húsið á ný, þótti oft sem þeir yrðu varir við ýmislegt undar- legt. Heyrðu þeir högg þar sem enginn var að verki og stundum þóttust þeir heyra snælduþyt. í fyrsta bindi Skruddu Ragnars Ásgeirssonar segir frá þvf að Ein- ari hafi verið Ijóst að eitthvað óhreint væri í kringum sig þegar hann settist að á Stóra-Hofí. Og vildi hann að sögn manna fyrir alla muni losna við þennan slæðing. Sagt er að hann hafí leitað ráða til gamals manns í Rangárþingi, sem lengra vissi nefi sínu. Maður þessi er ekki nafngreindur, en hann á að hafa ráðlagt Einari að flytja úr sýslunni. Skyldi hann ekki fara beint frá Stóra-Hofi til Reykjavíkur heldur koma við á kirkjustað, vera þar til altaris og aJdrei koma að Stóra-Hofi síðan. Sólborg skilin eftir? Eitt er víst að þegar Einar fékk lausn frá sýslumannsembættinu 1907 reið hann heiman frá sér til kirkjubæjarins Odda og var þar til altaris. Þótti þetta tíðindum sæta. Einar fór frá Odda til Reykjavíkur og kom aldrei að Stóra-Hofi eftir það. Guðmundur Þorbjamarson keypti Stóra-Hof af Einari og sett- ist þar að með fjölskyldu sinni. Þótti fljótt sýnt að eitthvað hefði orðið eftir í húsinu þegar Einar flutti. Skömmu eftir að Guðmundur flutti í húsið brann það til kaldra kola. Var þegar tekið til við að reisa nýtt hús og leið ekki á löngu þar til í ljós kom að ekki væri allt með felldu. Bæði heimamenn og að- komufólk heyrði ýmis konar hávaða og skarkala, sem var einna magn- aðastur í litlu gestaherbergi á loftinu norðanverðu og háaloftinu þar fyrir ofan. Reimleikar þessir ágerðust og heyrðist oft og tíðum hávaði eins og gengið væri upp og ofan stiga þegar víst var að enginn lifandi maður var á ferli. Um þessar mundir var ung stúlka ráðin heimiliskennari að Stóra-Hofí og var hún látin sofa í norður- herberginu. Stúlkan var næm fyrir ýmsu dularfullu, segir í frásögn Ragnars, og varð henni ekki svefn- samt þar. Þá kom fyrir að unga fólkið á Stóra-Hofí fór í andaglas, sem fór þannig fram að bókstöfum var raðað í hring á örk og fingri stutt á glas, sem síðan nálgaðist stafina. Kom þá fram stúlka, sem kvaðst völd að skarkalanum. Hún sagði að Einar Benediktsson hefði skilið sig þar eftir og kvaðst hafa yndi af að hræða. Fór svo að Guðmundi þótti nóg um og notaði hann tækifærið eitt MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 37 Morgunblaðið/Jóhannes Long Fundarstaðurinn í Höfða Á teikningunni sést húsaskipan á fyrstu hæð Höfða. Þá er sérstaklega merktur sá staður, þar sem leiðtogamir eiga að setjast til við- ræðna. Ljósmyndin sýnir herbergið, myndin af Bjama Benediktssyni er máluð af Svölu Þórisdóttur en hin málverkin em eftir Ásgrím Jónsson. Morgunblaðið/Jóhannes Long Hátt er til lofts í forstofunni i Höfða og hanga þar á veggjum teikningar eftir Jóhannes S. Kjarval. sinn er hann var staddur í Reykjavík til að ræða við forstöðumenn Sálar- rannsóknarfélagsins, Harald Niels- son og Einar Kvaran, og leita ráða um hvemig losna mætti við um- ganginn. Veturinn eftir lögðust reimleikamir aftur á móti niður og víkur þá sögunni á miðilsfund í Reykjavík. Aðalbjörg Sigurðardótt- ir, kona Haraldar Nielssonar, segir frá því að fundir hafi verið haldnir í föstum hring um veturinn með Mörtu Jónsdóttur miðli. „Virtíst full af hatri til Guðs og manna“ Á einum fundanna hefði verið líkast því sem verið væri að kyrkja miðilinn, sem gripið hefði um háls sér: „Smátt og smátt var byijað að tala í gegnum miðilinn með mikl- um ofsa, og var það kona, sem kvaðst hafa fyrirfarið sér á eitri og væri sér því illt í hálsinum. Hún lét mjög illa af líðan sinni og var hin versta viðureignar." Er líður á fund- inn kemur i ljós að þar er komin Sólborg Jónsdóttir. Haldnir vom fleiri fundir með Mörtu og ísleifi Jónssyni sem miðlum til þess að fá Sólborgu til að átta sig, að því er segir í frásögn Aðalbjargar. „Virtist hún full af hatri til Guðs og manna og langa til að láta illt af sér leiða, af því að hún kveldist sjálf. Smátt og smátt breyttist þetta, en þó ekki verulega fyTr en búið var að sameina hana baminu, og hún hafði sannfærst um að það hataði hana ekki. Varð hún þá gagntekin af iðmn og þakklæti og bjóst nú að hefja göngu sína áfram frá þessu jarðlífssviði og til annarra fegurri heima. Vom seinustu fund- imir sem Sólborg kom á jafnyndis- legir og hinir fyrstu höfðu verið erfiðir." Aðalbjörg greinir frá því að sumarið eftir hafí Guðmundur Þor- bjamarson komið að tali við mann sinn vegna reimleika að Stóra-Hofí og sagt að sig óaði við að sitja þar annan vetur. Síðar hefði hún fregn- að að Sólborgar hefði ekki framar orðið vart að Hofi og taldi hún það góða staðfestingu á því, sem bar við á miðilsfundunum. Víkur sögunni nú aftur að Einari Benediktssyni. Hann býr í Edinborg á Skotlandi, milli þess sem hann flakkar heimshoma á milli, frá 1907 til 1913. Snemma árs 1914 dvelst Einar í Reykjavík og festir þá kaup á húsinu, sem franski ræðismaður- inn Bríllouin lét reisa 1909. Einar ætlaði húsið til sumardvalar fíöl- skyldu sinni og var það nefnt Héðinshöfði. Þegar heimsstyijöldin síðari brýst út kemur hann hingað til lands með fjölskyldu sína og býr í Höfða eitt ár. Sögusagnir komust þá á kreik um að Sólborg hefði fylgt Einarí til Höfða. Til dæmis var sagt að draugur Sólborgar hefði hafst við f kjallara Höfða og teiknað þar sjálfsmyndir. Einnig kom fyrir að málverk slitnuðu af veggjum á óskýranlegan hátt. Víst er að Sólborg sótti áfram á Einar. Árið 1930, um tíu árum fyr- ir andlát skáldsins, spyr óneftidur maður Einar um „slæðinginn" í húsinu á Stóra-Hofí. Spumingin virtist fá á Einar, sem bandaði frá sér hendinni og sagði: „Það er hún Sólborg! — hún Sólborg." Matthías Einarsson landlæknir bjó því næst í Höfða og ólst þar upp listmálarínn Louisa Matthías- dóttir, sem nú hefur aðsetur í New York. Sérsínna sendiherra verður reimleika var Næst var húsið bústaður ræðis- manns Breta og síðar sendiherrabú- staður þeirra. Sir Gerold Shepherd var sendiherra í heimsstyijöldinni síðari og kvartaði hann aldrei undan reimleikum, en honum þótti húsið halda illa vatni. Baxter hét sá sendi- herra, sem tók við af Shepherd, og 1950 var J. John Greenway gerður sendiherra Breta á íslandi. Að sögn Bríans Holt, sem um þær mundir hóf störf við breska sendiráðið hér á landi, var Greenway afar sérvit- ur „Hann var mikill kvenhatari og mjög sérsinna. Greenway var dæmigerður Englendingur af gamla skólanum. Skömmu eftir að Green- way kemur til íslands finnst sjórek- ið lík af konu í flæðarmálinu fyrir neðan Höfða." Að sögn Brians þoldi Greenway ekki við í húsinu eftir það. Hann þóttist heyra torkennileg hljóð og gauragang um miðjar nætur. „Sjálfur varð ég aldrei var við neitt, en Greenway var viðþolslaus og að lokum skrifaði hann bréf til breska utanríkisráðuneytisins í London, krafðist þess að Höfði yrði seldur og keyptur yrði nýr sendiherrabú- staður. Greenway bjó aðeins hálft annað ár í Höfða." Fleiri sögur fara af húsinu. Reykjavíkurborg eignaðist Höfða og hefur húsið verið notað til gesta- móttöku síðan 1970. Eitt sinn var læknum haldinn þar hádegisverður og hafði húsið þá verið gert upp í hólf og gólf. í miðjum klíðum losn- ar hurðarhúnn, þeytist út í miðjan veislusal og fleytir kerlingar á gólf- inu... Eftir er að vita hvort leiðtogar stórveldanna fá næði til skrafs og ráðagerða í þessu þjóðsögulega húsi. Frásögn: KB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.