Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 Biblían er á signrför Pétur Pétursson ræðir við dr. Eugene A. Nida, heiðursdoktor Háskóla Islands Engin setning hefur haft jafn mikil áhrif á menningu þjóðanna eins og kristniboðsskipunin í lok Mattheusarguðspjalls (28:19): „Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum__“ Við þurfum ekki annað en að líta í eigin barm til þess að fá þetta staðfest. Fombókmenntir okkar urðu til þegar latínuáhrif heimskirkjunnar náðu fótfestu hér á landi á 12. og 13. öld. Þýðing Nýja testamentisins árið 1540 og útgáfa biblíunnar allrar undir umsjá Guðbrands Þorlákssonar biskups árið 1584 hefur haft ómæld áhrif á íslenska menningu og þjóðararf. Biblíutextinn, vitnisburðurinn um opinbemn guðs sem sögulegur veruleiki í ákveðnu félagslegu og menningarlegu samhengi, er auð- vitað kjami knstinnar menningar, ekki aðeins á íslandi heidur einnig um alla heimsbyggðina. Biblíu- þýðingar og útbreiðsla fagnaðar- erindisins til ólíkra þjóða og þjóðarbrota er hreyfíafl trúboðs- sögunnar sem er sívirk starfsfemi sem fer fram enn í dag. Biblíufé- lögin hafa unnið og vinna enn þrekvirki með því að koma biblí- unni yfír á önnur tungumál. Það er meira verk en mann gmnar, að koma boðskap hennar til skila við hinar ýmsu aðstæður. Til þess þarf ekki aðeins haldgóða þekk- ingu á ritum biblíunnar og þeim málum sem hún var skrifuð á, heldur einnig þekkingu á því tungumáli sem færa á biblíuna yfír á svo og menningu og sam- félagi því sem hinu lifandi Orði er ætlað að skjóta rótum í. Guðfrasðideild Háskóla íslands ákvað í tilefni af 75 ára afmæli skólans, að heiðra þann mann með doktorsnafnbót sem mest hefur mótað biblíuþýðingar und- anfama áratugi. Hér er um að ræða dr. Eugene A. Nida, sem er yfírmaður rannsóknarstarfsemi Sameinuðu biblfufélaganna, en það em samtök um 100 biblíufé- laga, m.a. Hins íslenska biblíufé- lags. Þessi samtök vom stofnuð árið 1946, en Nida hafði áður verið frmakvæmdastjóri þýðing- armála hins Ameríska biblíufé- lags. Auk rannsóknarstarfa hefur Nida séð um menntun og þjálfun sérfræðilegra ráðunauta við biblíuþýðingar víðsvegar. Eugene A. Nida er fæddur í Oklahoma í Bandaríkjunum árið 1914. Hann lagði stund á fmm- mál biblíunnar, einkum grísku en doktorsprófí lauk hann í málvís- indum. Auk þess að vera guð- fræðingur er dr. Nida mikilsvirtur málfræðingur og hefur auk aðal- starfa sinna fyrir biblfufélögin m.a. verið forseti Linguistic Soci- ety of America. Það sem einkum einkennir þýð- ingaraðferðir dr. Nida er hvemig hann styðst við mannfélagsfræði- leg sjónarmið (einkum sociolingu- istics) við lausn hinna flóknu vandamála, sem upp koma þegar texti biblíunnar er færður úr bún- ingi frummálsins yfir á nýtt mál. Þýðingarstarfið tekur í meðfömm hans fyrst og fremst mið af mót- takandanum og hlutverk þýðing- arinnar er að gera honum kleift að skilja textann og tileinka sér hann á sama hátt og þeir sem biblfan var skrifuð fyrir í upp- hafí. Þannig er ekki nóg að þýða biblíuna frá orði til orðs (sem út af fyrir sig er oftast óhugsandi) heldur verður þýðingin að vera jafngild frumtextanum fyrir mót- takandann sem lifír f ólfku samfélagi við ólíka menningu. Ahrif hins þýdda texta verða þó aldrei nákvæmlega þau sömu og rit biblíunnar höfðu á móttakend- uma í upphafí vegna hinna ólíku sögulegra og menningarlegra for- sendna, en þau eiga að vera jafngild (functional equivalence). Aðferð Nida byggir á merking- arfræðilegri greiningu á byggingu málsins í kjamasetningar, þ.e.a.s. djúpbyggingu málsins. Þessar setningar em þýddar og fluttar yfír á viðkomandi mál samkvæmt gildandi reglum hvers samfélags og lagaðar að stfl og málvenjum. í gmndvallaratriðum er sömu að- ferðum beitt þegar nýjar biblíu- útgáfur em gerðar, t.d. á alþýðlegu máli. Nida var í farar- broddi þeirrar stefnu á sjötta áratugnum að gefa fólki tækifæri á alþýðlegum biblíuþýðingum í aðgengilegum útgáfum. Enska alþýðuútgáfa Nýja testamentisins hefíir nú selst í 75 milljónum ein- taka. Nida er nú að vinna að biblíuútgáfu fyrir böm á aldrinum 5—9 ára sem byggir á svipuðum aðferðum. Þessi merkingargreining bygg- ir á svipuðum forsendum og málfræði hins þekkta málfræð- ings Nohams Chomsky. Nida setti hugmyndir sínar fram fímm ámm áður en Chomsky, en þær vom fyrst og fremst liður í þróun hans á nýjum þýðingaraðferðum, ekki sjálfstæð kenning eins og sú sem Chomsky er frægastur fyrir. Ég átti þess kost að ræða við Nida um starf hans fyrir biblíufé- lögin. Ég spurði hann fyrst að því hvort ekki væri bráðum búið að þýða biblíuna yfír á öll helstu tungumál heimsins. „Við þurfum að hafa það í huga,“ sagði dr. Nida, „að tungu- málunum er í raun alltaf að fíölga. Það kemur að vísu fyrir að ein- staka tungumál deyr út, en það em alltaf fleiri sem bætast við. í Bandaríkjunum einum verðum við Dr. Eugene A. Nida að hafa biblíuna á 70 tungumálum og mállýskum. Þegar prentlistin kom til sögunnar í Evrópu var aðeins um 12 mál að ræða ef miðað er við kennslu og bók- menntir, en nú em þau 52. Við eigum biblíuna, eða hluta hennar, á rúmlega 1.800 málum en það er samt sem áður mikil eftirspum eftir nýjum þýðingum, sérstak- lega í Afríku og Nýju-Gineu. Hér koma þjóðleg sjónarmið inn. Þjóð- ir og þjóðarbrot og jafnvel ætt- flokkar vilja hafa biblíuna á sínu máli. Oft er réttlætanlegt að ráð- ast í nýja þýðingu þótt fólkið eigi aðgang að útgáfu sem það skilur. Við fömm ekki aðeins eftir höfða- tölu þegar við ráðumst í nýja þýðingu. Auk þess hafa hinar ólíku kynslóðir mismunandi þarf- ir. Þeir eldri halda oft dauðahaldi í gamlar og úreltar þýðingar sem jmgri kynslóðin skilur ekki og er algerlega ósnortin af. Þetta er auðvitað ótækt og það þarf helst að vera fleiri en ein þýðing í gangi í einu á hveijum stað. Aukinn skilningur á menningarlegum og félagslegum þáttum tungumálsins hefur gert biblíuþýðingar mun flóknara og vandasamara verk- efni en áður. Hvaða vandamál er þyngst á metunum þegar verið er að þýða bibliuna yfir á mál hinna svokölluðu frumstæðra þjóða, sem mótaðar hafa verið af andatrú (animism)? Er ekki nánast óhugsandi að tjá grund- vallarhugtök biblíunnar fyrir þessu fólki? „Sannleikurinn er nú sá að meirihluti fólks í hinum svokallaða menntaða vestræna heimi á erfíð- ara með að skilja biblíuna en frumstætt fólk. Þeir síðamefndu skilja fyrirbæri eins og ættflokka, fómir, anda og djöfla. Þeir eru því að mörgu leyti nærri heimi biblíunnar en margir á Vestur- löndum. Auðvitað koma upp erfíð vandamál vegna ólíkra merkinga orða og orðtaka svo og vegna þess að ýmsar siðvenjur hafa gagnstæða merkingu miðað við menningarheim biblíunnar. Ólík merking sama orðs er ekki mesta vandamálið í þýðingarstarfínu, heldur fremur skyld merking ólíkra orða. Þau eru svo nálægt hvert öðru í hinu merkingarfræði- lega rúmi. Við emm nú með orðabók í smíðum sem á að auð- velda þýðingarstarfíð að þessu leytí. Það er ekki alltaf erfiðast að fínna orðin heldur að greina margvíslega merkingu þeirra og setja þau í rétt samhengi. Það virðist ekkert lát vera á eftirspuminni eftir biblíunni í nýjum útgáfum og á nýjum málum. Hver heldur þú að sé skýringin á þessu? Fjöldi Vesturlandabúa hefur orðið fyrir vonbrigðum vegna trú- ar sinnar á hagvöxt og pólitísk hugmyndakerfí sem lofað hafa gulli og grænum skógum. Fólk leitar til biblíunnar eftir leiðsögn þótt það fari ekki f kirkju og til- heyri ekki trúarsamtökum. Þau virðast ekki mæta andlegum þörf- um fólksins. Svipað má segja um fólk í Kína, en þar var ég nýlega á fyrirlestraferð. Þó fjölgar kirkj- unum þar og söfnuðimir stækka. Eftirspumin eftir biblíum er gífur- leg í Kína og Sameinaða biblíufé- lagið er að koma upp fullkomn- ustu tölvuvæddri prentsmiðju þar í landi til þess að mæta þessari eftirspum. Ég held það séu einkum Qögur atriði sem liggja að baki þess áhuga á biblíunni og þau tak- markast ekki við Kína. Það er í fyrsta lagi að biblían er raunsæ bók, fólk tekur eftir því. Hún gerir ekki allar hetjur að dýrðling- um. Davíð konungur var til dæmis morðingi og hórkarl. Pétur post- uli afneitaði meistara sínum o.s.frv. Það er ekki bara verið að fegra, þetta er raunsæi sem snert- ir fólkið, en um leið búa guðsjöll biblíunnar yfír von og það er meira en hægt er að segja um bókmenntir vorra tíma. I öðm lagi er það að fagnaðarerindið er rótfest í sögulegum vemleika, það em tengsl guðsríkis við söguna sem fólk sér að það getur átt hlut- deild í og tilheyrir. í þriðrja lagi er það kærleikurinn. Menn sjá það sffellt að hann breytir fólki, um- skapar það. Það er hægt að stjóma fólki með því að hræða það og beita valdi, en það er ekki hægt að breyta því nema fyrir kærleika. í Qórða lagi er það per- sóna Krists. í Kína hitti ég konu sem sagði mér frá reynslu sinni í menningarbyltingunni svo- nefndu. Samstarfsmenn hennar og vinir jrfírgáfu hana og hún varð fyrir ofsóknum vegna þess að hún var kristin. Hún hafði gengið í sunnudagaskóla og mjmd Jesú var lifandi fyrir henni. Hann var alltaf góður og alltaf að hjálpa þó hann væri ofsóttur og kross- festur að lokum. Þessu gat hún ekki gleymt og það var eins og hann bæri með henni þjáningar hennar á erfiðleikatímum. Ég fann það víða í Kína að fólk var snortið af þessari persónu sem gat heillað fólkið, en fór þó ekki leið stjómmálanna til að ná mark- miði sínu.“ Dr. Eugene Nida er maður glaður og reifur og talar um biblí- una af mikilli hrifningu, eins og hann væri að kynnast henni í fyrsta skiptið. En hann hefur alla starfsævi sína unnið að því að koma þessari bók á framfæri við sem flesta á því máli sem þeir skilja best. Hann er bjartsýnn raunsæismaður og sagði að lok- um: „Biblían er á sigurgöngu. Það er ekki nokkur vafí, en það er ekki hægt að segja það sama um kirkjumar alls staðar." í dag gefst fólki kostur á að hlýða á fyrirlestur dr. Nida í Há- skóla Islands. Dr. Pétur Pétursson gegnir ronnsóknar- og kennslustöðu í trúarlífsfélagsfrœði við guð- frœðideild háskólans í Lundi í Svíþjóð. Hann vinnur um þessar mundir að rannsóknarstörfum i samvinnu við Guðfræðistofnun HÍ. Sláturtíð: 125 manns vinna við sauð- fjárslátrun á Selfossi Strangara mat fellir feita dilka um flokk Hafnarfjörður: Dagheimili í Staðarhvammi í ÞEIRRI sláturtíð sem nú stend- ur yfir er gert ráð fjrir að slátrað verði á Selfossi um 36 þúsund dilkum, sem er svipað magn og i fyrra. Slátrað er í tveimur sláturhúsum, hjá Höfn hf og Sláturfélagi Suðurlands. Að sögn sláturhússtjóra slátur- húsanna eru dilkar vænir en vegna strangara mats falla dilkamir nú frekar í annan flokk vegna fitu, þó svo þeir séu ekki feitari en gerðist í fyrra. I sláturhúsi Hafnar hf hófst slátr- un 19. september og þar er gert ráð fyrir að slátra 13 þúsund ijár. Þar er búist við að slátrun standi yfír til 23. október. Höfíi hf hefur hingað til leigt frystigejnnslur í Hafnarfirði en fyrirtækið hefur nú keypt viðbótarhúsnæði við Gagn- heiði þar sem fyrirhugað er m.a. að setja upp frystigeymslur. Hjá Sláturfélagi Suðurlands hófst slátrun af fullum krafti 22 september en þá hafði verið slátrað í fjóra daga í byrjun mánaðarins. Gert er ráð fyrir að slátra 23 þús- und dilkum í ár. Til smanburðar má nefna að á ámnum 1972 - 73 var slátrað mest hjá SS 46 þúsund fjár. Vel hefur gengið að fá fólk til starfa hjá sláturhúsunum. Vegna brejrtinga á fláningsfæribandi í slát- urhúsi SS era starfsmenn þar um 20 færri en í fyrra. Þer hjá SS gera ráð fyrir aið vera að til 17. október. Sig Jóns. Á BÆJ ARSTJ ÓRN ARFUNDI þann 30. september var sam- þykkt með 11 atkvæðum að hefja undirbúning og framkvæmdir við byggingu nýs dagheimilis við Staðarhvamm, en áður hafði ve- rið ákveðið að byggja heimilið á Hamri við Hringbraut. Akvörðun um byggingu nýs dag- heimilis var tekin í tíð fyrrverandi bæjarstjómar, en þá var fyrirhugað að byggja það í landi Setbergs. Núverandi bæjarstjóm ákvað að byggja dagheimilið á Hamri við Hringbraut, en sjálfstæðismenn í bæjarstjóm mótmæltu því og lögðu til að málið jrrði tékið fyrir í skipu- lagsnefnd og hjá skólayfírvöldum, þar sem ekki hefði verið gert ráð fyrir byggingu dagheimilis sam- kvæmt skipulagi á þeim stað. Endanleg ákvörðun um Staðar- hvamm var tekin á fundinum eftir að breytingartilllaga sjálfstæðis- manna um að byggja dagheimilið í landi Setbergs hafði verið felld. Undirbúningur framkvæmda er hafínn, og búist er við að dag- heimilið taki til starfa seint á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.