Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 12
512 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDÁGUR 7. OKTÓBER 1986 Þjóðfánar Evrópuríkja blakta á eyjunni San Giorgio Feneyjar á þeim tima, þegar Goethe kom tíl Italíu. Europa Genti: Þjóðir Evrópu Dagana 14.—21. september sl. var haldin í Feneyjum og Ve- neto-héraði á Norður-ítalfu mikil ráðstefna og hátíð, sem bar ofan- greint heiti og fjallaði um þjóðmenningu þeirra ýmsu þjóða og þjóðabrota sem álfuna byggja og sérkenni þeirra. Sveinn Ein- arsson var fulltrúi íslands á þessari ráðstefnu og hefur Morg- unblaðið beðið hann að segja lesendum frá þvi sem þama var til umfjöllunar. Birtist frásögn hans hér á eftir. „Það má teljast nokkurt tímanna tákn, að efnt er til slíkrar ráðstefnu einmitt nú. Að minnsta kosti kemur hún ekki á óvart ef mið er tekið af þeirri umræðu, sem mikið hefur borið á hér á landi að undanfömu um ræktun og varðveislu íslenskrar tungu og menningar og sérkenna hennar. Þurfti engum að koma á óvart þó víðar í smáum menningar- heildum væri skorin upp herör í þeim heimi „Qölþjóðamenningar", sem nú lætur mjög að sér kveða á Vesturlöndum og á sér engar rætur í þjóðlífí og atvinnuháttum, en helg- ast af þeim markaðslögmálum sem hugsanlega gætu þyngt í pyngju, í þeirri von að hið sérkennilausa eigi greiðari aðgang yfir landamæri og geri minni kröfur til þekkingar og innsæis neytandans. Það var héraðsstjóm Veneto- héraðs sem átti frumkvæðið að þessum fundi og byggði þar á reynslu af öðru mannþingi, að vísu minna í sniðum, sem haldið var fyrir ári og bar heitið Gironate delle Gente e delle Regione d’Italia. Það mátti kalla kynningarfund eða ætt- armót: Ítalía er löng og mjó og siðir í suðri og norðri ólíkir og menning fjölbreytileg. Þetta var eins og ein grein á tré, en nú skyldi í stærra slegið og ölíu trénu boðið. Utanrík- isráðuneyti ítala í Róm gekk með í verkið, en auk þess komu ýmsir fleiri aðilar til og lögðu hönd á plóg- inn: Fondazione Cini á San Giorgio Maggiore-eyjunni, þar sem fimdirn- ir vom haldnir og stjóm Feneyja- tvíæringsins, en þeir miklu ólympíuleikar listamanna standa einmitt yfír núna. Veitti- reyndar ekki af, að margir legðu sitt af mörkum svo þessi mannfundur mætti verða að veruleika. Hér var ekki aðeins boðað til málfundar um 200 mllsmetandi manna, stjóm- málamanna, rithöfunda og annarra listamanna, efnahagssérfræðinga og sérfræðinga á öðrum sviðum, þjóðhátta, mannfræði, listasögu, bókmennta, menningarsögu al- mennt, heldur fór samtímis fram í héraðinu sjálfu — í samræmi við frumhugmynd þessa Evrópumóts, að menning minnihlutahópa og smárra þjóðareininga væri jafn- mikils virði og arfur stærri þjóða og kannski þekktari — samtímis málfundinum og fór fram umtals- verð kynning í borgum og þorpum á því sem héraðið býr yfír af sér- kennilegri menningarsköpun — gamalli og nýrri — og eins komu fram dansfíokkar, söngflokkar og fulltrúar ýmissa þjóðlegra hátta og eins nútíma listsköpunar frá ýmsum homum Evrópu, þannig að talið var alls að um 1.000 manns víðs vegar að hefðu tekið þátt í þessum „Dög- um þjóða og héraða Evrópu". í Feneyjum sjálfum var svo á ráðstefnudögunum mikið um að vera í listræntv tilliti. í tengslum við ráðstefnuna var efnt til þriggja myndarlegra sýninga, einnar með biblíumyndum Chagalls, annarrar er lýst Evrópuferð Goethes forðum og loks var sýning sem bar heitið „Söguborgir Alpa og Adríahafs". Ánnars var mikið um aðrar sýning- ar, t.d. frábærlega skemmtileg sýning um fútúristana eða „fram- tíðarskáldin" í málaralistinni, sýning með verkum Pauls Klees, kynning á Le Corbusier sem málaira og myndhöggvara, sýning sem nefndist „Kína og Feneyjar", að ógleymdum Feneyja-tvíæringnum. Mikið var um tónleika og bar þar hæst I Solisiti Veniti, eina bestu kammerhljómsveit heims, sem lék Vivaldi og Albinoni í Markúsar- kirkjunni 19. sept. Annars voru þama bæði sinfóníuhljómsveitir (í Teatro La Fenice), kammersveitir og kórar; eina tónleika varð þó að fella niður, Fflharmoníusveitarinnar í Búdapest, vegna þess að hljóm- sveitarstjórinn lést að morgni þess dags, sem halda átti tónleikana. Kvöldið eftir léku þeir í annarri borg undir stjóm ítalsks hljómsveit- arstjóra og sögðu viðstaddir, að þeir tónleikar hefðu verið mjög eft- irminnilegir, því að þama hefði verið leikið af djúpri tilfínningu! Loks má geta þess að í tilefni af Europe Genti voru gefín út á ítölsku ritverk fimm höfunda, frá málasvæðum, sem lítil mega telj- ast. í þessum hópi var einn Norðurlandabúi, norski rithöfund- urinn Björg Vik. Ráðstefnan sjálf Ráðstefnur eru með ýmsu móti, svo sem kunnugt er, og oft finnst mönnum að þeir hafí ekki erindi sem erfiði. Því skal og ekki leynt að ýmsir komu fullir efasemda til þessa þings og bjuggust við því að lítið hefðist upp úr því að tala þind- arlaust í viku um sama efnið. Þessar raddir þögnuðu þó, er á leið vik- una. Það, að stefna saman mönnum úr ólíkum greinum til vitnisburðar sem hefði getað leitt málin í marg- ar áttir samtímis, reyndist hins vegar heppilegt því að menn inn- blésust af þeim ólíku dæmum sem t.d. þjóðháttafræðin eða bókmennt- imar eða efnahagssamvinnan gáfu um það sem í rauninni reyndist vera sama málið og sömu markmið- in. Umræður voru í lágmarki, en framsöguerindi mörg og margví- sleg; menn óttuðust líka að þama yrði fyrir bragðið of mikið eintal og of lítið samtal; en í ljós kom að sú staðreynd, hve vitnisburðurinn kom víða að, var ólíkur og þó líkur og hversu mönnum var mikið í mun að segja frá þeim verðmætum sem þeim var lífinu dýrmætara, leiddi þjóðimar saman. Til urðu hugtök eins og: í stað hins eyðandi þjóð- emisanda fyrri tíma tökum upp samhenta og skapandi þjóðemis- hyggju, í stað hreppapólitíkur, opnum augun fyrir auðlegð hvers héraðs. Þingað var í dagana sex, eins og áður segir, og var eitt þema fyrir hvem dag og þá valdir til frummæla menn af því sérsviði þó að grunnhugsunin væri sú, að allir fylgdust með umræðum á öllum sviðum. Fyrsta daginn var þemað: Menning og þjóðlegir siðir: rætur Evrópu. Annan daginn var rætt um bókmenntir og menningarlega ímynd og samtengingu Evrópu. Hinn þriðja var yfirskiftin: Tækni- legar nýjunár og menningarlegar erfðir; Evrópa á krossgötum. Fjórða daginn var rætt um listir og vísindi Evrópuþjóða og hinn fímmta um EB, Comecon, EFTA, viðskipta- samstarf Evrópuþjóða. Loks var síðasta daginn lagt út af evrópskri arfleifð í heiminum, og þann dag vom margir stjómmálamenn meðal mælenda, en Andreotti utanríkis- ráðherra sat fundinn þann dag og sleit honum. Hlutur íslands Þórhalli Ásgeirssyni ráðuneytis- stjóra hafði verið boðið að taka þátt í þessari ráðstefnu og fjalla um efnahagsmálin, en hann gat ekki komið því við vegna annarra starfa. Ég varð því einn frá íslandi á þessu þingi og sótti það á vegum menntamálaráðuneytisins. Mér var valinn staður að tala annan daginn um bókmenntir og þjóðarvitund. Ýmsir munu standa í þeirri mein- ingu að íslenskar bókmenntir, að fomu og nýju, séu alkunnar erlend- is. Svo er ekki. Nafn Halldórs Laxness er til dæmis ekki jafnþekkt í öllum löndum og jafnvel fom- bókmenntir okkar, Njála og Eddur, sem sérfróðum mönnum kemur þó saman um að séu trúlega merkileg- astar og frumlegastar bókmenntir, sem settar voru saman í Evrópu á einu skeiði miðalda — þær em langt í frá greyptar í menningarsögulega vitund fólks í Evrópu, ekki einu sinni menntaðra manna. Ég notaði því þetta tækifæri til að minna á þessa þjóðarauðlegð okkar íslend- inga, sagði lítillega deili á ýmsum tegundum fombókmennta okkar, rakti samhengið í bókmenntunum og sagði frá helstu kennileitum og loks eitthvað frá nútímabókmennt- um okkar. í þessa frásögn fléttaðist auðvitað tunga okkar og þróun hennar og staða í dag: hér var tek- ið dæmi af þvf hvemig menning hefur um aldir grundvallast í litlu samfélagi á tungu og bókmenntum og að þessi menning varð það ein- ingartákn, sem reisti þjóðina til nýs sjálfstæðis og nýrra tíma, þessi menning var og er vonandi samgró- in þjóðarvitund íslendinga. Það gladdi mig að þetta dæmi íslendinga þótti svo eftirtakanlegur vitnisburður, að mér var boðið að tala aftur tveimur dögum síðar. Annars stóðu menn í biðröð að kom- ast í pontu og höfðu enda margir frá merkilegu að segja. Öðmm manni var boðið í pontu aftur, það var skáldið Bulatovic. Niðurstöður þingsins Getur nú svona þing í rauninni gert nokkuð gagn? Er nokkurra niðurstaðna að vænta? Hér var ekki skrifað undir neinn sáttmála. Víst er það satt, og mörgu af því sem þama var rætt, myndi reynast erfitt að koma í einhveija raunhæfa framkvæmd. Samt hygg ég að þetta hafí verið mjög jákvætt frumkvæði. Að margra bestu manna yfírsýn, verður aldrei of sjaldan kveðin sú vísa, að þjóðimar eiga í skauti sér verðmæti, gömul og ný, sem sjónarsviptir væri að, og hann rækilegur: hefur heimurinn efni á að láta í órækt, það sem hefur verið honum hvað dýrmætast og mest göfgað mannsandann um aldir? Feneyjar sjálfar eru eitt besta dæmið: ein perla veraldar að húsa- gerðarlist og skipulagi, eitt alls- herjar listaverkasafti, einstök að andrúmi. En mengun hins nútíma iðnaðarþjóðfélags er að éta undir- stöður þessara makalausu bygg- inga, svo sem alkunna er, og vatnið í síkjunum vex um þumlung á ári hvetju. Menn hafa brugðist til vam- ar, en betur má ef duga skal. Það var því ekki að ófyrirsynju, að einn ftummælenda á þinginu stakk upp á því, að stofnaði yrði eins konar „Amnesty Intemational" gegn mengun: sem yrði samviska þjóð- anna gegn þeim, sem virða ekki menningarverðmæti allra þjóða. í lok þingsins var að því látið liggja, 'að framhald þyrfti að verða á umræðum; margir vildu að Evr- opa Genti yrði árlegur viðburður, og forsvarsmenn þingsins dr. Carlo Bemini, sýslumaður Veneto-héraðs, og dr. Giorgio Dominese, skipu- leggjandi þingsins, töldu ekki útilokað að Feneyjar og sýslan myndu geta boðið til framhalds. Tillaga kom um að á Eyju heilags Georgs, þar sem sjálft þingið var, og aðstaða er góð fyrir margvíslega starfsemi (upphaflegp Benediktina- klaustur með kirkju með málverk- um Tintorettos) — að þar yrði komið fyrir árlegum sumarskóla þar sem safnað yrði saman 100—200 ungl- ingum úr öllum homum Evrópu, ekki endilega til að troða í þá þekk- ingaratriðum heldur fyrst og fremst svo þeir megi kynnast siðum og menningu hver annars, læra að meta og virða hana, sjá einkenni sinnar eigin þjóðmenningar í ljósi þess sem hefur þróast og skírst með öðum Evrópuþjóðum og þjóða- brotum. í heild má segja að þetta þing og þessi mannastefna hafí verið haldin til þess að halda á lofti menn- ingarverðmætum smærri þjóðanna í Evrópu og smærri málasvæðanna. Spumingin, sem varpað var fram var í rauninni sú, hvort það sem sundraði okkur áður og aðskildi, er ekki einmitt það sem í dag getur sameinað okkur. Framtíð Evrópu liggi í þeirri von. Bíldshöfði 12 TIL SÖLU, á besta stað í Höfðanum. i hraðvaxandi verslunar- og þjónustuhverfi, eru eftirtaldar einingar i húseigninni að Bildshofða 12: Jarðhæð 780 m2,- 2. hæð 407 m2 - 3. hæð 570 m2 - 4. hæð 540 m2 Fossháls — Dragháls Til s»lu á besta stað við Fossháls og Dragháls mjög vandað verslunar-, skrifstofu- og iðnaðarhúsnæði í smíðum, alls um 4000 fm. Góð lofthæð og aðkoma. Margar innkeyrsludyr. Eignin verður afh. næsta vor tilb. undir trév. að innan en fullfrág. að utan m.a. með malbikuðum bílastæðum. Til greina kemur að selja minni einingar t.d. 1000-1500 fm. Teikn. og nánari uppl. hjá sölumönnum. ÞEKKING OG ÖRYGGI í FYRIRRÚMI_____________ Opið: Mánud.-fimmtud. 9-19föstud. 9-17 og sunnud. 13-16. Sölumenn: Sigurður Dagbjartsson Hallur Páll Jónsson Birgir Sigurðsson viðsk.fr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.