Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 71 „Smásölukaupmenn bindist samtök- um um að taka að sér heildsöluna“ - segir Sigurður E. Haraldsson, formaður Kaupmannasamtaka íslands „Augljóst er að umtalsverðar breytingar eru framundan í mat- vörudreifingu, einkum á sviði innkaupa, tii lækkunar vöru- verðs. Hér á landi ríkir gífurleg verðsamkeppni, bæði á innflutt- um vörum og á vörum framieidd- um hér á landi, en þetta stríð gengur ekki til lengdar. Það eru matvörukaupmenn sjálfir sem þurfa að standa undir herkostn- aðinum. Þetta ástand mun leiða af sér sivaxandi verslunardauða hverfaverslanna," sagði Sigurð- ur E. Haraldsson, formaður Kaupmannasamtaka íslands, i samtali við Morgunblaðið. í lok september gengust for- svarsmenn Kaupmannasamtaka íslands í samvinnu við Matkaup hf., Irtnkaupasamband matvöru- kaupmanna og K-samtökin fyrir kynnisferð til Norðurlandanna til að kynnast verslunarháttum mat- vörukaupmanna þar og bera þá saman við ríkjandi hætti á íslandi. Fulltrúar KÍ, auk Sigurðar, voru Magnús E. Finnsson framkvæmda- stjóri, Jóhannes Jónsson verslunar- stjóri og Hreinn Sumarliðason erindreki. Einnig tóku átta mat- vörukaupmenn af suðvesturlandi þátt í ferðinni. Sigurður sagði að álagning smá- sölunnar á mjólk væri t.d. 10% hér á landi, en 17% f Noregi. „Sá sem ætlar sér að lifa af 10% smásöluá- lagningu, er dæmdur til að deyja. Að mati Kaupmannasamtakanna er það ekki síður mikilvægt fyrir fólkið í landinu að geta haldið niður vöruverði alveg eins og að hækka launin. Við sáum í ferðinni að það á sér stað mikið samstarf kaup- manna á Norðurlöndunum, bæði smárra og stórra. Allt þetta sam- starf miðast að því að tryggja hagstætt vöruverð. Matvörukaup- menn sjálfir hafa tekið heildsölu- verslunina í sínar hendur og skapar það mikla hagkvæmni. Islenskir kaupmenn ættu að gera slíkt hið sama - það myndi ekki gera neitt nema gott eitt." Magnús E. Finnsson sagði að íslenskir matvörukaupmenn hér á landi þyrftu að kaupa sínar vörur frá allt að 150 heildsöluaðilum á meðan kaupmenn á hinum Norðurl- öndunum keyptu flestar vörur sínar á einum stað. „Hjá nágrannaþjóð- um okkar hafa kaupmenn bundist samtökum um heildverslunina. Þeir safna vörunum á einn stað og dreyfa henni síðan þaðan. Það þarf að stytta sem mest leiðina frá fram- leiðendum til neytenda. Álagning hér er komin niður fyrir meðalá- lagningu á hinum Norður-löndun- um, en þar ná kaupmenn árangri með því að safna vörunum saman á þennan hátt. Jafnframt verðum við að gera þá kröfu til heildsalanna að þeir taki virkan þátt í lækkun vöruverðs, en viðbrögð heildsala gagnvart verðkönnun Verðlags- stofnunnar fyrir skömmu ollu kaupmönnum miklum vonbrigðum. í könnunni var annars vegar tekið heildsöluverð í Skot-landi og hins- vegar á íslandi." Hreinn Sumarliðason sagði að heildsalamir væru ekki nærri því nógu vakandi yfír því að þessi verðsamkeppni snéri einnig að þeim. í framhaldi af ferðinni sátu fulltrúar KÍ ráðstefnu Sambands norrænna matvörukaupmanna, sem haldin er á tveggja ára fresti. Þar var m.a. rætt um lokunartíma versl- anna og eru menn helst á þvf að reglur um lokunartfma skuli rýmk- aðar. Þá hafa ný lög um kreditkort tekið gildi í Noregi sem gera ráð fyrir því að korthafi beri allan kostnað af notkun kortsins og greiði þá vexti er honum ber eins og gert er í hvaða lánsviðskiptum sem er. Hreinn sagði að KÍ vonuðust til að þessu verði breytt hér á landi einn- ig. „Það er einungis verið að mismuna neytendum og kemur þetta verst niður á þeim sem stað- greiða vörumar - í hækkuðu vöruverði." Magnús sagði að samkeppni hins fíjálsa og óháða kaupmanns við Samvinnuhreyfínguna á Norður- löndum væri mikil og vöminnkaup- um miðstýrt að nokkra leiti af henni. „Það er augljóst að Sam- vinnuhreyfingin vill seilast til aukinna markaðsáhrifa hér á landi með kaupum sínum á Vfði nú fyrir skömmu, en hinn fíjálsi kaupmaður hefur ætíð verið stærri, a.m.k. á Suðurlandi, en við ætlum að halda okkar hlut. Hinsvegar breytir sam- keppnisaðstaðan miklu þar sem lögbundið er að hvers kyns sam- vinnufélög mega leggja 25% af hagnaði sínum í svokallaðan stofnfjársjóð, en það sama á ekki um önnur fyrirtæki, sem ekki eru rekin í sama rekstrarformi," sagði Magnús. Hreinn Sumarliðason erindreki, Sigurður E. Haraldsson formaður KÍ, og Magnús E. Finnsson framkvæmdastjóri KÍ Ijv u.—■ t **:.-,* *%■ * TOLVUR& Ð L SEM HALDIN HEFUR VFPTÐ A T^T.AKTnT WFFQT T w JCi JW»JlJC«r JnL JLi9JLlJuwJL w JL EjLJLM m IJL J. BORGARLEIKHÚSINU Á MORGUN r s Tölvu- og hugbúnaðarsýningin „Tölvur og þjóðlíf“ verður í Borgarleikhúsinu dagana 8.-12. október. Á sýningunni gefst einstakt tækifæri til að fá svör við öllu því sem þú hefur ávallt viljað vita um tölvur, en ekki þorað að spyrja um... öll stærstu tölvu- og hugbúnaðarfyrirtækin taka þátt í sýningunni og sýna það nýjasta sem tölvutæknin hefur upp á að bjóða. Tölvusýning í Borgarleikhúsinu 8.-12. október. Stórkostleg sýning - fræðandi og skemmtileg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.