Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 07.10.1986, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 61 Johnsen lauk. Hann stundaði áfram sjó, reri hveija vertíð fram undir sjötugt, var m.a. á síld fyrir Norður- landi, í tvö ár skipstjóri á Blíðfara í vöruflutningum milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja síðast á sjötta áratugnum og þannig mætti áfram telja. Hann undi sér alltaf vel á sjó og þar dvaldi hugurinn allt þar til yfír lauk, enda skýr til hinstu stund- ar. Enda þótt sjórinn ætti hug Sigur- jóns allan gaf hann sér tíma til annarra hugðarefna. Hann var m.a. söngmaður góður, hafði næmt tón- eyra og starfaði um skeið með karlakór Eyjamanna, auk þess að syngja í kirkjukór Landakirkju um árabil. Fáir fylgdust betur með veðri, afla og skipaferðum en fótamein gerði Siguijóni erfitt um vik síðustu árin að komast þangað sem hugur- inn leitaði, niður að höfn. Jafnvel síðustu vikumar fylgdist hann svo grannt með að sá sem heimsótti hann á spítalann að kvöldi gat sjaldnast bætt miklu við um afla og sjósókn dagsins; gamla kempan hafði þegar viðað því að sér sem fréttnæmt var, enda margir nálæg- ir, vinir og fjölskylda, til að stytta honum stundimar. Sigutjón Ingvarsson er og verður þeim er þetta ritar ávallt minnis- stæður. Hann er mér í bamsminni, þá kominn um sextugt, og ávallt síðan ímynd sjómannsins, kempan sjálf með drynjandi bassarödd, sam- anrekinn og rammur að afli, gæddur einhverri óbifanlegri ró og æðruleysi, fastur fyrir og harður í hopj'íið taka ef með þurfti, en upp- fullur af hlýju og kímni. Þannig stafaði af honum öryggiskennd og þannig stendur hann lifandi fyrir mér þegar þau Fríða, föðursystir mín, komu á æskuheimili mitt í Skeijafírðinum og síðar í Kópavog- inum ellegar við nutum gestrisni þeirra á Vallargötunni. Það var ávallt gleðiefni fyrir okkur systkinin þegar von var á Fríðu og Sigur- jóni, ekki síst þegar þau voru til þess komin að taka þátt í árlegri sumarferð ijölskyldunnar um landið, Siguijón í bláu duggara- peysunni, hlýlegur og traustur ferðafélagi, og Fríða alltaf eftir- minnilega spaugsöm og kát. Og ég veit að enn kann hún vel að slá á létta strengi. Síðar minnist ég Siguijóns á Blíðfara í Reykjavíkurferðunum og forvitinn pjakkur var alltaf velkom- inn um borð og var boðið niður í lúkar og fékk bleksvart kaffi úr fanti eins og hinir sjóaramir. Og enn síðar, þegar pjakkurinn reyndi fýrir sér sem sjómaður í Eyjum, þá var vel þegið að fá að leita ráða og stuðnings hjá þeim gamal- reynda, hvort sem hann sat við að hnýta önglatauma niðri í kjallara ellegar við undum við spjall um heima og geima í eldhúsinu hjá Fríðu þar sem okkur leið báðum vel. En mér skildist þá fljótt að óhægt var um vik að halda uppi samræðum þegar sagðar voru afla- fréttir í útvarpinu og að veður- fréttatíminn var líkt og helgistund. Mér verður ávallt minnisstætt svar Siguijóns þegar ég sagði hon- um frá baráttu minni við að ná upp einni skilrúmsfjölinni á bátsdekkinu þegar aðgerð var lokið og þurfti að spúla dekkið. Mér þótti leitt að hafa ekki lag á að kippa henni jafn léttilega upp eins og mér sýndist félagar mínir gera. Gamli maðurinn kímdi og svarið var stutt og ein- falt: „Bölvaðu þrisvar, þá kemur hún!“ Ráðið dugði vel og þessi orð, sem auðvitað voru sögð bæði í gamni og alvöru, urðu mér lærdómsrík. Svo var um margt fleirá sem Sigur- jón fræddi mig um lífið til sjós og lands. Og mér er hugstæð sú um- hyggja sem Siguijón og Fríða sýndu mér, landkrabbanum, sem var að stíga ölduna í fyrsta sinn. Fyrir það, sem og góða viðkjmningu fyrr og síðar, vil ég þakka. Blessuð sé minning Siguijóns Ingvarssonar. Ásgeir Sigurgestsson SVAR MITT eftir Billy Graham Ég hef aldrei brugðist konunni minni, en ég verð að viður- r kenna að mér hefur oft komið það í hug. Nýlega skipti ég um vinnu og er nú töluvert á faraldsfæti. Ég veit að nú aukast freistingamar. Hvaða ráð viljið þér gefa mér? Það er þakkarvert að þú hefur reynst konu þinni trúr. En freistingamar í framtíðinni vekja kvíða. Færðu staðist þær? Ekki geg ég sagt þér neitt sem varðar eins miklu og það, að þú leggir líf þitt í hendur Jesú Krists svo að hann sé drottinn þinn og húsbóndi. Ég dreg þá ályktun af bréfi þínu, að þú hafir ef til vill ekki gengið Jesú á hönd af einlægu hjarta, en það mál verður þú að gera þér ljóst. Guð skapaði þig. Hann sendi líka son sinn til þess að leysa þig frá syndinni. Hann vill fá að stjóma skrefum þínum og gefa þér nýja fyllingu í líf þitt ef þú vilt beina hjarta þínu til hans. Hann viMíka gefa þér nýjan kærleika til konu þinnar og að hjónaband ykkur einkennist í ríkara mæli en áður af ábyrgðar- kennd. Guð hefur gefið þér konuna. Ef þú gefur þig Kristi á vald felur það í Svlr, að þú vilt gera þér allt far um að þóknast honum og hlýða honum. Með því kemur nýtt viðhorf til sögunnar í hjónabandi ykkar, því að nú verður Kristur þar nálægur og þið leitið vilja hans í sambúðinni. Með öðrum orðum: Þú ættir nú þegar að gera allt sem þú mátt til að efla hjónaband ykkar. Það er satt, þetta verður erfítt ef þú verður mikið á ferðalögurn, en þá verður þú að veija miklum tíma með fjölskyldunni, þegar þú ert heima og gera það sem þú getur til að styrkja kærleikann. Einlæg ást milli þín og konu þinnar — ást sem verður til og dafnar þar sem Kristur er aðalatriðið — verður sá fmmþáttur sem varðveitir þig frá því að syndga. Þú skalt líka gera þér Ijóst að það er synd að halda framhjá konu sinni. Guð lítur það mjög alvarlegum augum. Eitt af boðorð- unum tíu segir skýrt og skorinort: „Þú skalt ekki drýgja hór.“ Þá skaltu flýja freistinguna. Strax og hvarflar að þér að vera ótrúr skaltu snúa þér til Guðs og biðja hann að hjálpa þér að bægja hugsuninni í burtu. Forðastu allar aðstæður sem gætu orðið þér til syndar. Taktu af skarið strax í byijun. Biblían segir: „Flý þú æskunnar gimdir, en stunda réttlæti, trú, kærleika og frið.“ af Casio hljómborðum, synthesizer- um og fylgihlutum (RZ-1 trommuheili, SZ-1 sequencer) í okkar rúmgóðu nýju verslun að Laugavegi 26. CASIO — umboðið, Laugavegi 26. Sími 91-21615. Flutningatækni ,,Logistics“ Nánast daglega þurfa fyrirtæki aó taka ákvaróanir sem varöa flutninga- tækni. Hér er um aö ræóa ákvaróanir um innkaup, flutningsleiöir, skipulag á birgöageymslum, kaup á flutningatækjum, birgðastýringu, vörudreifingu o. fl. Þetta eru ákvaröanir sem varöa afkomu fyrirtækisins til skamms eða langs tíma. En eru þessar ákvaröanir nægilega vel undirbúnar? Er t. d. tekið tillit til grundvallaratriöa í flutningatækni eins og t. d. staðla og einingaflutninga? Er nýjasta tækni notuð? Er kostnaöinum haldið í lágmarki? Var þess gætt að samræma innkaup, framleiðslu, sölu og fjármál viö þessar ákvaröanir? Á þessu námskeiöi er einmitt fjallaö um þaö hvernig á aö undirbúa þessar ákvaröanir. Fyrst er fjallaö um „hugbúnaöinn“ í logistics. Þátttakendur fræöast um uppruna og markmió í flutningatækni. Einnig um notkun nýjustu tækni og skipulags viö lausn flutningatæknilegra vandamála hjá fyrir- tækjum. Einnig er fjallaö um þátt flutninga I markaðssetningu á vörum. Síðan er fjallað um „vélbúnaóinn“..Þaö er tækni- búnað, flutningseiningar, lagerinnréttingar o. fl. Leiðbeinandi:Thomas Moiier Að lokum eru þátttakendur undirbúnir fyrir ákvaröanatöku varðandi flutningatækni, þeim er kennt aö gera vöruflæðilikan fyrir þau fyrirtæki sem þeir starfa i og geta þannig undirbúió hagræöingu í sínu fyrirtæki. Námskeiöið hentar þeim aðilum sem; — Vilja fræóast um flutningatækni almennt. — Langar aö kynnast nýjustu flutningatækni. — Starfa við að skipuleggja flutningakerfi. — Ætla aö skipuleggja innkaup, birgöastýringu og vörudreifingu betur en nú er gert. — Þurfa aö endurskipuleggja birgðageymsluna hjá sér. — Eru aó undirbúa fjárfestingu í flutningatækjum, birgöageymslum eöa lagerinnréttingum. — Eru aö undirbúa útflutning á vörum og vilja framkvæma hann á sem hagkvæmastan hátt. — Vilja tileinka sér þekkingu í fræóigrein sem skilar aröi. Flutningatækni. Timi; 13.—15. október, kl. 13.30—17.30. Leiðbeinandi: Thomas Möller hagverkfræðingur frá tækniháskólanum í V.-Berlin. Starfar i dag sem forstööumaöur landrekstrardeildar Eimskips. - A Scjórnunarfélag íslands ___________________ Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.