Morgunblaðið - 07.10.1986, Page 52

Morgunblaðið - 07.10.1986, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 JVý og fullkomin fæðingarrúm komin á Fæðingarheimilið Konumar, sem beita sér fyrir söfnun vegna greiðslu á fæðing- arrúmi, ásamt forstöðukonu Fæðingarheimilis Reykjavikur. Talið frá vinstri: Hulda Jens- dóttir, Ólaffa Sveinsdóttir, Astrid Kofoed-Hansen, Kristín Einarsdóttir, Guðrún Norberg og Hólmfríður Kofoed-Hansen. til þessara kaupa. Þannig er annað rúmið nú að fulla greitt en um 400 þúsund krónur skortir enn til greiðslu á hinu. Nokkrar konur sem notið hafa þjónustu fæðingarheimilis Reykjavíkur hafa nú tekið höndum saman um að safna því sem á vantar til þess að rúmin verði greidd að fullu. Eins og fram hefur komið hefur fæðingum hér á Iandi farið fækk- andi á undanfömum árum og jafnframt hefur starfsemi Fæðing- arheimilis Reykjavíkur breyst til muna. Legurúmum hefur verið fækkað þannig að þau eru nú 10—14 að tölu, eftir því sem þörf krefur hveiju sinni, í stað þeirra 29 sem fyrir voru. Fæðingarstofur og herbegi sængurkvenna eru nú aðeins á þriðju hæð hússins við Eiríksgötu og þar hefur verið út- búin vistleg setustofa. Á annarri hæð er almenn legudeild og á fyrstu hæð er fullbúin skurðstofa þar sem gerðar eru aðgerðir, jafnt á körlum sem konum. Aðalhlutverk stofnunarinnar er þó eftir sem áður fæðingarhjálp og er aðbúnaður allur eins og best verður á kosið, að mati forráða- manna stofnunarinnar. FÆÐINGARHEIMILI Reykjavíkur hefur verið opnað að nýju að loknum miklum breytingum og endurbótum. Meðal nýjunga í búnaði stofnun- arinnar eru fæðingarrúm af ’Wtýrri og fullkominni gerð, en slík rúm eru ekki komin á aðrar fæðingarstofnanir hér á landi. Þau eru þannig gerð að kona með jóðsótt getur sjálf stillt rúmið eins og henni þykir þægilegast að hafa það hverju sinni. Dýnan í rúminu er þrískipt og er hægt að stilla hvem hluta hennar sérstak- lega. Þannig er unnt að hafa rúmið fyrir stól þar sem hægt er að halla baki og sæti að vild. Með hand- hægri fjarstýringu ákveður konan hvort hún situr uppi eða liggur útaf, krýpur eða situr á hækjum sér á meðan hún bíður fæðingar. Þegar að fæðingu er komið upp- fyllir rúmið ýtrustu kröfur sem ^erðar eru til fæðingarbúnaðar, hvort sem um er að ræða eðlilega fæðingu eða erfiða þar sem ófyrir- sjáanleg vandamál kunna að verða. Reynist t.d. nauðsynlegt að ná bami með keisaraskurði er hægt að breyta rúminu í fullkomið ‘V heimili landsins! skurðborð á svipstundu, en að slíku er augljóst hagræði þar sem þann- ig sparast sá dýrmæti tími sem ella færi óhjákvæmilega í að flytja konuna í skurðstofu, auk þess sem henni er hlíft við hnjaski og óþæg- indum. Nýju rúmin á Fæðingarheimil- inu em tvö og vom þau keypt frá Bandaríkjunum þar sem þau komu fyrst á markað nýverið. Þau upp- fylla ströngustu öryggiskröfur sem gerðar em til fæðingarbúnaðar þar í landi. Hönnunin miðast sérstak- lega við það að auðvelda konunni að beita líkama sínum rétt á öllum stigum bamsburðar og gera henni kleift að nýta orku sína sem bezt. Þetta flýtir svo aftur fyrir fæðing- unni og auðveldar hana, sem hefur síðan í för með sér að konan er fljót að ná sér eftir bamsburðinn. Talið er að með notkun slíkra rúma megi fækka þeim dögum sem kon- ur liggja venjulega á sæng. Það er Hulda Jensdóttir for- stöðukona Fæðingarheimilis Reykjavíkur sem hefur beitt sér fyrir kaupum á þessum rúmum. Greiðsla fyrir rúmin kemur ekki úr opinbemm sjóðum heldur hafa fyrirtæki og einstaklingar gefið fé Það færist í vöxt að konur fæði sitjandi en nýju rúmin eru sérs- taklega hönnuð með slíkan möguleika í huga eins og sést á þessari mynd. Dæmi um þær mismunandi stillingar á nýju fæðingarrúmunum sem gefa kon- um kost á að bera sig eins og • þeim þykir bezt hveiju sinni áður en kemur að sjálfri fæðingunni. Rúmið veitir ávallt stuðning og með þessu móti spar- ast dýrmætir kraftar konunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.