Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987 Minna um trjámaðk en í fyrra MUN MINNA er um tijámaðk í görðum á höfuðborgarsvæðinu í ár en verið hefur á undanförnum árum, að því er Jón Gunnar Ott- ósson skordýrafræðingur sagði í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að líklega hefði tiltölulega kalt vor skipt þar mestu. Jón Gunnar sagði að þó væri þetta nokkuð svæðisbundið og í görðum á ákveðnum svæðum í höf- uðborginni væri talsvert um trjá- maðk, einkum af þeirri tegund sem kallaður er „haustfeti". Hins vegar væri hann í seinna lagi í ár og kom- inn styttra á veg en á sama tíma í fyrra og fólk skyldi vara sig á því. Besta ráðið væri að fara nú þegar út í garð og athuga hvort einhver maðkur væri kominn á lauf tijánna og gera þá viðeigandi ráð- stafanir. Jón Gunnar sagði að ástæðumar fyrir því að minna væri um maðk núna en undanfarin ár væru marg- ar og samvirkar. Mætti þar nefna veðurfarið og laufgunarhraðann, en þeim tijám, sem lengi eru að opna sig er hættara við maðki en þeim sem eru fljótari til. Þá sagði hann að eitrun í görðum hefði færst til betri vegar á undanfömum árum og ef til vill væri hér einnig um að ræða árangur af því starfi. Talsverð ölv- un á Geirs- árbökkum ALLMIKIL ölvun var í fyrrinótt á Geirsárbökkum við Hvítársíðu og þurfti lögreglan að hafa nokk- ur afskipti af fólki. Að sögn lögreglunnar i Borgamesi eru þar samankomin um 4-500 ung- menni og var nokkuð um ölvun- arakstur. Stúlkumar tíu sem keppa á mánudaginn um titilinn eftirsótta, Fegurðardrottning íslands. Frá vinsstri:Anna Margrét Jónsdóttir, Hildur Guðmundsdóttir, Þóra Birgisdóttir, Brynhiídur Gunnarsdóttir, Bergrós Kjartansdóttir, íris Guðmundsdóttir, Sigríður Guðlaugsdóttir, Kristín Jóna Hilmarsdóttir, Fjóla Grétarsdóttir og Magnea Magnúsdóttir. Morgunblaðið/RAX íris Guðmundsdóttir, vinsælasta stúlkan og Magnea Magnúsdótt- ir, fyrirsæta ársins. í baksýn er Kristín Jóna Hilmarsdóttir. Fyrirsæta ársins og vin sælasta stúlkan valdar KEPPNIN um titílinn Fegurð- ardrottning íslands 1987 hófst með kynningarkvöldi á Broad- way á föstudaginn. Stúlkuraar sjálfar völdu vinsælustu stúlk- una úr hópnum og var það íris Guðmundsdóttir, nítján ára Akureyrarmær, sem hreppti þann titil. Ljósmyndafyrirsæta ársins var valin Magnea Magn- úsdóttir, tvítugur Reykvíking- ur. Kynning keppenda hófst með því að stúlkumar tíu komu fram á sundbolum og helstu áhugamál- um þeirra og framtíðaráformum var lýst í stuttu máli. Síðan komu stúlkumar fram á kvöldkjólum og að lokum vom vinsælasta stúlkan og ljósmyndafyrirsæta ársins krýndar. Vinsælasta stúlkan var valin af keppendum sjálfum, en þau Ámi Sæberg, Emilía Björg Bjömsdóttir og Ragnar Axelsson, Ijósmyndarar Morgunblaðsins, kusu bestu fyrirsætuna. Aðalkeppnin, þar sem krýndar verða fegurðardrottning íslands og fegurðardrottning Reykjavík- ur, verður á mánudaginn, á viðhafnarkvöldi í Broadway. Sjá myndir af stúlkunum í kvöldkjólum í Fólki í fréttum bls.22b 30% flutningaskipanna sigla undir erlendum fána Um250 manns í Kefla- víkurgöngu UM 250 manns lögðu af stað frá Keflavíkurflugvelli rétt fyrir kl. niu í gærmorgun áleiðis til Reykjavíkur í Keflavíkurgöngu herstöðvarandstæðinga. Blíðskaparveður var þegar gang- an hófst, sólarlaust en hlýtt. Áður en gangan lagði af stað flutti Ólafur Ragnar Grímsson stutta ræðu. AÐ MINNSTA kosti 11 flutn- ingaskip skipafélaganna sigla undir erlendum fána, eða rúm- lega 30% skipastólsins. Sjö þessara skipa em skipafélögin með á þurrleigu frá erlendum fyrirtækjum og eru þau með islenskum áhöfnum, en fjögur INIMLENT era leiguskip með erlendum áhöfnum. Þorkell Sigurlaugsson hjá Eim- skipafélaginu, varaformaður Sambands íslenskra kaupskipaút- gerða, segir að nokkrar ástæður séu fyrir því að skipin sigli undir erlendum fána, en ein sé veiga- mest: Skipafélögin taki skipin á þurrleigu til þess að komast hjá áhættunni af að fjárfesta í þeim, og erfítt sé að skrá slík skip hér, bæði vegna skilyrða erlendu eig- endanna og vegna íslenskra laga. Hann segir að ör tækniþróun eigi sér stað í kaupskipaútgerðinni sem geri skipin sífellt dýrari og erfíð- ara að fjárfesta í þeim. Einnig væri erfítt að selja skipin. Því væri þessi leið oft farin og þannig hægt að taka í notkun nýja tækni án þess að fjárfesta í skipunum. Sem aðra ástæðu nefndi hann að samkvæmt reglum hér á landi mætti ekki skrá skip eldri en 12 ára og hefði það í einhverjum til- vikum orðið til þess að íslensk skip sigldu undir erlendum fána. Þorkell sagði að það væri ekk- ert hagkvæmara að skrá skipin erlendis. Það væri frekar óhag- ræði af því og sparaði ekki kostnað. Skipafélögin vildu því frekar skrá skipin hér en til þess þyrfti samþykki eigenda þeirra. Góður humarafli í byrjun vertíðar Rúmlega 11 þúsund tonnum landað á Höfn á vetrarvertíð Grj óti rigndi eftir sprengingu í Þórshöfn MISTÖK í byggingarfram- kvæmdum urðu þess valdandi í Þórshöfn í Færeyjum síðastlið- inn fimmtudag, að grjóti rigndi yfir bæinn og skemmdi um 15 hús mikið og ellefu bíla, að sögn lögreglunnar í Þórshöfn. Engin meiðsl urðu á fólki. Að sögn lögreglunnar í Þórs- höfn urðu þau mistök að þegar verið var að sprengja fyrir hús- grunni gleymdist að birgja spreng- justaðinn, þannig að gijót þeyttist í allar áttir um kílómetra vega- lengd. Talsverðar skemmdir urðu á bílum og húsum í grennd staðar- ins, en fyrir mikla mildi urðu engin slys á fólki, þrátt fyrir að gijóti hafi t.d. rignt yfir svæði, þar sem böm voru að leik. ^ Höfn, Homafirði. Á HÖFN er nú lokið góðri vetrar- vertíð og humarveiðar hafnar. Á vetrarvertíðinni komu á land rúmlega 11.000 tonn frá áramót- um til 15. maí sem er meiri afli en undanfarin ár. Flestir Hafnar- bátar era byijaðir á humarveið- um og hefur afli verið góður eða frá 1 tonni upp í 2 tonn í fyrstu veiðiferðunum. Smábátum held- ur áfram að fjölga hér og hafa þeir fiskað nokkuð vel. Fiskiðjuver Kaupfélags Austur- Skaftfellinga tók á móti 9.600 tonnum, Fiskvinnsla Haukfells og Vísis 810 tonnum og í gáma hjá Hrelli var landað 780 tonnum. Erfitt er að segja nákvæmlega um hver sé aflahæsti báturinn þar sem hluti aflans er slægður hjá þeim sem lönduðu í gáma, en afla- tölur hæstu báta eru þessar: Erling- ur 740 tonn, Vísir 740 tonn, Sigurður Ólafsson 735 tonn, Freyr 730 tonn, Skinney 715 tonn, Skóg- ey 710 tonn, Hvanney 700 tonn. Eins og sést var afli báta jafn og gekk vertíðin vel enda gæftir góð- ar. Togarinn Þórhallur Daníelsson hefur landað á þessum tíma 1.250 tonnum. - AE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.