Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987 21 265 manns eru í Rit- höfunda- sambandi Islands Samningaviðræður settu svip á starf- semi síðasta árs AÐALFUNDUR Rithöfundasam- bands íslands var haldinn laugardaginn 30. maí sl. Kjörin __ var stjóm fyrir næsta starfsár. í henni eiga sæti: Formað- ur Sigurður Pálsson, varaformaður Einar Kárason, meðstjómendur Vil- borg Dagbjartsdóttir, Þorsteinn frá Hamri, Þórarinn Eldjám og vara- menn Andrés Indriðason og Sjón (Siguijón Birgir Sigurðsson). Teknar voru inn 14 rithöfundar og em nú félagar 265 talsins enda er Rithöfundasambandið einu heild- arsamtök íslenskra rithöfunda, skáldsagnahöfunda, ljóðskálda, leikritahöfunda, bama- og ungl- ingabókahöfunda, þýðenda, fræði- bókahöfunda o.s.frv. Samningaviðræður settu mestan svip á starfsemi síðastliðins starfs- árs og voru nýir samningar kynntir á fundinum og samþykktir. Þetta voru samningar við Leikfélag Reykjavíkur, útgáfusamningur við Félag ísl. bókaútgefenda og þýðing- arsamningur við Félag ísl. bókaút- gefenda. Samningar við bókaútgefendur hafa staðið alllengi yfir og em ein- hveijir mikilvægustu samningar rithöfunda og gildir útgáfusamn- ingurinn til næstu fimm ára og þýðingarsamningurinn til næstu þriggja ára. Samningaviðræður em yfir- standandi við Blindrabókasafn, Bylgjuna o.fl. og em að hefjast um endumýjun samninga við Ríkisút- varpið. Rithöfundasambandið hefur nú samninga við níu viðsemjendur og hefur auk þess umboð fyrir erlenda höfunda. Þá er Rithöfundasambandið full- trúi íslands í Norræna rithöfunda- ráðinu og er eitt af stofnfélögum Sambands vestur-evrópskra rithöf- unda. Á síðastliðnu ári var keypt hús- næði í Hafnarstræti 9 fyrir starf- semi félagsins, eftir að greiðslur bámst vegna ljósritunar í skólum. Framkvæmdastjóri sambandsins er Rannveig G. Ágústsdóttir og lög- maður þess er Ragnar Aðalsteins- son, hrl. (Fréttatilkynning) Brúðubíll- innáátta nýja staði Nýi brúðubillinn er á ferð- inni í Reykjavík í júní ogjúlí. Leikhúsið synir á gæsluvöll- um borgarinnar. En átta nýir sýningarstaðir hafa bæst í hópinn. Þriðjudaginn 9. júní kl. 10 er sýnt í Skeijafírði, á homi Suðurgötu og Þorragötu. Og kl. 2 er sýnt í Grafarvogi við dagheimilið þar. Aðrir nýir sýningarstaðir em: Skógarhlíð og er sýnt við Öskjuhlíðarskóla. Ártúnsholt, sýnt við Árbæjarsafnið. Hallar- garðurinn við Fríkirkjuvg, Gerðuberg, Austurbæjarskóli. Dagskrá Nýja brúðubílsins er hjá íþrótta- og tómstundar- áði á Fríkirkjuvegi 11 og á öllum gæsluvöllum borgarinnar svo og á skrifstofunni hjá Dag- vist bama við Tryggvagötu. ÁHYGGJUNUM taktu Ferðatrygginíu Almennra... Það er vissulega nauðsyn að undirbúa sig vel fyrir ferðalagið. En er ekki ráð að gera það á sem einfaldastan hátt? Þú færð þér Ferðatrygginguna frá Almennum - og léttir af þér áhyggjunum! Ferðatrygging Almennra er hagkvæm og víðtæk heildarlausn fyrir þig og þína. Hún er ferðaslysa-, sjúkra-, ferðarofs- og farangurs- trygging og veitir aðgang að SOS neyðarþjónustunni, sem eykur enn frekar á öryggið. ...og njóttu ferðarinnar! AUK hf. 104.18/SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.