Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLABIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö. Stöðugt gengi og næsta ríkisstjórn Sitjandi ríkisstjóm hefur allt frá því að hún tók við völdum 1983 fylgt fastgengisstefnu, sem hefur lagt gmnninn að meiri stöðugleika og lægri verð- bólgu. Dr. Sigurður B. Stefáns- son, hagfræðingur, bendir á í grein í viðskiptablaði Morgun- blaðsins síðastliðinn fímmtudag, að stefnan í gjaldeyris- og geng- ismálum verði á meðal þess mikilvægasta sem ný ríkisstjóm tekst á við. Launahækkanir á síðasta ári og yfírstandandi ári umfram verðmætaaukningu þjóðarbús- ins, halli á ríkissjóði og vaxandi viðskiptahalli „gera nú æ áhættusamara að halda gengi krónunnar föstu áfram," segir Sigurður B. Stefánsson. Hann bendir á að raungengi krónunnar hafí hækkað verulega undanfar- in misseri og við það hefur hagur innflytenda batnað en staða út- flutnings versnar: „Það er engum vafa bundið að mjög herðir að hag mikilvægustu út- flutningsgreina með haustinu ef svo fer sem horfír. A næsta ári getur reynst erfítt að ná endum saman við óbreytta þróun launa og gengis. Stjómvöld verða því á næstu vikum að velja milli tveggja kosta. Að gefa eftir gengisfestuna og laga gengi krónunnar að innlendum kostn- aðarhækkunum og færa þannig kaupmátt aftur frá launþegum til útflutningsgreina með lægra skráðu gengi. Eða standa fast við núverandi stefnu í gengis- málum og taka launamál, ríkis- íjármál og peningamál föstum tökum og koma þannig í veg fyrir vaxandi halla í viðskiptum við önnur lönd og hækkun er- lendra skulda. Síðari leiðin er áhættusöm fyrir smáþjóð sem skuldar mikið fé í útlöndum. Hún krefst dirfsku og stjómkænsku af hálfu ráðamanna — en þannig fæmmst við nær því marki en ekki fjær að sýnast efnahagslega sjálfstæð þjóð í augum annarra." Þegar þetta er ritað gerir Jon Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, tilraun til þess að mynda samsteypustjóm Al- þýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Eitt af því sem þessir flokkar þurfa að ná samkomulagi um, áður og ef þeir taka upp samvinnu í nýrri ríkissjóm, er stefnan í gengis- málum. Sigurður B. Stefánsson, bendir réttilega á, í áðumefndri grein, að fastgengisstefnan krefst dirfsku og kænsku af nýrri ríkisstjóm. Til að fylgja henni þarf að taka afstöðu til þess við hvaða erlendar myntir skuli miða meðalgengi krónunn- ar. Dollarinn hefur fram til þessa vegið þungt í gengi krónunnar. Þetta hefur gert það að verkum að hér hefur hvorki verið stöðugt verð á Evrópumyntum né doll- ara. Sigurður B. Stefánsson varpar fram þeirri hugmynd að rétt væri að miða gengi krónunn- ar eingöngu við Evrópumyntir. Kostimir em stöðugra innflutn- ingsverð og þar með stöðugra innlent verðlag. Á ársfundi Seðlabankans viðraði Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, sömu hugmyndir. En jafnframt því sem tekin yrði upp ný viðmiðun í gengi krónunnar, verður að auka_ fijálsræði í gjaldeyrisversl- un. Á þetta hefur Morgunblaðið bent en á undanfömum ámm hafa verið stigin stór skref í þá átt, þó langt sé í land. Þegar ríkissjóður eyðir meira en hann aflar og verðbólga og hækkun kaupmáttar er miklu meiri hér á landi en í viðskiptal öndunum, er ekki til lengri tíma litið hægt að halda gengi íslensku krónunnar stöðugu. Halli á ríkissjóði veldur við- skiptahalla og skuldasöfnun erlendis, nema ef einkageirinn sparar nægjanlega mikið tíl að vega upp á móti eyðslunni. Það verður því verkefni nýrrar ríkis- stjómar að rétta ríkissjóð við. Mörgum stjómmálamönnum hefur verið tíðrætt um ríkissjóðs- hallann og talið sig sjá leiðir til þess að afla nægilégra tekna — oftast með skattahækkunum — , jafnvel svo, að hægt sé að auka þjónustu ríkisins vemlega, án þess að eyða um efni fram. Sigurður B. Stefánsson telur að ríkissjóðshallinn muni ekki hverfa í einni svipan. Orðrétt segir hann: „Fjárlagahallinn á rætur sínar í velferðarþjóðfélag- inu sjálfu og mun fara sívaxandi á næstu ámm nema til komi miklar breytingar á viðhorfí manna til opinbers reksturs og þess hvemig kosta beri opinbera þjónustu." Niðurstaða Sigurðar B. Stef- ánssonar er að tekjuöflunarkerfi ríkissjóðs muni ekki, jafnvel í endurskoðaðri mynd, standa undir fjármögnun á opinbemm rekstri. Stjómmálamenn verða að gera það upp við sig hvemig greiða eigi fyrir opinbera þjón- ustu. Er ekki rétt að huga t.d. að því að láta þá, sem ekki þurfa á fjárhagslegri aðstoð úr sam- eiginlegum sjóðum að halda, greiða fyrir opinbera þjónustu, a.m.k. að hluta? ótt verulegur skriður sé kominn á viðræður um stjómarmyndun milli Sjálfstæðisflokks, Fram- sóknarflokks og Alþýðu- flokks, undir forystu Jóns Baldvins Hanni- balssonar, gætir þess nokkuð, að hugmyndir séu uppi, sérstak- lega meðal Framsóknarmanna, um áframhaldandi samstarf núverandi stjóm- arflokka, með stuðningi Stefáns Valgeirs- sonar. Þeir hafa hvað eftir annað látið í það skína, að þeir teldu slíka ríkisstjóm undir forystu Þorsteins Pálssonar, for- manns Sjálfstæðisflokks, æskilegan kost, eins og staðan er á Alþingi eftir kosning- amar. Þess vegna er ástæða til að staldra við þessa hugmynd. Ríkisstjóm af þessu tagi hefði meiri- hluta í sameinuðu þingi en ekki í deildum. Það þýðir, að hún getur afgreitt fjárlög og varið sjálfa sig gegn vantrausti, en hún hefur ekki bolmagn til að koma málum fram í deildum þingsins. í raun væri því hér um bráðabirgðastjóm að ræða, sem þó hefði þann styrkleika, að hún gæti skap- að sjálfheldu á Alþingi. Þeir, sem telja slíka ríkisstjóm líklegan kost, hljóta að hafa í huga annað hvort að efna til kosninga mjög fljótlega, eða að sú ríkisstjóm starfaði á sama hátt og minnihlutastjómir gera í ýmsum ná- grannalöndum okkar, þ.e. reyndi að ná samkomulagi við aðra flokka um framgang mála á Alþingi. Ef litið er á þetta mál frá sjónarhomi Sjálfstæðisflokksins, getur svona ríkis- stjóm varla talizt vænlegur kostur. Auðvitað getur komið til þess, að rjúfa verði þing og efna til kosninga á ný. Reynslan sýnir hins vegar, að þegar flokk- ur tapar mjög í kosningum, tekur það hann töluverðan tíma að ná sér á strik á ný. Sjálfstæðisflokkurinn fór mjög illa út úr kosningunum 1978 en úrslit kosning- anna, sem fram fóru í desember 1979 eða um 18 mánuðum síðar, urðu Sjálfstæðis- mönnum mikil vonbrigði og þá fékk flokkurinn næstverstu útkomu í sögu sinni fram að þeim tíma. Þeir, sem kynnu að aðhyllast ríkisstjóm með Framsóknar- flokki og Stefáni Valgeirssyni í því skyni að efna til kosninga mjög fljótlega ættu því að huga að þessari fengnu reynslu. Ef talsmenn slíks stjómarsamstarfs hafa það hins vegar í huga, að þessi ríkis- stjóm gæti starfað með svipuðum hætti og minnihlutastjómir með samningum við aðra flokka um framgang mála, vaknar spumingin við hvaða flokka slíkt samstarf ætti að vera. Telja má nánast útilokað, að Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag eða Kvennalisti mundu ljá máls á samstarfi af þessu tagi á Alþingi. Þess vegna hljóta menn að stefna á samstarf við Borgara- flokkinn. Það er raunar í samræmi við þann yfírlýsta vilja framsóknarmanna, að mynda ríkisstjóm með Sjálfstæðisflokki og Borgaraflokki. Þorsteinn Pálsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, hefur hins vegar útilokað slíkt stjómarsamstarf. Það gefur því augaleið að það væri ekki fysileg- ur kostur fyrir Sjálfstæðisflokkinn að eiga framgang mála ríkisstjómar, sem mynduð væri með stuðningi Stefáns Valgeirssonar, undir Borgaraflokknum, sem hefði þá náð neitunarvaldi gagnvart Sjálfstæðisflokkn- um á Alþingi. Þessi kostur getur því ekki talizt framkvæmanlegur frá sjónarhóli Sjálfstæðismanna, þótt hann kunni að líta öðruvísi út þegar horft er til hans úr her- búðum framsóknarmanna. Stjómmálamennimir verða því að átta sig á því, að sú þriggja flokka ríkisstjóm, sem nú er unnið að er síðasti raunhæfí kosturinn. Það er búið að reyna tvisvar að ná samstarfí við Alþýðubandalag og Kvennalista. f fyrra skiptið reyndi Þor- steinn Pálsson að koma á samvinnu við annan hvom þeirra þingflokka og Al- þýðuflokk. Þá kom í ljós, að forystumenn Alþýðubandalags voru einfaldlega ekki til viðræðu við Sjálfstæðisflokk um myndun nýsköpunarstjómar. Formlegar viðræður við Alþýðuflokk og Kvennalista undir for- ystu Þorsteins Pálssonar sigldu hins vegar í strand. Jón Baldvin Hannibalsson gerði síðan um síðustu helgi tilraun til þess að taka upp þráðinn á ný gagnvart þessum tveim- ur flokkum áður en honum var falin stjómarmyndun. Hann gekk svo langt að senda þessum flokkum báðum drög að málefnasamningi. Undirtektir beggja voru neikvæðar. Það er því búið að gera svo ítrekaðar tilraunir til þess að mynda þriggja flokka ríkisstjóm með öðmm hvor- um þessara flokka, að það verður að teljast fullreynt. Færi svo, að núverandi viðræður um stjómarmyndun bæru ekki árangur væri ekki annar kostur eftir til myndunar meiri- hlutastjómar á Alþingi en fíögurra flokka vinstri stjóm. Slík ríkisstjórn yrði óskapn- aður og ekki starfhæf nema að nafninu til. Þess vegna stendur nú yfír tilraun til þess að ná saman ríkisstjóm, sem er í raun síðasti kostur Alþingis til þess að mynda starfhæfa meirihlutastjóm. Það er því mikil ábyrgð, sem hvílir á herðum for- ystumanna þessara þriggja flokka, að hún takist. Gildi og notagildi menntunar Hinni öldnu og virðulegu menntastofn- iun, Menntaskólanum í Reykjavík, var slitið sl. fimmtudag. Guðni Guðmundsson, rekt- or, sem hefur haldið uppi merki þessa elzta skóla í landinu með myndarlegum hætti sagði m.a. í skólaslitaræðu sinni: „Ég ætla ekki að fara að iðka þá vinsælu þrætubók- arlist að velta fyrir mér hveiju er um að kenna, að skólahald í landinu skuli trufl- ast ár eftir ár af verkföllum, en get þó ekki annað en undrast, að þjóð, sem virð- ist eiga það að sameiginlegu markmiði að svitna á sólarströnd vetur, sumar, vor og haust og flytur inn og kaupir 16.000 bíla á ári, telur sig ekki hafa efni á að greiða uppalendum sínum þau iaun, að skólamir séu samkeppnisfærir um vinnuafl án verk- falla. Það er eitthvað bogið við forgangs- röðun í slíku þjóðfélagi. Þetta leiðir hugann óhjákvæmilega að því hvers virði menntun í víðasta skilningi er talin á íslandi í dag. í hnotskum virð- ist mér tilhneiging manna vera fyrst og fremst að líta á skólagöngu, allt til stúd- entsprófs, sem nauðsynlegt framhald leikskólans, er leiði helzt til einhvers konar starfsréttinda. Það virðist líka vera stefna í svokallaðri æðri menntun, ekki sízt í háskólanum, að líta fyrst og fremst á nota- gildi menntunar, þ.e.a.s. tengsl hennar við atvinnulífíð. Hin gamla trú á gildi menntunarinnar sem slíkrar, á þá þjálfun hugans, við hin margvíslegustu vísindi, sem menntunin veitti, á þá víðsýni og umburðarlyndi, sem þekking á fortíðinni og tilhlökkun framtíð- arinnar gáfu ungum sálum, virðist vera að kafna í einhveijum pragmatisma, þar sem allt miðast við krónur og aura og skólaganga miðast við að undirbúa menn undir ákveðin störf í „tengslum við at- vinnulífið". „0 tempora, o mores,“ sagði Cicero á sínum tíma og átti þá við hina uppvaxandi kynslóð og virðingarskort hennar við hina eldri. Orð Ciceros eru enn í fullu gildi, en nú ættu þau betur við okkur hin eldri, sem höfum stundað hruna- dans aurahyggjunnar af slíkri eljusemi, að við höfum gleymt hinum andlegu gild- um í eftirsókn eftir vindi." Gæði menntunar Þessi ummæli rektors Menntaskólans í Reykjavík hljóta að vekja okkur til nokk- urrar umhugsunar um hlutverk og stöðu skólanna í þjóðlífí okkar. Þess hefur orðið vart hin síðari ár að foreldrar hugsa æ meir um gæði þeirrar menntunar, sem böm þeirra eiga kost á í skólum landsins. Margt bendir til þess, að ástæðan fyrir því að fólk hugsar meira um þetta en áður sé sú, að gæðum menntunar hafí hrakað. Það var t.d. athyglisvert í umræð- um um íslenzkupróf fyrir skömmu, að fjölmiðlar, ekki sízt Morgunblaðið, bentu MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987 25 4- REYKJAVIKURBREF Laugardagur 6. júní á, að árangur í íslenzkuprófum væri tölu- vert mismunandi eftir skólum. Ekki er ólíklegt að umræður af því tagi leiði til þess, að foreldrar sæki í að koma bömum sínum í þá skóla, sem beztan árangur sýna, jafnvel þótt um önnur skólahverfí sé að ræða. Guðni Guðmundsson segir hins vegar við þessa foreldra, sem um leið em skatt- greiðendur: Þið virðist ekki vera tilbúnir til þess að greiða nægilega há laun til þess að beztu kennaramir vilji stunda kennslu, þannig að böm ykkar fái sem bezta menntun. Þetta er sjónarmið út af fyrir sig, sem ekki er hægt að ganga fram- hjá. Auðvitað liggur í augum uppi, að hæfileikamikið fólk, sem hug hefði á að starfa að kennslu, leitar annað, ef það á kost á mun betri launum annars staðar. Þess vegna er nokkuð til í því, að um leið og foreldrar og skattgreiðendur gera kröfu um meiri og betri gæði menntunar, verða þeir að vera tilbúnir til þess að greiða kennurum þau laun, sem duga til þess að halda hæfíleikamesta fólkinu í þessum störfum. Það er líka nokkur sannleikur í því fólg- inn hjá rektor menntaskólans, að margir líta á stúdentspróf sem forsendu fyrir því að fá einhvers konar starf. í mörg undan- farin ár hefur það verið svo, að stúdents- próf hefur verið sú lágmarkskrafa, sem ýmsir atvinnurekendur hafa gert til starfs- fólks. En nú er svo komið, að margir vinnuveitendur velta því fyrir sér, hvort ekki sé nauðsynlegt að gera enn meiri kröfur, þ.e. að ætlast til einhvers konar háskólaprófs, einfaldlega vegna þess að reynslan sýnir, að stúdentspróf dugar ekki eitt út af fyrir sig. Það er umhugsunar- efni fyrir þá skóla, sem útskrifa stúdenta, en vel má vera að svör þeirra verði tilvís- un til launa menntaskólakennara. Fyrir svo sem einum og hálfum áratug var töluvert mikið um Jiað rætt, að sú menntun, sem Háskóli Islands bauð upp á, væri ekki lengur í samræmi við þær kröfur, sem þjóðfélagið gerði. Háskólinn hefði í upphafi verið byggður upp sem embættismannaskóli og væri það enn, þótt atvinnulífíð í landinu hefði tekið svo miklum breytingum, að nauðsynlegt væri að háskólinn einbeitti sér að því að mennta fólk til starfa í atvinnulífinu. Þetta hefur greinilega tekizt svo vel, að rúmum áratug síðar sér menntaskólarektor ástæðu til að kvarta undan því, að menntunin í landinu sé í of ríkum mæli miðuð við þarfír at- vinnulífsins og gildi menntunar sem slíkrar fyrir borð borin. Þetta sýnir, að við íslend- ingar höfum tilhneigingu til þess að hlaupa á milli öfganna, ef svo má að orði komast í þessu tilviki. Umræður um þessi málefni eru gagnleg- ar og það er raunar löngu orðið tímabært, að menntamálin verði lykilþáttur í pólitísk- um umræðum hér. Slíkar umræður um skólamál fóru fram fyrir tæpum tveimur áratugum og leiddu til verulegra umbóta í skólakerfí okkar. Þau ummæli Guðna Guðmundssonar, sem hér hefur verið vísað til, sýna, að full ástæða er til að slíkar umræður fari fram á ný. Hálendið heillar, en ... Nú fer í hönd sá tími ársins, þegar ferða- lög um hálendi landsins og óbyggðir eru hvað mest. Það er að vísu liðin tíð að þær ferðir séu bundnar við sumartímann. Fleiri og fleiri leggja land undir fót að vetrar- lagi og leita á vit öræfanna á þeim árstíma með misjöfnum árangri. Þetta er mikil breyting frá því sem áður var. Fyrir tæpum tveimur áratugum voru líklega fleiri út- lendingar á ferð um hálendið en íslending- ar. Nú er það breytt. íslendingar kunna nú betur að meta landið sitt og heillandi náttúru þess. Raunar er erfítt að skilja, að fólk skuli geta hugsað sér að yfirgefa þetta land að sumri til, en það er önnur saga. Reynslan hefur kennt okkur að tvenns konar hætta er á ferðum að sumarlagi þegar öræfín eru annars vegar. Önnur er sú, að útlendingar gera sér ekki grein fyrir því, að það getur verið beinlínis hættulegt að ferðast um óbyggðir íslands. Hörmuleg slys hafa orðið af þeim sökum. Þess vegna skal það enn ítrekað, sem áður hefur verið vikið að í Reykjavíkur- bréfí, að ástæða er til að vara ferðamenn, sem hingað koma og ætla í hálendisferðir sérstaklega við og benda þeim á að það getur verið lífshættulegt að ferðast um þessar slóðir, ef menn kunna ekki fótum sínum forráð. Á hinn bóginn er ljóst, að auknum ferð- um landsmanna sjálfra fylgir hætta á landspjöllum. Farartækin, sem notuð eru til þessara ferða, verða stöðugt fullkomn- ari og um )eið verður löngun ferðalanga til þess að láta gamminn geysa meiri. Það er því full ástæða til að setja strangar reglur um umgengni ferðamanna á þessum slóðum og beita viðurlögum ef því er að skipta. Ein leið til þess að koma í veg fyrir að ferðalög um þetta landsvæði verði með öðrum hætti en vera ber er sú, að gera ekki of mikið til þess að greiða fyrir umferðinni, t.d. með því að byggja brýr yfír ár og vötn. Það fer bezt á því, að ferðafólk í fjallaferðum þurfí að hafa fyrir því að ferðast um þessar slóðir. Ferðafélag íslands, Ferðafélag Akur- eyrar og fleiri aðilar hafa unnið mikið starf við að opna hálendið til ferðalaga, m.a. með byggingu sæluhúsa víðs vegar um þetta landsvæði. Þessi félög hafa átt ríkan þátt í því að skapa skemmtilega ferða- menningu á þessum slóðum bæði með sæluhúsunum og Ferðafélag íslands ekki sízt með útgáfu árbókanna, sem ná raunar bæði til byggðra og óbyggðra landshluta. Fyrir skömmu birtust fréttir hér í Morg- unblaðinu af því, að straumur erlendra ferðamanna hingað til lands yrði ekki eins mikill og búizt hafði verið við eftir leið- togafundinn sl. haust. Kom fram, að foiystumenn í ferðamálum höfðu af þessu nokkrar áhyggjur. Er ástæða til þess? Landið okkar er ekki stærra en svo, að það þolir tæplega nema hóflegan Qölda erlendra ferðamanna til viðbótar við ferðir íslendinga sjálfra. Vinsælustu áfangastað- ir á hálendinu eru viðkvæmir fyrir mikilli umferð og ekki má mikið út af bera til þess að veruleg landspjöll verði. „Þess hefur orðið vart hin síðari ár að foreldrar hugsa æ meir um gæði þeirrar menntunar, sem börn þeirra eiga kost á í skólum landsins. Margt bendir til þess, að ástæðan fyrir því aðfólkhugsar meira um þetta en áður sé sú, að gæðum menntun- ar hafi hrakað. Það var t.d. at- hyglisvert í umræðum um íslenzkupróf fyrir skömmu, að fjöl- miðlar ekki sízt Morgunblaðið, bentu á, ið árang- ur í íslenzkupróf- um væri töluvert mismunandi eftir skólum. Ekki er ólíklegt aðom- ræður af því tagi leiði til þess, að f oreldrar sæki í að koma börnum sínum í þá skóla, sem beztan árangur sýna, jafnvel þótt um önnur skólahverfi sé að ræða.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.