Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987 27 Stiörnu- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Kæri stjörnuspekingur. Get- ur þú lesið úr stjömukorti mínu og þá sérstaklega með tilliti til atvinnu. Ég er fædd á Akureyri, 17.03.1966, klukkan 2.20 að nóttu. Með fyrirfram þökk.“ Svar: Þú hefur Sól í Fiskum, Tungl og Venus í Vatnsbera, Merkúr og Mars í Hrút, Bogamann Rísandi og Vog á Miðhimni. Þensla Sél í Fiskum í spennuafstöðu við Júpíter táknar að þú hefur sterkt ímyndunarafl og þarft stöðugt að víkka sjóndeildar- hring þinn og safna að þér þekkingu. Þér leiðist ef þú ert of lengi á sama stað. Þú verð- ur því að teljast heldur eirðar- laus. Þetta táknar að atvinna þín verður að vera lifandi, fjöl- breytileg og bjóða upp á umhverfi þar sem stöðugt er eitthvað nýtt að gerast. SjálfstœÖi Tungi og Venus í Vatnsbera táknar að þú ert tilfinninga- iega sjálfstæð. Eigi síður ert þú félagslynd og þarft á því að halda að hafa margt fólk í kringum þig. Þetta fólk má hins vegar ekki binda þig nið- ur. Forsenda vináttu og ástar er að þú hafir góð hugmynda- leg tengsl við fólk, að þú og ástvinur þinn hafí sameigin- leg áhugamál. Þetta táknar að þú átt auðvelt með að vinna með fólki og að atvinna þín þarf að vera félagslega lif- andi. Drift Merkúr og Mars í Hrút táknar að þú ert drífandi og óþolin- móð í hugsun og framkvæmd- um. Þú vinnur því vel þar sem hraði er nauðsynlegur en leið- ist hangs og seinagangur. Starf þitt þarf að fela í sér hreyfingu og vera lifandi. Þú ert manneskja sem hvílist á því að fást við ný viðfangsefni. GlaÖlyndi Bogmaður Rísandi táknar að þú ert opin, jákvæð og glað- lynd í fasi og framkomu. Framkoma þín er kvik og þú þarft að hreyfa þig mikið. Þessi staða tengist einnig inn á þekkingarleit, það að ferð- ast og vikka sjóndeildarhring þinn. Það eru a.m.k. þrír þættir í korti þínu sem benda til þarfar fyrir fjölbreytileika, líf og hreyfingu. Félagsstörf Vog á Miðhimni táknar að þú vilt efla félagslega og fagur- fræðilega hæfileika þina með aldrinum. Þú kemur því til með að eiga auðveldar með að umgangast fólk eftir því sem þú eldist og verður list- rænni. Auglýsinga- teiknun Þar sem þú hefur Sól, Merk- úr, Mars og Satúmus í þriðja húsi má segja að þú fínnir sjálfa þig í gegnum það að fást við tjáskipti og upplýs- ingamiðlun í nánasta um- hverfi þínu. Mér dettur því í hug án þess að það útiloki aðra möguleika, að auglýs- ingateiknun, ljósmyndun, ferðamál eða önnur sambæri- leg störf gætu átt vel við þig. Aðalatriði er að starfið sé lif- andi, að þú getir hreyft þig og að töluvert af fólki sé í kringum þig (stór vinnustað- ur). Þar sem þú hefur margar plánetur í breytilegum merkj- um má hins vegar segja að það eigi við þig að breyta til og stunda nám sem bjóði upp á marga starfsmöguleika; nokkurs konar alhliða mennt- un. Þú telst til þeirra sem þurfa fjölbreytilega lífsreynslu. GARPUR GAgPUK R-'lfUR UPP UATNSteiDSL- una ..._______________ GAPPUR. SKOLAR / EN HVA& ER SKejBQÍ'GUNUM /FORlNGl ÞEIpeA7 alla le/b C/túR [éGKEMeKKiAuaa'4 HÖLLINN/I! kdnung ! \ x SÖMU STUNPU FyRlR UTAN 0/SASKALLAKASTALA . efÞetta ER. Hí£> sanna valda- SETVR MUN EG r-pr---------- N'AÞvl PHRIR £NN RANGT SJ/ÍLFAN AHGf/HM þéR.SNÁKAHEILI- TAKTUGRÁSKALLAKASr- I ALA EF pú V/LT... £N -.j,-— BEIN/ VEKÐUR l/ALCfl- mJXfcX- AtAÐUR HéK / GRETTIR þó m'ATT EgKl ( ÖLEV/VlA f=Vl// u éöGLCyAll pvl . EKV.l,JÓb\,éG L_§^Ey/W/U-DRE l_/ /VIIG /HlS/VtlMNiR \ BARA STUMDU/Vt ) CF\N\ I7AV7& 7-30 DYRAGLENS N 'NHAW whapl 7 \ ( GOTTAV ÚG \ VAR. ME-PSNLIPD- ( UNA UPPÍ MÉR! /I CI087 Trtbun* M»dU Swvíom. mc. UOSKA 5INMITT pAÐSLM OKKU (? VANTAÐl. E/N FSÍAMHAI-PS- , SAGA ENN ' aM FERDINAND . i COflNHACfN © 1966 Unlled FMtura Syndlcate.lnc. Z70‘i\ M SMAFOLK here'stheworlpujari FLYIN6 ACE 5EARCHIN6 THE 5KIE5 FOR HIS ENEMY,THE REF BARON.. PUCKIN6 IN AND OUT OF THE CLOUDS, ME PLAY5 A PAN6ER.0U5 6AME OF HIPE-ANP-SEEK Hér er flugkappinn úr fyrra stríði að leita um loftin blá að óvini sínum, Rauða baróninum ... Hann veður í skýjum og stundar háskalegan felu- leik. Ég kíkti, ég sá þig! ACTUALLY WORLP WARI FLYIN6 ACES VERY 5ELD0M 5AlP,‘'PEEKAB00. I 5EE YOU l// [ reynd var mjög sjaldgæft að flugkappar í fyrra stríði segðu „Ég kíkti, ég sá þig!“ BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Ein skærasta stjaman í . bandarískum brids um þessar mundir er ungur maður að nafni Josh Parker. Með ljölmörgum sigrum á síðasta ári vann hann til útnefningar sem besti spilari New York-borgar árið 1986. Parker var við stjómvölinn í eft- irfarandi spili, sem kom upp í Cavendish-klúbbnum fyrr í vet- ur: Norður gefur; NS á hættu. Norður ♦ ÁKD7 VK32 ♦ D7 Vestur ^ AK83 ^ustur ♦ D5 ♦ G652 ♦ ÁK109864 ¥ 109764 ♦ 1042 ♦ 32 ♦ Suður *95 ♦ 10984 ¥ ÁG8 ♦ G5 ♦ DG76 Vestur Norður Austur Suður 1 lauf pass 1 spaði 3 tíglar 4 tíglar 4 spaðar pass pass pass Fjögurra tígla sögn norðurs var einfaldlega tilboð í slemmu, en lofaði ekki endilega tígulfyrir- stöðu. Parker í suður hafði skiljanlega engan slemmuáhuga og sló af með fjórum spöðum. ' Vestur tók tvo slagi á tígul og skipti svo yfir í tromp. Með 3—2-legu í trompi er spilið létt- unnið, og þegar í Ijós kom að austur átti fyórlít valt samning- urinn á því hvort slagur tapaðist á hjarta. Parker tók þrjá efstu í trompi og spilaði svo laufunum. Austur lét réttilega á móti sér að trompa: Norður ♦ 7 ¥ K32 Vestur ♦ - ▲ Austur ♦ - “ - ♦ G ¥ D5 ¥1097 ♦ 109 ♦ - ♦ - Suður ♦ 10 ¥ ÁG8 ♦ - ♦ - ♦ - Austur hafði sýnt tvílit í ás og kóng í tígli, svo Parker reikn- aði skiptinguna rétt út. En í stað þess að spila hjarta á kóng og svína gosanum, nýtti hann sér mátt áttunnar með því að spila austri inn á spaðann í þessari stöðu. Austur skilaði hjarta- tíunni, gosi, drottning og, kóngur. Og nú var hægt að svína fyrir hjartaníuna. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlega mótinu í Jerúsal- em í vetur kom þessi staða upp í skák heimamannsins Yasha Murei, sem hafði hvítt og átti leik, og danska stórmeistarans Curt Hansen. Svartur lék síðast 30. — Hxa3! í von um að ná gagnsókn ef hvítur myndi þiggja hróksfórnina. Murei afþakkaði gott boð og fómaði sjálfur: 31. Bxf7+! — Kxf7, 32. Dxe7+ - Kg8, 33. Dxa3 — Dxa3, 34. bxa3 — Hxa3, 35. He8+ - Rf8, 36. Hxf8+! og Daninn gafst upp, því lokin yrðu 36. — Bxf8, 37. Hd8 - Kg7, 38. Hxf8! - Kxf8, 39. Bc5+ og svartur hefur tapað öllu sínu liði en hvítur á biskup eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.