Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 9
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987 9 Hvitasimna eftir sr. JÓN RAGNARSSON V.H UUt 1 smáatriðum, eða bundið við til- teknar aðstæður. Andinn er ftjáls. Hann tekur ekki mark á mannfélagsmúrum og sálrænum hindrunum, sem sundra fólki. Hann er það afl, sem kveður milljónir til guðsþjónustu, bænar og lofgerðar meðal allra þjóða heims. Kirkja andans eru öll bænarmálin og faðir- vorin sem berast út í kvöldhúmið frá börn- um, sem búa sig undir svefninn. Kirkja andans hrópar frá þús- undum gleymdra fanga hvem morgun, sem þrátt fyrir allt eiga von og geta ekki gefíst upp í henni. Kirkja andans er að verki í líknar- og hjálparstarfí, þar sem fólk er leitt til lífs frá dauða- dæmdum aðstæðum. Þar og miklu víðar er kirkja andans sýnileg. Þessi eining, sem þrátt fyrir hrópandi misræmi milli þjóða og einstaklinga, gefur þeim stekari samkennd en nokk- uð annað. Hvítasunnan er hátíð heilags anda. Ein höfuðhátíð kristninnar á öllum öldum, einnig í okkar kirkju, a.m.k. þar sem hún er fermingarhátíð að öllum jafnaði. Hvítasunnan er minningar- hátíð þess, að heilagur andi var gefínn postulunum og þeirra jar- teikna, sem þeirri gjöf fylgdu. Þann dag telst stofnuð sú mikla og margbrotna alheimshreyfíng, sem nefnist kirkja. Heilög, al- menn og ákaflega Qölskrúðug í aldanna rás. Áherslan á andann hefur ekki verið jöfn á öllum tímum og í öllum löndum. Kirlq'an mótast alltaf af menningu og aðstæðum þess fólks, sem henni tilheyrir. Hún hefur það hlutverk að vera farvegur andans og orðsins. Hún rækir þetta hlutverk þegar henni tekst, með Guðs hjálp, að ryðja stíflum úr vegi og opna flóðgátt- ir til sem flestra manna í kringum sig. Kirkjan getur samt orðið svo þröng af mannasetningum, að hún verði ófær farvegur. Andinn fínnur sér þá aðra rás og blæs utan þess samfélags, sem við hann er kennt og á að sækja sér afl til hans. Hann er ekki háður því mannlega félagi, sem kirkjan er. Hann sveif yfír vötnunum við upphaf sköpunarinnar og fór fyrir Drottni hvar sem hann gaf sig mönnum til kynna. Annað- hvort af þrumandi mætti, sem „aðdynjandi sterkviðris" eða sem blærinn í limi olíuviðarins, og allt þar á milli. — Hann var kynngin í prédikun spámann- anna og kjarkur þjóðar í þreng- ingum. Andinn var gefinn postulun- um á Hvítasunnudag. Þar var fyöldi utanaðkomandi fólks til vitnis, svo hér var ekki um einkamál þeirra tólf að ræða. Andinn var gjöf til að miðla, eins og Pétur gerði, strax og hann kom til sjálfs sín eftir „áfall“ andans. Pétur boðaði Krist, með tilstyrk andans. Hann og hinir postulamir urðu gagn- teknir fyrir augum viðstaddra, svo að helst líktist torkennilegri vímu, til að sjá, en var þeim ný og stórfengleg reynsla — ógleymanleg og krefjandi. Henni varð að miðla. — Margir trú- menn, líka nútímafólk, á slíka reynslu. Sumir keppa eftir henni, þessari persónulegu, innri gagn- tekningu, og efast jafnvel um gildi trúar sinnar, án þess inn- siglis. Þá hefur gleymst, að andinn er gjöf sem ekki er á mannlegu valdi. Kristur hafði búið lærisveina sína undir komu Gjöf andans er ætíð ný. Hún er ekki til að fela. Hún á að sjást og heyrast í orðum og verkum og lífí hvers kristins safnaðar. heilagur andi og verk hans eru leyndardómur, ofvaxinn skiln- ingi. Þau eru hins vegar ekki leyndarmál til að pukrast með. An andans væri ekki kirkja né kristin einingarvon. Korpa (Úlfarsá) Veiðileyfín verða afgreidd frá og með þriðjudeginum 9. þ.m. Versl. Veiðimaðurinn, Hafnarstræti 5. V^terkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamióill! Læknastofa Hef opnað læknastofu í Læknastöðinni hf.f Álfheimum 74. Tímapantanir í síma 686311 alla virka daga frá 9.00-15.00. Hannes Hjartarson. Sérgrein: Háls-, nef- og eyrnalækningar. Gengi dags: 5. júní 1987: Kjarabréf 2,096 - Tekjubréf 1,175 - Markbréf 1,036 - Fjölþjóðabréf 1,030 Hjá Fjárfestingarfélaginu færðu þinn eigin ráðgjafa til aðstoðar í fjármálum þínum Heir, sem stofna fjármálareikning hjá Fjárfestingar- félaginu, fá sinn einkaráðgjafa sér til aðstoðar í fjármál- um, auk þess sem þeir fá fullan aðgang að allri þjónustu verðbréfamarkaðs Fjárfestingarfélagsins. Fjármálareikningurinn hentar sérstaklega vel fyrir þá, sem vilja fjárfesta í hlutabréfum og verðbréfum, svo og þeim sem eru að minnka við sig húsnæði og vilja fjár- festa mismuninn í verðbréfum. Heir sem stofna fjármálareikning hjá okkur njóta þjónustu varðandi kaup, sölu og umsýslu hvers konar verðbréfa, umsjón með innheimtu og greiðslum, t.d. af skuldabréfum og kaupsamningum, tekjur af verðbréfaeign sinni, - og síðast en ekki síst aðstoð við reglulegan sparnað. Njóttu ráðlegginga ráðgjafa Fjárfestingarfélagsins, hafðu samband við skrifstofu okkar og fáðu upplýsingar um nýja fjármálareikninginn. FJÁRFESTINCARFÉLAGIÐ Hafnarstræti 7 101 Reykjavík ^ (91) 28566 < s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.