Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 16
Ofbeldi innan fjölskyldu, morð, lagakrókar o g togstreita um forræði barns eru helztu atriði máls sem að undanförnu hefur vakið almenna athygli í Bandaríkjunum. Peter Maas, sem m.a. hefur skrifað skáldsöguna Manhunt, kynnti sér málið og skrifaði síðan grein í The New York Times Magazine. Efni greinarinnar er rakið hér í stórum dráttum: ómur hæsta- réttar í New Jersey 19. sept- ember 1985 var afdráttarlaus: Framvegis skyldi Philip Andrew Taylor, fimmtán mánaða, vera í umsjá syst- ur látinnar móður sinnar og manns hennar frá 1. september ár hvert til 30. júní næsta árs og frá 1. júlí til 31. ágúst ár hvert í umsjá föður- foreldra sinna. 10. júní 1986 hringdi síminn hjá Janice Miller, lögmanni í New Jers- ey. Celeste White frá Staten-eyju var í símanum. Hún var í uppnámi og varð að ná tali af lögmanninum á stundinni. Tíminn var á þrotum. Vitnaleiðslur áttu að fara fram eft- ir viku. Um hvað málið snerist? Janice Miller hlaut að muna eftir Teresu Taylor sem myrt var af eig- inmanni sínum með þessum hrylli- lega hætti, var það ekki. Jú, að vísu, en ekki í einstökum atriðum. Var það ekki þessi tannlæknir sem var dæmdur fyrir að ganga af konu sinni dauðri með barsmíð fyrir átta mánuðum? Jú, og nú átti að taka fyrir mál varðandi forræði sonar Teresu systur hennar og morðingj- ans og sálfræðilegt mat gaf tilefni til að skera umgengnisrétt föðurfor- eldra bamsins svo um munaði. Janice Miller stundi í hljóði. Hún var önnum kafin. Hafði Celeste ekki rætt þetta við aðra lögmenn? Jú, reyndar tvo. Á fyrri stigum málsins. Þeir gátu ekkert. Hana vantaði lögmann sem var reiðubú- inn að beijast með oddi og egg. Janice þóttist þekkja tóninn. Hún hélt að hún hefði ekki tíma til að undirbúa málið nógu vel. Hún tók fram að gæfi hún sér tíma til að ræða við Celeste og mann hennar kostaði það eina viðtal 125 dali (um 5 þús. ísl.) og ef til kæmi þá yrðu þau auk þess að greiða henni þús- und dali í fyrirframgreiðslu. Hik kom á Celeste. Slíka Qármuni höfðu þau hjónin ekki handbæra. Þau skulduðu þegar 2 þúsund dali í málskostnað og auk þess 9 þúsund sem þau voru að borga af með 200 dala vikugreiðslum. „Gerðu það,“ kveinaði hún. „Ég veit ekkert hvað ég á að gera. Það eina sem ég veit er það að ég vil fá konu til að flytja raálið fyrir okkur.“ „Það var eitthvað í röddinni sem ég gat ekki bægt frá mér,“ sagði Janice síðar við mann sinn, um leið og hún tjáði honum að hún hefði ákveðið að taka að sér málið enda þótt hún vissi að sennilega fengi hún aldrei greitt fyrir vinnu sína. Celeste og Jeff White komu til fundar við Janice. Þessari smá- vöxnu, dökkhærðu konu, með skæru gráu augun, var enn jafn- mikið niðri fyrir. Maðurinn hennar var þéttur á velli og þéttur í lund. Hann hét Jeff og var smyijari á feijunni milli Staten og Manhattan. Árslaun hans voru 25 þúsund dalir. Celeste var í táraflóði þær þijár 'klukkustundir sem það tók hana að rekja söguna. Þær Teresa, sem var tveimur árum eldri, voru dætur Louise og Alberts Benigno. Pabbi þeirra var teiknikennari í verknámsskóla í Brooklyn. Systumar höfðu alla tíð verið samrýndar og á unglingsárun- um voru þær saman í herbergi í litla húsinu á Staten. Þær áttu yngri bróður, Philip, sem þær sáu ekki sólina fyrir. Teresa var fegurðardís- in í ijölskyldunni, sagði Celeste, með græn augu, eldklár, metnaðar- gjöm og ákveðin í að koma sér áfram í lífinu. Sjálf hafði hún gifzt Jeff um leið og hún var búin í gagn- fræðaskóla en Teresa fór í tveggja ára framhaldsnám til að ná sér í Unnfræðipróf. Að námi loknu fékk hún vinnu á tannlæknastofu og þar kynntist hún tannlækni sem hún varð ástfangin af. Hann hét Kenn- eth Taylor og var frá Indiana, hávaxinn og hárið aðeins byijað að þynnast, rólegur í fasi og ömggur með sig. Hann var tíu árum eldri en Teresa og stóð í skilnaði. Mömmu þeirra leizt ekki nógu vel á þetta með skilnaðinn og ein- hvem veginn féll Kenneth heldur ekki í glaðvært og ástúðlegt fjöl- skyldulífið. Hann var öðmvísi. Formlegur og yfirvegaður. Svo leit hann líka niður á fólkið í New York og þótti yfirleitt lítið til borgarinnar koma. Én svona smámunir vom verið staðfestir, sagði starfsmaður flugfélagsins. Þegar Albert hafði samband við Las Brisas-gistihúsið í Acapulco var honum tjáð að Tayl- or-hjónin hefðu farið þaðan fyrir tveimur dögum. Það hefði komið til „vandræða“ og frúin væri í sjúkrahúsi. Það tók Albert tvo daga að komast að því að dóttir hans hefði verið barin til óbóta og eigin- maður hennar væri í vörzlu lögregl- unnar í Mexíkó, gmnaður um verknaðinn. Albert flaug til Acapulco ásamt Celeste daginn eftir og þegar Cel- este sá systur sína í sjúkrarúminu þekkti hún hana á hárinu einu. Augun vom ekki annað en bólgnar rifur, annar vanginn þakinn umbúð- um um sár eftir glerbrot, hinn marinn og blár og afmyndaður af bólgu. Hálsinn var þakinn umbúð- um og undir þeim djúpur skurður eftir skörðótta egg brotinnar flösku. Allar framtennurnar vom brotnar. Kenneth sat við rúmstokkinn og hélt í höndina á konu sinni. Það hafði verið brotizt inn á þau sof- andi, sagði hann. Þegar hann veitti viðnám var hann sleginn í rot og þegar hann rankaði við sér sá hann konu sína svona útleikna. Handtaka hans hafði ekki verið annað en til- raun spilltrar lögreglu til að hylma yfir með óþokkunum, enda var hon- um sleppt um leið og hann stakk að þeim 500 dölum, sagði hann. Jean og Everett Taylor á leið i dómshúsið i Marion i fylgd lögreglu. ekki næg ástæða til þess að leggj- ast gegn sambandi þeirra. „Þetta er gáfaðasti maður sem ég hef kynnst," sagði Teresa við systur sína. Og svo var hann líka læknir. Hvorki meira né minna. Hann var með áform um rekstur tveggja tannlæknastofa á Staten og ætlaði jafnvel að ráða Philip bróður þeirra til að stjóma rekstrinum. Teresa var rómversk-kaþólsk en samt tók Kenneth ekki annað í mál en að þau giftu sig í mótmælenda- kirkju. Þau vom gefin saman á Staten 10. júlí 1983. Hún var 23ja ára. Það eina sem út af bar var það að yngri bróðir hans sem átti að vera svaramaður lét ekki sjá sig, svo Philip kom í hans stað. Móðir brúðgumans, Jean Taylor, var þvinguð í framkomu og hafði óþægileg áhrif á hitt fólkið, en maður hennar sem var verkfræð- ingur hjá RCA var mannblendnari. Brúðhjónin flugu samdægurs til Acapulco og viku síðar fom Albert og Louise út á Kennedy-flugvöll til að bjóða þau velkomin úr brúð- kaupsferðinni. En brúðhjónin létu ekki sjá sig. Farmiðamir höfðu ekki Kenneth Tayl- or i fangelsi í Virginia þar semhannaf- plánar 30 ára dóm, óskilorðs- bundið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.