Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987 DALEIÐSLA Arangursríkt meðferðarform -segir Víðir Hafberg, sálfræðingur ÞEGAR minnst er á dáleiðslu dettur mörgnm í hug skemmtiatriði sem byggjast á því að hafa fólk að fíflum, láta það leika allas konar hundakúnstir á sviði, eftir að dávaldur hefur búið til það ástand hjá viðkomandi að hann hefur sjálfur enga stjórn á því sem hann segir eða gerir. Öðrum verður hugsað til glæpamynda, þar sem dáleiðslu er beitt á glæpamenn, eða vitni, eða á einhvern sem hugsanlega getur orðið að fórnarlambi vegna þess að hann veit of mikið um glæponinn og glæponinn veit að hann veit það. í flestum tilfellum þekkjum við dáleiðslu svo til aðeins frá hvíta tjaldinu, allt í plati, eða frá einhverju sem ekki felur í sér neina alvöru. Mörgum finnst því dáleiðsla bara vera eitthvert plat, í besta falli eitthvað hlægilegt. / ó er vitað að bæði læknar og sálfræð- ingar hafa beitt dáleiðslu við meðferð allskyns sjúkdóma um langan aldur. Víðir Hafberg Kristinsson er sálfræðingur hér sem hefur nýverið opnað stofu í Austurstræti 10. Hann notar meðal annars dáleiðsluaðferðina til að uppræta kvilla þá sem skjól- stæðingar hans kvarta yfir. En hvað er dáleiðsla og hvemig get- ur hún komið að gagni? „Dáleiðsla er orðið gamalt fyr- irbrigði," segir Víðir, „í rauninni nokkurra alda gamalt, en hefur haft mismikið vægi, sem með- ferðartæki á liðnum tíma. Það má segja að undanfama áratugi hafí verið mikil lægð í dáleiðslu. Hún hefur ekki verið eins mikið notuð og áður en er nú aftur að vinna á. Til að mynda notaði Freud dáleiðslu á fyrra hluta starfsferils síns en hætti því svo og fór að beita annarri tækni. Á tímabili var viss andstaða gegn þessari aðferð og sagt að þetta væri alveg tilgangslaust. Lækna- samtök voru, á vissu tímabili, á móti þessu. Nú hafa enn orðið umskipti og töluvert er um að menn noti dáleiðslu við meðferð sjúklinga, bæði læknar, tann- læknar og sálfræðingar." En til hvers er dáleiðsluað- ferðinni beitt? „Hún hefur gefist mjög vel í mörgum tilfellum. Notkunarsvið- ið er talsvert vítt. Ef ég byija nú á að nefna til hvers tannlæknar nota dáleiðslu, en sænskir tann- læknar nota hana mikið, þá er það oft svo að fólk er hrætt við að fara til þeirra. Það er mjög misjafnt hvemig fólk fínnur sárs- auka. Tannlæknar nota dáleiðslu til að minnka ótta og sársauka. Oft nota þeir þetta í staðinn fyr- ir deyfingu, stundum til að geta komið deyfíngu við, til dæmis í þeim tilfellum sem fólk þorir ekki að fá sprautu. Sem dæmi um á hve mikilli uppleið þessi aðferð er eftir nokk- urt hlé, get ég nefnt að í Svíþjóð greiðir tryggingakerfíð allt að þijá tíma hjá tannlækni, án þess að komið sé nálægt tönnunum. Sænskir tannlæknar mega nota allt að þijá tíma til að „motivera" fólk, til dæmæis fólk sem hefur mjög skemmdar tennur en hefur ekki þorað að láta gera við þær. Það sama er hægt að gera í meðferð hjá sálfræðingi eða geð- lækni. Dáleiðslan getur staðið í sambandi við annað meðferðar- form. Hún getur líka staðið ein. Aðalatriðið er að fólk þarf að vera ákveðið í að vinna með vandamál sín. í læknisfræðinni hafa ýmsir læknar notað dáleiðslu. Til dæm- is heimilislæknar, nú og skurð- læknar. Fólk hefiir verið skorið upp í dáleiðsluástandi og án ann- arra deyfíga. í dag er það frekar sjaldgæft, því tæknin á sviði deyfinga er orðin svo mikil. En í sumum tilvikum þolir fólk illa deyfíngar eða svæfingar og þá er dáleiðslu beitt. Þá erum við komin að starfs- vettvangi sálfræðinga og geð- lækna. Þeirra svið spanna oft yfír hvort annað. Þar er dáleiðslu oft beitt einni sér eða með öðrum meðferðarformum og hefur reynst gagnleg í mörgum tilfell- um, eins og til að fjarlægja ótta og kvíða og auka einbeitni. Nú svo eru ýmis háttemismynstur sem fólki fínnst vera óheppileg, eins og reykingar og áfengis- drykkja. Þar er í sumum tilfellum hægt að beita dáleiðsluaðferð til að hjálpa fólki að venja sig af óvananum. Svo getur þessi að- ferð komið sér vel við lækningu á alls kyns fælni (fobium), til dæmis hræðslu við að fara í lyftu, eða í flugvél, hræðslu við að vera úti á víðavangi eða hræðslu við að vera innan um fólk, svo eitt- hvað sé nefíit. Rannsóknalögreglur erlendis nota dáleiðslu við yfírheyrslur vitna. En það getur verið mjög erfitt, því í flestum tilfellum vill viðkomandi ekki segja frá því sem hann veit. Meginreglan um það hvemig gengur að dáleiða, er að viðkomandi vilji sjálfur láta dáleiða sig. Ef aðrir eru að reyna að koma manni í þessa meðferð, en hann er andsnúinn, gengur þetta yfírleitt verr. Það er þó ekki algilt. í læknisfræðinni eru sjúk- dómaflokkar sem eru kallaðir „sálvefrænir," svo sem höfuð- verkur og alls konar exem. Dáleiðsluaðferðinni hefur verið beitt í sambandi við þessa sjúk- dóma. Einnig til að minnka þjáningar. Henni er beitt á krabbameinssjúklinga til að minnka hjá þeim þrautir eða jafn- vel til að fjarlægja þær alveg. Dáleiðslu er hægt að nota með góðum árangri í sjúkdómum sem eru samspil hugarástands og líkamlegra kvilla. Sumum fínnst til dæmis mjög fyndið að það er hægt að láta vörtur detta af við dáleiðslu. En eins og ég nefndi áðan er árangur háður vilja og einbeit- ingarhæfni skjólstæðingsins. Viljinn er ákaflega þýðingarmik- ill og ef hann er ekki fyrir hendi, er erfítt að dáleiða fólk. Sumir halda að ekki sé hægt að dáleiða þá sem eru mjög greindir. En í rauninni er þetta öfugt. Það er auðveldara að dáleiða vel greint fólk sem hefur sterka einbeiting- arhæfni en þá sem eiga erfítt Morgunblaðið/Þorkell Víðir Hafberg Kristinsson, sál- fræðingur. með einbeitingu. Því verr gefíð sem fólk er, því erfiðara er að dáleiða það og erfíðast er að dáleiða þá sem eru vangefnir. í dáleiðsluaðferð á sálrænum sjúkdómum er stundum reynt að láta skjólstæðinginn hverfa aftur í tímann, til dæmis til unglings— eða bemskuáranna. Þá er kannski verið að leita að ein- hveiju atviki sem sjúklingurinn hefur kosið að gleyma. Undir dáleiðslunni getur dávaldurinn annaðhvort ákveðið að hann muni atvikið þegar hann vaknar eða gleymi því aftur . Það fer eftir því hvað er talið heppilegast. Ykkur er gefið mikið vald yfir þeim einstaklingum sem þið hafið til meðferðar. „Nei, það er ekki rétt. yið lút- um okkar siðareglum. Eg hef gerst meðlimur í sænska dáleið- arafélaginu. í því félagi eru læknar, tannlæknar og sálfræð- ingar og þeir setja sér þær siðareglur að nota ekki dáleiðslu nema í sambandi við sitt fag. Hver faghópur vinnur innan sinna verksviðsmarka. En í sum- um tilfellum, þar sem menn kunna ekki til verka, fá þeir aðra sér til aðstoðar." Þú talar um að fjarlægja sársauka og þrautir. Nú skilst manni samkvæmt almennri liffræði að skynjun sársauka eigi sér stað með taugaboðum ósjálfráða taugakerfisins til heilans. Hvernig er hægt að segja fólki að hætta að finna til? „Það er hægt að loka fyrir þau skilaboð eða færa þau til, yfír á aðra staði. Þegar fólk er hrætt við læknisfræðilega aðgerð er það ekki bara kveifarskapur, heldur spuming um mismunandi sársaukaskynjun. Einum getur fundist vont það sem öðram fínnst ekkert sérstaklega vont. Ef við tökum migrenesjúkling sem dæmi, þá er hægt að flytja höfuðverk í fíngur eða niður í fót. En verkurinn verður ekki eftir þar, því undir dáleiðslunni verður að segja viðkomandi að þegar hann vakni upp, verði hann mjög hress og allar aukaverkanir verði famar. En það er með dáleiðslu eins og aðra meðferð, að það má aldr- ei lofa skjólstæðingi endanlegri úrlausn. Þetta er aðeins ein leið til að leysa vandamál. í mörgum tilvikum gefst þetta, en í öðram ekki.“ Nú ert þú starfandi hjá Sál- fræðideild skóla. Beitið þið dáleiðsluaðferð á unglinga og börn sem eru send til ykkar? „Nei, dáleiðslu hefur ekki verið beitt hér. Það kemur meðal ann- ars til af því að við eram svo fá héma að við komumst varla yfír það sem við þurfum að gera á venjulegum vinnudegi. En ég hef mikinn áhuga á að reyna þess aðferð og athuga hvemig mér gengur. Eg vil samt taka það fram að ef dáleiðsla er notuð í skólum, sten dur hún aldrei ein og sér, heldur er hún liður í ein- hveiju öðra. Bæði í Bandaríkjunum og í Svíþjóð hefur dáleiðslu verið beitt í skólakerfínu, Það hefur reynst vel til að breyta hegðunar- mynstri þeirra sem hafa afbrigði- lega hegðun og til einbeitingaröv- unar og styrkingar á sjálfsímynd." Er þessu þá beitt á hvers kyns óþekktarorma í einhverri viðleitni til að steypa alla í sama mótið? „Nei, ef kvartað er yfír nem- anda, sem er veralega til trafala og samsamast ekki bekknum og traflar kennslu mikið, þá er þetta ein aðferð til að aðlaga viðkom- andi nemanda. Svíar telja sig hafa náð mjög langt í þessum efnum. En það hafa fleiri þjóðir gert. Ástralir era til dæmis komnir mjög langt í þeim og þar er dáleiðsla orðin viðurkennt meðferðarform. í Svíþjóð hefur verið bannað að nota dáleiðslu sem skemmtiata- riði, þannig að ef einhver auglýsir slíkt, er lögreglan strax komin á staðinn. En eins og ég segi, þá hefur dáleiðsla sem meðferðar- form hingað til verið fremur lítið notuð hér. Það er þó að breytast og ég veit um nokkra einstakl- inga sem era að byija á því núna.“ Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.