Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987 Andres egovia Jafn mikilvægur fyrir gítarinn og Rubenstein fyrir píanóið - segir gítarleikarinn Kristinn H. Árnason um hinn aldna snilling, en Kristinn var valinn til aÖ sœkja námskeið hjá honum í New York. Kristinn Halldór Árna- son er 23 ára gamall Reykvíkingur og lauk í vor BA prófí í gítarleik frá Manhattan School of Music og var á þessu síðasta námsári þess heið- urs aðnjótandi að vera valin til þáttöku á nám- skeiði hjá hinum aldna snilling Andres Segovia. „Segovia kenndi n\jög vel, söng með þegar að ég spilaði og stoppaði mig svo af og til, þegar honum fannst eitthvaðmega betur fara. “ Kristinn Árnason (t.v.) á námskeiðinu þjá gítarmeistaranum Segovia í New York. A milliþeirra situr túlkur Segovia. Kristinn var í miðjum undirbúningi fyrir lokatónleika sína þegar blaðamaður Morgunbiaðsins hitti hann að máli í New York snemma í vor. Það var farið að hitna í veðri í stórborginni og kirsuberjatrén í fullum blóma. „Ég hlakka til útskriftarinnar, það verður gaman að ljúka þessum áfanga, “ sagði Kristinn. Fyrsti áfangin hjá honum hófst þegar hann innritaðist í Tónskóla Sigursveins tíu ára gamall og hafði þá þegar valið gítarinn. „Eg hafði heillast af hljóm gítarsins við að heyra leikið á hann undir tíu sekúndna sjónvarpsauglýsingu frá skartgripabúð, verk sem ég hef enn ekki fundið nótumar að. Auk þess fannst mér gítarinn vera meðfærilegt og fjölbreytt hljóðfæri og eflaust hefur áhugi minn á popptónlist líka haft eitthvað að segja með þetta val. Tónlist hafði mig langað að læra frá því ég var mjög ungur en var hræddur við tónlistarskóla, fannst það dularfullar stofnanir. Hvaðan þessi tónlistaráhugi kom veit ég ekki en eflaust hefur það haft áhrif að það var mikið hlustað á klassíska tónlist á mínu heimili og á Bítlana. Við bjuggum úti í Englandi þegar bítlaæðið stóð yfír og foreldrar mínir keyptu plötumar þeirra jafnóðum. Ég man ekki æðið sjálft bara tónlistina og varð mjög hrifínn af Bítlunum. Mig minnir nú að ég hafi verið frekar latur við námið fyrst um sinn, maður hafði nú um svo margt að hugsa á þessum aldri, en þrettán ára tók ég þá ákvörðun að verða tónlistamaður. Einhvemvegin gat ég bara ekki ímyndað mér neitt annað. Gunnar Jónsson var fyrsti kennarinn minn, síðan lærði ég hjá Jóseph Fung og lauk burtfararprófi úr skólanum 1983 og stúdentsprófi sama vor af tónlistarsviði Menntaskólans við Hamrahlíð. Strax, veturinn á eftir fór ég til London og lærði þar hjá Gordon Crosskey sem er prófessor við Royal Northem College og er mjög viðurkenndur. Haustið 1984 fór ég svo til New York í Manhattan Music School. En í þeim skóla er talin vera sterkasta og besta gítardeildin í Bandaríkjunum. Síðustu þijú ár hafa þotið hjá og hefur námið gengið vel. Stærsti hluti þess em einkatímar í gítarleik en auk þess er kennd tónfræði, tónheym, tónlistarsaga og samspil. Tónlistarlíf í New York er mjög lifandi og hef ég sótt tónleika mikið. -Hvemig vildi það til að þú varst valin á námskeið hjá Andres Segovia? „Það vildi þannig til að hann var um miðjan mars gerður að heiðusdoktor við fjóra bandaríska háskóla þar á meðal tveggja í New York, New York University og Manhattan School of Music. I tengslum við það hélt hann Masterclass-námskeið sem 11 gítarleikarar fengu að taka þátt í. Ég var á meðal 100 tónlistarmanna sem sóttu um og var einn af fjórum úr mínum skóla sem var valin til þáttöku. Þetta var þriggja daga námskeið þar sem hann vann með hveijum og einum sérstaklega, gagnrýndi og leiðbeindi. Námskeiðið var opið almenningi til áheymar og vom 700 manns viðstaddir þegar ég spilaði. Andres Segovia er 94 ára gamall fæddur 1893 á Spáni og var strax farin að halda tónleika á fyrsta tug þessarar aldar. Hann er einna helst ábyrgur fyrir því að reisa gítarinn til vegs og virðingar sem konserthljóðfæri á þessari öld því þetta hljóðfæri hafði fallið í gleymsku á rómantíska tímabilinu - þá vom flyglar meira í móð. Segovia dró fram tónlist sem hafði verið samin fyrir gítar um aldamótin 1800, þegar gítarinn var nokkuð vinsæll og svo tók hann tónlist sem hafði veið samin fyrir Renaissance og Barokk gítara og lútur og önnur grippluð hljóðfæri, og útsetti fyrir gítar. Nú er gítarinn eini vettvangurinn fyrir þessa tónlist. Segovia er því jafnmikilvægur fyrir gítarinn eins og Rubenstein fyrir píanóið. Hann er geysifrægur og mikið af tónlist hefur veið samin fyrir hann. Hann heldur tónleika sleytulaust þrátt fyrir háan aldur og um daginn seldist upp á tónleika hjá honum í Camegie Hall sem hann varð svo að aflýsa. Segovia er frekar hrörlegur í útliti og kom manni því á óvart hversu fullur hann er af orku og geysilega skýr og skarpur. Hann kenndi mjög vel, söng með þegar ég spilaði og stoppaði mig svo af og til þegar honum fannst eitthvað mega betur fara. Maður fékk þama smörþefin af þessum 19. aldar stfl, sem hann er sjálfur sprottinn upp úr.“ -Hvað tekur nú við hjá þér? „Ég hef áhuga á að læra á Spáni næsta vetur en ætla að byija á því að staldra aðeins við heima á íslandi. Annars er framtíðin opin bók, ég hef nútíðina og fortíðina." Viðtal: MARÍA ELLINGSEN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.