Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 18
18 um síðar sagði dómarinn sem á sínum tíma hafði úrskurðað um ættleiðinguna sig ftá málinu og sú gjörð var í reynd bann við því að bamið færi frá Indíana. Síðan hefur þessi sami dómari lýst því yfir að hann hafi verið blekktur af lög- manni Taylor-hjónanna. Ljóst er að lögmaður hjónanna, sem Ryan heitir, hefur undirbúið ættleiðingarúrskurðinn af miklum klókindum en umsókn um ættleið- inguna er dagsett á sama tíma og Taylor-hjónin em í hörkuátökum um forræðið fyrir rétti í New Jers- ey. Ryan gefur upp í umsókninni að móðir bamsins sé „látin", án þess að nefna hvemig hún Iét lífið, um leið og hann heldur því fram að bamið sé eignalaust, þrátt fyrir þá staðreynd að það á í sjóði 130 þúsund dali, sem er líftryggingarfé eftir Teresu og hagnaður af sölu hússins sem var heimili þess í fmm- bemsku. I umsókninni stendur að faðirinn hafí samþykkt ættleiðing- una án þess að fram komi að hann sitji í fangelsi, og einnig að baraið hafi búið hjá afa sínum og ömmu án þess að getið sé um að sú bú- seta hafi verið í New Jersey og forræðið hafi skipzt milli §ölskyldn- anna. I ættleiðingarúrskurðinum er minnzt á „óútkljáð" forræðismál í New Jersey án þess að þar sé staf- krókur um að þar hafi þegar verið kveðinn upp úrskurður sem allir málsaðilar hafi lýst sig samþykka í Marion em margir sem halda því fram að dómarinn hafi undirritað úrskurðinn án þess að lesa hann fyrst. Síðan í ágúst í fyrra hefur ekki gengið á öðm en lögformlegum orðsendingum og tilmælum af öllu tagi, áfrýjunum, umsóknum og aft- urköllunum. Miðpunktur þessa leiks með lagakróka er sjálft bitbeinið, Philip Andrew Taylor, sem verður þriggja ára í júní. Margt kyndugt hefúr komið fyrir. Morðinginn gerði misheppnaða flóttatilraun og var þá fluttur úr ríkisfangelsinu í New Jersey í betranarvist í Virginíu. Ákærandinn í morðmálinu krafðist þess að Jean og Everett yrðu fram- seld í lögsagnammdæmið þar sem þau gerðu sig sek um það refsi- verða athæfi að beita blekkingum til þess að fá forræðisdómnum hnekkt og ríkissljóramir í New Jersey og Indiana vom báðir búnir að undirrita tilskipanir um framsa- lið, en ríkisstjórinn í Indiana aftur- kallaði tilskipun sína rétt fyrir kosningamar í nóvember „til frek- ari athugunar". Þegar vitnaleiðslur MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987 fóra fram í framsalsmálinu í Marion var réttarsalurinn troðfullur af meðlimum First Baptist-safnaðar- ins en Tayior-hjónin og Ryan lögmaður þeirra hafa vemleg ítök í því trúfélagi. Marion er í byggðar- lagi þar sem bókstafstrúarmenn em ríkjandi og á skyggninu fyrir ofan kjötbúðina í plássinu er ekki auglýs- ing um kótilettur á tilboðsverði eða annað í þá vem. Þar stendur Elsk- ið Jesús. Þegar Peter Maas fór til Marion fyrir nokkmm vikum til að hitta Taylor-hjónin að máli neituðu þau að tala við hann. Maas náði tali af Ryan lögmanni sem svaraði spum- ingum hans um það hvort Jean Taylor léti útgáfu Kenneths Taylor á morðsögunni ganga áfram til son- ar hans þannig að það skipti engu máli, það eina sem máli skipti væri ættleiðingin og hún væri „endan- leg“. Allt annað, líka forræðis- dómurinn í New Jersey, væri tækniatriði. Dómskipaði sálfræð- ingurinn í New York hefði verið „snarklikkaður". Maas bar fram þessar spumingar í ljósi þess að Jean Taylor trúir framburði sonar síns statt og stöðugt og er auk þess þeirrar skoðunar að það sé miklu betra fyrir Philip Andrew að alast upp í Marion en í „sollinum" í New York. Taylor-hjónin era kom- in til ára sinna og þvi spurði Maas lögmanninn líka að því hvað jrrði um drenginn ef eitthvað yrði að þeim. Svarið var að þá sæi Tom sonur þeirra um hann, eða þá dótt- ir þeirra sem Ryan kvaðst ekki vita hvað héti en hún byggi víst í New Orleans og væri gift einhveijum hermanni. Tom Taylor er rúmlega þrítugur, skráður til heimilis hjá foreldmm sínum og sagður íþrótta- dómari að atvinnu. I dómsmála- ráðuneytinu í Indíana fékk Mass þau svör að „frekari rannsókn" í framsalsmálinu hefði enn ekki farið fram þar sem ennværi beðið eftir ákvörðun varðandi ættleiðingu bamsins, en þó féllst talsmaður ráðuneytisins á það sjónarmið að engin lagaleg tengsl væm milli framsals hjónanna og ættleiðingar- innar, um leið og hann klykkti út með þessum orðum: „Þetta er gífur- lega flókið mál, ef þú skilur hvað ég er að fara.“ Og þannig standa málin nú, en Janice Miller er sannfærð um að fyrr eða síðar hafi hún sigur. Hún veit að Jeff og Celeste geta aldrei greitt henni vinnulaun. Samt heldur hún nákvæmt bókhald yfir það sem þau skulda henni. Hún ætlar að höfða hin ýmsu mál þegar það er tímabært. Allt slíkt er þó hégómi hjá því sem varðar velferð Philips Andrews nú og í framtíðinni. Hann er „bam í háum áhættuflokki" eins og sál- fræðingar taka til orða. Janice Miller segir: „Hér er það í raun og vem kerfið sem er fyrir rétti." Dömur athugiö Nú bjóðum við varanlega háreyðingu, (epileringu). Auk þess alla alm. snyrtingu, s.s. andlitsböð, húðhreinsun, litun, förð- un, handsnyrtingu, fótsnyrtingu og vax. Eingöngu unnið með Clarins húðsnyrti- vörum. SNYRTISTOFAN SÓLEY STARMÝRI 2 - SÍMI 83360 RANNVEIG STEFÁNSDÓTTIR SNYRTISÉRFRÆÐINGUR Innilegar þakkir til allra cettingja og vina sem heiÖruðu mig með nœrveru sinni, heillaóskum og gjöfum á 80 ára afmceli minu. Guð blessi ykkur öll. Kornelía Jóhannsdóttir, Hrafnistu. Sumarbúðir við Vestmannsvatn 6 pláss laus í 5. flokki, annars upppantað í alla flokka - biðlistar. ATHUGIÐ! YEGNA MIKILLAR ÞÁTTTÖKU BARNA HÖFUM VIÐ BÆTT VIÐ AUKAFLOKKI á besta tíma, 14.-21. júlí. Aldur 7-11 ára, stelpur og strákar. Innritun í sumarbúðirnar í síma 96-43553 Við gleðjumst yfir mikilli þátttöku og bjóðum alla hjartanlega velkomna að Vestmannsvatni. SUMARBÚÐANEFNDIN Æskulýðssamband kirkjunnar í Hólastíftí Eldfjörug sumamámskeið! Stutt og ströng. 15.-25. júní: 2ja vikna 4 sinnum í viku. — Suðurver, Hraunberg. 26. júní-2. júlí: SÆLUVIKA — SUÐURVER 80 mín. hörku púl- og svitatímar. 15 mín. Ijós, heilsudrykkir á eftir. 29. júní-9 júlí: 2ja vikna 4 sinnum í viku - Hraunberg. 6.-16. júlf: 2ja vikna 4 sinnum í viku — Suðurver. Innritun í síma 83730Suðurver 79988Hraunberg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.