Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987 44 RudolfÞ. Stolzen- wald — Kveðjuorð - Fæddur 23. ágúst 1928 Dáinn 1. maí 1987 Hann afi Rúdý er nú dáinn. Guð, af hveiju? Við getum ekki svarað því. Við viljum þakka honum afa fyrir allt sem hann gerði fyrir okk- ur. Afi og amma pössuðu okkur oft þegar pabbi og mamma fóru eitt- hvert. Við höfum alist upp í nágrenni við afa öll okkar ár. Hann kom svo oft til okkar og fylgdist með uppvextinum, tók þátt í gleði og sorg, gerði alltaf gott úr öllum vandamálum. Þegar afi kom í heim- >sókn var vani hans að banka eða hringja bjöllunni. Við þekktum allt- af bankið hans eða hringinguna. Þá sögðum við alltaf: „Hann afi er kominn." Afi og amma fóru oft með okkur í ferðalög, upp í sumar- bústað, Þórsmörk, Dalakofa og margt fleira. Það var alltaf gaman þegar afi og amma komu á jólunum og á gamlárskvöld, og eins bara alltaf. Við viljum þakka honum afa fyrir öll árin sem hann var hjá okk- ur. Elín Hjartardóttir og Erla Hjartardóttir. Hann Rudolf Þórarinn Stolzen- ■*- j wald, tengdafaðir minn, er dáinn. Þegar ég fékk þessa fregn að kvöldi 1. maí síðastliðinn hrundu mínar borgir fyrst um sinn. Af hveiju svona fljótt? Við áttum eftir að gera svo margt og við vorum búnir að skipuleggja fjölmargt sameigin- lega. Vert er að nefna í þessu sambandi árlegu vorferðina okkar í Dalakofann inn á Rangárvallaaf- rétt í þeim tilgangi að lagfæra og betrumbæta bústaðinn. Og nú, þegar hann fór sína síðustu ferð í þessari tilvist, var áfanginn áðumefndur fjallakofi. Ég hygg, fyrst forlögin réðu því þann- ig, að Rudolf hefði verið sáttur við þessa staðreynd. Þetta svæði var honum afskaplega kært. Hann var oft í ferðum á þessum slóðum. Hann notaði hveija stund þegar færi gafst og gott var veður til að bregða sér á fjöll, stundum eftir langan vinnudag heima fyrir. Við fjölskylda hans 'vorum oft í þessum ferðum, en hann fór stund- um á undan til að kanna aðstæður áður en konur og böm færu að glíma við snjó og öræfaferðir. Það er margs að minnast gegn- um árin og erfítt er að taka eitthvað sérstaklega fyrir. Þó er ein ferð af tugum ferða sem ég átti með Rud- olf mér mjög minnisstæð. Þann 16. ágúst 1975 lögðum við af stað inn á Rangárvallaafrétt á venjulegum vörubíl. Farmurinn var upphafsefn- ið í smíði Dalakofans. Ýmsir spáðu því að við kæmumst ekki alla leið, en það var nú öðru nær og allt tókst mjög vel. Þótt staðsetning kofans hefði verið ákveðin fyrirfram réð tilviljun þvf að í þessari sömu ferð rákumst við á heita vatnið í Jökul- kvíslinni, sem húsið er hitað upp með í dag. Því er kofínn þar sem hann er nú. Það vom stoltir ferðafé- lagar sem gistu í tjaldi við Laufa- fellsvatn næstu nótt. Húsið var byggt stuttu seinna og upp úr því byijuðu ferðimar fyrir alvöru. Fjölskyldan hefur dvalið í Dala- kofa á öllum árstíðum við allskonar útiveru. Ég sé Rúdý fyrir mér þar sem hann hallaði sér í kojunni sinni á kvöldin og talstöðin suðaði á hillu við höfðagaflinn. Rúdý tók daginn snemma, bæði heima fyrir sem á flöllum, og oft var hann búinn að njóta morgunstundanna í náttúr- unni löngu áður en aðrir risu úr rekkju. Rudolf var um margt sérstakur persónuleiki. Hann var hógvær og hæglátur og vildi ekki láta mikið á sér bera. Oftast var bara fjölskyldan saman komin þegar hann hélt uppá eitthvað. Má þar nefna stórafmæli eða annað þess háttar. Aldrei heyrði ég hann kvarta yfir einu eða neinu í lífsins ólgusjó og það er meira en hægt er að segja um okkur nútíma- fólk. Flest það sem hann tók sér fyrir hendur leysti hann með sóma, þó að það væri jafnvel í fyrsta sinni. Snyrtimennskan sat í fyrir- rúmi hjá honum, allir hlutir á sínum stað ef á þurfti að halda. Hann var fastur fyrir og hafði ákveðnar skoð- anir á hlutunum, sem hann færði jafnan rök fyrir. Rudolf lærði klæðskeraiðn og vann við þá iðju alla tíð bæði hjá sjálfum sér og öðrum. En jafnframt stundaði hann fjölmörg önnur störf og kenndi þar margra grasa. Þegar veðurathugunarstöð var staðsett hér á Hellu sinnti hann henni um 7 ra skeið, en hætti því hún var orðin of bindandi þegar fjallaþráin náði yfírtökum. Við má bæta að ekki þurfti að sjá eða heyra veður- + Hjartkær maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EGILLTH. SANDHOLT, andaðist í Borgarspítalanum föstudaginn 5. júní sl. Sigríður Magnúsdóttir Sandholt, Stefán Sandholt, María I. Aðalsteinsdóttir, Gunnar Magnús Sandholt, Hólmfríður Kr. Karlsdóttir, og barnabörn. t ÞÓRA G. ÞÓRARINSDÓTTIR, Baldursgötu 30, andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 30. maí. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 9. júní kl. 10.30. Aðstandendur. + SVAVA SIGURBJÖRNSDÓTTIR Laugarásvegi 39 Reykjavík verður jarösungin frá Áskirkju þriðjudaginn 9. júní kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaöir en þeir sem vildu minnast hennar láti Hjartavernd njóta þess. Lilja Huld Sævars, Magnús Jóhannsson, Svava Kristín Árnadóttir, Kjartan Egilsson, ína Karlotta Árnadóttir, Dagur Brynjólfsson, Lilja Kristín Dagsdóttir. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, NIKULÁS MAREL HALLDÓRSSON, verður jarðsunginn frá Neskirkju miðvikudaginn 10. júníkl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeir sem vildu minnast hans láti kristniboð og líknarstarf njóta þess. Rose E. Halldórsson, Frank M. Halldórsson, Betzy Hallórsson, Georg Halldórsson, Stefanía Guðmundsdóttir, Eva Aldís Georgsdóttir, Ragnar Marel Georgsson. + Konan mín og fósturmóðir, HALLDÓRA BJÖRNSDÓTTIR, sem lóst þriðjudaginn 2. júní, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 9. júní kl. 10.30. Brandur Ágúst Vilhjálmsson, Brandur Kristinsson. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BALDVIN BALDVINSSON, Kleppsvegi 38, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 10. júnf kl. 13.30. Þrúður Finnbogadóttir, Baldvin Baldvinsson, Monika S. Helgadóttir, Finnbogi Þór Baldvinsson, Bóthildur Friðþjófsdóttir, Jóhanna Hrefna Baldvinsdóttir, Sölvi Jónasson og barnabörn. + Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR FINNBOGASON járnsmíöameistari, Grettisgötu 20b, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. júní kl. 13.30. Ragnheiður Guðmundsdóttir, Karl J. Ólafsson, Sigurlaug Guðmundsdóttir, Albert Jónsson, Jensfna K. Guðmundsdóttir, Ásgeir Sigurðsson, Helga Perla Guðmundsdóttir, Marteinn Þór Viggósson, Hrafnhildur P. Guðmundsdóttir, John R. Holt, Auður Rögnvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Maðurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, VALGEIR RUNÓLFSSON rafvirkjameistari, Presthúsabraut 32, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju miövikudaginn 10. júní kl. 11.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaöir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Vilborg Andrósdóttir, Guðjón Valgeirsson, " Ólína Lúðvíksdóttir, Valgeir Valgeirsson, Lilja Þórðardóttlr, Sigurlína Valgeirsdóttir, Pétur Hansson og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR VILHJÁLMÍNU ÓLAFSDÓTTUR, Jökulgrunni 1, við Hrafnistu, Sigurjón Kristjánsson, Steinar Sigurjónsson, Oddný Ólafia Sigurjónsdóttir, Benedikt Hermannsson, Hreiðar Hafberg Sigurjónsson, Kristján Stefán Sigurjónsson, Helga Kristjánsdóttir, Sigurjón Guðmundsson, Ólöf Hafdfs Guðmundsdóttir, Sigrfður Steinarsdóttir, Einar Þórhallsson. fréttir, „bara spyija Rúdý“. Hann leit í kringum sig og svarið kom fljótt. Yfírleitt mátti treysta því veðurútliti sem hann spáði um fyrir af kunnáttu og reynslu. Hann var einn af stofnendum flugbjörgunar- sveitarinnar hér á Hellu og formað- ur um árabil. Hann var kvikmynda- sýningarmaður í Hellubíói frá upphafí til síðasta dags. Hann var einn af stofnendum Golfklúbbsins hér í Rangárþingi og einn af fremstu mönnum í árangri í þeirri íþrótt. Hann var einn af upphafs- mönnum Lionshreyfingarinnar hér og starfaði þar um tíma. Þá má einnig nefna akstur í afleysingum á flutningabílum hjá verslun Frið- riks Friðrikssonar í Þykkvabæ og Kaupfélagi Þórs á Hellu. Þá má geta þess að hann var góður veiði- maður og kunni vel með vopn að fara, enda oft fenginn af hrepps- félögum hér í sýslu til að halda hvers kyns vargi í skefjum eins og siður er í okkar landi. Síðustu árin flutti hann póst í Fljótshlíðina, þetta starf var mest til að komast í snert- ingu við náttúruna og gera aðeins hlé frá inniverunni við saumaskap- inn. Ýmislegt fleira mætti tína til, en af þessu má sjá að hann var sístarfandi þótt hann léti ekki mik- ið bera á því. A yngri árum fór Rudolf í mynd- listar- og tónlistarskóla og málverk- in prýða heimili hans og okkar og sjálfsagt víðar. Margir vonuðust til að hann héldi áfram á þeirri braut og okkur datt í hug að þegar aldur- inn færðist yfír myndi hann byija aftur. Þeir sem hafa kunnáttu á þessu sviði teljaj að svo hefði átt að vera. Tónlist var eitt af hans hjartans málum. Þar hafði hann mikla hæfi- leika og greip hann í hljóðfæri sín þegar færi gafst. Hann lét ekki þar við sitja en var um tíma virkur meðlimur í tveimur hljómsveitum hér í sýslunni, Blástökkum en síðan Ekkó. Tengdafaðir minn var mikill fjöl- skyldumaður. Síðan ég kynntist fjölskyldu hans fyrst hefur mér þótt hin mikla samheldni og trygg- lyndi innan hennar á öllum stundum lífsbrautarinnar einkenna hana einna mest. Ég tel að þar hafi hann mótað fyrirmyndina. Það hafa orðið þáttaskil í lífi okkar við fráfalls hans og myndast skarð sem verður aldrei bætt. En ég ætla að vona að það sem hann gaf okkur og kenndi nýtist okkur á lífsleiðinni. Þegar ég kveð þennan trausta og drenglynda útivistarmann og þakka samfylgdina verð ég að minnast á fjallahringinn okkar. Mér hefur alltaf þótt vænt um Heklu, Vatnafjöllin, Tindfjöll og Eyjaíjalla- jökul ásamt minni tindum á milli. Frá bamæsku hef ég oft hugsað hvaðan sem komið er og fjallahring- urinn birtist: „Nú er ég kominn heim!“ Ég veit að Rúdý hugsaði hið sama og þá veit ég hvers er að minnast. Að lokum bið ég góðan Guð um að styrkja eiginkonu, móður, börn og aðra ástvini í hinni miklu sorg. Minningamar fylgja okkur að eilífu. Blessuð sé minning hans. Hjörtur Guðjónsson Blomastofa FriÖfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opíð ölíkvöld til kl. 22,- éinnig um helgar. Skreytlngar við öll tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.