Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987 Guðrún P. Helgadóttir með eintak af Hrafns sögu Sveinbjarnar- sonar í hinni nýju Oxford útgáfu. Hrafns saga hjá Ox- ford University Press í útgáfu dr.Guðrúnar P. Helgadóttur Út er komin hjá Oxford Uni- versity Press í Bretlandi Hrafns saga Sveinbjarnarsonar og er formlegur útgáfudagur 4. júní. Er í frásögur færandi að útgáfuna hjá þessu virta breska fyrirtæki annast ís- lenskur fræðimaður, dr. Guðrún P. Helgadóttir. Út- gáfan byggist á doktorsritgerð hennar, sem hún lagði fram við Sommerville College í Oxford árið 1968, en hefur verið endur- skoðuð og lagfærð. Til marks um vinnubrögðin hjá þessu virta fyrirtæki má geta þess að áður en endanlega var ákveðið að hún væri þess virði að gefa hana út, lét útgáfufyr- irtækið marga sérfróða menn lesa hana yfir og gefa jákvæða umsögn. Útgáfan er samkvæmt kynningu frá Oxford Univers- ity Press, ætluð fyrir þá sem vilja læra og kynnast fornís- lensku og norrænum bók- menntum. Er hún meira en saga Hrafns Sveinbjarnarson- ar, sem aðeins tekur yfir 46 blaðsíður. A eftir formála kem- ur um 100 blaðasíðna inngang- ur og á eftir texta sögunnar sjálfrar textaskýringar og orðaskýringar, vísnaskýringar, viðbætir með samanburði við aðra texta, bókaskrá upp á 17 síður, kort af söguslóðum á Vestfjörðum, 4 ættarskrár, og loks ítarleg nafnaskrá. Útgáfan er tileinkuð próf. Gabriel og Joan Turville-Petre. Aðdragandi þessarar útgáfu er orðinn nokkuð langur. Upphaf- lega stóð til að Guðrún P. Helgadóttir sæi um útgáfu á veg- um Nelsons fyrirtækisins á sjötta áratugnum og benti þá eigin- maður hennar, próf. Jón Jóhann- esson heitinn, henni á Hrafns sögu, sem þyrfti að gefa út með betri texta og væri forvitnileg á marga lund. Af því varð ekki, að því er hún tjáði Mbl. er leitað var nánari upplýsinga um útgáfuna. Hún útskýrði það nánar: „Árin 1966-68 vann ég að Hrafns sögu úti í Oxford undir leiðsögn pró- fessors Gabriels Turville-Petre sáluga. Hann og kona hans Joan veittu mér óteljandi ráð og hvatn- ingarorð og það var gott að vinna undir þeirra handleiðslu. Einnig leitaði ég ráða hjá öðrum leið- beinendum, einkum varðandi hinn svonefnda lækningakafla í Hrafns sögu. Samningurinn við Oxford Press var undirritaður 1969. Reyndi ég að vinna að þessu verki á sumrin, en þau reyndust mér ódijúg og störfin að vetrinum of umfangsmikil vegna kennslu, sem ég stundaði í 38 ár, þar af skóla- stjóri Kvennaskólans síðustu 23 árin. Auk þess tóku heimilisstörf- in sinn tíma. Þegar ég hafði svo útskrifað fyrstu stúdentana frá Kvennaskólanum og viðbygging- unni við skólahúsið var lokið hætti ég þar og tók til við þetta verk- efni.“ Hrafns saga er ævisaga Hrafns Sveinbjamarsonar og fjallar um ferðir hans erlendis, lækningar hans og hjálpsemi við aðra. Einn- ig er lýst deilum hans við Þorvald Snorrason, sem leiða til dauða Hrafns, en hann var hálshöggvinn á Eyri árið 1213. Segir sagan að sumarið eftir hafi hijóstrugjörðin orðið að grænum velli á þeim stað sem hann var höggvinn. Segir Guðrún að Hrafns saga sé senni- lega samin uift miðbik 13. aldar: „Aðeins hluti herinar hefur varð- veist á skinni og texti hennar er að mestu leyti byggður á sautj- ándu aldar handritum. Sagan hefur varðveist í tveimur gerðum, svonefndri A- og B-gerð. A-gerðin virðist vera fyllri og nær frumrit- inu en B-gerðin, sem er stytt en varðveitir samt sem áður sums staðar leshætti sem virðast uppr- unalegri en A-gerðin. Safnari Sturlunga sögu hefur innlimað síðari hluta Hrafns sögu inn í safn sitt, þ.e. frá lokum II. kafla Hrafns sögu og næstum út sög- una. Þar fékk safnari frásögn af markverðum atburðum á árunum 1203-17, sem ekki var lýst í meg- inheimild hans, íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar. Safnari stytti og hagræddi texta Hrafns sögu á margan hátt.“ Guðrún segir að yfír sögunni sé sums staðar helgisagnablær og megi vera að þar gæti áhrifa frá erlendum heimildum. En Hrafn var mikill stuðningsmaður Guðmundar biskups Arasonar. Árið 1202 fer Hrafn utan með Guðmundi til Noregs og komu þeir heim árið eftir, þegar Guð- mundur hafði fengið biskups- vígslu. Lýsing á ferðalagi þeirra í II. kafla Hrafns sögu virðist hafa verið nákvæmari en í nok- kurri annarri sögu. Einn lengsti kaflinn í íslenskum fomritum um lækningar er í Hrafns sögu Sveinbjamarsonar og segir Guðrún P. Helgadóttir að hann hafí ekki hvað síst freist- að sín til að takast þetta verk á hendur. Hrafn hafði farið víða, m.a. til Englands, Frakklands, Spánar og til Rómaborgar og þessar ferðir hafa vakið athygli fræðimanna. Hann gistir í klaustrum og kynnist þar ýmsum þáttum evrópskrar menningar og framkvæmir síðan læknisaðgerðir sem lýst er í sögunni. „Sérkennileg orð og orðatiltæki eru í Hrafns sögu og sum þeirra gefa vísbendingu um hvenær sag- an var rituð. Einnig má draga ályktanir um aldur sögunnar af efrii hennar sjálfrar og tengslum hennar við önnur rit. Að þessu athuguðu má benda á líkur fyrir því að sagan sé rituð á ámnum 1230-60, og þá fremur á fyrri hluta þess tímabils," segir Guðrún P. Helgadóttir. „Ekki er hægt að nafftgreina höfund sögunnar, en líklegt má teljast að hann hafí verið Vestfírðingur og vel kunn- ugur í Amarfírði. Til þess benda nákvæmar frásagnir í atburðalýs- ingum, ættfærslur og ýmis orðatiltæki og margar tilvitnanir í kvæði og tækifærisvísur, einkum er oft vísað í drápu Guðmundar Svertingssonar, sem myndar eins konar umgjörð um frásögnina. í sögunni em 34 vísur eða vísu- helmingar." Að lokum spyijum við Guðrúnu P. Helgadóttur hvort hún sé ekki fegin að þessu verki sé lokið og Hrafris saga Sveinbjamarsonar komin út hjá Oxford University Press. Og svarið er „Það er eins og þungu fargi sé af mér létt,“ segir Guðrún með sannfæringar- krafti. Hún má líka vera stolt af þessari fallegu bók, sem hún held- ur á í hendinni. Nett bók og látlaus en ákaflega vönduð, inniheldur yfír 20 ára starf hennar. - E.Pá. J.iiBi.Íaurái u7 gtm. NU SKIN S0LIN BJORT A BENID0RM Skrepptu með til Benidorm í styttri eða lengri ferð. Mundu að Benidorm er einn sólríkasti staður Spánar og þar er sannarlega líf og fjör í tuskun- um fyrir yngri sem eldri! Verð frá: kr. 33.900 ■ 2 í íbúð - 3 vikur kr. 22.700 ■ 4 í íbúð - 3 vikur (2 f ullorðnir og 2 börn) Pantaðu strax því sætaframboð ertakmark- að og margar ferðir þegar uppseldar. Næstu ferðir: 4. ágúst... ...UPPSELT 16. júní. UPPSELT 18. ágúst... ...UPPSELT 23. júní. UPPSELT 25. ágúst... ...UPPSELT 7. júlf... laus sæti 8. sept laussæti 14. júlí... laus sæti 15. sept. ... laus sæti 28. júlí... ..örfá sæti laus 29. sept. ... laus sæti FERÐAMIÐSTOÐIIM AÐALSTRÆTI9 SÍMI28133

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.