Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987 39 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna ISAL Rafeindavirkjar Óskum eftir að ráða rafeindavirkja til starfa á mæla- og rafeindaverkstæði okkar, þar sem að jafnaði eru starfandi 5 menn auk verkstjóra. Við leitum að ungum, áhugasömum mönnum sem hafa full réttindi sem rafeindavirkjar og eru tilbúnir til að takast á við margbreytileg tæknistörf. Helstu verkefni eru viðhald, þróun og ný- smíði búnaðar á eftirtöldum sviðum: Tölvukerfi. Fjarskiptakerfi. Sjálfvirkni. Efnagreiningartæki. Mælitæki. Annar rafeindabúnaður í verksmiðjunni. Um fjölbreytilegt framtíðarstarf er að ræða. Ráðning nú þegar eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir verkstjóri, Erlingur Kristjánsson, í síma 91-52365 á tímabilinu kl. 13.00-16.00. Umsóknum skal skilað í pósthólf 224 eigi síðar en 15. júní 1987. Umsóknareyðublöð fást hjá Bókaverzlun Sig- fúsar Eymundssonar, Reykjavík og Bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði. íslenska Álfélagið hf. Bikarinn Framtíðarstarf Óskum að ráða starfsmann í framtíðarstarf nú þegar. Upplýsingar í versluninni (ekki í síma). Sportvöruverslunin Bikarinn, Skólavörðustíg 14. Fóstrur Vantar á skóladagheimilið Völvukot við Völvufell. Upplýsingar í síma 77270. Dagskrárritstjóri — Ijósameistari Hjá sjónvarpinu eru eftirtalin störf laus til umsóknar: Starf dagskrárritstjóra. Menntun eða reynsla á sviði fjölmiðlunar er æskileg. Áhersla er lögð á góða íslenskukunnáttu. Viðkomandi þarf að geta samið texta auð- veldlega, vera nákvæmur í vinnubrögðum og hafa áhuga á sjónvarpi. Starf Ijósameistara. Rafvirkjamenntun er nauðsynleg og reynsla í leikhúslýsingu er æskileg. Umsóknarfrestur um þessi störf er til 15. júní nk. og ber að skila umsóknum til Sjónvarpsins, Laugavegi 176, á eyðublöðum sem þar fást. RIKISUTVARPIÐ Framkvæmdastjóri íslenskra getrauna Starfið felst í stjórnun á daglegum rekstri fyrirtækisins þ.m.t. áætlanagerð, umsjón með markaðsmálum, fjármálum og öðru sem að rekstrinum snýr. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu við- skiptafræðingar eða hafi haldgóða reynslu og þekkingu á markaðsmálum og stjórnun. Kostur væri að viðkomandi hefði áhuga og þekkingu á íþróttum. Umsóknarfrestur er til og með 15. júní nk. Ráðning verður sem fyrst. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00. Afleysinga- og rádningaþjónusta Lidsauki hf. Skólavörðustig 1a - 101 Reykjavik - Simi 621355 Mötuneyti — sumarstarf Fyrirtækið er stórt innflutningsfyrirtæki í Reykjavík. Starfið felst í aðstoð við matráðskonu í 100 manna mötuneyti, matreiðslu, frágangi og öðru, sem slíkum störfum tilheyrir. Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi reynslu af svipuðum eða sambærilegum störfum. Æskilegur aldur 25-50 ár. Vinnutími er frá kl. 9-14. Umsóknareyðublöð og nánarj upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00. Afleysmga- og rádningaþjónusta Lidsauki hf. Skólavörðustig la - 101 Reykjavik - Simi 621355 Grunnskóli Siglufjarðar Kennara vantar til kennslu eftirtalinna greina: Stærðfræði, raungreinar, samfélagsgreinar, enska, sérkennsla, tónmennt, handmenntir og íþróttir drengja. Nánari upplýsingar gefa: Skólastjóri í síma 96-71686, yfirkennari í síma 96-71363 og form. skólanefndar í síma 96-71614. Skólanefnd Siglufjarðar. Starfslaun til þess að vinna að kennslubók fyrir fram- haldsskólastig. í tilefni 115 ára Bókaverslunar Sigfúsar Ey- mundssonar hefur verið ákveðið að veita starfslaun til þess að vinna að gerð kennslu- bókar. Starfslaunin eru veitt í þrjá mánuði og miðast við byrjunarlaun menntaskóla- kennara. Markmiðið með starfslaununum er að styrkja útgáfu íslensks kennsluefnis og minnast um leið 115 ára afmælis Bókaverslunar Sigfúsar Eymundssonar. Bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar áskilur sér forkaupsrétt að því/þeim námsbókarhandritum sem starfs- launin verða veitt til þess að fullvinna. Umsóknir um starfslaunin ásamt lýsingu á námsbókarhugmynd sendist skrifstofu Bóka- verslunar Sigfúsar Eymundssonar, Austur- stræti 18, merkt: „Námsefni". Skilafrestur er til 1. júlí nk. Farið verður með allar umsókn- ir sem trúnaðarmál. BÓKAVERZUJN SIGFÚSAR EYNUNDSSONAR Austurstraeti 18 - Pósthólf 868 - 121 Reykjivik Islenskufólk Fyrirtækið er ein af stofnunum Háskóla ís- lands. Starfið felst í þýðingum af ensku á íslensku. Unnið er með aðstoð tölvu. Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi lokið BA prófi í íslensku eða séu með samsvar- andi menntun. Umsóknarfrestur er til og með 16. júní nk. Ráðningar verða frá 1-15. júlí. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00. Afleysinga- og ráðnmgaþjónusta Liósauki hf. Skólavörðustig la - 101 Reykjavik - Simi 621355 Ræstingar Fyrirtækið er félagasamtök í Reykjavík. Störfin felast í ræstingu á húsnæði samtak- anna. Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi ein- hverja reynslu af sambærilegu, séu þrifnir og samviskusamir. Æskilegt er að viðkom- andi búi í eða nálægt Vesturbænum. Vinnutími er eftir samkomulagi, en gert er ráð fyrir 2 klst. á dag, fimm daga vikunnar. Umsóknarfrestur er til og með 16. júní nk. Ráðnir verða tveir starfsmenn, annar frá 1. júlí og hinn frá 1. september. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 09.00-15.00. Afleysmga- og rádningaþ/ónusta Lidsauki hf. Skólavörðustig la - 101 Reykjavik - Simi 621355 Sölumaður Fyrirtækið flytur inn og selur hljómtæki og aðra vöru. Starfið felst í sölu og ráðgjöf varðandi val á hljómtækjum í verslun fyrirtækisins. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu áhugasamir, snyrtilegir og þægilegir í fram- komu. Reynsla er ekki skilyrði. Viðkomandi þyrftu að geta hafið störf sem allra fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 12. júní nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 09.00-15.00. Afleysinga- og ráðningaþjónusta Lidsauki hf. Skólavörðustig 1a - 101 Reykjavik - Simi 621355 1872 Ert þú góður kennari? Að Garðaskóla vantar nokkra vel menntaða og áhugasama kennara næsta vetur. Helstu kennslugreinar: Danska, vélritun, tón mennt og bekkjarkennsla í 6. bekk. Starfsað staða er mjög góð í nýju, rúmgóðu húsi, ve búnu kennslutækjum. Fagstjóri í hverri grein skipuleggur samstarfið. Samfelldur vinnu- dagur hjá nemendum og kennurum. Árlega eru margir kennarar styrktir til endurmennt- unar. Ef þú ert á lausu sláðu þá á þráðinn eða komdu í heimsókn og kynntu þér skipulag og starfsaðstöðu. Þú verður ekki fyrir von- brigðum. Skólastjóri og yfirkennari gefa fúslega allar nánari upplýsingar í síma 44466 Skólafulltrúi Garðabæjar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.