Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987 13 \ Magnúsdóttur. Þar er að fínna ein- ar nythæstu kýmar í sveitinni. Kýrin hafði verið lystarlaus og deyfðarleg, skitið hörðu og þurru. Þetta meðal annars benti til súr- doða. Kúnni var gefíð lyf í æð, sem hækkaði blóðsykurinn, og sprautað var í vöðva og átti kýrin að hress- ast við þetta. „Þið skuluð fá að skoða garðinn hennar Helgu, hann er svo fal- legur," hvíslaði Katrín að okkur. Við fórum að ráðum hennar og Helga sýndi okkur fallegan garðinn, sem hlotið hafði viðurkenningu Kvenfélagasambands Suðurlands. Garðurinn geymdi líka gróðurhús, sem í voru framandi plöntur eins og fíkjutré. „Þetta er mitt hobby, og hingað stelst ég, þegar ég sé mér fært,“ segir hún. Á leiðinni frá Bryðjuholti að Haukholtum, þar sem gefa þarf tveim kúm hormón, vegna þess þær vilja ekki beiða, spyijum við Katrínu, hvar meirháttar aðgerðir eins og skurðaðgerðir eru fram- kvæmdar? urbólguna, og að sögn heimamanna er hún sparikýr, yfírleitt hraust og dugleg og mjólkar vel. En nú er ekki sjón að sjá júgrið á henni. Það er glerhart og sjóðheitt og mjólkin úr henni vatnskennd og full af greftri eða snákum eins og gömlu dýralæknamir hefðu orðað það. Katrín segir að fjórðungur júg- ursins sé ónýtur. Það þarf þó ekki að örvænta, því kýr geta mjólkað allt að níutíu prósentum af upphaf- legri nyt. Við göngum aftur út í sólskinið og verður þá hugsað til kúnna, sem verða af þessu góða veðri og spyij- um, hvort ekki eigi að fara að hleypa þeim út? „Jú, en ekki í þessu sólskini, því júgrin geta brunnið í sólinni og þá er erfitt að mjólka þær. Það verður líka að vera það mikið gras að þær fái magafylli, því þær fúlsa við heyinu eftir að hafa bragðað iða- grænt grasið." Við kveðjum fólkið á Ásum og vinkum til litlu stelpnanna á bænum sem eru léttklæddar í búleik við hlöðuvegginn. Förinni er heitið að Stöðulfelli, þar sem við hittum Odd bónda. Vandamálið á þeim bæ er stíflaður speni á kind. Speninn er svo stíflað- ur að hann minnir helst á uppblásna blöðru. Katrín er fljót að bjarga því, hún stækkar lítið gat, sem er fyrir á spenanum, með pinna. Kindin er síðan mjólkuð. Það er ánægt lamb- ið, sem fær loksins að sjúga móður sína. Við spyijum Katrínu, hvort hún leggi mikla áherslu á forvamar- starf, eins og tíðkast í auknum mæli innan heilbrigðiskerfísins? „Já, ég er afar hlynnt því. Bænd- umir hringja mikið til mín og þá gef ég þeim ráð. Ég hef líka frætt þá sérstaklega um júgurbólgu. Ég hef lagt áherslu á að bændunum sé leiðbeint um fóðmn. Það em hrein vísindi að finna rétta samsetn- ingu fóðursins fyrir hveija kú. Hvaða hey á að nota og hvaða stein- efnablöndu með. Það er ekki nóg að taka tuggu og þefa af henni. Það þarf að taka af henni sýni og láta greina næringarinnihald þess. Einn algengasta sjúkdóminn í kúm, súrdoða, má einmitt rekja til efna- vöntunar. Það em oft bestu mjólk- urkýmar, sem fá sjúkdóminn. Þær ráða ekki við að éta eins mikið og þær þurfa eða fá ekki nóg. Þvi miður em alltof fáir ráðunautar starfandi hér á landi þannig að óhægt er um vik í þessum efnum," sagði Katrín. Seinna um daginn fómm við á bæ þar sem var að fínna kú með með súrdoða. Það var í Bryðjuholti hjá Eyjólfí Guðmundssyni og Helgu „Ef um slys er að ræða og þarf að sauma saman eða gera þarf keisaraskurð er það gert inni í gripahúsunum. Állar venjulegar aðgerðir fara fram úti á túni. Ef farið væri með skepnumar í spítala væm meiri líkur á að þær sýktust af einhveijum ókennilegum bakteríum, en ef aðgerðin er gerð þar sem líkaminn þekkir bakterí- umar." — Segðu mér Katrín, þarf ekki dýralæknir að hafa góða krafta? „Það sem skiptir máli I þessu starfí er lagni. Konur hafa lært að vinna með vitinu en ekki með strit- inu.“ Katrín hefur mjög ákveðnar skoðanir varðandi jafnrétti kynj- anna, hún ber einnig landbúnaðar- málin mjög fyrir bijósti og segist ekki líka, þegar sagt sé að það eigi bara að leggja landbúnaðinn niður. „íslenskir bændur njóta einna minnstrar ríkisaðstoðar af Evrópu- löndunum og offramleiðsla er minni hér en annars staðar. Það er íslend- ingum ekki I hag að kaupa niður- greidda erlenda offramleiðslu í formi frystra rétta og blandaðra kjötrétta í dósum,“ segir hún. Dagurinn hefur verið annasamur og við höfum ekkert verið að slóra heima á bæjunum jrfir kaffí heldur haldið áfram. Katrín segir okkur að mesti annatíminn sé einmitt á vorin. Fyrst þarf að sæða refina í mars-apríl, en sex refabú eru í hér- aði Katrínar. Því næst em það kýmar sem bera, þá tekur sauð- burðurinn við. í júlí, þegar kindum; ar em famar á fyall, hægist um. í ágúst og september er mikið að gera í geldingum á hrossum og fram að jólum halda kýmar henni við efnið. „Hér em líka nokkur kanínubú og svínarækt," segir hún. Hvað ætli hún geri í frístundun- um, þegar þær gefast? „Eg stússast í hrossum og svo er ég mikill bókaormur," segir hún. — Hvað lestu helst? „Ég les það sem öðmm fínnst fyrir neðan allar hellur að lesa.“ — Eins og hvað? „Þyngri bókmenntir. Að undan- fömu hef ég svo verið að lesa Búnaðarritið Frey, sem mér þykir mjög skemmtilegt.“ Nú var mál til komið að halda heim. Við höfðum komið víða við á ferðum okkar með Katrínu dýra- lækni, þessari harðduglegu og ákveðnu stúlku og höfum aðeins getið þess helsta sem gerst hafði yfír daginn. Sólu er tekið að halla og menn og skepnur fara að taka á sig náðir. Það má þó gera ráð fyrir að dýrlæknirinn vaki eitthvað lengur en aðrir, hann verður að vera tiitækur helst allan sólarhring- inn. Texti: Hildur Einarsdóttir Ljósmyndir: Arni Sæberg „Kýrnar öskra og bölva, þegar dýralæknirinn eða ókunn- ugt fólk kemur í fjósið, þvi þær eru svo vanafastar,“ sagði Halla Guðmundsdóttir, sem býr á Ásum í Gnúp- verjahreppi. vitjun hjá sveitunga sinum, Bryiýólfi Pálssyni i Dalbæ. hjálp. Við héldum til bæjarins, sem heitir Hrepphólar. Á hlaðinu tók á móti okkur hund- ur, sem gelti að bílnum og sprændi svo á einn hjólbarðann. — Hvemig ætli standi á þessu háttemi hundanna, spurði fáfrótt borgarbamið? „Veistu það ekki?“ sagði Katrín hissa, þetta er þeirra sími, á þennan hátt flytja þeir skilaboð milli bæja.“ Auðvitað höfðu hundamir tekið tæknina í sína þjónustu, hvað ann- að. Við héldum út í ljárhúsin, þar sem kindin beið okkar. „Þetta er ekki fyrir viðkvæmt fólk að horfa á,“ segir Katrín þar sem hún krýpur hanskaklædd fyrir aftan kindina og dregur út annan fótinn, sker á hann með beittum vasahníf, til að ná betra taki. Um leið gýs upp mikill ýldufnykur, sem sest f hálsinn á viðstöddum. Það er satt, þetta er ekki falleg aðgerð, því líkamshlutamir eru dregnir út sitt í hvom lagi og líkjast aðfarim- ar úrbeiningu á kjöti. „Þær eru leiðinlegar svona mork- ur,“ segir Katrín og heldur áfram að leita inn í leginu, sem nú er far- ið að herpast saman og því erfítt að athafna sig. Það verður líka að fara varlega, því annars gætu legið og fæðingargangurinn rifnað. „Við skulum sjá, hvort hún skilar ekki restinni sjálf,“ segir Katrín. „Ég kem aftur seinna í dag.“ Við kveðjum fólkið, sem er að hlúa að lífínu, merkja nýfædd lömb- in. Leiðin liggur að Ásum í Gnúp- veijahreppi. Þar bíður kýr með bráða júgurbólgu, sem er algeng í kúm. Útsýnið á leiðinni er einstaklega fallegt. Við okkur blasir hin hátign- arlega Hekla, sem skiýðist hvítu. Þar sem við þjótum eftir veginum sjáum við prestinn, hann Flóka Kristinsson, á stuttbuxum að bera á túninn hjá sér. Hann býr á bænum Tröð og á nokkrar kindur og hesta. Við spyijum Katrínu hvort hún þurfí venjulega að aka langar vega- lengdir? „Það má segja að aksturinn sé aðal vinnan segir hún, en vega- lengdir eru ekki mjög miklar, fjærsti bær frá mér er Búrfell, hann er í um fjörutíu kílómetra fjarlægð." Þeir eru ekki alltaf jafn skemmti- legir vegimir og þeir eru nú, svona rennisléttir, segjum við. „Nei, þeir eru verstir á vorin, þegar er oft mikill aur og leðja." Katrín er með bflasíma, sem er mikið þarfaþing og hefúr leyst marga dýralæknafrúna af hólmi, sem varla hefur mátt fara út úr húsi, ef vera skyldi að síminn hringdi. Bflasíminn er líka heppileg- ur á vetuma. Ef menn festa sig í sköflum er hægt að hringja á hjálp. Annars segist Katrín aldrei hafa lennt í svaðilförum enda sæki hún ekki í slíkt. Ef ófært er upp að bæjunum tekur hún bara töskuna sína í hendina og gengur á vett- vang. Við erum komin að Ásum og á móti okkur tekur Guðmundur Há- varðason bóndi. „Nú er hlýjan loksins komin,“ segir hann og leiðir okkur inn 1 fjós- ið þar sem við hittum dóttur hans Höllu, sem er leikkona að mennt og margir kannast við. Kýmar verða hálf órólegar við gestakomuna. „Það fer alltaf í taugamar á þeim þegar dýralæknirinn og ókunnugt fólk kemur í ijósið," segir Halla. „Þá öskra þær og bölva, því þær em svo vanafastar." Hún heitir Fríða, kýrin með júg- Ný presta- köllstofnuð í Reykja- víkurpró- fastsdæmi DÓMPRÓFASTURINN, sr. Ólaf- ur Skúlason, boðaði til stofn- funda í tveimur nýjum sóknum í Reykjavíkurprófastsdæmi í síðustu viku. Mánudaginn 25. maí var haldinn fundur í hinu nýja Hjallapresta- kalli, sem er austasti hluti Kópa- vogs. Auk kynningarræðu prófasts, ræddi séra Þorbergur Kristjánsson, sem fram að stofnun hinnar nýju sóknar þjónaði öllum Kópavogi fyr- ir austan gjána, um sögu safnaðar- starfs í Kópavogi og áform um kirkjusmíði. Ámaði hann nýjum söfnuði og væntanlegum sóknar- presti heilla og bað um blessun yfír starfið allt. Undir þær óskir og bænir tók síðan formaður Digranes- safnaðar, Sören Jónsson, og vænti hins besta um samstarf allt. Eftir töluverðar umræður var gengið til kosninga á sóknamefnd og ákvað fimdurinn að hana skyldu skipa níu manns og voru jafn- margir varamenn síðan kosnir. Viku síðar kom síðan sóknamefndin til síns fyrsta fundar og var Hilmar Björgvinsson kjörinn formaður, en safnaðarfulltrúi er Baldvin Þ. Kristjánsson. Á þriðjudagskvöldið 26. maí var stofnaður Hólabrekkusöfnuður í hinni nýju Fella- og Hólakirkju. Þar töluðu auk dómprófasts djákni kirkjunnar, frú Ragnheiður Sverris- dóttir, og formaður Fellasóknar, Guðjón Pedersen, en kveðjur vom fluttar frá sóknarprestinum, séra Hreini Hjartarsyni, sem var í Dan- mörku. Kom mikill áhugi fram um sem nánast samstarf milli hinna tveggja sókna í Breiðholti. Á þriðju- daginn, viku eftir stofnfund, kom hin nýja sjömanna sóknamefnd saman og var Jón Sigurðsson kos- inn formaður, en safnaðarfulltrúi er Valdimar Ólafsson. Samkvæmt úrskurði biskups hafa sóknamefndimar nú frest til 16. júní til þess að ákveða, hvort þær hyggjast kalla prest til þjón- ustu í hinum nýju prestaköllum. Verði það ekki gert auglýsir biskup köllin laus til umsóknar og sker síðan sóknarnefnd úr um það, hvem umsækjenda hún vill fá fyrir sókn- arprest. Er það gert á fundi kjörmanna, sem em aðal- og vara- menn í sóknamefnd, en prófastur stýrir fundi. Þar til gengið er frá vali sóknar- prests þjóna þeir áfram séra Þorbergur og séra Hreinn svo sem verið hefur. Siglufjörður: Unnið við jarðvegs- skipti og varnargarða ^ Siglufirði. Á VEGUM Siglufjarðarbæjar eru hafnar framkvæmdir við jarð- vegsskipti í allmörgum götum og að búa þær undir varanlegt slit- lag. Starfsmenn bæjarins sjá um jarð- vegsskiptin. Einnig er nú unnið að því að styrkja flóðvamagarðinn og gera við öldubijótinn. Samið var við verktakafyrirtæki fyrir sunnan um það verk. Framkvæmdir ganga vel. Matthías

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.