Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987 19Liúní Ársrit kvenréttinda- félags íslands „19. júní" er komió út Fæst í bókaverslunum, á blaðsölustöðum og hjá kvenfélögum um land allt. Kvenréttindafélag íslands *-----------------> Sumartilboð Furusófasett. 3ja sæta sófi, 2ja sæta sófi og stóll. Sófaborð og hornborð vandað og þægilegt. Allt þetta aðeins 35.000.- staðgreitt. Ath. aðeins 10 sófasett. Valhúsgögn hf. Ármúla 8. Sími 685375. Morgunblaðið/RAX Frá Ferðamálaráðstefnu höfuðborgarsvæðisins 1987. Talið frá vinstri: Ólafur Steinar Valdimarsson, ráðuneytisstjóri samgöngumálaráðuneytisins, Þórarinn Jón Magnússon, ferðamálanefnd Hafnarfjarðar, Heimir Pálsson, ráðstefnustjóri og Jóna Gróa Sigurðardóttir, formaður atvinnumálanefndar höfuð- borgarsvæðisins. Ferðamálaráðstefna höfuðborgarsvæðisins 1987: Stofnuð verði ferðamáJasani- tök höfuðborg’arsvæðisins ATVINNUMÁLANEFND Sam- taka sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu hélt á föstudag ráðstefnu er bar yfirskriftina „Ferðamálaráðstefna höfuð- borgarsvæðisins 1987“. Níu sveitarfélög standa að samtökun- um, Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Bessa- staðahreppur, Hafnarfjörður, Mosfellshreppur, Kjalames- hreppur og Kjósarhreppur. Ferðamálaráðstefnan var fjór- skipt. Fyrsti hlutinn fjallaði um stöðu ferðamála á höfuðborgar- svæðinu í dag, annar hlutinn nefndist „framtíðarmöguleikar - framkvæmdir - aðgerðir", sá þriðji fjallaði um mótun ferða- málastefnu fyrir höfuðborgar- svæðið og sá fjórði um framkvæmd ferðamálastefnu fyrir höfuðborgarsvæðið. Jóna Gróa Sigurðardóttir, form- aður atvinnumálanefndar höfuð- borgarsvæðisins sagði í setningar- ávarpi sínu að atvinnumálanefnd hefði þótt velviðeigandi að halda þessa ráðstefnu í byijun ferðaver- tfðar þegar þessu mál brynnu hvað heitast á mönnum. Samtökin ynnu nú að því að stofnuð yrðu ferða- málasamtök á svæðinu, eins og í öðrum landshlutum, en slík samtök ættu aðild að Ferðamálaráði ís- lands. Hlutverk samtakanna yrði að vinna aö hagsmunum ferðaþjón- ustu, stuðla að aukningu á þjón- ustustarfsemi við ferðamenn og skipuleggja samstarfsaðila innan samtakanna, m.a. með fræðslu- og útgáfustarfsemi. Jóna Gróa sagði slík samtök geta ýtt á stjómvöld um aðgerðir sem gætu komið þess- ari atvinnugrein til góða og aðstoð- að við uppbyggingu ferðamála. Taldi hún að efla þyrfti tengsl markhópa á höfuðborgarsvæðinu varðandi uppbyggingu ferðaþjón- ustu, bæði við innlenda og erlenda ferðamenn. Tölulegar staðreyndir væru fáar um vægi ferðamála varð- andi beina og óbeina atvinnusköp- un. Áherslu bæri að leggja á að fram kæmi opinber stefna varðandi ferðaþjónustuna og að henni yrði veittur meiri stuðningur. Ólafur S. Valdimarsson, ráðu- neytisstjóri í samgöngumálaráðu- neytinu ávarpaði einnig ráðstefn- una í upphafí og vék aðeins að stuðningi stjómvalda við ferða- mannaiðnaðinn. Nefndi hann sem dæmi að Ferðamálasjóði hefði vaxið mjög fískur um hrygg á síðustu árum við að sinna lánsfjárþörf þeirra nýju gisti- og veitingistaða sem hefðu verið teknir í notkun víðsvegar um landið. Með tilkomu hinnar nýju flugstöðvar hefði líka verið stigið stórt skref til bættrar aðstöðu fyrir erlenda og innlenda ferðamenn. En þrátt fyrir stuðning stjómvalda væri það fyrst og fremst áhugi, dugnaður og þrautseigja ein- staklinganna sem lyfti grettistök- um, sagði Ólafur. Psoriasis- sjúklingar Ákveðin er ferð fyrir psoriasissjúkl- inga 20. ágúst nk. til eyjarinnar Lanzarote, á heilsugæslustöðina Panorama. Þeir sem hafa þörf fyrir slíka ferð snúi sér til húðsjúkdómalækna og fái vottorð hjá þeim. Sendið það merkt nafni, heimilisfangi, nafn- númeri og síma til Tryggingastofn- unar ríkisins, Laugavegi 114, 3. hæð. Umsóknir verða að berast fyrir 1. júlí. Tryggingastofnun ríkisins. Hvað stendur til? Sumarfrí, ættarmót, ráðstefna, námskeið, íþrótta- æfingabúðir, næturhvíld á langri leið? Valið er auðvelt: Varmaland, Borgarfirði. Ódýr gisting og svefnpokapláss fyrir allt að 160 manns í rúmum. Eldunaraðstaða fyrir dvalargesti. Sundlaug með vatnsrennibraut, heitum potti, gufu- baði og Ijósaböðum. Félagsheimili með samkomusal og fundaaðstöðu. íþróttaaðstaða úti og inni. Verslun, gróðrarstöð, tjaldsvæði. Stutt í skemmtilegar skoðunarferðir og ýmsa af- þreyingu. Símar: 93-5301, 93-5303, 93-5280. Kársnessókn Hátíðarguðsþjónustan í Kársnes- sókn hvítasunnudag fer fram í Kópavogskirkju kl. 14, en ekki kl. 11 eins og misritast hefur í messu- tilkynningu í blaðinu í gær. Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.