Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987 29 gjöm að sú ritningargrein sem lýsir best hennar lífshlaupi er „Sælla er að gefa en þiggja." Svava var bókhneigð mjög og hafði mikið yndi af ljóðum. Hún var hnyttin í tilsvörum, enda prýðilega greind. Heimili hennar var mjög snoturt og snyrtilegt, enda prýddi það hand- bragð húsmóðurinnar, sem hafði sérstakt lag á að gera það einkar vistlegt og notalegt. Svava giftist Adolf Holm, sem látinn er fyrir allmörgum árum, en þau slitu samvistum. Eina dóttur eignaðist hún, Lálju Huld Sævars, sem býr með indælis- manni, Magnúsi Jóhannssyni frá Patreksfírði. Svava átti heimili sitt í sama húsi hartnær tvö síðustu árin. Lilja var áður gift Áma Péturs- syni (Emst Michalik) og áttu þau saman dætumar ínu Karlottu og Svövu Kristínu, sem báðar hafa stofnað heimili með efnilegum, ung- um mönnum, þeim Degi Brynjólfs- syni og Kjartani Egilson. ína og Dagur eiga dótturina Lilju Kristínu, sem var augasteinn langömmu sinnar. Kærleikur mikill, en einkum djúp vinátta, var með þeim mæðgum, Svövu og Lilju dóttur hennar, alla tíð, svo og Áma, tengdasyni henn- ar, er lést fyrir nokkmm ámm, aðeins rúmlega fímmtugur að aldri. Svava átti við hjartasjúkdóm að stríða mörg hin síðarí ár, en hún bar höfuðið hátt og kvartaði aldrei, þótt oft fyndi hún til. Á yngri ámm sigidi hún með Jóhanni, bróður sínum, sem þá var skipstjóri á Kötlu og rifjaði hún oft síðan upp ljúfar minningar frá ánægjulegum ferðum þeirra. Þegar hún varð sextug lögðum við land undir fót og fómm fljúg- andi til Kanaríeyja í þriggja vikna jólaferð. Naut hún þeirrar dvalar vel, þrátt fyrir sjúkdóm þann, er þá þegar hafði gert vart við sig. Mig brestur orð til að þakka frænku minni alla hennar elsku í minn garð og dóttur minnar, en Svava reyndist mér eins og besta móðir ævinlega, og ekki síst þá fjóra vetur, sem hún opnaði heimili sitt fyrir mér, er ég stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík árin 1952 til 1956. Hún sá mér fyrir fæði og klæði eins og sinni eigin dóttur og lagði á sig mikla vinnu til að sjá okkur farborða. Svava eignaðist ekki þann jarðar- auð er mölur og ryð fær grandað, en hennar hjartans auður var slíkt ríkidæmi, að hann verður eins og skáldið sagði: „auðlegð á vöxtum í guðanna ríki.“ Svava naut þeirrar náðar að verða bænheyrð með að verða aldr- ei öðmm byiði f lífínu. Hún lést á Borgarspítalanum í Reykjavík eftir aðeins tveggja vikna legu og kvaddi þennan heim með þeirri reisn er sæmdi skapferli hennar og lífs- göngu. „Að hverfa aftur til upphafsins er friðurinn; það er að hafa náð takmarki tilvistar sinnar." (Lao Tse: Bókin um veginn.) Sigurlaug Ásgrímsdóttir VW JETTA er talandi dœmi um vönduö vinnubrögö. VW JETTA er traustur og endingargóöur bíll. VW JETTA er meö íram- hjóladrií og íer meistaralega á íslenskum malarvegum. Veið frá kr. 549.000 ^ GISLI J. JOHNSEN Nýbýlavegi 16. Sími 641222 n i ericsson farsímar í fararbroddi PRISMA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.