Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987 Abstraktlist Asmundar Sveinssonar Myndlist Bragi Ásgeirsson Ásmundarsafn heldur áfram kynningum sínum á afmörkuðum þáttum í list Ásmundar Sveinsson- ar og er í sumar með sýningu á abstraktverkum hans. Áður hefur safnið verið méð sérsýningar á vinnunni í list Ámundar, og konunni í list Ás- mundar, svo þetta er þriðja sérsýn- ingin. Að sjálfsögðu er það umdeilan- legt hvort rétt sé að setja upp slíkar afmarkaðar sýningar á list Ás- mundar á því tímabili er aðstreymi ferðamanna er hvað mest eins og ég hef áður vísað til. Við það verður einhæfara úrval listamanna til sýnis þannig að gestir fá ekki fullkomlega rétta mynd af listamanninum. En hins vegar er þýðing slíkrar samantekt- ar í sjálfu sér óumdeilanleg og bregður upp nýju ljósi á einstaka þætti á ferli listamannsins. Fyrri sýningar hafa líka verið frekar daufar í uppsetningu og í sjálfu sér lítt áhugaverðar fyrir unnendur listar Ásmundar, og líkast til einnig fyrir útlendinga er landið heimsækja. En nú bregð- ur svo við að þessi síðasta sýning hittir hreinlega í mark og bætir við fyrri þekkingu á lífsverki lista- mannsins. Ásmundur kom víða við svo sem kunnugt er og greinileg áhrif frá öllum áttum mátti sjá í verkum hans og á stundum næsta ómelt. Hann vildi gera svo margt og pæla í svo mörgu í einu á mikl- um umbrotatímum í íslenzkri list og er áhrif nýstrauma erlendis frá skullu eins og flóðbylgja á landið. Myndlistarmenn höfðu á þeim tímum einfaldlega ekki við að melta áhrifin enda liðu þeir fyrir skort á erfðavenju og grónum hefðum og voru því galopnir fyrir erlendum nýstefnum. Þetta var, Röntgenminnisvarði, 1960. og er að vissu marki ennþá, í senn veikleiki og styrkur íslenzkrar myndlistar. Gunnari Kvaran listsagnfræð- ingi hefur að þessu sinni tekist að koma saman einstaklega heillegri og áhugaverðri sýningu á þeim þætti listar Ásmunar er að óhlut- lægum formrannsóknum laut. Að vísu eru áhöld um það hvort þessi verk séu í eðli sínu abstrakt því að Ásmundur var í raun svo upp- tekinn af umhverfí sínu og hlutun- um í kringum sig að hann byggði verk sín iðulega á handföstum hlutum úr nánasta umhverfí — breytti þeim litið sem ekkert en spann ýmsa listræna galdra í kringum þá. Hvað um það eru þessi verk hans í hæsta máta hug- læg og úr þeim má lesa ijölþætt áhrif frá nánasta umhverfí og heimslistinni vítt og breytt. Það sem hér hefur tekist með vali verka og uppsetningu, er að ná fram mjög heillegri og sam- stæðri heild á þessum þætti á ferli listamannsins svo að sýningin öll er eins og óður til lífsins — lífræn hljómkviða. Það er einmitt þetta sem skiptir svo miklu máli í uppbyggingu safna og með þessari sýningu og annarri athafnasemi í safninu sjálfu, s.s. litlum afsteypum, ákaf- lega fallegum póstkortum og gerð myndbands, er safnið að verða að mjög lifandi stofnun. Mjög upplífg- andi heim að sækja og þeim sem hér leggja hönd á plóginn til mik- ils sóma. AMSTRAD PC 1512 600 AMSTRAD PC Á100 DÖGUM! \1T Kr. 79.000 stgr FYRIR V EINSTAKLINGA 2 diskadrif m/14“ litaskjá.....................kr. 59.800.- Prentari DMP 3000 (105 p.sek.).................kr. 16.790,- Forrit að eigin vali...........................kr. 15.000.- Kr. 91.590.- AMSTRAD PC 1512 er engin venjuleg PC-tölva, þó hún sé alsamhæfð IBM PC. Kynntu þér verðið og allan aukabúnaðinn sem fylgir, þá skilur þú 600 ánægða AMSTRAD PC eigendur. Kr. 169.790.- Viðgerðarþjónusta: Tækniverkstæði Gísla J. Johnsen. Móttaka: Bókabúð Braga, tölvudeild, s. 621122. Námskeið: Tölvufræðslan, Borgartúni 56, sími 687590. Bókabúð Braga TÖLVUDEILI) v/Hlemm Símar 29311 og 621122 Á þessum tímamótum höldum við hátíð og bjóðum 25 tilboðspakka „A“ og 25 tilboðspakka „B“ á GRÍNVERÐI. Ath. Aðeins verða seldir 25 pakkar af hvoru og aðeins gegn stað- greiðslu! LT Kr. 110.000 stgr FYRIR FYRIRTÆKI 20 MB harður diskur, 1 diskadrif 14" svarthvítur pergament skjár......................................kr. 67.900.- Prentari DMP4000 (breiður, 200 p.sek.)...............................kr. 27.890,- RÁÐ, viðskipta-, sölu- og lagerkerfi XT..............................kr. 45.000.- RÁÐ, fjárhagsbókhald XT..............................................kr. 29.000,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.